Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1997, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1997, Blaðsíða 44
( ( ( tyndbönd FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 Flagð undir fögru skinni? Meg Ryan er leikkona með engil- fríða ásjónu. Hún er best þekkt fyr- ir leik sinn í rómantískum gaman- myndum eins og Sleepless in Seattie og French Kiss þar sem hún var í hlutverki góðhjörtuðu konunnar sem trúir staðfastlega á rómantík og sanna ást en er sjáif svolítið sein- heppin í þeim málum. Þeir sem þekkja leikkonuna segja hins vegar að hún sé alls ekkert lík þeim persónum sem hér hafa verið nefndar. Hún hefur orð á sér fyrir að vera mjög metnaðargjörn, ákveð- in og hörð í hom að taka. Skrautlegt fjölskyldulíf Meg Ryan heitir réttu nafni Peggy Ryan og er fædd og uppalin í Fairfield 1 Connecticut. Hún er miðjubamið í systkinahópi sínum sem samanstendur auk hennar af eldri bróður, sem er þjóðlagasöngv- ari, og yngri systur sem er rithöf- undur. Faðir hennar var stærðfræði- kennari og móðir hennar leik- kona. Samband Meg við fjöl- skyldu sína hefur verið mjög slæmt undanfarin ár og hefur hún m.a. ásakað móður sína um að fórna fjölskyldunni fyrir leikferil sinn og stjúp- föður sinn um kynferðis- lega áreitni. Hún minnist samt ára sinna í framhaldsskóla með söknuði og segir þau hafa verið bestu ár ævi sinnar. Meg þótti góður námsmaður stundaði nám í blaðamennsku við háskóla í New York. Það var ekki fyrr en að loknu há- skólanámi sem hún sneri sér að leiklistinni. Fyrsta myndin, sem hún lék í, var myndin Rich and Famous þar sem hún lék á móti leikkonunni Candice Bergen. Top Gun Meg vakti hins vegar fyrst verulega athygli árið 1986 þegar hún lék lítið en eftirminnilegt hlutverk I kvik- myndinni Top Gun. Þar lék hún eig- inkonu Anthonys Edwards sem nú leikur í hinum vinsælu sjónvarpsþátt- um Bráðavaktinni. Sama ár lék hún í gamanmyndinni Innerspace ásamt núverandi eigin- manni sínum, Dennis Quaid. Kynni þeirra leiddu hins vegar ekki þegar í stað til ástarsambands því á þessum tíma var Meg í sambandi við áður- nefndan Anthony Edwards. Hún var líka ákveðin í að vara sig á Dennis Quaid sem hafði mynd skipar sérstakan sess í huga Meg sem þekkir vel til í heimi alkóhólistans. Hún stóð nefni- lega við hlið manns síns, Dennis Qu- aid, þegar hann fór í gegnum áfengis- og fikniefnameðferð. Franskur koss orð Meg ásamt motleikara sínum, Kevin Kline ,í Frönskum kossi. sér fyrir að vera kvennabósi og drykkjurútur. Ástinni halda hins veg- ar engin bönd og tveimur árum síðar hittust Meg og Dennis við tökur á myndinni D.O.A. Þá voru þau bæði laus og liðug og ástin blómstraði á milli þeirra. Fullnæging aldarínnar Árið 1989 lék Meg Ryan svo í gamanmyndinni When Harry Met Sally á móti Billy Chrystal. Þar gerði hún sér upp fullnæg- ingu með miklum fyrirgangi. Þetta tiltekna atriði átti mikinn þátt í vinsældum myndarinn- ar og er sennilega það sem flestir muna eftir þegar minnst er á áðumefnda mynd. Fyrir leik sinn í þeirri mynd var Meg til- nefnd til Golden Glo- be-verðlaun- anna. Á eftir myndinni When Harry Met Sally lék Meg í nokkrum ágætismynd- Set it off qtkcniatifbh hirrbc.rly*ellsQ - ^ •% f ' -.