Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1997, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1997, Blaðsíða 16
FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 T>‘\7~ Fyrsta kirkjulega giftingin í Drangey á Skagafirði: DV, Sauðárkróki:__________________ Fyrsta kirkjulega giftingin í Drangey á Skagafírði fór fram í blíð- skaparveðri í eynni um síðustu helgi. Þar gaf séra Eðvarð Ingólfs- son á Skinnastað saman gömlu skólasystur sína frá Reykholti og ME á Egilsstöðum, Sigurlaugu Kristínu Konráðsdóttur, og Sigur- jón Margeir Alexandersson frá Sauðárkróki. Bræðurnir sungu Viðstaddir athöfnina voru nán- ustu ættingjar brúðhjónanna. Bræð- ur Sigurlaugar, þeir Gísli Rúnar, Þorleifur, Kolbeinn og Bjarni Stef- án, sungu ásamt Álftagerðisbræðr- um og Stefán R. Gíslason sá um undirleik. Stungið upp á Snæfellsjökli Sigurlaug sagði í samtali við DV að athöfnin hefði verið yndisleg. Hún sagði sögu á bak við þetta allt saman. Þetta barst fyrst í tal þegar nemendur ME hittust á eins árs stúdentsafmæli. Þá var Eðvarð bú- inn að innritast í guðfræðideildina og bauðst til þess að gifta Sigur- Sigurjón og Sigurlaug ásamt Eövarö Ingólfssyni, sem gaf þau saman, og börnum sínum, Rúnari Má og Helgu Láru. erlend bóksjá laugu þegar þar að kæmi. Hann stakk upp á að gera það uppi á Snæ- | fellsjökli, enda sjálfur frá Hell- issandi. „Ég sagði að það væri nær að at- höfnin færi fram úti í Drangey, enda hún í minni heimabyggð. Við héldum þessari hugmynd síðan á lofti, minntust þessa alltaf þegar við hittumst en það vildi nú dragast að Eðvarð útskrifaðist. Hann var svo mikið í því að skrifa bækur á tíma- bili og tók þetta rólega. Þegar hann siðan fékk veitingu fyrir Skinnastað | á síðasta ári var ákveðið að drífa í þessu og stundin ákveðin," sagði Sigurlaug Konráðsdóttir. Kaffi við Grettislaug Að lokinni afhöfninni í Drangey var siglt að Reykjadiski og gestum boðið kafii og kleinur við Grettis- laug. Þetta er í annað sinn á skömmum i tíma sem gifting fer fram í Drangey. Ekki er langt síðan þar fór fram ' borgaraleg gifting þegar dóttir Drangeyjarjarlsins sjálfs, Jóns Ei- ríkssonar, gekk í það heilaga. Nú var prestlærður maður á ferð þannig að beðið er eftir þrennunni; að heiðnir ásatrúarmenn láti pússa sig saman í Drangey. Vonandi tekst það án þess að Gvendur góði snúi sér við í gröfínni! -ÞÁ/bjb í i Metsölukiljur I •••••••••«« + + + + Bretland Skáldsögur: 1. Patricla D. Cornwell: Cause of Death. 2. Frederik Forsyth: lcon. 3. Helen Fielding: Bridget Jones’s Dlary. 4. Stephen Klng: Desperatlon. 5. Meave Binchy: Evenlng Class. 6. Joanna Trollope: Next of Kln. 7. Kathy Lette: Mad Cows. 8. Rosle Thomas: Every Woman Knows a Secret. 9. Roddy Doyle: The Woman Who Walked Into Doors. 10. Alex Garland: Beach. Rlt almenns eölis: 1. Frank McCourt: Angela’s Ashes. 2. Paul Wilson: A Little Book of Calm. 3. Ðlll Bryson: Notes from a Small Island. 4. John Gray: Men are from Mars, Women are from Venus. 5. Howard Marks. Mr. Nlce. 6. Redmond O'Hanlon: Congo Journey. 7. Nlck Hornby: Fever Pltch. 8. The Art Book. 9. Anne Frank: Dlary of a Young Glrl. 10. Bill Bryson: The Lost Contlnent. Innbundnar skáldsögur: 1. D. & L. Eddlngs: Polgara the Sorceress. 2. Chrls Ryan: Zero Optlon: 3. Arundhatl Roy: The God of Small Thlngs. 4. John Grisham: The Partner. 5. Bernard Cornwell: Sharp'e Tlger. Innbundin rit almenns eölls: 1. Jonathan Dlmbleby: The Last Governor. 2. Mlchael Drosnln: The Blble Code. 3. Paul Britton: The Jlgsaw Man. 4. Jean-Domlnlque Bauby: The Dlving-Bell and the Butterfly. 5. Dave Sobel: Longltude. (Byggt á Tho Sunday Tlmos) Heróínfíklarnir Verölaunasagan fjallar um unga heróínneytendur. Það fór aldrei svo að dómnefnd hinna eftir- sóttu barnabókaverð- launa, sem kennd eru við Camegie, fengi ekki á sig væna skvettu. Nefndin ákvað að þessu sinni að verðlauna unglingabók sem heitir „Junk“ og lýs- ir með afar raunsæjum og opinskáum hætti lífi tveggja fjórtán ára ung- menna sem leiðast út í heróínneyslu og vændi. Carnegie-verðlaunin bresku hafa verið veitt í sextíu ár fyrir bestu bamabók ársins. Fyrstur til að hljóta þá viður- kenningu var höfundur- inn góðkunni Arthur Ransome, fyrir sögur sem eru vinsælar enn í dag. En nýja