Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1997, Blaðsíða 10
i> sælkerinn FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 JL>V BBQ-kjúklingur með miklu meðlæti: Getur kviknað í honum - segir Matthías Matthíasson, söngvari Reggae on ice mér). Þið verðið að passa að sitja svolítið yflr honum því það verður að snúa honum oft. Það er nefnilega svolítið mál að grilla kjúkling svo vel sé. Athugið að leggirnir þurfa nokkuð mikinn tíma á grillinu svo að þeir grillist í gegn. Best er að sjálfsögðu að setja kartöflurnar í kolin en einnig er mjög gott að baka þær í bakaraofni í rúman klukkutíma. Með þessu má vera allt grænmeti sem til er. Takið það og skerið frek- ar smátt. Passa verður að láta ekki of mikla dressingu því það er svo vont þegar grænmetið verður súrt. Notið lítið edik. Sósan er klassísk piparostasósa með sveppum, svona eins konar sveppapiparostasósa. Setjið rjómann í lítinn pott og velgið hann. Best er að rífa ostinn út í og láta hann bráðna á vægum hita, pönnusteikið sveppina og setj- ið þá út í. Gott er að nota mjólk til að drýgja sósuna og ég mæli með að skella einum súputeningi út í. „Svo er þetta horið fram, og trúið mér, það gerist ekki betra,“ segir söngvarinn sem verður ásamt félög- um sínum á ferðinni um helgina, í Inghóli á föstudagskvöld og í Galta- læk á sunnudag. -sv „Mér finnst kjúklingur afskap- lega góður og þessi réttur er í sér- stöku uppáhaldi hjá mér. Ég geri hann nokkuð oft en finnst hann svo góður að mér finnst ég alltaf borða hann of sjaldan," segir Matthías Matthíasson, söngvar Reggae on ice, sælkeri dagsins. Hann gefur uppskrift að grilluðum BBQ- kjúklingi með miklu meðlæti. Hráefni: 4 kjúklingabringur (úrbeinaðar ferskar) 8 kjúklingaleggir Honey hickory Hunts BBQ-sósa 4 stórar bökunarkartöflur Ora maískom, stór dós Sósa: ferskir sveppir piparostur Z41 rjómi Matthías Matthíasson er líka góöur grillari. Kjúklingur og hnetur með núðlum Eldunaraðferð: DV-mynd E.ÓI Penslið kjúklinginn allan með BBQ-sósunni og grillið á ekki of miklum hita því að þá kviknar í BBQ-sósunni á kjúklingnum og hann verður ein branarúst (hefur komið fyrir nokkrum sinnum hjá matgæðingur vikunnar 500 g kjúklingabringur 2 msk. sojasósa 4 msk. þurrt serrí 125 g ósaltaðar hnetur 3 msk. olía 1 knippi saxaður vorlaukur 2 hvítlauksgeirar, fínt saxaðir söxuð fersk engiferrót (1 cm) 3 msk. Hoi Sin sósa (Chinese plum sósa) 350 g vermicelli (núðlur) salt vorlaukur til skrauts Aðferð Skerið kjúklinginn í 2,5 cm bita og setjið í skál. Blandið vel saman soja- sósunni og sérríinu. Lok- ið og látið bíða í 30 mín. Setjiö hneturnar á bök- unarplötu og bakið við 180° C (350° F) í 8 til 10 mín., allt þar til þær eru orðnar brúnar. Hitið olíuna á vok- pönnu eða stórri steik- arpönnu og setjið vorlauk- inn, hvítlaukinn og engi- ferrótina út í og eldið í eina mínútu, án þess að brúna. Bætiö kjúklingnum og marineringu við og aukið hitann. Eldið í 10-12 mín. Hrærið af og til. Hrærið Hoi Sin sósu út í. Sjóðið núðlurnar þar til þær eru næstum soðnar í gegn (al dante), látið leka alveg af þeim, og setjið þær síðan á pönnuna. Eld- ið áfram í 2 mín. Setjið réttinn á heitan disk og berið fram undir eins. Skreytiö með vorlauk. -sv MiiHMaRiæ Grænmetislasagne (fyrir 4-6): Þóra segist helst vilja útrýma kjöti af matseölinum og býöur hér upp á grænmetislasagne. Hér er hún ásamt heimilishundinum Kuggi, enskum seta. DV-mynd E.