-r iag|juBiah ■ - ^ Þær Stony, Cleo, Tisean og Frankie hafa alist upp í einu úthverfi Los Ang- eles-borgar. Þær hafa þurft að þola margt misjafnt. Þær hafa verið svikn- ar um laun af T karlkyns j vinnu- veitend- um sín- um, særðar af mönn- um sem þær hafa átt vin- gott við og þurft að þola stans- lausan yfirgang glæpagengja og lögreglu- manna í hverfinu sem einnig bera ábyrgð á dauða bróður einnar þeirra. Þær hafa hins vegar alltaf staðiö sam- an þegar einhver þeirra hefúr átt í vandræðum. Nú er komið að þrekraun sem á eftir að reyna veru- lega á þær stöllur. Röð atvika hefur leitt til þess að ein þeirra á á hættu að missa bam sitt. Sú staðreynd hefur ýtt henni út á barm örvæntingar. Vinkon- umar fjórar ákveða því að freista gæf- unnar, snúa vörn í sókn og leggja út á hættulega braut, enda telja þær sig engu hafa að tapa. Með aðalhlutverk fara Jade Pinkett, Queen Latifah, Vivica A. Fox og Kimberly Elise. Leikstjóri er F. Gary Gray. F*tm XUDmnMOf TSr Mn MsMmSt*' She s the One Þessi rómantíska gamanmynd fjallar um ólíka en samrýmda bræð- ur í New York sem líta lífið og tilver- una vægast sagt ólíkum augum. Annar þeirra erk leigubil- ' stjórinn hina frjálslyndu og undurfögru Hope. Bróðir hans Francis er á hinn bóginn á kafi í fjármálavafstri á Wall Street og kvæntur æskuástinni sinni. Hann heldur hins vegar við ljóskuna Heather sem áður var í tygjum við Mickey bróöur hans. At- vik haga því síðan svo að allt fer í háaloft á milli þeirra bræðra vegna ástarmálanna og alls kyns misskiln- ingur tekur að grafa um sig i hugum þeirra beggja. Smám saman taka þeir síðan að efast um gildi lífsregl- unnar sem pabbi þeirra hafði ávallt I heiðri, þ.e. að láta lífshamingjuna ganga fyrir öllu. Aðalleikarar eru Edward Bums, Cameron Diaz og Mike McGlone. Leikstjóri er Edward Burns. Gamansama spennumyndin Fled hefst á því að til handalögmála kemur á milli þeirra Pipers og Dodge sem era fangar í vegavinnuflokki. Lög- reglumað- urinn sem stillir til ffiðar ger- ir sér lítið fyrir og handjám- ar óeirða- seggina saman. Um leið sér annar fanganna sér leik á borði og nær í byssu lög- reglumannsins og hefur skothríð. í uppþotinu sem á eftir fylgir flýja þeir Piper og Dodge. Lögreglan setur allt í gang til að hafa upp á fóngunum og mafían sendir leigumorðingja til þess að koma þeim fyrir kattamef. Ástæð- an er sú að annar fanganna, Dodge, býr yflr vitneskju um diskling sem hefur að geyma ólögleg leyndarmál maflunnar. En það er ekki allt sem sýnist og fljótlega kemur í ljós að e.t.v. var flótti fenganna ekki einskær tilvfljun held- ur skipulagöur af lögreglunni. Með aðalhlutverk fara Laurence Fishburne, Stephen Baldwin og Salma Hayek. Leikstjóri er Kevin Hooks. um, þ.á m. í tónlistarmyndinni The Doors og rómantísku gamanmynd- inni Sleepless in Seattle. Tveimur árum seinna lék hún síðan á móti Andy Garcia í myndinni When a Man Loves a Woman. Þar lék hún áfengis- sjúka konu sem leitar sér hjálpar þeg- ar samband hennar við eiginmanninn og bömin er komið á vonarvöl. Sú Árið 1995 lék Meg síðan í enn einni rómantísku gamanmyndinni. Það var í myndinni Franskur koss þar sem hún lék rómantíska og góðhjartaða konu sem flýgur til Frakklands til að hrifsa unnusta sinn aftur úr örmum franskrar fegurðardisar. í nýjustu mynd sinni, Courage under Fire, sem gerð var á síðasta ári, sýnir Meg Ryan á sér nýja hlið. Þar leikur hún konu sem er flugmaður í bandaríska hem- um. Með leik sínum í þeirri mynd sýndi Meg Ryan að hún hefúr fleiri hliðar að sýna áhorfendum en þá rómantísku. -ghn Laurence Rshbume