Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1997, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 Fréttir Samningur um útgáfu nýs dagblaðs undirritaður i gær: Nafnið ekki ákveðið - formenn A-flokkanna hamingjusamir með samninginn Frá undirritun útgáfusamningsins ( gær. Það eru formenn A-flokkanna, þau Sighvatur Björgvinsson og Margrét Frímannsdóttir og Sveinn Eyjólfsson, stjórnarformaður og útgáfustjóri Frjálsrar fjölmiðlunar og Eyjólfur Sveinsson, stjórnarformaöur Dagsprents. DV-mynd Hilmar Þór. í gær var undirritaður samning- ur milli A-flokkanna og Dags- prents, sem gefur út Dag-Tímann, um útgáfu dagblaðs með aöild þeirra. í þessum samningi er ákvæði þess efnis að Vikublaðið hætti að koma út og Alþýðublaðið sem dagblað. Nafh þessa nýja blaðs hefur ekki verið ákveðið en ein- hverjar útlitsbreytingar verða gerðar frá því sem er á Degi-Tím- anum. „Ég vænti þess að blaöið styrkist og breytist en það verður byggt á grunni Dags-Tímans. Það hafa verið vangaveltur um nýtt nafh en engin ákvöröun tekin,“ sagði Eyjólfur Sveinsson, stjómarformaöur Dags- prents, í samtali við DV. „í mínum huga er þetta ánægju- legur viðburður enda þótt við sjáum eftir Alþýðublaðinu með 80 ára sögu að baki. En þetta nýja blað er tæk- ifæri sem við fáum til þess að byggja upp blað sem svo lengi hefur vantað, öflugt blað félagshyggju- fólks. Blað með hjartað vinstra meg- in viö miðju. Við Alþýðuflokks- menn tökum þátt í því af fullum krafti," sagði Sighvatur Björgvins- son, formaöur Alþýðuflokksins, í samtali viö DV. Hann var spurður hvort hann vildi breyta nafhi Dags-Tímans? „Þetta blað þarf auðvitað að höfða til þess lesendahóps sem því er ætl- Veiktist hastarlega af matareitrun: Fiskisúpan var í lagi - segir Valtýr Einarsson, bílstjóri meö erlenda ferðamenn á Norður- og Austurlandi DV, Akureyri: „Viö veiktumst, ég og leiðsögu- maðurinn, þegar við vorum staddir á Akureyri og fórum á sjúkrahúsið þar,“ segir Valtýr Einarsson, starfs- maður hjá Pósti og síma. Hann fór í eina ferð sem ökumaður fyrir fyrir- tækið Allra handa í Reykjavík, með hóp ítalskra ferðamanna um landið fyrir rúmri viku síðan. Leiöin lá um Suður- og Austurland og þaðan til Akureyrar þar sem Valtýr og leiö- sögumaður ítalskra ferðalanga veiktust hastarlega af matareitrun. Sýni úr súpunni Talið var að Valtýr og leiðsögu- maðurinn hefðu fengið matareitrun vegna flskisúpu sem þeir borðuöu á veitingastað í Mývatnssveit. Eftir að sýni úr súpunni þar höfðu verið rannsökuð kom i Ijós að svo hafði ekki verið. Virðist því ljóst aö þeir hafi sýkst af einhverju sem þeir borðuðu fyrr í feröinni. „Fyrst þetta var ekki vegna súp- unnar þá höfum við sennilega sýkst af einhverju sem við boröuðum á Egilsstöðum eða á Homafirði þar sem við borðuðum af fiskihlaðboröi. Um aðra staði getur ekki veriö að ræða. Ég var með miklar kvalir í maga og uppgang og niðurgang eins og þessu fylgir víst vanalega. Við vomm settir í einangrun á sjúkrahúsinu á Akureyri og vor- um þar í einn og hálfan sólar- hring. Það er lítið um þetta að segja annað en að það er allt ann- að en gaman að lenda í þessu,“ sagði Valtýr. -gk Matareitrunin á Norðausturlandi: Uppruna sýkingarinnar leitað á veitingastöðum - 40-50 hafa veikst DV, Akureyri: Rannsókn á uppruna matareitr- unartilfellanna sem upp hafa kom- ið á Noröur- og Austurlandi að undanfomu stendur sem hæst en hefur ekki leitt til niöurstööu enn sem komið er. Rannsóknin beinist fyrst og fremst að veitingastööum á Noröausturlandi og er verið að vinna úr sýnum sem þar hafa ver- ið tekin. Vitað er um að 40-50 er- lendir ferðamenn í fjóram hópum hafa veikst af matareitran sl. 10 daga. Þá kom upp