Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1997, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1997, Blaðsíða 34
50 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 Afmæli___________________ Vilhjálmur Heiðdal Vilhjálmur Sigurðsson Heiðdal, fyrrv. yfirdeildarstjóri umferðar- máladeildar Pósts og síma, Bauga- nesi 26, Reykjavik, verður áttatíu og fimm ára á mánudaginn. Starfsferill Vilhjálmur er fæddur á Vopna- firði og ólst þar upp fyrstu tvö árin, síðan í Mýrarhúsaskóla á Seltjarn- amesi og loks á Stokkseyri. Hann lauk Samvinnuskólaprófi 1932 og fór námsferð til Norðurlandanna 1935 til að kynna sér skipulag fólks- flutninga með bifreiðum vegna und- irbúnings skipulags fólksflutninga hérlendis. Vilhjálmur var bifreiðastjóri 1932-35 og deildarstjóri innferðar- deildar Pósts og síma, sem sá um skipulag fólksflutninga, veitingu sérleyfa og póstdreifingu um landið 1935-79. Þá var hann framkvæmda- sfjóri við vistheimilið í Víðinesi 1979-90. Vilhjálmur sat í stjóm Áfengis- vamarfélagsins Bláa bandið, í stjóm vistheimilis Bláa bandsins í Víðinesi, í sfjóm Stokkseyringafé- lagsins í Reykjavík, starfaði í Landsmálafélaginu Verði og í full- trúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, í stjóm Sjálfstæðisfélags Nes- og Melahverfis og var formað- ur þess um árabil. Hann hefur ver- ið búsettur í Reykjavík frá 1934. Fjölskylda Vilhjálmur kvæntist 30.5. 1936 Maríu Gyðu Hjálmtýsdóttur, f. 29.9. 1913, d. 1.2.1991, húsmóður. Foreldr- ar hennar vom Hjálmtýr Sigurðs- son, lengst af kaupmaður í Reykja- vík, og k.h., Lucinda Hansen Sig- urðsson. Böm Vilhjálms og Maríu em Jó- hanna Lucinda Heiðdal, f. 26.8.1936, starfsstúlka á hóteli, hennar maður var Walter Gunnlaugsson sjómaður og eiga þau fjögur böm, en þau slitu samvistum, en seinni maður henn- ar var Jóhannes Jensson banka- starfsmaður sem er látinn; María Heiðdal, f. 13.6. 1939, hjúkranarfor- stjóri, maki Þór Magnússon þjóð- minjavörður, þau eiga þrjú böm; Hilmar Heiðdal, f. 2.3. 1941, forstjóri, maki Hrefna Smith hár- greiðslukona, þau eiga þrjú börn; Anna Heið- dal, f. 14.5. 1944, verð- bréfasali en hennar mað- ur var Guðlaugur Berg- mann forstjóri en þau slitu samvistum og eiga þau tvo syni en seinni maður Önnu er Þor- steinn Björnsson sem rekur fiskþurrkun; Hjálmtýr, f. 14.12. 1945, kvikmyndagerðarmaður, maki Anna Kristjánsdóttir sjúkraþjálfari, þau eiga tvær dætur. Systkini Vilhjálms: Ingibjörg Heiðdal, f. 10.6. 1915, húsmóðir og fyrrv. verslunarmaður; Margrét Heiðdal, f. 16.10. 1917, húsmóðir og fyrrv. vesrlunarmaður; Gunnar Heiðdal, f. 16.2. 1926, prentmynda- smiður; Anna Heiðdal, f. 25.9. 1930, húsmóðir og símavörður; Kristjana Ingibjörg Heiðdal, f. 22.7. 