Laurence Fishburne er e.t.v. þekktastur fyrir leik sinn í mynd- inni What’s Love Got to Do With It? Þar lék hann hinn ofbeldisfulla eig- inmann Tinu Tumer. En Laurence, eða Larry Fishburne eins og hann kallaði sig til ársins 1993, er enginn nýgræðingur í bransanum. Hann lék í sinni fyrstu kvikmynd fyrir meira en tuttugu árum. Það var myndin Combr- ead, Earl and Me sem var gerð árið 1975 þegar Fis- hbume var einungis ellefu ára gamall. Hann vakti hins vegar fyrst athygli þegar hann fékk hlutverk 1 stríðsmyndinni Acolypse Now sem Francis Ford Coppola leikstýrði árið 1979. Fyrir hlutverk sitt í þeirri mynd fékk hann mikið lof gagnrýnenda. Coppola leist vel á dreng- inn og ákvað að halda samstarfinu við hann áfram. Fjórum árum síðar lék Fishbume því í mynd Coppola, The Rumble Fish, og ári síðar í mynd hans, The Cotton Club, þar sem hann lék á móti stórstjömum eins og Richard Gere og Nicolas Cage. Árið 1985 lék Fishburne i stór- mynd Stevens Spielbergs, Purpura- litnum, á móti Whoopi Goldberg, Opruh Winfrey og Danny Glover. Á eftir Purpuralitnum fylgdu nokkrar misgóðar myndir, m.a. A Nightmare on Elmstreet 3, sem var gerð árið 1987, og Boyz N Hood sem var gerð árið 1991. Stóra tækifærið Stóra tækifæri Fishburnes kom síðan eins og áður sagði árið 1993 þegar hann lék hinn miskunnar- lausa Ike Turner af svo mikilli snilld að ekki var hægt annað en að hata manninn fyrir vikið. Fyrir það hlutverk var hann útnefndur til óskarsverðlauna. Eftir það hefur ferill Fishburne legið upp á við. Hann hefur fengið góða dóma fyrir leik sinn í myndunum Searching for Bobby Fischer, þar sem hann lék útgangsmann sem er snjall skák- maður, og fyrir hlutverk sitt í spennumyndinni Just Cause, þar sem hann lék á móti silfurrefnum Sean Connery. Fishburne hlotnaðist einnig sá heiður að leika sjálfan Óþello í uppfærslu enska leikstjór- ans Kenneths Branaghs í sam- nefndu leikriti Shakespears. amerísk formúlumyndastjarna. Hann hefur getið sér gott orð sem sviðsleikari og hlotið fjölda viður- kenninga fyrir leik sinn. Hann hef- ur m.a. hlotið hin góðkunnu Tony verðlaun fyrir sviðsleik sinn. Fishburne er þekktur fyrir að leika vonda kallinn og því er eins farið i nýjustu mynd hans sem heit- Sviðsleikari Laurens Fishburne er meira en ir Fled og er nýkomin út á mynd- bandi. Þar leikur hann fanga á flótta undan réttvisinni sem kemst að því að e.t.v. hefur flótti hans ver- ið skipulagður af lögreglunni. Laurence Fishburne er leikari sem vmðist hafa mikla hæfileika, bæði sem kvikmynda- og sviðsleik- ari. Þess vegna væri gaman að sjá hann spreyta sig á annars konar hlutverkum en hann hefur hingað til leikið. -glm Kvikmyndir Fishburnes Cornbread, Earl and Me (1975) Acolypse Now (1979) Willie and Phil (1980) A Rumor of War (1980) Death Wish II (1982) Rumble Fish (1983) For Us, the Living (1983) The Cotton Club (1984) The Color Purple (1985) Quicksilver (1986) Band of the Hand (1986) A Nightmare on Elm Street 3 (1987) Gardens of Stone (1987) School Daze (1988) Red Heat (1988) King of New York (1990) Decoration Day (1990) Ciass Action (1991) Cadence (1991) Boyz N the Hood (1991) Deep Cover (1992) What's Love Got to Do With It (1993) Searching for Bobby Fischer (1993) Higher Learning (1995) Bad Company (1995) Just Cause (1995) The Tuskegee Airmen (2995) Fled (1996)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.