verðlaunasagan er í stjamfræðilegri fjar- lægð frá Svölum og Amasónum Ransomes. Hún gerist í borgarum- hverfi nútímans og segir frá tveim- ur fjórtán ára krökkum, Gemmu og Tar, sem hlaupast að heiman og láta glepjast af fikniefnaheiminum sem gleypir þá. Áður en varir hefur heróínið náð tökum á þeim. Höfundurinn lýsir því nákvæm- lega hvemig fiklarnir haga sér, þar á meðal hvernig þeir afla peninga til að verða sér úti um efnið, hvaða aðferðum þeir beita við að sprauta sig - og að lokum í sumum tilvikum hvemig þeir deyja af ofneyslu. Þetta þykir sumum einum of mik- ið fyrir bók sem ætluð er ungling- um, en dómnefhdin var á öðru máli - og svo auðvitað höfundurinn. Hann lét reyndar gagnrýnendur sína fá þaö óþvegið í ræðu sem hann flutti við afhendingu verð- launanna og sakaði þá um vilja ráða því hvað aorir mættu að lesa. Melvin Burgess heitir höfundur- inn. Hann er 41 árs að aldri og þekk- ir vel til þess umhverfis sem hann lýsir í sögunni. Hann bjó um átta ára skeið í miðborg Bristol, þar sem mikið er um neyslu fíkniefna meðal ungra atvinnuleysingja. Bróðir hans lét til dæmis ánetjast eitrinu og lést fyrir nokkmm árum. Sjálfum gekk Burgess frekar illa í skóla og hann velur kennurum sín- um ekki beinlínis fogur lýsingarorð. Umsjón Elías Snæland Jónsson Að námi loknu vann hann um stundarsakir hér og þar, m.a. við blaðamennsku, en var einnig lengi atvinnulaus. Hann kvæntist, eign- aðist tvö börn og skildi. Þegar Burgess var 35 ára urðu kaflaskipti í lífi hans. Hann ákvað að reyna að lifa af ritstörfum og flutti til Yorkshire þar sem hann býr í litlu þorpi ásamt átta ára syni sínum, en dóttirin býr með móður sinni í Þýskalandi. „Ég ákvað í upphafi að reyna við smásögm-, út- varpsleikrit og bamasög- ur,“ segir Burgess i ný- legu viðtali. Honum tókst að selja öll þrjú handrit- in, en viðbrögðin við barnabókinni voru best svo að hann einbeitti sér áfram að þeirri tegund bókmennta. Fyrsta barnabókin, „The Cry of the Wolf‘, var tilnefnd til Camegie-verðlaunanna á sínum tíma og þar með var hann kominn á skrið sem höfimdur. Gagnrýnendur eru sammála um að bestu bækur hans fjalli allar um skuggahliðar æskuáranna. Það er í samræmi við hans eigin reynslu. „Fullorðna fólkið sér æskuárin sin gjaman í dýrðarljóma," segir hann, „en þau eru ekki endilega ham- ingjutími." Það var reyndar útgefandi Burgess sem upphaflega kom með þá hugmynd að hann skrifaði ung- lingabók um fikla. „Ég þekkti þann heim vel,“ segir höfundurinn, „en sum atriði, einkum þau sem snertu bróður minn, voru óþægileg. Það er hræðilega erfitt að horfa á mann verða að fikli.“ Sumir gagnrýnendur segja að Bm-gess gangi of langt í bersöglum lýsingum sínum. Hans svar við því er einfalt: „Það sem segir um heróínneysluna í sögunni er allt byggt á fólki sem ég þekkti mjög vel. Öll hroðalegustu atriðin eru sönn.“ Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Mary McGarry: Songs In Ordlnary Tlme. 2. Jacquelyn Mltchard: The Deep End of the Ocean. 3. Dean Koontz: Demon Seed. 4. Julle Garwood: The Clayborne Brldes: Parts 1-2. 5. Sandra Brown: Excluslve. 6. Stephen Klng: Stones from the River. 7. Jeffrey Archer: The Fourth Estate. 8. Danlelle Steel: Mallce. 9. Faye Kellerman: Prayers for the Dead. 10. John Grisham: The Runaway Jury. 11. Wally Lamb: She's Come Undone. 12. Ken Follett: The Rhlrd Twln. 13. Phllip Margolin: The Burnlng Man. 14. Anne Rlce: Memnoch the Devll. 15. Mary Higgins Clark: Moonlight Becomes You. Rit almenns eblls: 1. Maya Angelou: The Heart of a Woman. 2. Jon Krakauer: Into the Wlld. 3. Stephen E. Ambrose: Undaunted Courage. 4. James McBrlde: The Color of Water. 5. Jonathan Harr: A Clvll Actlon. 6. Danlel Goleman: Emotlonal Intelllgence. 7. Mary Plpher: Revivlng Ophella. 8. Andrew Well: Spontaneous Heallng. 9. Scott Adams: The Dllbert Prlnclple. 10. Carmen R. Berry & T. Traeder: Girlfrlends. 11. Laura Schlessinger: How Could You Do That?! 12. Maya Angelou: I Know Why the Caged Blrd Slngs. 13. Carollne Knapp: Drlnklng: A Love Story. 14. Thomas Cahlll: How the Irlsh Saved Clvillzatlon. 15. Carl Sagan: The Demon-Haunted World. (Byggt á New York Tlmes Book Review) I i í Í L Í ( I L t I 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.