Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Side 47

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Side 47
ÁLNIR OG KVARÐAR 51 punktum í 8. hluta úr alin, 1. 6,85 sm — 7,45 sm. Aftur eru það bilin sitt hvorum megin brotsins, sem eru misjöfnust. Ef deilistrikið á spönginni væri flutt aftur um 0,3 sm, yrðu bilin 7,03 sm — 7,27 sm löng. Á þessum kvarða er greinilega mörkuð hin gamla eða rétta Hamborgaralin, sem löngum var nefnd íslenzk alin, og síðan mun hafa verið talin 10/11 úr danskri alin. Kvarðinn kom frá Mýrum i Villingaholts- hreppi, og mun vera úr eigu Odds Sturlusonar, sem flutti þangað árið 1785, og hafa afkomendur hans búið þar fram undir 1960. Gefandinn man, að áður var hægt að iesa ártalið 1808, en nú er núllið máð burt. Árn. 326. Kvarði úr járni, 75,2 sm langur, flatur með sívölu handfangi. Milli hand- fangs og mælikvarða er flöt kringla, 2,2 sm i þvm. og á hana stimplað 1869. Mesta þykkt handfangsins er 1,5 sm, breidd kvarðans er 1,1 sm efst og 1,0 sm fremst, Þykktin er 0,5 sm. Á kvarðann er mörkuð dönsk alin, 62,75 sm löng. Henni er skipt í kvartil sæmilega rétt, en efsta kvartil er þó tæpum 1 mm of stutt öðrum megin, þar eð deilistrikið hallast lítið eitt. Efsta kvartili er skipt í helminga, 8. hluta úr alin og efra bili aftur í tvennt, eða í 16. hluta úr alin. Loks er efsta bilinu enn skipt í tvennt í 32. hluta úr alin, og á þennan efsta hluta er stimplað fangamark Kristjáns konungs 5., C með 5 innan í og kórónu yfir (sbr. Þjms. 4114). Á þessum kvarða eru svo sem sjá má, ekki venjulegir þumlungar heldur biiið 1/32 úr alin sem er aðeins 1,96 sm að lengd. Má heita að öll skipting kvarðans sé mjög ná- kvæm, þegar sleppt er efstu kvartilaskilum, svo sem hér hefir verið getið að framan. Þetta er kvarði sýslumannsins I Árnessýslu. Hann kom frá I-Ijálmholti, °S mun hafa orðið þar eftir, þegar Sigurður sýslumaður Ólafsson flutti þaðan árið 1892. Árn. 583. Kvarði úr flötu járni, 80,7 sm 1., 3,6 sm br. og 0,3 sm þ. Á öðrum enda er kringlótt gat til að hengja kvarðann upp, en á hinn endann er markað ártalið 1837. Þessi kvarði er raunar reglustika, en á eina brún hans er mörkuð dönsk alin, rífleg, 63,1 sm löng. Alin þessari er skipt I kvartil og fremsta kvartili, þeim megin sem gatið er, er aftur skipt í 6 þumlunga, 2,6 sm—-2,7 sm 1., en kvartilin eru 15,6 sm —15,9 sm löng; verður þá eftir ómerktur kafli, handfang, að öllu leyti eins og mælikvarðinn sjálfur, nema hvað á hann er ártalið markað. Þennan kvarða átti Ólafur Sigurðs- son, söðlasmiður á Selfossi, en kvarðinn mun vera úr búi Þorleifs Kolbeinssonar á Háeyri. Sk. 200. Kvarði úr járni, ferstrendur, flatur fremst, en þykknar aftur og verður aftast öllu meiri að þykkt en breidd. Þar gengur gat frá hliðinni í gegnum kvarð- ar>n 1,5 sm frá enda og er grannur hringur í því, 1. alls kvarðans er 69,75 sm og þvermál hringsins 3,7 sm., fremst er br. 1,0 sm, þ. 0,45 sm, en efst er br. 1,0 sm og þ. 1,2 sm. Kvarðinn er nokkuð skemmdur af ryði og er nú allur smápollóttur, verða tvi öll merki óskýr. Á hliðar kvarðans eru markaðar tvenns konar álnir. Þær eru greindar frá handfanginu með grunnum stalli sem virðist helzt gerður þannig að Weitli hafi verið höggvið þar nokkrum sinnum. Á annarri hlið er alinin 62,25 sm löng, henni er skipt í 4 kvartil, 15,45 sm —15,65 sm löng, en ekki er nú hægt að sjá neina smærri deilingu á þessari hlið kvarðans. Á hina hliðina er mörkuð alin, 54,2 sm !öng, henni er einnig skipt með nú óljósum skorum i 4 kvartil, 1. 13,0 sm —13,9 sm, en ekki er unnt að greina aðrar skiptingar á kvarða þessum, framan á hann gæti 1 mesta lagi vantað 0,2 sm, en ekki þarf það að vera. Kvarðinn var siðast i eigu frú Guðrúnar Pétursdóttur á Núpi í Fljótshlíð, sem taldi hann vera kominn frá Skálholti með Magnúsi Ólafssyni, tengdasyni Finns biskups, en hann var forfaðir Guðrúnar. Guðrún sagði, að á kvarðanum væri íslenzk og dönsk alin. Sk. 397. Kvarði úr furu, ferstrendur með ferstrendu handfangi, 1. 77,1 sm., br. 2,1 sm' þ. 1,9 sm efst, en fremst er br. = þ. = 1,5 sm. Á eina hlið kvarðans er mörkuð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.