a.m.k. eitt af- markað tilfelli til viöbótar þar sem bílstjóri og leiðsögumaöur veiktust heiftarlega og leituöu sjúkrahúss á Akureyri eins og DV sagöi frá í gær. Tólf erlendir ferðamenn leituðu til sjúkrahússins á Egilsstöðum sl. þriðjudag og þann sama dag kom stór hópur ferðamanna í Breiödals- vík en sá hópur haföi veriö á ferð um Norðurland og síðan um Aust- urland. „Ég tók skýrslur af þessu fólki sem sumt var enn veikt þegar það kom hingaö,“ sagði Hákon Hansson, starfsmaður Heilbrigðis- eftirlits Austurlands í gær. DV hef- ur heimildir fyrir því að í hópnum hafi verið 18 manns og 13 af þeim hafi veriö veikir eða höfðu veikst þegar hópurinn kom til Breiðdals- víkur. Einn hópur feröamanna mun hafa leitað aðstoðar á Homafirði snemma í vikunni eftir ferðalag um Norður- og Austurland og fór sumt af þvi fólki síöan áfram til læknis- meðferöar á Vík í Mýrdal. Ólafur Oddsson, héraðslæknir Norðurlandsumdæmis eystra, sagöi í gær að rannsókninni væri beint að veitingastöðum á norðaustur- homi landsins. Hann sagði engar frekari fréttir að hafa af málinu, vinna stæði yflr og þetta væri tíma- frek rannsókn. Tveir starfsmenn Hollustuvemdar ríkisins fóra norð- ur í land fyrr í vikunni til sýnatöku vegna málsins og er veriö að vinna úr sýnum sem þeir tóku. -gk að. Það hefur komið til tals að skipta um nafn en engin ákvörðun tekin,“ sagði Sighvatur. „Ég held að þetta sé upphaf góðra tíma í fjölmiðlun. Enda þótt útgáfa Vikublaðsins hafi ekki verið rekin með tapi þá var það alltaf draumur- inn að ná til breiðari hóps en við gerðum með Vikublaðinu," sagði Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, í samtali við DV. Hún var spurð hvort hún vildi nýtt nafn á blaðið? „Ég skal játa það að ég myndi vilja sjá annað nafh á blaðinu. Nafn þess er eitt af því sem við eigum eft- ir að ræöa og ganga frá,“ sagði Mar- grét. -S.dór Stuttar fréttir Líknardeild opnuð Líknardeild, deild fyrir dauð- vona sjúklinga, verður opnuð fyrr en ætlað var vegna þess að Oddfellowhreyfíngin hefur gefið 33 milljónir króna til hennar í tilefni aldarafmælis hreyflngar- innar. Lýsi gegn krabba Vísindamenn í Bandaríkj- unum telja óyggjandi að Omega- 3 fitusýrur, sem era í fiski og lýsi, veiti mikla vöm gegn brjóstakrabbameini í konum. Forstjóri Lýsis hf. segir þetta merk tíðindi. Sjónvarpið segir frá. Síöasta Alþýðublaðið Síðasta Alþýðublaðið sem dag- blað kom út í morgun. Á forsíðu segir aö hringnum sé lokað en mynd er á forsíöunni af fyrstu forsíöu blaðsins 29. október 1919. „Tími flokksblaðanna er liöinn,“ sagði Sighvatur Björgvinsson, formaöur Alþýðuflokksins, við Sjónvarpiö í gærkvöldi. Bensínið hækkar Bensínverð hækkaöi um l, 36-1,50 kr. lítrinn. Ástæðan er ákvöröun flármálaráðherra aö hækka vöragjald á bensín um 4,3%. Stöö 2 sagði frá. Vegaþjónusta FÍB Vegaþjónusta FÍB, sem þekkt var fyrr á áram um miklar ferðahelgar, verður endurvakin nú um helgina. Félagiö verður með fjölda bíla um allt land og m. a. verða 3 þjónustubílar á Suöur- og Vesturlandi. Lögregl- an og Umferöarráð era með mik- inn viöbúnað en búist er viö að mikill fjöldi verði á faraldsfæti að venju um verslunarmanna- helgi. Vextir lækka Búnaðar- og Landsbanki lækkuðu vexti í gær. Vaxtasér- fræðingur Búnaðarbankans seg- ir við Stöð 2 aö vextir verði nauðsynlega að veröa jafnlágir og í nágrannalöndunum. -SÁ DV hækkar Frá og með 1. ágúst 1997 hækk- ar áskrftarverð DV úr 1.700 kr. í 1.800 kr. Verð blaðsins í lausa- sölu hækkar úr 150 kr. í 160 kr. virka daga og úr 200 í 220 um helgar. Grunnverð auglýsinga hækkar úr 790 kr. í 835 kr. dálksentimetrinn án virðisauka- skatts.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.