Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1997, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1997, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins 1 stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. Mesta ferðahelgin Mesta ferðahelgi ársins er að ganga í garð. Ef að líkum lætur munu tugir þúsunda íslendinga vera á ferð og flugi um landið næstu daga í leit að skemmtilegri tilbreytingu ýmist á skipulögðum útihátíðum víða um land eða þá í sumarbústöðum og tjaldstæðum flarri glaumi fjöldans. Margar hættur felast í þeirri gífurlegu umferð sem fram undan er á þjóðvegum landsins. Þótt blessunarlega hafi lítið verið um alvarleg umferðaróhöpp á vegunum um síðustu verslunarmannahelgi hefur reynslan oft orð- ið önnur. Glannaskapur og tillitsleysi ökumanna hefur kostað líf eða ævilöng örkuml alltof margra íslendinga á undanförnum árum. Það á ekki síst við þegar Bakkus er hafður með í för í umferðinni, eins og því miður eru alltof mörg dæmi um. Aldrei er nógu oft minnt á þá meg- inreglu að áfengi og akstur fara aldrei saman. Löggæsla er yfirleitt mikil á þjóðvegum um þessa helgi og það á tvímælalaust þátt í að draga úr slysum. En ábyrgðin á því að allt fari vel og samkvæmt lögum og reglum er alfarið í höndum þeirra einstaklinga sem setj- ast undir stýri. Þeir verða að gera sér grein fyrir því að þeir bera ábyrgð á lífi og heilsu sjálfra sín og annarra. Hafi þeir að leiðarljósi að sýna öðrum ökumönnum fýllstu tillitssemi mun vel fara og allir koma heilir heim. Skipuleggjendur útihátíða keppast um að fá til sín sem flesta gesti um verslunarmannahelgina og leggja þá einkum snörumar fyrir unga fólkið. Það endaði með ósköpum í fyrra eins og alþjóð er kunnugt, einkum á Ak- ureyri þar sem drykkjuskapur eftirlitslausra ungmenna var óheyrilegur. Vonandi hafa þeir sem nú efna til slíkra skemmtana lært eitthvað af mistökum síðasta árs. Því miður er reynslan sú að mikil áfengisneysla fýlgir ýmsum þeim samkomum sem reglulega eru haldnar um verslunarmannahelgina, þótt frá því séu nokkrar virð- ingarverðar undantekningar, ekki síst bindindismótið í Galtalækjarskógi. Lífsmátinn á úthátíðunum mun vænt- anlega verða með svipuðum hætti að þessu sinni. Hins vegar verður að gera þá kröfu til mótshaldara og lögreglu að lögum landsins sé framfylgt á útihátíðum eins og ann- ars staðar og allt gert sem mögulegt er til að koma í veg fyrir drykkjuskap unglinga og fikniefnaneyslu. Ofbeldi hefur gjaman verið annar ömurlegur fýlgifisk- ur útihátíða um verslunarmannahelgina. Þannig hafa „hátíðahöldin“ um þessa helgi yfirleitt gefið nokkur til- efni til kærumála vegna nauðgana og árása af öðru tagi. Stígamót hafa lagt áherslu á að vara unglingsstúlkur sér- staklega við þeim hættum sem leynast á útihátíðum þar sem drykkjuskapur er mikill. Ástæða er til að taka und- ir þann boðskap Stígamóta að „nei þýðir nei“. Nauðgun er glæpur og að sjálfsögðu aldrei réttlætanleg. Ofneysla áfengis kann að vera hluti skýringarinnar á því að slík- ur glæpur er framinn, en misnotkun vímuefna er ekki og má aldrei verða gild afsökun ofbeldisglæpa. Að þessu sinni er efnt til hátíðahalda af ýmsu tagi á hátt í tuttugu stöðum á landinu. Dagskrá er víða fjöl- breytileg og við það miðuð að hafa eitthvað fyrir alla. Það er því úr miklu að velja fyrir þá sem vilja njóta helg- arinnar með flölskyldunni. Mikill meirihluti þeirra þúsunda sem leggja land und- ir fót í dag og næstu daga mun vafalaust verða sjálfum sér og öðrum til fyrirmyndar um alla framkomu. Móts- haldarar og lögreglumenn þurfa í sameiningu að sjá til þess að hinum sé haldið í skefjum. Takist það ætti versl- unarmannahelgin að verða slysalaus og öllum til sóma. Elías Snæland Jónsson ,Best er sú skemmtun þegar allir, allar kynslóðir eru saman," skrifar Guðni. Unglingar eru líka fólk Kjallarinn Guðni Agústsson alþingismaður fermingardag- inn, unglingur skal ekki skemmta sér með foreldrum sínum, foreldr- ar ekki með afa og ömmu, öllu og öllum skal skipt í aldurs- hópa. Best er sú skemmtun þegar allir, all- ar kynslóðir eru saman. Hvaö er til ráöa? I flestum lönd- um er þetta „Þessa helgi sem fram undan er krossleggja margir foreldrar fíng- ur, taka áhættuna og senda barn- /ð sitt nýfermt á einhverja hátíð- ina af því aö allir vinirnir fengu aö fara.u Mesta sukkhelgi sumars- ins er fram undan. Margir hugsa sér gott til glóðarinn- ar að fá unga fólkið með fulla vasa fjár á sína