ÓI Bechamel sósa: 50 g smjörlíki 1-2 dl matarolía 2/3 bolli hveiti mjólk eftir þörfum 1 bolli rifinn ostur 1/2 múskathneta, smátt rifin (má nota múskatduft). Grænar lasagneplötur og olía til steikingar. Aðferð Skerið gulrætur og lauk í sneiðar. Látið krauma í olíu á pönnu ásamt hvít- lauknum þar til þetta er mjúkt. Bætið tómötum, puré og salsasósunni í og kryddið. Látið malla undir loki í 5 mín. Þíðið spínatið í potti við meðcilhita. Sveppir skomir smátt og mýktir í olíu á pönnu. Vatn síað frá spínatinu sem gjarnan má skera smærra ef þörf þykir. Spínati og kotasælu hrært saman við sveppina og kryddað með pipar. Látið maÚa stutta stund. Útbúið Bechamel-sósu með því að hita smjörlíki og olíu í potti og baka upp jafhing með hveiti og mjólk. Bætið í rifnum osti og þynnið með mjólk ef þarf. Kryddið með múskati. Penslið lasagnemót með olíu og setjið í lög á eftirfarandi hátt: Bechamel-sósa neðst, lasagneplötur, tómatblanda, Bechamel-sósa, lasagneplötur, spínat- blanda, lasagneplötur og þannig koll af kolli uns mótið er næstum fullt. Efst eru settar lasagneplötur og vel af Bechamel-sósunni yfir. Að síðustu er sáldrað rifnum osti og parmesan osti yfir. Bakað í 30-45 mín. við 180 C eða þar til osturinn er gylltur. Ómissandi með þessum rétti er ferskt rauðrófusalat og heitt hvítlauksbrauð. Þórar skorar á Snæfríði Þóru Egilson til þess að vera matgæðingur í næstu viku. -sv „Þegar ég er við stjómvölinn í eld- húsinu hef ég það að markmiði að elda ódýran og hollan mat. Ég kýs helst að útrýma kjöti af matseðlinum," segir Þóra Leósdóttir, matgæðingur vikunn- ar. Hún býður upp á uppáhalds- pastaréttinn sinn, grænmetisla- sagne. Tómatblanda: 2-3 gulrætur 1-2 meðalstórir laukar 1-2 pressaðir hvítlauksgeirar 1 dós fláðir tómatar 1 lítil dós tómatpuré 1 glas af salsasósu Krydd: chili, basilik- um, timjan og salt Spínat- blanda: 1 pakki frosið spínat 250 g nýir sveppir 1 lítil dós kotasæla Krydd: örlítið salt og ríkulega af grófmöluðum svörtum pipar Elda údýrt og hollt - segir Þúra Leósdóttir matgæðingur spergill Annar álíka réttur er brauö með gratineruðum aspargus. I hann fer: 4 sneiðar heilhveitibrauð, ristaö og smurt 1 dós (340 g) heill spergill (aspargus) 50 g rifinn cheddarostur pipar Aðferð Setjið ristaða brauðið á grunnan hitaþolinn disk. Skiptið sperglin- um á brauðsneiðamar og stráið ostinum yfir. Sefjið þetta undir heitt grill (í ofhi) í um 4 mín., eða allt þar til osturinn er bráðnaður og orðinn léttbrúnaður. Stráið pip- ar yfir eftir smekk og berið fram undir eins. -sv Fljótlegir réttir: Rjóma- sveppasósa á ristað brauð Bræðið smjörið á pönnu og steikið laukinn rólega þar til hann er orðinn mjúkur. Bætið sítrónusafanum og sveppunum út í og steikið áfram á vægum hita, í u.þ.b. 3 mín. Hrærið hveiti saman við og sjóðið í um 2 mín., hrærið. Hellið rjómanum smám saman út í og eldið rólega, án þess að sjóða, þar til þykknar. Setjið að lokum karríið út í og salt og pipar eftir smekk. Skiptið þessu á fjórar Iristaðar heilhveitibrauðsneiðar með smjöri. Skreytið með stein- selju og berið fram strax. Stundum vill fólk ekki eyða allt of miklum tíma í matseldina en langar samt í eitthvað gott. Hér koma uppskriftir að slíkum rétt- um, fljótlegum og einföldum en samt bragðgóðum. Byrjum á sveppum í rjómasósu á ristað brauö. S - _ * 50 g smjör 1 lítill laukur safi úr sítrónu 250 g sveppir 4 tsk. maizenamjöl 350 ml rjómi 2 tsk. karríþykkni salt og pipar 4 sneiðar heilhveitibrauð söxuð steinselja

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.