Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1997, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1997, Blaðsíða 45
ilr '5r.!. FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 Píanósnillingurinn Helfgott tekur við verðlaunum: A Astralska undrið ★ * tyndbönd 61 Shine segir frá píanósnillingnum David Helfgott, sem á unga aldri er rekinn áfram af harðri hendi í pí- anóæfingunum af föður sínum, sem er staðráðinn í að gera hann að úr- valspíanóleikara. David hefur mikla hæfileika og vek- ur athygli frægs tón- listarmanns sem býð- ur honum styrk til náms í Bandaríkjunum, en faðir hans neitar þar sem hann vill ekki missa son sinn. David kemst í kynni við rithöfund sem hvetur hann til að taka boðinu þeg- ar hann fær tækifæri til að komast í nám við virtan tónlistarskóla í London. Hann tekur boðinu gegn viija föður síns, sem afiieitar hon- um. í London tekur hann miklum framförum en ræður illa við skiln- aðinn við fjölskyldu sína. Að lokum fær haxm taugaáfall eftir snilldar- frammistöðu á tónleikum og snýr aftur til Ástralíu þar sem hann flakkar á milli geösjúkrahúsa næsta áratuginn. Tónlistarútlegð hans lýk- ur þegar hann hittir Gillian og gift- ist henni. Hún hjálpar honum að finna fótanna í lífi sínu, hann hefúr tónleikahald á ný og slær aftur í gegn. Langur meðgöngutími Ástralski píanósnillingurinn Dav- id Helfgott kom aftur ffarn á sjónar- sviðið árið 1984 og hefúr átt mikilli velgengni að fagna síðan, en mynd- in er tíyggð á ævi hans. Ástralski leikstjórinn Scott Hicks sá Helfgott á tónleikum árið 1986 og hreifst af UPPAHALDS MYNDBANDIÐ MITT Gísli Rúnar Jónsson skemmtil „Þetta er skelfilega erfiö spuming enda á ég mér margar eftir- lætismyndir sem ég sé aftur og afitur. En af því aö ég er nú nýkominn frá London dettur mér í hug myndin Frenzy, sem lengi hefúr ver- iö í uppáhaldi hjá mér. Þetta er klassískur Hitchcock-þrill- er frá 1972 og fjallar, eins og svo margar Hitchcock- myndir, um mann sem grunaður er um morð sem hann framdi ekki. í aöal- hlutverkum eru margir af helstu sviðs- leikurum Breta, þar á meðal Jon Finch og Barry Foster. Handbragð meistara Hitchcocks er auðþekkj- anlegt á myndinni, t.d. I mynd- máli og stíl, auk þess sem hin sí- gilda gráglettni hans er ekki langt undan. Ég hugsa að ill- mennið í Frenzy, sem ég get þvi miö- ur ekki upplýst hver er, sé í senn eitt hiö viðkunnanlegasta og þar meö jafii- framt hið ógeö- felldasta sem sést hefur á hvíta tjaldinu. Með Frenzy náði Hitchcock sér líka upp úr ákveðinni lægð sem hann hafði ratað í með myndum á borð við Topaz og Tom Curtain - sem voru í sjálfú sér ágætar myndir en vart samboðn- ar meistaran- um. Loks hefúr myndin mjög skemmtilegt sögusvið sem er Covent Garden í London (áöur en það varð túristastaður) og dregur þaö ekki úr gæðum hennar." honum og sögu hans. Eftir tónleik- ana fór hann að hitta David og Gilli- an og sagði þeim að hann væri kvik- myndagerðarmaður og vildi gera mynd byggða á ævi David Helfgott. Þau vissu ekkert hver hann var og voru ekkert alltof hrifin í fýrstu. Það tók Scott Hicks heilt ár , að vinna traust þeirra og síðan næstum ára- tug að skrifa hand- rit- ið, finna bakhjarla og leikara áður en tökur loks hófust í London í apríl 1995. Gríöarlega sterkur leikhópur prýðir myndina og fara þar fremst í flokki Geoffrey Rush (fullorðinn David), Noah Taylor (David sem unglingur), Armin Mueller- Stahl (faðir hans), Lynn Redgrave (Gilli- an) og Sir John Gielgud (kennari David í London). Geoörey Rush hefur unniö til fjölda verölauna fyrir hlutverk i leikhúsum í Ástralíu, þ.