hátíð. Þjóð sem kvartar alla daga eyðir um þessa einu helgi sem kennd er við verslunar- menn hundruðum miUjóna. Hugsjónaríku mótshaldar- amir eru tilbúnir að fórna hverju sem er til að fá strauminn til sín, jafnvel leggja fallegu Akureyri und- ir í Hallóstríði. Veðurstofan fer í kerfi og þorir ekki að segja neitt um veðurfarið því þeir liggja undir grun um að styðja eina hátíðina fremur en aðra. Grín og alvara Allt þetta fær mann til að hugsa um örlög og afleið- ingar þess hvemig okkar skemmtanamenning hefur þróast í gegnum tíðina. Er þjóðin leiksoppur eða er þetta bara allt í lagi? Ríkis- stjómin blessuð hefur ályktað, eins og á góðum ungmennafélagsfundi, að ísland verði án fiknieöia um alda- mót. Enginn veit hvernig hún ætl- ar að fylgja þessu eftir né hvar ætl- ar hún að taka á, verður það með fyrirbyggjandi áherslum eða næst þetta góða fyrirheit með yfirlýsing- imni einni? Þessa helgi sem fram undan er krossleggja margir for- eldrar fingur, taka áhættuna og senda barnið sitt nýfermt á ein- hverja hátíðina af því að allir vin- imir fengu að fara. Hér hefur það tíðkast að böm era fullorðin á með öðrum hætti en hér. Unga fólkið okkar er gott fólk. Það er vel gefið og í raun betra á mörgum sviðum en við vorum sem teljumst til 68-kynslóðarinnar. Meinið er það að unga fólkið er alltaf að takast á við hluti sem það ræður ekki við, hlutverk fullorðna mannsins. Bamið fær ekki frið til að vera bam af því foreldramir, skólamir og ráðamennirnir láta plata sig. Það eru svo margir sem fá frið og þurfa að græða á krökk- unum og ná hverjum árgangi sem fyrst út á lífið. Hvað þarf að gerast til að við áttum okkur á því að líf- ið er dauðans alvara? Er skólinn lykillinn að nýrri hugsun, sam- starf foreldra, kennara og bama undir merkjum nýrrar siðfræði? Verðum við að fá kirkjuna til að fresta fermingunni til 16 ára ald- urs? Svo má spyija: Hver er fram- koma sekmmtistaða gagnvart ungu fólki? Hér í mínu nágrenni era borð og stólar fjarlægð úr hót- elum og félagsheimilum er halda á ball þar sem ungt fólk kemur sam- an. Líti hver í sinn barm. Hvaða sálræn áhrif svona framkoma hef- ur á unglinginn. Þetta var ekki gert við 68-kynslóðina og svona framkoma skapar virðingarleysi. Sárt aö missa ungt fóik Enginn skaði er jafn sár og stór og að missa ungt fólk í rugl eða það farist í ólgusjó þess lífs sem það er að takast á við en skortir aldur og þroska til. Hér er ekki spurt um stétt eða stöðu, böm frá góðum heimilum rata ekkert síður í ógöngur. Því er hér um samfélags- legt vandamál að ræða sem verður að taka á eftir nýjum leiðum. Ungu fólki er ekki greiði gerður með því að það fái óáreitt að takast á við hinn harða heim sem bam. Sú leið er leið hernaðar, þar sem margir munu farast. Lausnin er fólgin í nýrri, ábyrgri fjölskyldustefnu þar sem við foreldrarnir hættum að láta plata okkur og kunnum að segja nei og greina gott frá illu. Guðni Ágústsson Skoðanir annarra Röntgenlæknar segja upp „Við höfum enga samkeppnisstöðu. Deildin sem slík nýtur á engan hátt þeirra sértekna sem hún afl- ar. Þetta hefur leitt til þess að launamunurinn er talsverður. Sérfræðingar hér telja að það byggist á þeim greiðslum sem sérfræðingar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fá vegna utanspítalasjúklinga." Ólafur Kjartansson, yfirlæknir á Landspítal- anum, í Alþýðublaðinu 31. júlí. Athugasemdir við orðaval „Frá stjómskipulegu sjónarmiði séð er allt að því grundvallarmunur á því hvort slíkar athugasemdir koma frá forsætisráöherra eða öðrum ráðherrum. Umræðurnar benda hins vegar til, að forsetinn hafi í ummælum sínum í Washington verið á mörkum þess, sem talið er eðlilegt eins og forsetaembættið hefur þróast á síðustu áratugum. Á athugasemdir ut- anríkisráðherra má þó líta sem ábendingu um að lengra verði ekki gengið án þess að það gæti leitt til alvarlegra innræðna um stjómskipulega stöðu for- setaembættisins." Úr forystugrein Mbl. 31. júlí. Blaðamarkaðurinn „Það samkomulag sem útgefendur blaðsins og A- flokkarnir hyggjast gera felur EKKI í sér pólitísk af- skipti af ritstjóm blaðsins. Þau verða engin. Þegar Dagur-Tíminn var stofnaður vora rofin ritstjómar- tengsl við Framsóknarflokkinn. Til slíks verður ekki stofnað nú með öðrum flokkum. Þetta blað er skrif- að fyrir fólk, ekki flokka. Á þessu byggir það traust sem lesendur hafa á blaðinu." Stefán Jón Hafstein f Degi- Tímanum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.