Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1997, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1997, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 (faflS >» Fór til Englands til aí æfa og keppa í samkvæmisdansi: Stefnum að heimsmeistaratitli - segir Elísabet Sif Haraldsdóttir um væntingar í dansinum „Ég var að leita mér að nýjum dansherra, gat farið til Svíþjóðar en var svo heppin að þessi fómaði sinni dömu fyrir mig. Okkur sem- ur mjög vel og metnaður okkar fer saman. Við emm sammála um að vilja æfa nánast allan daginn og það er mjög mikilvægt. Við tókum þann pól í hæðina að vera ekki að flækja málið of mikið með ástar- Elísabet Sif og breski dansherrann, James Jordan, hafa náð frábærum ár- angri í samkvæmisdansi frá því að þau byrjuðu að dansa saman í vor. sambandi. Það er svo mikið í húfi ef slíkt gengur ekki upp. Við ætl- um að minnsta kosti að gefa þessu tíma. Dansinn gengur eiginlega fyrir öllu þessa dagana," segir El- isabet Sif Haraldsdóttir, margfald- ur íslandsmeistari í samkvæmis- dansi. Hún æfir nú og keppir í Englandi og dansar við þarlendan pilt, James Jordan. Stefnt að atvinnu- mennsku Elísabet hefur verið í Bretaveldi síðan í febrúar og líkar lífið vel. Hún segist æfa alla daga, yfirleitt svokallaðar keyrsluæfingar á kvöld- in og tækniæfingar á daginn. Á tækniæfingum æfi hún oft ein og stundum með þjálfara. Saman æfa þau Jordan svo bæði ein og undir leiðsögn þjálfara. „Við stefnum ótrauð á heims- meistaratitil undir 21 árs og ég held að það sé alveg raunhæft markmið. Okkar mat er að við séum 1.-3. besta parið og síðan er þetta bara spuming um gamla góða dagsform- ið,“ segir Elísabet. Hún segir að í komandi framtíð vonist hún til þess að geta farið að lifa af þessu, gerast atvinnumaður í faginu. „Eins og staðan er nú er ég alveg upp á náð og miskunn foreldra minna komin hvað peninga varðar. Ég var í vinnu en varð að hætta henni vegna þess að við vorum svo mikið á ferðalögum, bæði vegna æf- inga og keppni, að ég hafði hrein- lega ekki tima til þess að mæta í vinnuna. Við þurfum að ferðast gríðarlega mikið og það kostar mikla peninga." Frábær árangur Að sögn þeirra sem til þekkja hafa þau Elísabet og Jordan náð frá- bærum árangri i dansinum. Um þau hefur verið skrifað í dansblöð ytra og þar hafa þau fengið lofsamlega dóma. I keppni eru þau oftar en ekki kynnt sem James Jordan og ís- lenski dansfélagi hans. Þetta þykir bera vott um hversu mikla virðingu menn bera fyrir íslensku dansfólki. En hvemig stendur á því að íslend- ingar hafa náð svo góðum árangri í samkvæmisdansi á liðnum árum sem raun ber vitni. „Ég held að metnaðurinn heima sé meiri en gengur og gerist. Við þurfum að leggja í dýr ferðalög að heiman til þess taka þátt í keppni og til þess að fólk geti staðið í því verð- ur að nást einhver árangur. Bretar hafa alla kennarana og rosalega fina aðstöðu. Fólki finnst þetta eiginlega allt miklu sjálfsagðara en okkur heima á Fróni. Við gemm miklar kröfúr til okkar fólks og það skilar árangri,“ segir Elísabet Sif sem æfir, ásamt herranum, af kappi fyr- ir nokkur mót sem standa fyrir dyr- um á næstu vikum. -sv Utsala Sumarúlpur - heilsársúlpur Stuttar kápur áöur kr. 16.900 nú kr. 5000, Síðar kápur oe^ yá- HW5Ð Mörkinni 6 sími 588 5518 Samkvæmt ákvöröun stjórnar Verzlunarmannaíélags Reykjavíkur hetur Fjölskyldu- og húsdýragaröurinn í Laug- ardal veriö tekinn é leigu é trídegi verslunarmanna, mánudaginn 4. ágúst, og veröa garöarnir opnir endur- gjaldsiaust öllum télagsmönnum VR, svo og Reykvíkingum og öðrum gestum, á frídaginn frá kl. 10:00 til 18:00. Fjölskyldugaröuninn Dagskrá Fjölskyldugarösins: - 13:00 Bé tveir (Furöuleikhúsiö) 14:00 Furðufjölskyldan (götuleikhús) 14:30 Hljómsveitin Geirfuglarnir 15:00 Brúðuleikhúsið 16:00 Mjallhvít og dvergarnir sjö (Furðuleikhúsið) 16:30 Hljómsveitin Geirfuglarnir Húsdýragaröurinn Dagskrá Húsdýragarðsins: 10:45 Hreindýrum gefið 11:00 Selum gefið 11:30 Hestar teymdir um garðinn 12:00 Refum og minkum gefið 13:00 Fuglagarðurinn opinn (1 klst.) 13:30 Klapphorn hjá kanínum 14:00 Svínum hleypt út ef veður leyfir 15:00 Hestar teymdir um garðinn 15:30 Fuglagarðurinn opinn (1 klst.) 16:00 Selum gefið 16:15 Dýrum í smádýrahúsi gefið 16:30 Hestar, kindur og geitur sett í hús 17:00 Svínum gefið 17:15 Mjaltir í fjósi 17:45 Refum og minkum gefið VERIÐ VELK0MIN í FJÖLSKYLDU- OG HÚSDYRAGAROINN Á FRÍDEGI VERSLUniARMANIVA, MÁniUDAGinini 4. ÁGÚST! VERZLUNARMANNAFELAG REVKJAVÍKUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.