Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1997, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1997, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 JjV ydagur í lífi Þórður Emil Úlafsson, íslandsmeistari í golfi: Æfingarnar gleymast „Dagurinn er tekinn snemma á mínu heimili, um kl. 6.30. þar sem dóttir mín, Emilía Björg, vaknar og býður góðan dag. Þennan dag fékk ég, húsbóndinn, þó að sofa út vegna þess hve stór og mikilvægur dagur var í vændum, sjáifur ís- landsmeistaratitillinn í golfi í húfi. Það var svo um klukkan 11 sem ég reis úr rekkju og fékk mér Cheerios að hætti hússins. Þegar þetta átti sér stað fór margt í gegn- um huga mér og þá aðallega tengt því sem í vændum var, jú golf. Mér fannst tíminn fulllengi að líða því ég var fuilur eftirvæntingar að komast í Grafarholtið og hefja leik. Ekki var þó laust við að eilítill kvíði hefði tekiö sér bólfestu í maganum. Til þess að drepa tímann fór litla fjölskyldan á Skarðsbrautinni í göngutúr um götur Akraness í blíðskaparveðri. Á þessu bæjar- rölti okkar hittum við nokkra sem gerðu sitt besta til að stappa í mig stálinu og hvetja mig til þess að halda titlinum hér á Skaga. Gott af spjallinu Eftir um það bil klukkutíma göngutúr var klukkan orðin það margt að tími var kominn til að halda suður og hefja bardagann um titilinn eftirsótta. Með mér í för var kylfusveinninn í keppn- inni, Stefán Orri, bróðir minn. Við renndum í hlað á Grafarholtsvelli um klukkutíma fyrir rástímann sem var 16:50 og var það mjög passlegur timi fyrir undirbúning. Á æfingasvæðinu hitíum við fyrir Sigga Pé kennara sem unnið hefur þennan titil þrisvar sinnum (en samt aldrei farið holu í höggi). Við You are the man Eftir rúmlega fjöguiTa tíma bar- áttu á vellinum var ég staddur á 18. teig, átti leik fyrstiu- og hafði þriggja högga forystu á Friðbjöm. Ég lét „dræfið" ríða af og nokkum veginn um leið og ég hitti boltann heyrði ég hrópað, „You are the man“. Mér varð nokkuð bragðið, leit upp og sá þá að þetta vom fé- lagar mínir af Skaganum sem greinilega vom búnir að ætla mér sigurinn strax þama á teignum. Tilfinningin sem fór um mig þegar ég labbaði í áttina að gríninu eftir að annað höggið hafði hafnað á gríninu er ólýsanleg. Þegar maður upplifir svona tiifinningu þá finnst manni allur tíminn sem farið hef- ur í golfæfingar í gegnum tíðina hafa verið þess virði. Virkilega stoltur Eftir hringinn rigndi yfir mann heillaóskunum og var ég virkilega stoltur yfir því að vera kominn í þennan eðalhóp kylfinga sem unn- ið hafa til íslandsmeistaratitils. Þá var komið að verðlaunaafhend- ingu og var hún haldin í nýrri að- stöðu þeirra Reykvíkinga að Korp- úlfsstöðum og var veisla þessi öll hin glæsilegasta. Það var alveg frá- bært að vera þess heiðurs aðnjót- andi að veita titlinmn viðtöku. Um nóttina keyrðum við fyrir Hvalfjörðinn, ég og Elín, og vorum komin frekar seint heim til dóttur okkar þessa nótt. Þessi dagur er tvímælalaust annar af tveimur bestu dögum ævi minnar og verður hann án efa lengi í minnum hafður." sinnum aðeins neðar. Aldrei hafði ég komist svona nálægt sigri og ætlaði ég aldeilis ekki að að láta þetta tækifæri mér úr greipum ganga baráttulaust. Þóröur Emil Ólafsson, ánægöur nýkrýndur íslandsmeistari í golfi. áttum saman ágætt spjall sem ég hafði mjög gott af. Jæja, þá var stóra stundin mnn- in upp. Timi var kominn til að hefja leik og get ég ekki haldið því leyndu að smástress læddist um mig. Síðustu mínútumar áður en við voram ræstir af stað hugsaði ég til þess að ég hafði jú lent einu sinni í þriðja sæti og nokkrum Finnur þú fimm breytingar? 422 Nafn: Vinningshafar fyrír fjögur hunriruð og tuttugustu getraun reyndust vera: Hrafnhildur Jónsdóttír. Jón Bergmann, Hjarðarhvoli. Hjaltastaðarhr., Mánabraut 5. 701 Egilsstaðir. 300 Akranes. Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í Ijós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Kalimar-Spirit AF, 35 mm myndavél frá Radíóbæ, Ármúla 38, að verðmæti 3.995 kr. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kóli- brísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningamir verða sendir heim. Merkið mnslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 421 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.