Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Side 24

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Side 24
24 er mælt verðr; því veggir eru mjög útflattir; á breidd er hún um eða yfir 30 fet. F}?rir ofan þessa tótt eru 3 tóttir, allar samhliða, og snúa eins og hin stóra tótt; þær eru minni, og auðsjáanlega yngri. Fyrir neðan þessa tótt eru rústirnar af Norðrkoti í brekk- unni; Andrés sagði mér, eftir þeim manni, sem kotið hafði bygt, að þar undir hefði verið ákaflega stór tótt, og sú stœrsta af öllum þeim, sem hér finnast. Rétt fyrir neðan kotið sést partr af vegg af fornri tótt, enn að öðru leyti er hún afbrotin af ánni. f>essar 5 tóttaleifar finnast hér fyrir utan þær 3, sem eru yngri, enn það má ætla, að hér hafi verið fleiri tóttir gamlar; því bæði hafa getað staðið fleiri tóttir þar, sem kotið var bygt, og verið óglöggari, og því ekki veitt eftirtekt, og þar til mun áin hafa brotið af fleiri tóttir, sem er sjáanlegt, og Andrés sagði mér, að hún hefði stór- kostlega brotið í sinni tfð; áin hefir og grafið farveg gegn um há- an bakka, og flóir hún þar í vatnavöxtum. Hér á þessu svæði hefir því kaupstefnustaðrinn verið, frá finghöfða með ánni, og ofan að geymsluhúsinu því fyrrnefnda við ána. Skipalægið hefir verið einkanlega við Búðarhöfða; hann er með klettum að framan, er að ánni veit, sem fyrr segir; þar er hyldýpi að; gátu þar skipin legið við klappirnar, og útýli hafðr aftr af, og svo bryggja á land1. Fyrir vestan Hvítá, þar sem nú Ferjukot stendr, hafa og í gamla daga verið einhverjar kaupmannabúðir, eða að minsta kosti tjöld; var hér þá og yfir höfuð kallað á Hvítárvöllum. Sturlunga s. 1) það er algengt í Breiðafirði, að kalla »útýla« streng þann og ak- keri, sem liggr út af skipinu, þá því er lagt við akkeri, þegar annar strengr eða landfesti er á land upp; menn segjat. d., þegar seint að kveldi er komið að landi, og ekki er mannafli eða tœkifœri að setja upp skipið: »Yið skulum leggja skipin við útýla í nótt«. Útýli er einungis nafn á strengnum, enn ekki akkerinu eða drekanum, sem ýmist er kallað. I Breiðafirði eru eða vóru til mörg forn nöfn á hlutum, bæði í skipum, og þeim viðkomandi. þannig veit eg öll eða flest heiti á borðunum í skipinu. Nafnið »ýlí« er gamalt; það kemr fyrir í sömu merkingu í Reykdœlu I. Kaupmh. 1881, bls. 35. þar segir: »Tekr Vemundr þat ráð, at hann hratt út skipinu, ok lét fljóta um íla«; eins er þetta í eldri útg. bls. 25: »ok lét fljóta um ýla«. Eg skal nú reyndar ekkert segja um það með vissu, hvort réttara muni vera að rita: »ýli« eða »íli«; enn þess mætti til geta, að ýli væri komið af ól, eða ólum, og væri svo, þá held eg »ýli« gæti verið rétt. það er kunnugt, að menn í fornöld höfðu oft bæði reiða og akkerisstrengi af »sverði« = ólum, sjá Eornmanna s. II. bls. 17, vísu Hallfreðar: »Svörð tekr heldr að herða«, þ. e. akkeris- strenginn; og á undan segir, bls. 16: »höfðu þeir strengja raun mikla ok akkera«, sbr. og svarðreipi = ólarreipi eða ólarband. Dr. Finnr Jónsson segir og sömu bls. neðan máls, að öll hdr., sem hafa orðið, riti það með ý, enn hann ritar það með í, samkvæmt því sem Ivar Ásen þýðir það; enn eg skal láta málfrœðinga um þetta; einungis vildi eg sýna, hvar orðið væri hér enn haft.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.