Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Side 68

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Side 68
Drukknaii f orkels Eyólfssonar. j^egar eg rannsakaði i Breiðafjarðardölum, pórsnesþingi, og um hina nyrðri Strönd 1881, skýrði eg frá öllum þeim helztu atriðum eða sögustöðum í Laxdœla s., sem þar voru, að þessu undanteknu, sjá Árb. Fornleifaf. 1882, bls. 67—92; og er eg var í Borgarfirði 1884, skýrði eg einnig frá því, sem Laxd. við kemr í því héraði, sjá Árb. 1884—1885, bls. 77—96. Enn með því drukknan porkels er einn meðal merkra viðburða sögunnar, skal eg og lýsa honum í sambandi við sögustaðina, — enn það er ekki langt mál í sjálfu sér, — og þá einnig tala um nokkur örnefni, sem eg hefi ekki getið um áðr. Eins og kunnugt er, var þ>orkell Eyólfsson af hinni miklu Breiðfirðingaætt, sem margir höfðingjar voru komnir afhér á landi. Hann var sonr Eyólfs grá frá Otrardal, þ>órðarsonar gellis o. s. frv. J>orkell fékk Guðrúnar Osvífrsdóttur að ráði Snorra goða, eftir öll hennar mannráð og stórvirki, sem hún kom til leiðar, og settist í bú að Helgafelli í pórsnesi og var þar höfðingi um hríð. Hann var langafi Ara fróða. Af því að Helgafell, sem bœrinn er við kendr, er það fell, sem mest helgi hefir verið á lögð hér á landi, að því er sögur fara af, skal eg tala um það frekara. Helgafell stendr einstakt, nær í miðju þ>órsnesi eða heldr aust- ar og sunnar, snýr i austr og vestr, og þó það sé ekki allhátt, sést það víða að og um 5 vikur af sjó; er fellið einkennilegt til að sjá, og með stuðlabergi að norðan með grasstöllum i; enn að sunnanverðu er það lægra og engir klettar, enn brekkur niðr, og er þar auðvelt að komast upp á það. þ>eim meginn er það og enn nokkuð grasi vaxið og hefir að miklu leyti verið það i gamla daga, að sögn; fell þetta er því fallegt mjög, og ólíkt flestum öðrum fellum, er eg hefi séð. f>órólfr mostrarskegg hafði svo mikinn átrúnað á þessu felli, „at þangat skyldi engi maðr ópveginn líta, ok engu skyldi tortíma í fjallinu, hvárki fé né mönnum, nema sjálft gengi i brott. þ>at fjall kallaði hann Helgafell, ok trúði er at hann mundi þangat fara þá er hann dœi, ok allir á nesinu hans frændr11, Eyrbyggja s. bls. 6—7. þ>orsteinn þorskabítr son J>órólfs drukknaði um haust, er hann fór

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.