1933, hús- móðir og bókari. Foreldrar Vilhjálms voru Sigurður Þorláksson Heið- dal, f. 16.7. 1884, d. 17.2. 1972, rithöfundur, skóla- sfjóri Mýrarhúsaskóla á Seltjamamesi og forstöðu- maður vinnuhælisins að Litla-Hrauni, og k.h., Jó- hanna Sigríður Jörgens- dóttir, f. 2.6. 1890, d. 27.9. 1965, húsfreyja frá Krossa- vík í Vopnafirði. Þau bjuggu á Vopnafirði, Sel- tjamarnesi, Stokkseyri, Eyrarbakka og í Reykja- vík. Sigurður og Jóhanna vom lengst búsett á síðasttalda staðnum. Ætt Sigurður var sonur Þorláks John- son, verslunarmanns í Reykjavík, og Önnu Daníelsdóttur frá Vest- mannaeyjum. Jóhanna var dóttir Jörgens Sigfússonar, bónda í Krossavík í Vopnafirði, og Margrét- ar Gunnarsdóttur. Vilhjálmur Heiödal. Gunnar S. Karlsson Gunnar S. Karlsson, fyrrverandi kjötiðnaðar- maður, Dvergabakka 12, Reykjavík, verður sjö- tugur á morgun. Starfsferill Gunnar fæddist á Húsavík og ólst þar upp. Hann lauk prófi frá Gagnfræðaskóla Húsa- víkur 1947, sveinsprófi í kjötiðnaði 1955 og varð meistari í iðninni 1960. Gunnar hóf störf í Gunnars S. Karlsson. félags Þingeyinga til 1977. Gunnar flutti til Reykja- víkur og vann fyrstu mán- uðina í Goða, síðan i Breiðholtskjöri frá 1978-88 en hefur starfað við versl- unarstöf frá 1988 og gerir enn. Gunnar starfaði lengi með Skátafélagi Húsavík- ur, síðar í Skátafélagi Vík- ings, var lengi í stjórn Björgunarsveitar Garðars og í Rauða kross deild Húsavikur. Hann var fé- Kjötbúð Kaupfélags Þingeyinga lagi í Rotaryklúbbi Húsavikur í tutt- 1949, vann síðan hjá Kjötiðju Kaup- ugu ár og hefur unnið i Félagi ís- lenskra kjötiðnaðarmanna, bæði í stjóm og í nefndum. Fjölskylda Eiginkona Gunnars var Kolbrún Karlsdóttir, f. 19.10. 1932, d. 20.2. 1987. Hún var dóttir Karls Sig- tryggssonar og Kristjönu Jónfríðar Steinþórsdóttur frá Húsavík. Böm Gunnars og Kolbrúnar era Karl Emil, f. 20.12. 1952, yfirpróf- arkalesari hjá Morgunblaðinu í Reykjavík, kvæntur Þóra Sigríði Ingólfsdóttur en sonur Karls af fyrra hjónabandi er Gunnar Jökull, f. 26.6. 1978; Helga, f. 30.5. 1954, gangavörður Akureyri, gift Jóni Hermanssyni og eru synir þeirra Ævar, f. 12.5. 1978 og Örvar, f. 6.10. 1981; Kristjana Dögg, 30.4.1971, hús- móðir en sonur hennar er Jón Gauti Samúelsson, f. 15.6. 1994. Systkini Gunnars: Aðalbjörg Vil- fríður, f. 29.2. 1925, húsmóðir, gift dr. Ólafi Halldórssyni handritafræð- ingi; Georg Jón, f. 17.9. 1937, fyrrv. deildarstjóri, kvæntur Jónínu Málmfríði Sigtryggsdóttur. Foreldr- ar Gunnars: Karl Emil Gunnarsson, f. 20.2. 1908, d. 13.2. 1989, verslunar- maður og Dagrún Jónsdóttir, f. 19.11. 1910, d. 2.7. 