Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1997, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1997, Blaðsíða 46
FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 ■ X'%7' . 62 (fyikmyndir HORFINN HEIMUR ★ ★★ HK. DV H1RFIKN HEIMQR Vinsælustu eölur allra tíma komnar aftur! Sýnd kl. 5. 6.50. 9 og 11. B.i. 12 ara. Einnig sýnd kl. 2 um helgina. DIGITAL Sýnd kl. 9 og 11. B.i. 12 ára. Einnig sýnd kl. 3 um helgina. Nýjasta grínmynd Jims Carrey. Vinsælasta mynd sumarsins! Sýndkl. 5, 7, 9og11. Einnig sýnd kl. 3 um helgina. ."31 Slmi 551 6500 vfJORiNi * hwó ^ Laugavegi 94 Þegar FBi getur ekki séð um málið, þegar CIA getur ekki áttað sig á málinu, eru MIB-menn á kafi í málinu. Þeir eru best geymda leyndarmálið á jörðinni. Sýnd í A-sal kl. 3, 5, 7, 9 og 11. B.i. 12 ára. KUNG FU KAPPINN í BEVERLY HILLS Sýnd kl. 3, 5.05 og 9.05. HELGARTILBOÐ 300 KR. DJÖFLAEYJAN Sýnd kl. 7. Enskur texti. íslensk heimasíöa: WWW.xnet.is/stjornubio MYRKRAVERK Sýnd kl. 11.05. HELGARTIBOÐ 300 KR. Sími 551 9000 Sýnd kl. 4.30, 6.45, 9 og 11.20. b.í. 10 ára. fcUsUkMdUifll Stjörnur í stjörnustríði stjóm Pauls Verhoeven er gerð eftir skáldsögu Roberts Heinlein. Henni svipar nokkuð til Independence Day því í henni berst hópur ung- menna viö geimpöddur sem hafa í hyggju að þurrka út mannkynið. Tæknibrellurnar í mynd- inni þykja góðar. I aðalhutverkum eru Casper Van Diem, Michael Ironside og Clancy Brown.. Einræktaða rollan Dolly hleypti nýju blóði í Ali- enseríuna því klónuð rís Ripley (Sigourney Wea- ver) úr eldhafinu til þess eins að þurfa að berja á óvættinum lífseiga í fjórða sinn. Myndin gerist 200 árum eftir fómardauða Ripley um borð í risa- vöxnu geimskipi þar sem vísindamenn rækta geimskrímslin í llkömum fólks sem hefur verið rænt af mannaveiðurum. Allt fer úr böndunum þegar geimverumar sleppa lausar. Ripley mætir sterk til leiks því DNA- þræðir úr geimverunni eru fléttaðir saman við hennar eigin. Leikstjóri: Jean-Pierre Jeunet. Aðalhlutverk: Sigourney Weaver, Winona Ryder og Ron Perlman. Sphere og Lost in Space Næsta vor verða tvær áhugaveröar myndir framsýndar. í Sphere, sem gerð er eftir skáldsögu Michaels Crichton, finnst 300 ára gamalt geimfar á botni Kyrrahafsins. Þegar vísindamenn eru sendir um borð taka að berast skilaboð sem verða sífellt óhugnanlegri. Myndinni er leikstýrt af Barry Levinson og í helstu hlutverkum em Dustin Hoffman, Samuel L. Jackson, Sharon Sto- ne og Peter Coyote. Lost in Space er gerð eftir frægri sjónvarps- þáttaröð frá sjöunda áratugnum. Hún segir frá áhöfn sem týnd í myrkri himingeimsins reynir að rata leiðina heim. Henni er leikstýrt af Steph- en Hopkins en í aðalhlutverkum eru Gary Oldm- an, Matt LeBlanc, William Hurt og Mimi Rogers. -GE Velgengni Independence Day og Men in Black hefur hleypt nýju lífi í kvik- myndir sem eiga að ger- ast úti í himingeimnum og ekki hefur verið jafn mikil gróska í geim- myndageiranum frá því á sjötta áratugnum. ís- lenskir kvikmyndaá- hugamenn geta því hugsað sér gott til glóð- arinnar. Contact y- Myndin, sem gerð er eftir skáldsögu Carls Sagan, var fmmsýnd í Bandaríkjunum í síð- asta mánuði. Jarðarbú- ar fá fundarboð utan úr geimnum og méð skila- boðunum eru teikning- ar af geimskipi sem mun gera mönnum kleift að ferðast út fyrir sólkerfið. Vísindakona, sem leikin er af Jodie Foster, vill verða sú fyrsta sem heldur til fundar við geimverurn- ar. Leikstjóri: Robert Zemeckis. Aðalhlut- verk: Jodie Foster, James Woods, Angela Bassett og John Hurt. Starship Troojiers og Alien: Resurrection í nóvembermánuði er von á tveimur myndum sem vakið hafa umtal. Starship Troopers í leik- Event Horizon Söguþráður þessarar myndar, sem frumsýnd verður um miðjan næsta mánuð, lofar góðu. Geimskip sem hvarf á dularfullan hátt sjö árum fyrr birtist skyndilega úti við endimörk sólkerfis- ins. Björgunarleiðangur sem sendur er á vett- vang lendir i alls kyns hremmingum þegar í ljós kemur að skipið hefur breyst i hlið að helvíti. Leikstjóri: Paul Anderson. Aðalhlutverk: Laur- ence Fishburne, Sam Neill, Kathleen Quinlan og Joely Richardson. Úr atriöinu góöa þar sem Bond geysist um húsþök Ho Chi Mihn á mótorhjóli. Bond r a mótorhjóli Nýjasta James Bond- myndin heitir Tomorrow Never Dies. í myndinni fær Bondinn svaka sæt- an kínverskan kvenkyns sam- starfsmann. Frést hefur af því að í myndinni verði eitthvert æsileg- asta atriði sem sést hefur á mótor- hjóli og það upp á húsþökum Ho Chi Minh-borgar. Til þess að gera lætin enn svakalegri er Bond hand- jámaður við kínversku skutluna og þurfa þvi að vera jafn samstillt þar eins og svo oft áður ... Hann stýrir og hún stjórnar bremsunni. Ætlunin var aö atriðið yrði tek- iö i Ho Chi Minh en á síðustu stundu var leyfl kvikmyndagerðar- manna afturkallað og þurfti því að flytja tökumar til Bangkok þar sem The Man With the Golden Gun var einnig tekin. Þessi Bondmynd er sú 18. i rööinni og önnur mynd- in sem skartar Pierce Brosnan í að- alhlutverki. Sú fyrri var að sjálf- sögðu Goldeneye. M ku enn vera kona, gömlum aðdáendum til mik- illar hrellingar. Það er þó nokkur sárabót að gamli Q er enn á staðn- um. -vix

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.