Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Síða 34

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Síða 34
34 frá 1570—1605. það verðr með vissu séð, af því sem þeir segja, Jón Espólín og Árni Magnússon, að jarðbrúin hefir farið af Hvítá einhvern tima á tímabilinu frá 1600 til 1685, enn líklega heldr fyrr enn síðar á þeim tíma. Árni Magnússon gat einkanlega vitað um jarðbrúna, því hann er svo gamall; Árni er fœddr að Kvenna- brekku í Dölum 1663, fór í Skálholtsskóla 1680, fór utan fyrst 1683, kom út aftr kynnisferð 1685, og var um vetrinn í Hvammi vestra, fór þá utan aftr, og kom síðan hingað út 1702, og var hér 10 ár, öðru hvoru, og þá var eiginlega hans rannsóknartími. Síð- an fór Árni utan alfarinn 1712, og andaðist 17301. Eg verð og að geta þess, að Kálund hefir þó nokkuð aðra skoðun um rennsli Hvítár, I, bls. 304, enn hann hefir þá ef til vill ekki verið búinn að finna þetta, sem Árni Magnússon segir á þess- um stað, því hann heldr, að nokkuð af Hvftá hafi ált af runnið út í J>verá, og þar við sé bundið Eyjarnafnið; enn réttnefni var, að kalla Ey, þó þetta mjóa haft væri á svo stóru svæði, sem er land heillar jarðar; það er og ljóst, að jarðbrú gat með engu móti hafa við haldizt á Hvítá frá alda-öðli; hún gat einungis verið við lýði, meðan áin var að brjóta sig að fullu hér í gegn um. J>að var ekki eðlilegt, að láta það land liggja undir Vestrland, sem lá bæði fyrir sunnan þverá, og innan í miðri Hvítá. Enn fremr er það, að til þess að Stafholtsey gæti með réttu legið undir Vestrlandið, þá 1) þar að auki eru þessar munnmælasögur um brúna, og skal eg setja þær hér til uppfyllingar. Jón Pétursson, forstjóri í yfirdóminum, hefir sagt mér, að Jón sýslumaðr á Melum í Hrútafirði hafi sagt sér það, að þegar hann var ungr og var að fara suðr til lærdóms, þá hafi hann heyrt gamla menn segja, að jarðbrú hafi verið á Hvítá hjá Staf- holtsey. Jón kammerráð er fœddr 1787; hann lærði hjá síra Bjama Arngrímssyni á Melum í Melasveit. Andrés Fjeldsteð á Hvítárvöllum hefir sagt mér þannig: »Guðrún þórðardóttir, kona Símonar, sem lengi bjó á Kvígstöðum, hún sagðist hafa heyrt í ungdœmi sínu föður sinn oft tala um Faxbrúna, enn ekki segist hún muna, hvað mörg ár hann hafi sagt að hún hafi verið farin; enn hitt segist hún muna rétt, að faðir sinn hafi sagt, að fólk hafi síð- asta árið verið hálf-hrætt að fara brúna. Guðrún er fœdd og upp alin í Stafholtsey, og faðir hennar hafði búið þar langa tíð«. Eftir Halldóri Daníelssyni: »Faðir minn, Danlel á Fróðastöðum, sem er fœddr 1802, segist hafa heyrt, að Jón Jónsson, sem var prestr í Stafholti frá 1707—1739, hafi látið stinga af jarðbrúna á Hvítá, á Föx- unum, því hún hafi verið orðin háskaleg yfirferðar«. Hafi brú þessi ver- ið stungin af þá, getr ekki það hafa látið gjöra þessi síra Jón í Stafholti, því brúin var þá löngu af, sem að ofan er sagt, enn það kynni heldr að hafa verið síra Jón Egilsson, sem lét stinga af brúna; hann fékk brauð- ið 1571, og með því hann hafi þá verið prestr í Stafholti fram yfir 1600, enn það sést ekki, sjá síra Sveins Níelssonar Prestatal og prófasta, bls. 92. Fleiri sögur hefi eg heyrt; enn þetta nœgir.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.