1987, húsmóðir. Hallgrímur Tómas Sveinsson Hallgrímur Tómas Sveinsson framkvæmdastjóri, Hálsaseli 48, Reykjavík, verður fimmtugur á morgun. Starfsferill Hallgrímur fæddist á Sauðár- króki og ólst þar upp. Hann gekk í Bamaskóla Sauðárkróks, lauk landsprófi frá Gagnfræðaskóla Sauðárkróks 1961, stundaði nám við Rödding Höjskole í Danmörku 1964 og lauk prófúm frá Samvinnuskól- anum að Bifröst 1967. Hallgrímur starfaði við birgða- bókhald hjá Olíufélaginu 1969-86, starfrækti sölutuminn Stramnnes í Breiðholti 1986-93, starfrækti heild- söluna Pet 1993-94 og hefúr, ásamt konu sinni, starfrækt skartgripa- verslunina Gullkúnst, Laugavegi 40, frá 1994. Fjölskylda Eiginkona Hallgríms er Helga Jónsdóttir, f. 6.8. 1951, gullsmiður. Hún er dóttir Jóns .Ingimundarson- ar, starfsmanns hjá Landhelgisgæsl- unni, og Ingiríðar Leifsdóttur versl- unarmanns. Böm Hallgríms og Helgu era El- mar, f. 30.6. 1977, nemi í Reykjavík; Abra Dögg, f. 17.11. 1982, nemi; Hrannar Freyr, f. 31.5. 1986, nemi. Stjúpsonur Hallgríms er Hall- grímur Jónasson, f. 26.3. 1970, íþróttakennari í Hveragerði, en kona hans er Ágústa Gísladóttir íþróttakennari. Systkini Hallgríms: Guðmundur Hilmar, f. 18.9. 1944; Gunnar Þór, f. 23.4.1953; Ólafur Stefán, f. 26.8.1957; Ingunn Elín, f. 9.12. 1958. Foreldrar Hallgríms eru Sveinn Guðmunds- son, f. 28.4. 1912, fyrrv. kaupfélagsstjóri, og Elín H. Hallgrímsdóttir, f. 31.12.1920, húsmóðir. Ætt Sveinn var sonur Guð- mundar, b. og trésmiðs, lengi í Lýtingsstaða- hreppi Stefánssonar, b. á Giljum og Daufá Stefáns- sonar. Móðir Guðmundar var Sigurlaug Ólafsdóttir. Móðir Sveins var Þórann Sigríður Baldvinsdóttir, b. í Efra-Lýtings- staðakoti, nú Tunguhlíð Jónasson- ar, og Herdísar Jónasdóttur, frá Djúpadal í Skagafirði. Elín er dóttir Hallgríms, kaupmanns í Reykjavík Tómassonar, prests að Völlum í Svarfaðardal Hallgrímssonar, b. á Grund í Eyjafirði og á Litla Hóli í Hrafnagils- hreppi Tómassonar, b. á Steinsstöðum Ásmunds- son£ir. Móðir Tómasar prests var Dýrleif Páls- dóttir, b. á Jórannarstöð- um í Saurbæjarhreppi Halldórssonar. Móðir Hallgríms var Valgerður Þórunn Jónsdóttir, pró- fasts í Steinnesi Jónssonar. Hallgrímur er að heiman á af- mælisdaginn. Hallgrímur Tómas Sveinsson. Haraldur Gunnarsson Haraldur Gunnarsson bifreiðastjóri, Flúðaseli 91, Reykjavík, veröur sex- tugur á morgun. víkur hóf hann störf hjá SVR og hefur verið þar vagnstjóri frá 1962. Þá ók hann jafhframt sendibil á árunum 1968-92. Starfsferill Haraldur fæddist í Tobbakoti í Þykkvabæn- um og ólst þar upp við öll almenn sveitastörf. Hann flutti til Reykjavík- ur 1961 er hann var tutt- ugu og fjögurra ára og hefur átt þar heima síð- an. Fjölskylda Haraldur kvæntist 25.12. 1966 Guðjónu Ólafsdóttur, f. 28.7. 