Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Síða 26

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Síða 26
2Ó biskup þar út, svo enginn vissi, og tjaldað var húðum bæði utan og innan. Egils s. segir bls. 77: „Knattleikar vóru þá tíðir. Var þar í sveit gott til sterkra manna, enn þó hafði enginn afl við Skallagrím. . . . Knattleikr var lagðr á Hvítárvöllum all-Qölmennr á öndverð- um vetri. Sóttu menn þar til víða um hérað". þ*essi knattleikr hefir þvi verið stórkostlegr; fornmenn hér á landi tíðkuðu þá all- mjög; þeir hafa haft þá til líkamaœfingar; þeir unnu og mjög samkomum og mannamótum, sjá meðal annars Heiðarvíga s. bls. 326. Niðr frá Hvítárvöllum er sléttlendi mikið, sem Andrés sagði mér að yrði alt hála-svell á vetrum, svo að jafntvel mætti fara á skautum alt út að Hvanneyri; hér hefir því þessi knattleikr verið, og var það vel til fallið. Á Hvítárvöllum er fallegt og stórmann- legt1; hefir hér verið skemtilegr kaupstefnustaðr. þriðjudaginn, 23. sept., gjörði eg fyrst dagbók mína, fór síð- an á stað frá Hvítárvöllum og upp með Hvítá, fyrst upp á Laxa- fit. 1 sambandi við þann viðburð, sem hér gjörðist, stendr knatt- leikrinn á Hvítárvöllum. f>ar var komið margt smásveina; gjörðu þeir sér annan leik; Egill Skallagrímsson hlaut að leika við Grím, son Heggs á Heggstöðum; Egill var yngri og ústerkari, enn Grimr gjörði allan þann mun er hann mátti; þá reiddist Egill, enn Grímr lék hann þá heldr illa, enn eftir leikinn rak Egill skeggexi í höfuð Grími, svo í heila stóð; hlupu þá Mýramenn til vápna og svo hvorutveggja. Oleifr halti frá Varmalœk hljóp til þeirra Mýramanna; vóru þeir þá miklu Qölmennari, ok skildust að því, bls. 78. „þ>aðan af hófust deildir með þeim Óleifi og Hegg. jpeir börðust á Laxafit við Grímsá. þ>ar féllu sjau menn, en Heggr varð sárr til úlífis ok Kvígr féll bróðir hans“. Laxafit heitir enn upp með Grímsá að sunnanverðu, nær suðr frá þingnesi; hún er sléttar eyrar með ánni, vaxnar töðugresi; nær á miðri fitinni, lítinn kipp frá ánni, er tótt, nær kringlótt eða lítið aflöng, og dyr suðr úr; tóttin er um 7 faðma í þvermál; hún líkist mjög þeim gömlu stakkgörðum, sem eg hefi séð annarsstaðar. Litlu ofar og nær Mýrunum er önnur upphækkun komin i þýfi; sést engin lögun; hún er um 6—7 faðma í þvermál. Menn hafa getið þess til, að önnurhvor þessara upphækkana væru dys þeirra manna, sem féllu á Laxafit; má og vera að svo sé; eg ætlaði að prófa þetta, þegar eg hefði aflokið því, er þurfti hér efra; enn þá hrepti eg vont veðr, svo eg gat það ekki. Heggstaðir eru i suðr frá Laxafit, þar fyrir sunnan mýrarnar svo sem stutta bœjar- leið; bœrinn stendr vestan undir hæð, sem kölluð er Heggstaðahollt. 1) þar er nú komið steinhús, og mikil önnur bygging.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.