Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1997, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1997, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 JLj"W mðta! Heimsókn á heimiii fótboltafeðganna Guðna Kjartanssonar og Hauks Inga í Keflavík: Vonandi er draumurinn að rætast - segir Haukur sem vakið hefur áhuga stórliða á borð við Liverpool, Arsenal og PSV Viö erurn stödd á huggulegu heimili í Keflavík þegar síminn hringir. ÞaÖ er hœverskur og prúöur piltur sem svarar. „Ja, jeg snakker lidt dansk, “ segir hann hikandi röddu. Eftir stutt símtal, blandaö dönsku og ensku, kemur pilturinn símanum til föður síns. Eftirvœnting og spenna leynir sér ekki. Á lín- unni er framkvœmdastjóri PSV Eindhoven í Hollandi, eins af stórliöum Evrópu í knattspyrnu, hinn danski Frank Arnesen. Haföi hann slegiö á þráöinn til fótboltafeöganna Guöna Kjart- anssonar og Hauks Inga, mitt l heimsókn helgarblaðs DV til fjölskyldunnar. Hér er hluti fjölskyldunnar í garðinum í Keflavík. Haukur Ingi ásamt foreldrunum Guðna og Erlu Ottesen sem styðja vel og dyggilega við bakiö á honum. DV-mynd JAK Þetta var daginn eftir leikinn gegn Ungverjum á Laugardalsvelli í Evrópukeppni unglingalandsliða undir 18 ára. íslenska liðið var hárs- breidd frá því að leika um bronsið, stóð sig framar björtustu vonum. Guðni er þjáifarinn og Haukur Ingi fyrirliðinn. Sá síðamefndi, ásamt fleiri leikmönnum, vakti at- hygli útsendara stórliðanna í Evr- ópu. Honum og félaga hans í Kefla- víkurliðinu, Jóhanni B. Guðmunds- syni, hefur verið boöið til æfmga hjá Liverpool, PSV vill fá Hauk eins og kom fram hér á undan og Arsenal, uppáhaldslið þeirra feðga, hefur sýnt honum áhuga. Fyrir- spumir hafa sömuleiðis borist frá Frakklandi. Haukur er meðal markahæstu mönnum Keflavíkur- liðsins i úrvalsdeildinni og hefur frammistaða hans þar einnig spurst út fyrir landsteinana. Sparkað í móðurkviði Það kemur kannski ekki á óvart að Haukur Ingi hefur sparkað boltá frá bamæsku. Hann segist reyndar strax í móðurkviði, fyrir 18 árum, hafa sparkað hressilega frá sér. Það staðfestir móðir hans, Erla Ottesen flugfreyja. Rifjar einnig upp að 5 eða 6 ára hafi Haukur spurt sig hvort hann ætti að fá sér rauðan Ferrari eða Porsche þegar hann væri orðinn atvinnu- maður í fótbolta! Hver veit nema þetta eigi eftir að rætast á næstu ámm. Auk Hauks Inga eiga þau Erla og Guðni dætum- ar Hörpu, 22 ára, og Margréti Erlu, 10 ára. Harpa hefur gert þau að afa og ömmu en hún eignaðist dóttur fyrir fjórum mánuðum. Miklar fjarvistir „Við vomm svo heppin að eignast son svo Guðni gæti tekið hann með sér í boltann," segir Erla um leiö og hún viðurkennir að stundum verði hún þreytt á boltanum og öllu sem honum fylgir. Feðgamir hafi t.d. verið ijarverandi tvenn síðustu ára- mót vegna kappleikja með unglinga- landsliðinu. Hún segist reyndar einnig vera talsvert fjarverandi vegna vinnu sinnar. Haukur Ingi tilbúinn á hliðarlínunni að fara inn á í sínum fyrsta alvöru- leik með Keflavík, sumarið 1984, og á hvftum Pumaskóm líkt og hann er á f dag. „Fótboltanum hafa alltaf fylgt fjarvistir frá heimilinu. Maður reynir að vinna sér inn punkta þess á milli, slá garðinn og þess háttar. Annars á maður alltaf siðustu orðin á heimilinu,“ segir Guðni meö glotti og blaðamaður bíður eftir hver þau era. Guðni botnar setninguna: „Já, elskan.“ Guðni var sem kunnugt er vel lið- tækur knattspyrnumaður á ámm áður. Hann lék í vöminni í „gullald- arliði“ Keflvíkinga og spilaði sam- fleytt á fjórða tug landsleikja. „Missti ekki leik úr fyrr en ég meiddist," segir Guðni, sposkur á svip að vanda. Hann er lærður íþróttakennari og hefur mörg und- anfarin ár getið sér gott orð sem knattspyrnuþjálfari, jafnt með landslið sem félagslið. Góð ráð gefin Einhveijir gætu haldið að Guðni hefði þjálfað Hauk í yngri flokkun- um í Keflavík en svo er alls ekki. Hann er að þjálfa soninn í fyrsta sinn núna í U-18 ára landsliðinu. Aðspurður segist hann hafa fylgt honum