1945, starfsstúlku í mötuneyti Haraldur Ráðhúss Reykjavíkur. Gunnarsson. Hún er dóttir Ólafs Guðjónssonar og Önnu Markúsdóttur, bænda í Eftir að Haraldur kom til Reykja- Vesturholtum I í Þykkvabæ. Böm Haralds og Guðjónu era Guðrún Haraldsdóttir, f. 4.10. 1966, búsett i Kópvogi en maður hennar er Jón Ingi Gunnarsson og eiga þau eina dóttur, Heklu Lind Jónsdóttur; Gunnar Haraldsson, f. 13.7. 1969, búsettur í Garðabæ en kona hans er Sigurbjörg Lilja Furrow og era böm þeirra Helga Hafdís Gunnarsdóttir og Haraldur Gunnarsson; Anna Ólöf Haraldsdóttir, f. 14.5. 1972, dýralæknanemi í Danmörku; Berglind Haraldsdóttir, f. 10.5. 1973, tannsmíðanemi í Danmörku. Systkini Haralds: Sigurlín Gunnarsdóttir, f. 20.11. 1920; Jón Óskar Gunnarsson, f. 3.3. 1922; Karl Gunnarsson, f. 22.6. 1924; Jónína Gunnarsdóttir, f. 19.11. 1926; Hafsteinn Gunnarsson, f. 11.9. 1928; Björgvin Gunnarsson, f. 30.11. 1930, d. 1965; Svava Gunnarsdóttir, f. 11.6. 1934; Alda Gunnarsdóttir, f. 1.2. 1936. Foreldrar Haralds vora Gunnar Eyjólfsson, f. 20.4. 1894, d. 10.10. 1969, bóndi í Tobbakoti í Þykkvabæ, og k.h., Guðrún Jónsdóttir, f. 5.2. 1893, d. 23.12. 1960, bóndi Og húsfreyja. DV Tll hamingju með afmælið 2. ágúst 80 ára Svava Símonardóttir, Heiðargerði 5, Akranesi. 75 ára Sigríður Sigurðardóttir, Ægisiðu 52, Reykjavík. Magnús Jónsson, Grænubrekku 2, Sauðárkróki. Jóna G. Árnadóttir, Skeggjagötu 19, Reykjavík. Jón Þorkelsson, Hofgerði 7 A, Vogum. 70 ára Gunnar Jónsson, Kársnesbraut 77, Kópavogi. Eygló Þórðardóttir, Brún, Laugarvatni. Emilía Sigurjónsdóttir, Hjarðarhóli 12, Húsavík. Margrét L. Ormslev, Hátúni 6 B, Reykjavík. 60 ára Hrafnhildur Sigurðardóttir, Tangagötu 6, Stykkishólmi. Jónína G. Sigurgeirsdóttir, Ránargötu 8 A, Reykjavík. Helga Snæbjörnsdóttir, Lambhaga 16, Bessastaðahreppi. Rúnar Jónsson, Háaleitisbraut 103, Reykjavík. 50 ára Ingibjörg Gfsladóttir, Héðinsbraut 7, Húsavík. Jóna Geimý Gísladóttir, Rauðalæk 17, Reykjavík. Halla S. Sigurðardóttir, Hlíðarvegi 28, ísafirði. Þráinn Sigurbjörnsson, Hléskógum 5, Reykjavík. Guðrún Sverrisdóttir, Snælandi 3, Reykjavík. Guðlaugur Halldórsson, Álftröð 7, Kópavogi. Francois Louis Fons, Engjaseli 81, Reykjavík. 40 ára Margrét Sigurðardóttir, Markavegi 1, Reykjavík. Somkhuan Jitthongchai, Engihjalla 9, Kópavogi. Guðbjartiur I. Torfason, Viðarási 53, Reykjavík. Veturliði R. Kristjánsson, Miðhrauni 1, Eyja- og Miklaholtshreppi. Védís Daníelsdóttir, Blönduhlíð 4, Reykjavík. Aðalheiður Skarphéðinsdóttir, Vogabraut 38, Akranesi. Sigurbjöm Jóhann Garðarsson, Leirulæk, Álftaneshreppi. Áskrifendur aukaafslátt af smáauglýsingum DV Smáauglýsingar l> 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.