Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1997, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1997, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 Stuttar fréttir Utlönd (Atvn r kovt Tilræðismanna leitað á Vesturbakkanum í nótt: ísraelar handtóku 51 Palestínumann ísraelskar hersveitir handtóku 51 Palestínumann á Vesturhakkanum í nótt og færðu til yfírheyrslu vegna sjáifsmorðssprengjutilræðanna á aðalmarkaðstorgi Jerúsalem í fyrra- dag. Þrettán borgarar týndu þar lífi, auk sprengjumannanna tveggja. „Öryggissveitir handtóku í nótt 51 Palestínumann i Júdeu og Samariu (á Vesturbakkanum) vegna gnms um tengsl við hryðjuverka- starfsemi,“ sagöi talsmaður hersins í tilkynningu sem hann sendi frá sér í morgun. Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, hefur ítrekað sagt að Yasser Arafat, forseti Palestínu- manna, verði að láta til skarar skríða gegn harðlínumönnum múslíma í kjölfar tilræðanna á mið- vikudag. Þá hefur hann sagt að ísra- elskar hersveitir muni einnig hand- sama hryðjuverkamenn. Netanyahu sakaði Arafat í gær rnn að gera ekkert til aö uppræta of- beldisverk Palestínumanna og sagði að þjóðir heims hefðu tekið með silkihönskum á brotum hans á frið- arsamningunum. „Ég held að palestínska heima- stjómin hafi fengið frítt spil. í raun- inni er það svo að allt sem hún ger- ir er í lagi en öll ljónin í vegi friðar- ins eru okkar megin,“ sagði Net- anyahu í viðtali við Reuters frétta- stofuna í gær. Hann sagði að þjóðum heims bæri skylda til að krefja Arafat og heimastjómina um aðgerðir gegn hryðjuverkamönnum. Netanyahu brást við tilræðunum á miðvikudag með því að stöðva all- ar friðarviðræður við Palestínu- menn þar til Arafat hefði stöðvað frekari ofbeldisverk skæruliða harðlínumanna. Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, íhugaði mjög alvarlega í gær að fara til Mið-Aust- urlanda á næstunni, að sögn emb- ættismanna í Washington. Reuter ItllNAULT Hvunom Bifreiðar & landbúnaðarvélar hf., Suðurlandsbraut 14 & Ármúla 13, Simi: 575 1200, Fax: 568 8675, Email; bl@bl.is, Internet: www.bl.is Þessi glæsilegi indíáni heitir Phil Fontaine og er nýkjörinn forseti samtaka kanadískra indíána. Fontaine náði kjöri eftir haröa baráttu og því var vel við hæfi að setja fjaöraskrautiö á höfuöið í tilefni dagsins. Símamynd Reuter Sprengjumenn gripnir í New York: Undirbjuggu til- ræði í jarðlestum Lögregla í New York lagði 1 gær hald á fimm sprengjur og handtók þrjá karlmenn ættaða frá Mið-Aust- urlöndum. Þar með var aö engu gert alþjóðlegt samsæri um sprengjuher- ferð í jarðlestakerfi borgarinnar og árásir á hagsmuni Bandaríkja- manna og gyðinga um heim allan. í sameiginlegri yfirlýsingu sem alríkislögreglan FBI og borgarlög- regla New York sendu frá sér í gær- kvöldi kom hins vegar ekki fram hversu víðtækt samsærið var né heldur hversu raunhæft. Til skotbardaga kom þegar lög- reglan réðst til inngöngu í íbúð mannanna í Brooklyn-hverfi aðfara- nótt fimmtudagsins. Samkvæmt skjölum sem lögð voru fram í rétti í gær reyndi annar mannanna að grípa til byssu varðar laganna en hinn gerði sig líklegan til að nálgast svartan poka. Síðar kom í ljós að sprengja var í pokanum. Það var egypskur karlmaöur sem bjó í íbúð með mönnunum sem gerði lögreglu viðvart um sprengi- efnið á miövikudagskvöld, að því er heimildarmenn innan lögreglunnar sögðu. Fjórnar sprengjur af fimm voru rörasprengjur sem festar voru saman. í þeim var svart púður eða naglar. Víðtæk rannsókn stendur nú yfir á því til hvers mennimir ætluðu að brúka sprengjumar og hvort þeir stóð fyrir þessu sem einstaklingar eða sem hópur. Þá verður reynt að grafast fyrir um ástæðuna. Reuter Vióskiptavinir athugið! B&L hefur fengið nýtt símanúmer 575 1200 Önnur símanúmer eru eftirfarandi: • Söludeild BMW og Rover 575 1210 Ávaxtaði pund sitt vel Einkaritari, sem aldrei þénaði meira en 15 þúsund dali í árslaun, arfleiddi bamaspítala að 18 milljón- um dala þegar hún lést. Gladys Holm, sem var 87 ára er hún lést á síðasta ári, hafði talaö um að arfleiða bamaspítalann að einhverju fé en engum datt í hug að sú fjárhæð yrði svona há. Holm fór á eftirlaun árið 1969 eftir 41 árs farsælt starf sem einkaritari á sjúkrahúsi í Chicago. Yfirmaöur hennar benti henni á að kaupa verð- bréf og ávaxta þannig fé sitt. Holm var þekkt undir nafninu „bangsakonan" þar sem hún var vön að gefa spítalanum bangsa af og til. Hún giftist aldrei og átti enga afkom- endur. Hún bjó í tveggja herbergja látlausri íbúð og breytti ekkert lífs- háttum sínum þó fjárhagsstaða henn- ar breyttist verulega. Reuter • Söludeild Renault, Hyundai og Lada 575 1220 jyppp • Söludeild notaðir bilar 575 1230 • Verslun og varahlutir 575 1240 • Verkstæði 575 1260 Tala látinna hækkar Þrjú lík hafa nú fundist í rúst- um tveggja skíðaskála sem eyðilögðust í skriðu á einu vin- sælasta skíðasvæði i Ástralíu. Enn er 17 manns saknað. Sprengja gerð óvirk Sprengjusérfræðingar á Norð- ur-írlandi fundu í gær sprengju í bíl sem skilinn hafði veriö eftir viö hótel í Lisbellow. Að sögn lögreglunnar var hringt og þeim gert viðvart um sprengjuna. Óorði komið á Clinton Saksóknarar reyna nú að fá fyrrum starfsmann Hvíta Húss- ins, Kathleen Willey, til aö bera vitni í máli Paulu Jones gegn Clinton. Lögfræðingar Willey segja að hún tengist málinu ekk- ert og þekki Jones ekki neitt. Hættuástand ríkir enn Litlu munaði að vamargarðar við ána Oder í Þýskalandi brystu í gær. Hermenn hafa veriö aö störfum í alla nótt. Þúsundir heimila era enn í mikilli hættu. Sluppu ómeiddir Kraftaverk þykir aö áhöfn fraktflugvélar skyldi bjargast er flugvélin fórst í lendingu á Newark-flugvelli í New Jersey í Bandarikjunum í gær. Áhafnar- meðlimir voru fimm. Rangt nýra Skurðlæknar í Svíþjóð tóku rangt nýra úr 43 ára gömlum manni. Maðurinn var með krabbamein í nýranu sem skilið var eftir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.