Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1997, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 Fréttir Tekjur forstjóranna snarhækka: Hörður hækkaði um hálfa milljón á mánuði - Kristinn hjá Skeljungi hækkaði enn meira Tekjur Harðar Sigurgestssonar, forstjóra Eimskips, hafa snarhækkað milli ára ef borið er saman álagt út- svar 1995 og 1996. Hörður bar 1.896 þúsund krónur úr býtum á mánuði á síðasta ári að meöaltali, en 1.340 þús- und krónur á mánuði árið áður. Þetta er hækkun upp á rúmlega hálfa milljón á mánuöi. Sömu sögu er að segja um annan tekjuháan for- stjóra, Kristin Bjömsson hjá Skelj- ungi. Kristinn er með 1.695 þúsund krónur á mánuði í tekjur, miöað viö 1.133 þúsund áriö á undan. Þetta eru rúmlega 560 þúsund krónur á mán- uði. Tekjur Kristins hafa því hækk- að hlutfallslega meira en Harðar. Þorvaldur Guðmundsson, kenndur við Síld og fisk, er langtekjuhæsti einstaklingur landsins, með 5.616.000 krónur á mánuöi. Hörður Sigurgests- son, forstjóri Eimskips, er því ekki hálfdrættingur á viö Þorvald, meö „aðeins" tæpar tvær milljónir á mánuði. Margir fá rukkun Heildarálagning tekjuskatts á tekj- ur einstaklinga, sem þeir öfluðu á ár- inu 1996, er um 36 milljarðar króna. Af þeirri upphæð hafa innheimst í gegnum staðgreiöslukerfið rúmir 30 milijarðar, eða um 84%. Útistand- andi skattar einstaklinga vom því um síðustu áramót um 6 milljarðar króna, þannig aö ljóst er aö það em allnokkrir einstaklingar sem fá ekki ávísun frá skattinum í pósti þessa dagana, heldur rakkun. En skattamir og þar með tekjurn- Þeir tekjuhæstu í Reykjavík - Mánaðartekjur t milljónum króna - 5,616 1. Þorvaldur Guðmundsson forstjórf 3,009 2. Gunnar Þ. Gunnarsson, fynv. forstjóri 2,175 3. Ingótfur Finnbogason pípulagningameistari 1,896 4. Hörður SigurgesUs) m forstjón 1,695 5. Kristinn Gjörassof forsijóri 1,688 6. Emanúei Morihen > heildsali 1,676 [7. ÁsthBdurS. Rafnjr 1,602 8. 1,582 9. Gunnlaugur Guðjnundsson verslunarmaður 1,511 10. Gunnar I. Hafi teinsson lögmaður 1,418 11. Hákon Magnfisson skjpstjóri 1,355 12. Baldur Guði tugsson lögmaður 1,293 113. GtsB VUhjáÍjnsson tannlaknir 1,257 114. Ógmundglskarphéðinsson arkitekt I.... ..!■ pson forstjóri 2 millj. 1,226 DVI 4 millj. 6 millj. Láttu senda þér heim! Komtíu og sæktu! I O IJIlZd m/3 áleggsteg 12" hvítlauksbrauð eða Margarita, 2L Coke og hvítlauksolía Aðeins 1.790 kr. U ÍUd m/2 áleggsteg Aðeins 990 kr. 16“ pitza 1 m/2 áleggsteg. nsí kr. ar skiptast vissulega ekki jafnt og á meðfylgjandi grafi eru áætlaðar tekj- ur hæstu skattgreiðenda í Reykjavík, sem jafnframt eru ýmist meðal þeirra hæstu eða hæstu skattgreið- endur landsins alls. Mánaðarlegar tekjur þessa fólks í fyrra era áætlað- ar út frá upphæð og prósentuhlut- falli útsvarsins. Himinháar tekjur Tekjuhæsti einstaklingurinn í Reykjavík samkvæmt þessum mæli- kvarða er Þorvaldur Guömundsson forstjóri, eins og áður segir. Þess er þó skylt að geta í sambandi viö Þor- vald aö hann rekur fyrirtæki sitt, Síld og fisk, sem stundar umfangs- mikla kjötvinnslu og búrekstur, í eigin nafiii. Þess vegna era tekju- og gjaldatölur hans jafn háar og raun ber vitni. Líklegt er að væri Síld og fiskur hlutafélag með Þorvald á launaskrá, væra tölumar aðrar og lægri. Sama fyrirvara verður að hafa á um Gunnar I. Hafsteinsson, lög- mann og útgerðarmann, í níunda sæti yfir tekjuhæstu einstaklingana. Hinar háu tekjur Gunnars Þ. Gunnarssonar, fyrrverandi forstjóra ísl. aðalverktaka, skýrast aö hans eigin sögn í samtali viö DV af starfs- lokasamningi sem geröur var viö hann á árinu. Ingólfur Finnbogason pípulagningameistari er sömuleiöis einn stofnenda og hluthafa í Samein- uöum verktökum, en samsteypa Aö- alverktaka, Sameinaðra verktaka og Keflavíkurverktaka hafði á sínum tíma einkaleyfi á öflum framkvæmd- um fyrir varnarliðið á Keflavíkur- flugvelli og þetta einkaleyfi var mjög ábatasamt. -SÁ Lögreglan yngir upp „Menn era fyllilega á því að með- alaldur lögreglumanna hér á landi sé of hár. En það er við fjárveit- ingavaldið að etja, því ef á að láta menn hætta fyrr þá kostar það út- gjöld fyrir ríkið. Það náði ekki fram að ganga þegar lögreglufrum- varpið var lagt fram á sínum tíma,“ sagði Símon Sigvaldason, skrif- stofústjóri í dómamálaráðuneytinu. Dómsmálaráöherra hefúr nú sett á laggimar nefiid, sem ætlað er að gera tillögur um að lækka aldurs- hámark lögreglumanna. Lögreglumenn geta nú starfað til sjötugs, eins og aörir opinberir starfsmenn. 1 greinargerð sem fylgdi frumvarpinu kom fram að 1995 var meðalaldur lögreglu- manna hér á landi var orðinn mjög hár. Alls eru 33 lögreglumenn 65 ára og 43 til viðbótar á aldrinum 60-64 ára. í nágrannalöndunum er há- marksaldur lögreglumanna miklu lægri en hér, 63 ár í Danmörku, 60 í Noregi og 57 á írlandi. „Nú eru menn að leita leiða til að lögreglumenn hér á landi geti fengiö að hætta fýrr og farið þá kannski í önnur störf síöustu árin.“ -JSS Hér eru feógarnir Pétur Ólafsson og Ólafur Pétursson á Jónl Pétri RE að landa góöum afla af Brúninni. DV-mynd Sveinn «n$ t Graðýsa á toppverði Mjög góö ýsuveiöi hefur verið í netin í Faxaflóa í sumar. Þama er um að ræöa óvenjustóra ýsu eða svokallaða graöýsu að sögn sjó- manna. Þeir feðgar, Pétur Ólafsson og Ólafúr Pétursson, á Jóni Pétri RE, láta vel af veiöinni sem þeir segja óvenjugóða. Þeir segjast hafa lagt net sín í Brúnina í Bugtinni þannig að örskammt sé á fiskislóð- ina. Þá segja þeir ekki verra að ýsan fari á toppverði á fiskmarkaði eða allt upp í 160 krónur kílóið. -rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.