Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1997, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 Spurningin Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina? Helga Björk Magnúsdóttir: Ég er að fara að vinna. Lilja Ásgeirsdóttir: Ég er að fara að vinna. Marta Þórðardóttir, auglýsinga- hönnuður i fæðingarorlofi: Ég fer fyrst í Skorradal, síðan norður á 111- ugastaði. Eva Björk Ásgeirsdóttir nemi: Fara á Halló Akureyri. Fríður Skeggjadóttir nemi: Ég fer á Halló Akureyri. Pétur Borgþórsson nemi: Ég ætla í sumarbústað í Vatnaskógi. Lesendur Bílar VL- starfsmanna Að sögn Skarphéðins keyra varnarliösmenn ótæpilega mikið utan vallar- svæðis án þess að greiða sömu gjöld og íslendingar. Skarphéðinn H. Einarsson skrifar: Það er með eindæmum hvað Toll- stjórinn á Keflavíkurflugvelli og ut- anríkisráðuneytið sýna mikinn gunguskap þegar kemur að gæslu og aðhaldi hvað varðar einkabíla Vamarliðsmanna en þeir eru nú um 1500 talsins og ótollaðir. Af þeim er ekki borgaður vega- skattur né önnur gjöld sem íslensk- ir bíleigendur þurfa að greiða. Lítri af 94 oktana eldsneyti hjá verslunar- deild flotans kostar 12 krónur. VL- starfsmenn fá að taka eldsneyti með sér út af Vellinum í brúsum. Til dæmis ók ég á eftir stórum jeppa í Reykjavík. Á afturstuðara hafði verið boltaður krossviður og þar á vora sex 25 lítra bensínbrúsar (jeppabrúsar). Þessi bíll var greini- lega á leið út á land í ferðalag því hann var sneisafullur af öðram vamingi. í bílnum vora karl og kona. Svona bilar eru með tvo elds- neytisgeyma sem taka hvor 80 lítra, plús 150 lítra í brúsum. Samtals ger- ir þetta 310 lítra. Það sem mér og mínum farþega þótti glæpsamlegast við þessa ferð var að ef ekið hefði verið aftan á þennan bíl hefði orðið sprenging. Þessir bílar era fluttir inn skv. lögum 110/1951. Fyrst bára þeir skráningarmerki VLE fyrir einka- bíla og herbilar VL. Síðan hafa ýms- ar breytingar átt sér stað, nú bera þeir númer eins og íslendingar eru með. Tígull er vinstra megin á núm- erinu og á hann hefur verið rissað með penna víkingaskip. Þetta er haft lítið svo enginn veitir þessum bílum sérstaka athygli nema lög- reglan á Vellinum. Ég hef heyrt að brögð séu að því að þessir miðar séu plokkaðir af og að bilar í eigu VL-fólks hafi verið lánaðir íslend- ingum í vinnu við útkeyrslu á pits- um í Reykjavík og í ferðir út á land. Einnig hafa íslenskar stúlkur lagt þessum bílum við menntaskóla og Háskólann og vinnustaði í borginni. Á sama tíma eru vsk-bílar með æpandi lit á sínum númerum, bens- ín tekið af erlendu ferðafólki á Seyð- isfirði og einnig matur. Utanríkisráðherra, Halldór Ás- grímsson, líttu þér nær. Þitt ráðu- neyti og undirmenn eru til vansa í flestum málum sem varða Völlinn. Slepptu að ræða við forsetann þegar hann snýr heim úr ferð sinni til Bandaríkjanna. Hann er þjóð sinni til sóma á innlendum sem erlendum vettvangi. Taktu heldur til á Vellin- um og upprættu þá spillingu sem þar virðist lifa góðu lífi. Bílasalar í mannasiðaskóla G.S.S. hringdi: Ég skoðaði nokkra bíla á Aðal- bílasölunni og bílasölunum í kring á mánudaginn. Ég sá þama Citroén, árgerð ’87, og á honum stóð að upp- haflegt verð væri rúm hálf milljón en svo stóð einnig að hann væri á útsölu á 390 þúsund. Mér leist ágætlega á bílinn og ákvað þegar ég kom heim að hringja og spyrja nánar út í þetta. Ég hringdi í Aðalbílasöluna og þar svaraði mér maður. Ég bauð honum góðan daginn og sagðist ekki vera viss um hvort ég væri að hringja á rétta bilasölu, þar sem þær eru nokkrar í hnapp þama, en að ég hafi verið að skoða bíl á planinu þama og hvort þeir væra ekki ann- ars með gamlan Citroén á útsölu. Hann svarar: „Nei, ekki á útsölu en á góðu verði, svona 150 þúsund kall.“ „Nú, hvaða árgerð er það?“ „Árgerð ’87.“ „Ha, árgerð ’87 á 150 þúsund kall?“ „Já, eða 100 þúsund kall.“ „Hvað ertu að djóka eða eitt- hvað?“ „Nei, nei, vildurðu ekki bíl á útsölu?“ „Hvers konar svör eru þetta eiginlega?