Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1997, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1997, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 41 Iþróttir Verður Arnor næsti •• þjalfari hja Orebro? - vangaveltur um eftirmann Sven Dahlkvists og Arnór er nefndur DV; Svíþjóð: Dagblaðið Expressen sagði í gær að Arnór Guðjohnsen væri líklegur sem næsti þjálfari úrvalsdeildar- liðs Örebro sem hann hefur spilað með undanfarin ár. Sven Dahlkvist hefur ákveðið að hætta sem þjálfari liðsins að þessu tímabili loknu. Blaðið spurði Arnór hvort hann hefði áhuga á stöðunni. „Ég myndi hugsa mig um í viku og síðan segja já,“ er haft eftir Amóri. „Þetta er nú ekki alveg rétt eftir haft, ég sagði aldrei já,“ sagði Arn- ór þegar DV bar fréttina undir hann í gær. „Ég myndi vissulega hugsa mig vel um en ég tæki þetta ekki að mér nema hafa aðstoðar- mann á bekknum sem ég treysti 150 prósent. Ég hef hugsað mér að spila eitt ár til viðbótar og þá vænt- anlega hér í Örebro,“ sagði Amór. Ljóst var að þessi umræða kom honum engan veginn á óvart. Kenneth Karlsson, formaður Örebro, sagði við DV að hvað sem framtíðin bæri í skauti sér væri ljóst að Amór væri ómissandi sem leikmaður. Hann væri alltof góður til að missa hann úr liðinu og hann yrði þá að vera spilandi þjálfari. Sænsk blöð fjalla mikið um frá- bæra frammistöðu Amórs gegn Ör- gryte í fyrrakvöld. Þar hélt hann upp á 36 ára afmælið með því að gera bæði mörkin í 2-0 sigri Örebro. Hann fær alls staðar mikið hrós og hæstu einkunnir. -EH Purisevic tii Fylkis Ejub Purisevic, sem á dögun- um var sagt upp störfum sem þjálfari knattspymuliðs Reynis úr Sandgerði, gekk í gær til liðs við 1. deildar lið Fylkis. Hann styrkir Árbæinga eflaust vem- lega í hinni hörðu fallbaráttu deildarinnar en þar eiga þeir einmitt í höggi við Reynismenn. Anton Hartmannsson, mark- vörður Selfyssinga um áraraðir, gekk í gær til liðs við úrvals- deildarlið Keflavíkur. Hann verður þar varamarkvörður fyr- ir Bjarka Guðmundsson. Jóhannes Karl Guöjónsson, 17 ára sonur Guðjóns Þórðarsonar, er kominn í raðir Skagamanna. Hann hefur leikið meö KA í 1. deildinni í sumar. -VS Williams kemur ekki Nú er ljóst að Bandaríkjamað- urinn Fred Williams leikur ekki með Þór á Akureyri í úrvals- deildinni í körfuknattleik í vet- ur. Williams, sem varð stiga- hæstur og tók flest fráköst í deildinni síðasta vetur, hefur samið við finnskt lið. í staðinn fá Þórsarar Jo Jo Chambers, bandarískan fram- herja sem er 1,98 m á hæð. -BL/VS Jón Arnar og Guðrún byrja á þriðjudaginn Jón Amar Magnússon og Guð- rún Amardóttir, fulltrúar ís- lands á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Aþenu, hefja keppni á þriðjudagsmorguninn. Jón Amar keppir í tugþraut á þriðjudag og miðvikudag. Guðrún keppir í 400 m grinda- hlaupi á þriðjudag en undanúr- slit em á miðvikudag og úrslit á fostudag. Pétur Guömundsson er hættur við að keppa í kúluvarpi á mót- inu vegna meiðsla. -VS Handboltaskóli FH Miðvikudaginn 6. ágúst hefst handboltaskóli FH í