Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1997, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1997, Blaðsíða 20
FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 20 %iglingar Ætla að vera heima um verslunarmannahelgina: Sviti, rigning og slagsmál - freistar ekki „Ég hef ekki farið á útihátíð og það freistar mín ekkert sérstaklega að fara til Eyja, í svita, rigningu og slagsmál," segir Daði Hall og félag- ar hans tveir, Steinn Linnet og Ingólfur Ragnarsson, taka í sama streng. Þeir ætla „bara að vera í bænum“. Steinn þarf að vinna en hefði al- veg getað hugsað sér að fara til Akureyrar. Hinir eru vissir um að það verði allt eins mikið fjör að vera bara heima. „Það er svo dé- skoti dýrt að fara eitthvað," segja piltamir hneykslaðir. -sv Strákarnir ætla ekki aö fara úr bænum, Steinn Linnet, Ingólfur Ragnarsson og Daöi Hall. Hrafnhildur Vala Grímsdóttir: Leið á húkkaraballinu „Ég hef þrisvar sinnum farið til Eyja og færi örugglega þangað ef ég færi eitthvað Hrafnhildur Vala Grlmsdóttir ætlar ekki til Eyja. DV-myndir E.ÓI á annað borð. Ég hef þrisvar sinnum farið á þjóðhátíð og þetta er alltaf sama pró- grammið. Þú byrjar líklega á húkkaraballinu og síðan er bara drukkið og djammað,“ segir Hrafnhildur Vala Grímsdóttir, tví- tug Reykjavíkurmær sem gæti hugsað sér að fara eitthvað í tjald um helgina, bara ekki á skipu- lagða hátíð. Hrafnhildur var að selja miða inn í Fjölskyldu- og húsdýragarð- inn þegar DV rakst á hana. Hún segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með húkkaraballið í Eyjum. Þar sé allt fullt af þrettán ára stelpum á háhæluðum skóm, í stuttum pilsum og með bolinn upp í rass. Hún segir að þeir sem hún þekki, og ætli á annað borð eitthvað, fari á þjóðhátið. „Það er lítið skemmtilegt að horfa upp á þetta með ungu stelp- umar og því kannski eins gott að vera ekkert að fara,“ segir Hrafn- hildur Vala. -sv Veðrið skiptir engu segir Stefanía Stefánsdóttir „Ég á vinkonu á Akureyri og við hitt- umst alltaf um verslunarmannahelgi. Nú hittrunst við fyrir norðan. Ég er lítið fyrir tjaldútilegur og læt vinkonunum það eftir að fara til Eyja. Það getur vel verið allt í lagi á Hailó Akureyri en ég fer ekki norð- ur þess vegna," segir Stefanía Stefánsdótt- ir, 19 ára blómakona í Grasagarðinum í Reykjavík. Aðspurð hvort umræða um nauðganir og fyllirí hafl áhrif á stúlkumar segir hún svo vera. „Við tölum um að halda hópinn og að umgangast bara þá sem við þekkjum og treystmn. Ef áfengi er haft um hönd verð- ur aö gæta þess að drekka ekki of mikið. Stelpur vita um þessa hættu og reyna að bregðast viö.“ Stefanía segir að þeir sem ætli sér á annað borð á þjóöhátíð láti veðriö ekki trufla sig. Það skipti engu. Ef rigni fari mannskapurinn bara í regngallann. -sv Stefanía Stefánsdóttir ætlar aö heim- sækja vinkonu slna á Akureyri. ★ * * n hliðin Magnea Rós. sexfaldur gullverðlaunahafi í hestaíþróttum unglinga: Ingvar leikari sætastur „Þetta var auövitað mjög gaman. Ég bjóst ekki við svo góðum ár- angri,“ segir Magnea Rós Axelsdótt- ir, 16 ára knapi, sem á dögunum krækti sér í sex gull og eitt silfúr á íslandsmeistaramótinu í hestaíþrótt- um á Vindheimamelum. Hún þykir mjög gott efni í framtíöarlandslið- sknapa og hefúr undanfarin ár sópað að sér verðlaunum í unglingaflokki. Hún segist hafa byrjað að keppa á mótum 9 ára og farið aö ríöa út 7 ára. í dag er hún á hestbaki frá morgni til kvölds, nær alla daga vikunnar. Ár- angurinn svo sannarlega farinn að skila sér. -bjb Fullt naöi: Magnea Rós Axelsdótt- ir. Fæðingardagur og ár: 18. janúar 1981. Kærasti: Enginn. Böm: Engin. Bifreiö: Engin. Starf: Nemi. Laun: Ekki uppgefið. Hefur þú unniö í happdrætti eða lottói? Já, einu sinni 100 krónur í Happaþrennu. Hvaö finnst þér skemmtilegast að gera? Keppa, fara í hestaferöalög og skemmta mér með vinum mínum. Hvað finnst þér leiöinlegast að gera? Vera aðgerðalaus. Uppáhaldsmatur: Lambahryggur með öllu tilheyrandi. Uppáhaldsdrykkiu-: Vatn. Hvaða íþróttamaöur stendur fremstm- í dag? Jón Amar Magnús- son. Uppáhaldstfmarit: Eiðfaxi. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð? Ingvar Sigurðsson leikari. Ertu hlyxmt eða andvlg ríkis- stjóminni? Hlynnt. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Leonardo DiCaprio. Uppáhaldsleikari: Leonardo DiCaprio. Uppáhaldsleikkona: Edda Heiðrún Bachmann. Uppáhaldssöngvari: Emilfana Torrini. Uppáhaldsstjómmálamaöur: Enginn sérstakur. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Bart Simpson. Uppáhaldssjónvarpsefni: Ellen. Uppáhaldsmatsölustaður/veit- ingahús: Pizza Hut. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Enga sérstaka. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? FM 95.7 og X-iö. Uppáhaldsútvarpsmaður: Enginn sérstakur. Hverja sjónvarpsstöðina horfir þú mest á? Stöð 2. Uppáhaldssj ónvarpsmaður: Markús í Ó-inu. Uppáhaldsskemmtistaður/krá: Enginn sérstakur. Uppáhaldsfélag í fþróttum? Hestamannafélagið Hörður í Mosfells- bæ. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? í vetur fer ég í MS og stefni síðan á að fara í Hólaskóla aö mennta mig meira í hestamennsku. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Ég fer til Noregs núna í ágúst að fylgjast með heimsmeistaramótinu í hestaíþróttum. Magnea Rós Axelsdóttir á Vindheimamelum þar sem hún sópaði að sér verölaunum í unglingaflokki. Hlaut flest verölaun allra keppenda, sex gull og eitt silfur. DV-mynd E.J. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.