Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Page 40

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Page 40
40 það sem er fyrir sunnan Akrafjall, hafi verið í Kjalarnessþingi og í Sunnlendingafjórðungi; landið beygist hér í suðr, og alt það svæði, sem er kring um Akrafjall, er mjög svo afskorið af vogun- um, sem ganga inn fyrir norðan. |>ó þetta hefði nú þannig verið, þá náði þvi bæði Vestfirðingafjórðungr og fverárþing, alt megin- landið hið innra, suðr að Hvalfirði, samkvæmt því sem áðr er sagt. Enn nú er hér fyrst aðgætandi, að þó að Harðar saga sé uppruna- lega gömul og góð saga, þá eru þau handrit sögunnar, sem nú eru til, fremr ung, og ef til vill með nokkurum síðari viðaukum, eða ónákvæmni, sjá Jón Sigurðsson formálann fyrir íslendinga s. II. b. bls. IV. Enn nú vil eg ekki rengja söguna í þessu efni; það þykir ekki vel fara, ef nokkur er annar kostr, enda þarf þess hér alls ekki við. Illugi rauði gat hafa átt áríðandi erindi til Kjal- arnessþings, þó að hann væri þar ekki í þingi; þess eru nœg dœmi, að höfðingjar fóru stundum til annara þinga, sjá meðal annars Gisla s. Súrssonar, báðar sögurnar, bls. 54—55, og bls. 140 —141; þar fer Börkr digri til J>orskafjarðarþings með fjölmenni; þó var J>órnessþing hans þing, og jafnvel var hann þar goði; því hann var sonr J>orsteins þorskabíts. J>etta hálfsmánaðar timabil, sem leyft var að halda þingin á fyrr eða síðar, hefir gefið bæði goðunum og öðrum kost á, að sœkja önnur þing, ef vildu; því skyld- ir vóru goðar að mœta á sínu eigin þingi, Kb. bls. 97. Hér í liggr því engin sönnun, jafnvel hvernig sem á málið er litið. Vest- firðingafjórðungr og J>verárþing náðu eins suðr að Hvalfirði það innra, hvað sem var um Akranesið, sem þegar er sagt. Heiðarvíga s. segir bls. 344—345: „Ef nokkur tíðendi verða í héraðinu, þau er af manna völdum eru, þá skulu allir skyldir til eptir þeim at riða, siðan er þeir Snorri goði höfðu sofit skammt frá bygðum eptir víg sín ok stórvirki, ok skal sá útlagðr, er eigi verðr til þess búinn, III mörkum hverr sá, er þingfararkaupi á at gegna, frá Hafnarfjöllum ok til Norðrár, sem þeirra þingmenn eru flestir Síðumanna ok Flókdœla“. Hér kemr enn það sama, að Borgar- fjörðr er talinn sem ein heild beggja megin Hvítár; það er eins og þetta hafi verið eitt heilt goðorð, sem þessi ákvörðun náði yfir, nefnilega, alt frá Norðrá: jpverárhlíðin, Hvítársiðan, Reykja- og Flókadalr, og þá hið neðra til Hafnarfjalla; kemr þetta vel heim við það, sem eg hefi sagt hér að framan, að þetta verðr þá mið- goðorðið í J>verárþingi, og þá tekr það syðsta við, nefnil. Reykja- dalr syðri, Skorradalr, og það sem er fyrir sunnan Skarðsheiði og Hafnarfjöll alt það neðra; um vestasta goðorðið hef eg talað áðr, sem náði suðr til Norðrár það efra, og til Hvítár það neðra. Með þessu móti verða öll þrjú goðorðin i jpverárþingi nokkurn veginn hœfilega stór i hlutfalli innbyrðis, og þá aftr stœrðin á J>verárþingi i hlutfalli við önnur þing.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.