íþróttahús- inu í Kaplakrika. Kl. 10-12 verð- ur kennsla fyrir 6-10 ára böm en eldri handboltakappar verða á milli kl. 13 og 15. Innritun í skólann fer fram á staðnum og kostar námskeiðið 1000 kr. en það stendur til 15. ágúst. Leiö- beinandi veröur Ragnhildur Skúladóttir. Frönsku strákarnir fögnuðu aö vonum innilega eftir sigurinn á Portúgal á Laugardalsvellinum í gær. Evrópumeist- aratitillinn er þeirra og vel heppnaöri Evrópukeppni hér á landi er þar meö lokiö. DV-mynd Pjetur Gullmark Frakka - tryggöi þeim Evrópumeistaratitilinn á Laugardalsvelli Frakkar fógnuðu sigri á Evrópu- móti unglingalandsliða í knatt- spyrnu skipuöum leikmönnum 18 ára og yngri. Það var „gullmark" sem færði Frökkum sigur og Evr- ópumeistaratitil. Leikmönnum Frakklands og Port- úgal gekk illa að ráða við knöttinn í rokinu á blautum Laugardalsvelli í gær. Framan af reyndu leikmenn langar sendingar fram völlinn en komust fljótlega að því að slíkar spymur voru ekki vænlegar. Frakkar voru meira með bolt- ann í fyrri hálfleik en eina færi þeirra í kom um miðjan hálfleikinn er Toure átti þrumuskot að marki úr frekar þröngu færi. Santos, markvörður Portúgala, var vel á verði og varöi skotið. Portúgalir beittu skyndisóknum með vindinn í bakið og áttu tvö hættuleg mark- tækifæri. Frakkar höfðu vindinn í bakið í síðari hálfleik og strax á fyrstu mín- útu átti þeir skot í stöng. Heldur bætti i vindinn og Portúgalir vörð- ust af krafti sóknum Frakka. Þrátt fyrir nokkur þokkaleg færi við bæði mörkin tókst hvorugu liðinu að skora. Því var leikið til þrautar eða þar til annað liðið skoraði. Ekki þurfti að bíða lengi eftir „gullmarkinu". Eftir fimm mínútna leik fékk Louis Saha boltann eftir varnarmistök Portúgala, lék á varnarmann og komst á auðan sjó í miðjum víta- teignum. Hann gaf sér góðan tima og skoraði síðan af öryggi með fostu óverjandi skoti við mikinn fögnuð samherja sinna. Spánverjar tryggðu sér þriðja sætið á mótinu með 2-1 sigri á írum á Kaplakrikavelli. ísland og Ungverjaland urðu í 5.-6. sæti mótsins og ísrael og Ung- veijaland höfhuðu í 7.-8. sæti. -BL Omar Evrópu- meistari - og keppir meö Evrópuúrvalinu Ómar Halldórsson úr Golfklúbbi Akureyrar vaið í gær Evrópumeist- ari unglinga undir 18 ára 1 Torino á Ítalíu. Hann sigraði ítalann Stefano Reale á annarri holu í bráðabana en þeir stóðu uppi jafnir og efstir með 219 högg að hefðbundinni keppni lokinni í gær. Þar náði ítalinn að jafna með glæsilegu höggi utan af velli á síðustu holunni. Næstu menn voru Bretamir Oliver Wilson og Nel Matthews sem báðir léku á 222 höggum. Tveir efstu menn á mótinu, þeir Ómar og Reale, unnu sér með þessum árangri sæti í Evrópuúrvali unglinga sem mætir liði Bandaríkjanna í keppninni um Ryder-bikarinn á Valderama-vellinum á Spáni í septem- ber. Kristín Erlendsdóttir hafnaði í 9. sæti í flokki stúlkna undir 16 ára. Hún náði sér ekki á strik í gær og spilaði á 86 höggum og samtals á 245 höggum. -VS Ef»Vií DEILD KARLA Víöir-KVA 3-2 Hlynur Jóhannsson, Joseph Hugh Nartey, Ólafur fvar Jónsson - Kári Jónsson, Róbert Haraldsson. Selfoss n 8 2 1 29-19 26 Víðir n 8 1 2 32-16 25 HK 12 8 1 3 29-21 25 KVA 11 7 2 2 34-23 23 Leiknir, R. 11 4 3 4 23-13 15 Fjölnir 11 3 2 6 19-30 11 Ægir 11 2 4 5 26-26 10 Völsungur 11 3 1 7 17-28 10 Þróttur, N. 12 3 0 9 25-35 9 Sindri 11 2 0 9 17-40 6 ENGLAND „Arnar Gunnlaugsson gæti slegið hressilega í gegn í úr- valsdeildinni og kaupin á hon- um reynst ein þau allra bestu,“ sagði Colin Todd, framkvæmda- stjóri Bolton, í gær. Amar og Guðni Bergsson léku báðir með Bolton sem vann Bury, 2-1, á þriðjudag. Amar lék á miðj- unni og Todd var mjög ánægð- ur með frammistöðu hans. Guöni Bergsson lenti í hörð- um árekstri við félaga sinn, Chris Fairclough, á æfingu í vikunni. Fairclough, sem var kjörinn leikmaður ársins hjá Bolton í fyrra, meiddist á hné og verður frá í heilan mánuð. Robbie Fowler var borinn af velli í gærkvöld þegar Liver- pool sigraði norska landsliðið auðveldlega í Osló, 3-1. Fowler hafði skorað tvívegis þegar hann meiddist á hné. Hann missir væntanlega af fyrstu leikjum Liverpool í úrvalsdeild- inni sem hefst um næstu helgi. Celio Silvia frá Brasilíu hef- ur verið neitað um atvinnu- leyfi í Englandi og það er því orðið ljóst að ekkert verður af því að Manchester United fái hann til sín. Manchester Vnited og Inter Milano gerðu 1-1 jafntefli í seinni æfingaleik liðanna á Old Trafford á miðvikudag. Maur- izio Ganz kom Inter yfir meö marki á 40. mín. en hinn tvítugi vamarmaður Michael Clegg jafnaði með skalla á 67. mín. Ole Gunnar Solskjœr, sem kom inn á sem varamaöur, meiddist eftir harða tæklingu frá Paganin. Talið er að Sol- skjær verði frá í a.m.k. mánuð og missi því af fyrstu leikjum United i úrvalsdeildinni. Leikurinn um góðgerðar- skjöldinn, milli Man. Utd og Chelsea, veröur leikinn á sunnu- dag. Auk Solskjærs vantar United þá Gary Neville. Ronny Johnsen, David May og Gary Pallister sem allir em meiddir. Karlheinz Riedle, þýski landsliðsmaðurinn, hefur nú skrifað undir samning við Liverpool. „Það er draumur hvers snáða frá Þýskalandi að fá tækifæri til þess að spila með liði sem menn á borð við Dalglish, Keegan og Toshack hafa leikið með,“ sagði Riedle . Everton hefur ekki gefið upp alla von um að fá Andy Cole til sín frá Man. Utd. en liðinu hef- ur gengið einstaklega illa að fá til sín nýjan framheija. Bæði Ravanelli og Ferdinand hafa af- þakkaö gott boð þeirra. Leikmenn Arsenal vom í miklum ham í æfingaleik liðs- ins gegn PSV Eindhoven í Hollandi nú fyrr í vikunni. Bæöi Patrick Vieira og Matt- hew Upsons voru reknir af velli. Vieira fyrir að sparka í andstæðing sinn en brottvikn- ing hins unga Upsons þótti ansi vafasöm. PSV sigraði 1-0. Matthew Le Tissier er nú að jafha sig eftir aðgerð vegna oln- bogabrots en verður ekki klár í slaginn með Southampton fyrr en eftir 12 vikur. Peter Beardsley fer ekki til Bolton. Newcastle vill ekki sleppa honum í kjölfar meiðsla Shearers og sölunnar á Ferdin- and. -ÖB/VS Iþróttir eru einnig á bls. 43

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.