Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Síða 25

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Síða 25
25 I. bls. 239 segir hér mjög nákvæmlega frá, þegar Arnór Tumason handtók Guðmund biskup Arason á Hólum, og flutti hann nauðug- an alla þá löngu leið suðr að Hvítá, og ætlaði að reka hann þar utan; biskup var þar lengi um sumarið, þangað til að Eyólfr Kárs- son úr Flatey á Breiðafirði frelsaði hann. þ>á segir: „Hann (Skúma inn litli) var á Hvítárvöllum um sumarit, ok hljóp þangat sem hann var sendr; var hann lengstum í búð Norðlendinga, þar sem biskup var. |>ær vóru fyrir vestan Hvítá undir f jóðólfs-Iiolti, þar sem nú eru húsa-kotin, (hdr. B. neðan máls hefir: „far sem nú er húsabœrinn11); vóru dyrr á miðri búð ok horfðu at holtinu; var biskup í þann arm búðarinnar, er vissi at ánni; ok stóð húðfatið við gaflinn; ok vissi höfðafjölin ofan til Ferjubakka". Al- veg er þetta eins í eldri útg. af Sturl. I. bls. 50, og þrjú hdr. neð- anm. hafa: „húsabœrinn“, sbr. og Guðmundar s. elztu í Biskupa s. I. bls. 508—509. Enn fremr segir á sömu bls.: „Eyólfr spretti tjaldskör- um at höfði biskupi, ok tók af húðir, er tjaldat var með bæði utan ok innan. Hann tók biskup í fang sér, ok bar 1 brott frá búð- inni; ok fœrðu þar í klœði þau, er þeir höfðu haft i mót honum“. fetta var um nóttina í foraðs-veðri og krapadrífu, enn Skúma lagð- ist í húðfatið biskups; síðan riðu þeir á stað með biskup, og út á Mýrar. Eyólfr Kársson var eitt hið mesta afarmenni, sem Sturl. talar um; hann var í Grímsey með Guðmundi biskupi, og féll þar við drengilega vörn. Nú skal eg bera þetta saman við, hvernig hér til hagar. þjóðólfsholt heitir enn hæð ákaflega löng og há, rétt á móti Hvít- árvöllum fyrir vestan ána, og er langt klettaberg þeim megin, sem að ánni veit; þar er ferjustaðrinn undir neðan til. Skamt frá brekkunni fyrir neðan holtið stendr Ferjukot. Árni Magnússon segir, að Ferjukot sé ekki nema nokkur hundruð ára gamalt; enn það er ljóst af því, sem áðr er sagt, að einhver bœr eða kot hefir verið komið þar, þegar Sturl. var rituð; mávera, að það hafi lagzt niðr aftr; Ferjukot er bygt úr heimalandi á Ferjubakka, og eru þar óskipt lönd; Á. M. kallar það ’/s úr landinu. Hér hefir sjálf- sagt ætíð verið ferjustaðrinn, og bóndinn á Ferjubakka, þar sem var almennr gistingastaðr, hefir haft hér menn til að ferja; neðar gat ferja fyrir langferðamenn ekki hafa verið, eða þá sem ætluðu þar suðr, því þá hlaut vegrinn að hafa legið bæði yfir Hvítárvalla- og Hvanneyrar-engjarnar, sem er bæði ilt að fara fyrir ókunnuga, enda sjást það engin vegsummerki; við kaupstefnustaðinn hlaut og aðalferjustaðrinn að vera. Eg leitaði í túninu á Ferjukoti, og upp ,i brekkunni, enn fann þar enga tótt, sem eg gettalið að hefðiverið gömul búð. f>að er og auðsætt, að sú búð, sem Sturl. talar um, hefir verið tjaldbúð, þar sem Eyólfr spretti tjaldskörum, og tók 4

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.