á völlinn, ávallt stutt við bakið á honum og gefið góð ráð. Aldrei hafi hann þurft að beita nein- um þrýstingi á Hauk að fara í fót- bolta en ekki eitthvað annað. „Ég hefði ekki hindrað hann þótt hann hefði viljað fara í ballett. Bal- lett hefði bara aldrei komiö til greina," segir Guðni og Haukur kinkar kolli brosandi. „Það hefur alltaf verið minn draumur að komast í atvinnu- mennskuna. Vonandi er það að ræt- ast núna. Uppáhaldsliðið hefur alltaf verið Arsenal. Þess vegna er það frábært að flnna fyrir áhuga þar og auövitað hjá öllum hinum liðunum. Auðvitað yrði það toppur- inn að komast á Highbury en ég yrði að sjálfsögðu að skoða allt ann- að gaumgæfilega," segir Haukur Ingi. Námið klárað fyrst Hann segist vera reiðubúinn að fara í atvinnumennskuna. Námið sem hann á eftir í Fjöl- brautaskóla Suðumesja, á íþrótta- og náttúrufræði- brautum, geti hann klárað utan skóla ef hann færi út. Guðni leggur einmitt mikla áherslu á að Haukur klári stúdentsprófið. Ekkert liggi á, nógur tími sé fyrir hann að hugsa sig um. Tækifær- in hlaupi ekki frá honum. Talandi um námið þá segir Guðni að Haukur hafi alltaf átt auðvelt með að læra. Hann sé og hafi ávallt verið mikill grúsk- ari. Legið í alfræðibókum og horft kvöld eftir kvöld út um stjörnukíki. Til marks um þennan námsáhuga þá hefur Haukur undanfama tvo vetur verið í liði FS í Spuminga- keppni framhaldsskólanna. Fyrirmyndir Þegar Haukur er spurður um fyr- irmyndir í boltanum kemur kapp- inn Maradonna fljótlega upp í hug- ann. Hann hafi verið fýrirmyndin alveg þar til hann skoraði markið fræga með „hönd Guðs“. Þá hafi átrúnaðargoðið fallið í áliti. Haukur nefnir einnig Johann Cryuff og Platini sem fyrirmyndir. Aðspurður um pabbann sem fyrir- mynd játar Haukur að hafa aldrei séð hann í leik þegar hann var upp á sitt besta. Hann hafi bara séð ljósmyndir og þær sanni lítið um get- una! „Ég hef falið upptök- umar. Þú verður bara að heimsækja Bjama Fel í Sjón- varpinu," segir „sá gamli" og hlær. En skyldi það ekkert vera erfitt fyrir feðgana að starfa saman í bolt- anum, pabbinn að þjálfa og sonur- inn að hlýða fyrirmælunum? Hauk- ur segir það lítið vandamál, hann sé svo vanur að umgangast pabba sinn. Fyrir utan heimilið þá sé hann aö kenna sér á vetumar á íþróttabraut auk þjálfunar í lands- liðinu. Ekki alltaf sammála „Að vissu leyti getur þetta verið erfitt, sérstaklega fyrir Hauk gagn- vart öðrum leikmönnum. Hins veg- ar getur það veriö þægilegt aö hafa son sem fyrirliða. Ég get þá rætt við hann um vandamál sem upp koma í liðinu. Við höfum alltaf náð vel saman. Pilturinn hefur spil- að mjög vel, bæði í Keflavík og hjá landsliðinu, þannig að það er erfitt að horfa framhjá honum,“ segir Guðni. „Hann hefur alveg vit á því sem hann er að segja. Hefur reynslu og þekkingu og gott að hafa hann sem leiðbeinanda, hvort sem það er í skólanum eða landslið- inu. Auðvitað er ég ekki alltaf sam- mála honum,“ segir Haukur og augu þeirra feðga mætast. „Haukur er einn af þeim sem' vilja fá rök fyrir því sem maður seg- ir. Rökræður okkar geta oft enst langt fram eftir kvöldi og röksemda- færsla beggja misjafnlega gáfuleg," segir Guðni. Skiljanlega kemst lítið annað að hjá Hauki en fótbolti. Hann hefur ekki stundað aðrar íþróttir sem heitið getur. Andans íþróttir eins og spumingakeppni hafa hins vegar höfðað mjög til hans. Hann hefur gefið sér tíma til að huga að hinu kyninu. Er kominn með kærustu sem er Ragnhildur Steinunn Jóns- dóttir, fimleikakona með meiru. Þau hafa verið saman í tæpt ár. Sterkar taugar til Arsenal Þeir feðgar leyna því ekki að Arsenal sé upp- áhaldsliðið. Guðni á sterkar taugar þangað eftir að hafa æft þar um tíma ásamt félaga sínum í Keflavík- urliöinu á ámm áður. Að öllu gamni slepptu þá segir Guðni það ekki skipta máli hvað félagið heiti sem Haukur muni enda hjá, heldur hvað sé á bakvið tilboð sem geti borist. Við fylgjumst spennt með pilti. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.