Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Blaðsíða 48

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Blaðsíða 48
48 standa í sambandi við þá stórkostlegu mannfækkun, sem hér hefir orðið frá því í fornöld. Blaðsíðu 120. Páll Vídalín segir, Fornyrði bls. 43: „Til er laugin í Reykholti með bekkjum fornaldarmanna og vindauga því, er útrás vatnsins af lauginni skamtar. Er allt þetta meðalmönn- um vorrar aldar svo hæfilegt, sem það hefði fyrir þá gjört verið“. þ>etta sj'nir, að á dögum Páls hefir laugin verið álitin fornmanna- verk, og að hann veit ekki til, að henni hafi verið umbreytt á sið- ari tímum eða gjört við hana, því hann myndi þá geta þess. Blaðsíðu 130. Vegna þess, að eg hefi jafnvel heyrt þá mein- ingu sumra, að Hallvarðsst-aðir, er sagan nefnir, kynnu að hafa verið rústir þær, sem eru á svo kölluðum GilfLötum fyrir sunnan Hvítá, nær á móti Fróðastöðum, þá, til að taka af þau tvímæli, skal eg setja hér orðrétt úr iarðabók Árna Magnússonar, með því hún er í handriti sem kunnugt er: „Hallvardstader, ödru nafne Sudda, er fornt eideból í Skáneyjar lande, og brúkad um langvar- ande aldur fyrer selstödu frá heimajördinne. Á þeirre selstödu var byle gjört hier um fyrer 50 árum. Var þad stundum byggt en stundum í audn, en til þess ad fyrer XII árum eidelagdest til fulls. Landskuld var XL al. og tók landsdrotten so ad heimabændur höfdu sömu koste. Leigukúgillde voru II og guldust leigur til landsdrottens. þ>reingde þetta byle svo mjög ad heimajördinne, ad þad lakade alla hennar kostu, og ei má hier aptur byggja nema henne til fordjörfunar“. f>að er aðgætandi, að njósnafmenn Barða fóru ekki beinlínis heim á Hallvarðsstaði til að sjá á Gullteig, heldr einungis til ólikinda, og gerðu sér til erindis að spyrja að hestunum; þeir gátu hafa áðr farið iengra niðr með ánni, með því að þeir hafi þóttst sjá þaðan glöggar á teiginn. Blaðsíðu 133. Úr bréfi frá síra Hirti Jónssyni á Gilsbakka til Steingríms biskups dags. 22. sept. 1843: „Hér í sókninni dó Einar gamli J>órólfsson, fyrrum í Kalmannstungu .... Upp úr gröf hans komu 10 manna bein, sem sjáanlega höfðu fallið fyr- ir vopnum; beinin höfðu furðanlega conserverast; þar sáust högg á leggjum, enn þó mest á höfuðkúpunum; fleiri voru höggin smá, og fá inn úr kúpunum, einasta ein var klofin. Hvenær féllu þessir menn? Gamalt fólk talar hér um Sturlungareit, eins og mig minn- ir er í Reykholti. Varla getr það verið frá eiðarvígum, enn nærri lætr þó um töluna“. Utan á bréfiðþvert yfir kveðjuna hefir Steingrímr biskup skrifað: „Afgjört mannsbeinin síðan Heiðarvígin“. Eftir vottorði síra Magnúsar prófasts Andrjesson á Gilsbakka, samkvæmt kirkjubókinni þar, andaðist Einar þ>órólfsson árið 1843, 23. júlí, enn er grafinn 31. s. m. Hann er og jarðaðr á Gilsbakka, og þar fundust beinin, en ekki í Síðumúla, sem er ritvilla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.