“ Þá segir hann: „Heyrðu, ég held að þú ættir bara að hringja á aðra bílasölu, ástin mín,“ og skellir á. Bílasalar era ótrúlega hrokafullir og virðast setja fólk í einhvers kon- ar bása ef það er í lægri kantinum í verði. Ég legg til að þeir fari í skóla til að læra mannasiði og hvemig eigi að umgangast viðskiptavini. þjónusta allan Bréfritari segir flesta unglinga vera að fara í útilegu og horfa á náttúruna, labba og skemmta sér en ekki aö fara í ein- hverja hópreiö. Stígamót neikvæð S.J. hringdi: Ég hélt að allir sem hafa hlotið sæmilegt uppeldi vissu að nei þýðir nei. Það er því svolítið biturt að slíkt orðalag þurfi að hljóma í útvarpi á samtengdum rásum, eitthvað sem við vitum að á ekki við nema örfáa. Að þurfa að hlusta á þessar auglýs- ingar og þetta ógeð - nei þýðir nei, þetta er bara sóðalegt. Það eru bara örfáir sem þetta á við, unglingar sem þurfa aðhald og hafa ekki feng- ið uppeldi. Meirihluti unglinga er bara hið besta fólk. Mér finnst svo lítið gert fyrir þá. Eiga þeir að þurfa að hlusta á svona ósóma? Eiga þeir að þurfa að fá senda einhverja smokka inn um lúguna? Þeir era að fara í útilegu og horfa á náttúruna og labba og skemmta sér en ekki að fara í einhverja hópreiö. Þetta spill- ir fyrir hugarfari fólks og eyðilegg- ur. Ef við ætlum að hjálpa þessum ör- fáu sem fara á þjóðhátíð með svona sóðalegu hugarfari, þá má ekki spilla fyrh hinum sem eru virkilega að fara til að njóta lífsins. Ég hef ekkert á móti því að elskast og njótast í náttúrunni en svona sóðaskapur er ekki góður. Stígamót kynda undir neikvæða hugsun. Þeúa fólk hefur orðið fyrir einhverju eibeldi og ég er ekki að dæma J að. Það vill varðveita nokkr- íir sálir sem kunna að ganga í gegn- um slíkt hið sama en það verður að gera það á öðrum forsendum, ekki að láta okkar heilbrigðu börn líða fyrir það. Tvískinnungur Akureyrar- bæjar Bjöm skrifar: Það er ótrúlegur tvískinnungur hjá bæjarstjórn Akureyrar að leyfa ógeðfelldustu fylleríishátíð helgarinnar í bænum en birtast samtímis á forsíðum dagblaða og þykjast hvetja alla til að standa saman í baráttunni gegn fikniefn- um og áfengisneyslu unglinga. Að sjálfsögðu ber bærinn eitt- hvað úr býtum fyrir að snúa blinda auganu að hátíðinni og svo þykjast þeir geta bætt fyrir allt með innantómum yfirlýsingum. Það er vitað mál að minnstu krakkarnir sukkuðu á Akureyri í fyrra og yfirvöld bæjarins eru engan veginn í stakk búin til að taka við svona hátíð innan bæjar- markanna. Þess vegna eru þeir að hvetja til unglingadrykkju í verki um leið og þeir mótmæla henni í orði. Klám í búðum Kona í Árbæ hringdi: Ég bý 1 Árbæ og hef ekki getað verslað við fyrirtæki sem eru með klám til sýnis vegna þess að ég þoli það alls ekki. Eina búðin þar sem ég hef get- að verslað í matinn hefur verið 11-11 búðin í Rofabæ. Svo er Bleikt og blátt komið í þá búð núna. Mig langar að spyrja hvort til sé einhver ein verslun hér í Reykjavík, matvöruverslun, sem er hægt að versla í án þess að þurfa að sjá þetta. Að minnsta kosti ætti að hafa brúnt plast yfir þessu eða hafa þetta á bak við. Ég er orðin það lasin á þessu að ég treysti mér ekki til aö ganga inn í ný fyrirtæki og taka sénsinn á að sjá þetta. Góður menn- ingarfulltrúi Áhugakona um menningu hringdi: Menningarfulltrúinn á Vopna- firði, Sigríður Dóra Sverrisdótt- ir, hefur staðið sig frábærlega í starfi. Hún hefur svo sannarlega komið Vopnafirði á kortið með skemmtilegum uppákomum. Nú verður Vopnaskak haldiö í fjórða skipti og ber aö þakka henni fyr- ir þátt hennar í því. Þá hefur hún staðið. fyrir því að hagyrðinga- kvöld er haldið í kringum versl- unarmannahelgi og var það um síðustu helgi. Ég vil óska Vopnfirðingum til hamingju með að eiga svona góða manneskju. Það þyrftu að vera til fleiri svona til aö koma litlu stöðunum inn á kortið. Áfengis- auglýsingar Hjáhnar hringdi: Það var kominn tími til að um- ræða um ólöglegar áfengisaug- lýsingar kæmi upp. Það er sífellt verið að tala um að draga úr unglingadrykkju en svo er það látið viðgangast að úti um allt séu töff auglýsingar sem hvetja unglinga til að drekka. Þá á ekki að sýna neina lin- kind ef menn eru að fara í kring- um þetta með því að klína smá pilsnermerkjum á auglýsingarn- ar, heldur banna þær líka. Pilsner er jú bara veikur bjór. Varðskipin E.P. hringdi: Ég tel það ranga ákvörðun að vera að lappa upp á gömlu varö- skipin okkar, sérstaklega eins og ástandið er núna. Það lítur út fyrh að við þurfum að fara að fylgjast miklu betur með miðun- um okkar og varðskipin þurfi að vera í lengri tíma í einu úti á reg- inhafi. Það hefði verið mun skyn- samlegra að kaupa stærra skip í stað þess að vera að henda pen- ing í endurbætur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.