á.m. fyrir leik sinn í The Diary of a Madman, The Govemment Inspector, Uncle Vanya, Oleanna og Hamlet. Eftir að hafa lært leikstjóm í London á átt- unda áratugnum sneri hann aftur til Ástralíu og leikstýrði mörgum vinsælum verkum ásamt því að leika í stykkjum eins og King Lear, Midsummer Night’s Dream og Wait- ing for Godot, þar sem hann lék á móti Mel Gibson. Meðal kvikmynda hans em Starsfruck, Twelfth Night, On Our Selection og Children of the Revolution. Noah Taylor er einn af hæfileika- ríkustu leikuram sinnar kynslóðar í Ástralíu og er best þekktur fyrir hlutverk sín í The Year My Voice Broke og framhaldi hennar, Flirt- ing. Aðrar myndir hans era The Pri- soner of St Pet- ersburg, Dogs <*§ in Space, Dead to the World, Secrets, The Nostrada- mus Kid (sem aflaði honum gagnrýn- endaverð- laun Sydn- ey sem besti leik- ari ársins) og On Our Selection, þar sem hann og Geofifrey Rush léku bræður. Settur á svartan lista Úrvalsleikarinn Armin MueU- er Stahl lék í a.m.k. 76 kvikmyndum og enn Qeiri leiksýningum í heima- landi sínu, Austur- Þýskalandi, áður en hann var settur á svart- an lista fyrir að rita nafn sitt undir yfirlýsingu gegn þáverandi stjóm- völdum. Eftir að hann ^ Quttist til Vestur- Þýska- lands árið 1980 fékk hann hlut- verk í mynd Fassbinder, Lola, og átti í kjölfariö far- sælan ferU í : Vestur- ; Þýskalandi, ; þar sem há- ■ punktamir vora, að eig- 1 in sögn, Col- onel Redl og Angry Harvest. Eftir Qutning tU Los Angeles hefur hann meðal annars leikið 1 Music Box, Avalon, Night On Earth og Kafka. Lynn Redgrave kemur af mikiUi leiklistarfiölskyldu. Hún er systir Vanessa Redgrave og frænka Natas- ha og Joely Richardson. Redgrave fjölskyldan hefur verið nátengd leiklistinni í fimm kynslóðir. Lynn Redgrave hefur átt langan og farsæl- an leikhúsferU, en einnig leUiið í nokkrum kvikmyndum, þ.á.m. Tom Jones, Girl With Green Eyes, The Deadly Afifair, Everything You Alwa ys Wanted to Know About Sex, Sunday Lovers, Getting It Right og Georgy Girl, en fyrir hana hlaut hún óskarsverðlaunatilnefningu. Aö lokum ber að geta Sir John Gi- elgud, sem varð 91 árs gamaU með- an á tökum á Shine stóð. Hann lék í sinni fyrstu kvik- , mynd rúmum sjö ára- tugum áður, en þaö var lárið 1924 í Who Is the rMan? Hann hefur átt ' einhvem lengsta og farsælasta leikferU sem sögur fara af, en meðal mynda hans má nefna Julius Caesar, Ric- hard III (útgáfú Laurence Olivier frá 1955), Becket, The ChEirge of the’ Light Brigade, Oh What a Lovelý War, The Elephant Man, Arthur, Chariots of Fire, Gandhi, Plenty, Bluebeard, Arthur 2, Shining Through og First Knight, en þær myndir sem hann sjálfur er ánægð- astur með era Providence, Brides- head Revisited og Prospero’s Books. PJ 111111111»11111111111111 inniniiimn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.