Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1997, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1997, Blaðsíða 22
22 írstæð sakamál FÖSTUDAGUR l.; ÁGÚST 1997 Leigumorðinginn „Vinir eru ekki það sem þeir voru hér áður fyrr,“ er orðatiltæki sem stundum heyrist og segja má að það hafi átt við vissa persónu sem kemur við sögu í frásögninni hér á eftir en þó ef til vill i dálítið öðrum skilningi en ætla mætti. Aðalper- sóna sögunnar er Englendingurinn Alan Bainbridge, myndarlegur mað- ur sem átti það til að heilla konur og það var einmitt það sem kom allri atburðarásinni af stað. Hann var kvæntur og faðir en hafði kynnst ungri og efnaðri konu sem hann tók fram yfir konu sína, Jani- ne. Gallinn var bara sá að Janine vildi ekki veita honum skilnað, að minnsta kosti ekki fyrr en böm þeirra væru komin á legg og farin að geta séð fyrir sér sjálf. En það voru mörg ár í það og Alan vissi að unga konan sem hann vildi kvæn- ast, Angeline Payne, myndi ekki bíða svo lengi. Spjall í garðinum Alan og Janine áttu garð við hús- ið sem þau bjuggu í. Hann var stundum í honum við garðyrkju og Alan Bainbridge. þá lenti hann gjaman á spjalli við nágranna sinn, Derek Ray, sem sinnti garði sínum af alúð. Það fór ætíð vel á með þeim og þeir ræddu um alla heima og geima. Konur bar þvi stundum á góma og fannst Alan ekki úr vegi að segja Derek frá því að hann hefði kynnst ungri konu, Angeline, dóttur efnaðs landeig- anda, og hefði mikinn áhuga á að kvænast henni. Derek hlustaði með athygli á ná- granna sinn, ekki sist þegar þar kom í frásögninni er Alan tók að lýsa vanda sínum vegna þeirrar af- stöðu Janine að vilja ekki veita hon- um skilnað. í huga Dereks táknaði það að Alan hefði aðeins um tvennt að velja. Annað hvort yrði hann að halda áfram að hitta ástkonuna á laun ellegar hann yrði að hætta að vera með henni. En Alan hafði þriðju leiðina í huga. Hann hugðist stytta konu sinni aldur til að geta kvænst Angeline. Og i raun var það kostur sem sumir hefðu talið líklegt að Alan myndi velja því hann var þekktur fyrir eigingimi. Hann hugsaöi yfirleitt ailtaf um sjálfan sig á undan öðrum. Og þar eð hann treysti Derek trúði hann honum fyr- ir því að hann hygðist koma Janine fyrir kattamef. Vangaveltur Alan sagði Derek að sér hefði komið í hug að láta Janine lenda í umferðarslysi. Hann vissi um veg- arspotta sem yrði oft mjög háll í frosti á vetrum. Gallinn væri aftur sá að erfitt væri að sjá fyrir hvem- ig færi í slysi af þessu tagi. Hann vildi taka að sér að myrða hana. Það myndi þó kosta að minnsta kosti jafnvirði þeirrar milljónar króna sem Alan hafði boðið honum fyrir að myrða Janine. Þetta leist Alan vel á. Derek kemur á sam- bandinu Vika leið nú frá samtali þeirra Al- ans og Dereks i garðinum. Alan var Gatan sem verður stundum hættuleg í hálku á vetrum. yrði sjálfur að vera í bílnum til að tryggja að af því yrði en hann gæti þó ekki verið viss um að meiðast ekki sjálfur. Því væri þetta slæmur kostur og þess vegna hefði hann val- ið annan kost. Og það væri ástæðan til þess að hann væri nú að ræða þetta mál. Derek leit rólega á Alan og beið þess sem nú kæmi. „Það er aðeins um éinn kost að ræða,“ sagði Alan. „Ég verð að láta myrða Janine. Getur þú ekki hjálp- að mér við það? Til hvers em vinir ef þeir geta ekki gert manni greiða?" Alan vék nú að því að Derek væri í heimavamarliðinu og góð skytta. Vildi hann ekki taka að sér að skjóta Janine? Derek svaraði því til að rétt væri að hann væri vanur skotvopnum en hann hefði þó aldrei skotið á neitt lifandi. Þar að auki þekkti hann Janine allt of vel til þess að geta banað henni. En þótt hann gæti ekki komið henni fýrir kattanef sjálfur gæti hann aðstoðað Alan við að koma henni úr þessum heimi. Hann skyldi fmna mann sem Angeline Payne gengur úr réttar- salnum. þess fullviss að Derek myndi standa við orð sín og var því reiðubúinn að taka upp þráðinn þegar maður nokkur hringdi til hans og hað um að hitta hann því hann hefði átt samtal við vin hans, Derek. Maður- inn, sem sagðist heita Jack Wilkin- son, lagði til að þeir ræddust við í bíl á fáfómum sveitavegi allangt frá heimabæ Alans, Witham. Mennirnir tveir hittust á um- ræddum stað. Jack Wilkinson hóf samtcdið með því að segja að Derek Ray hefði sagt sér að leysa þyrfti ákveðið vandamál. Það kvaðst hann gjarnan vilja gera en hann þyrfti þó að heyra meira áður en hann gæti tekið endanlega afstöðu. Alan virti manninn fyrir sér um hríð. Leigumorðinginn var hörku- legur í útliti og svipurinn lýsti grimmd. Líklega væri þetta því kjörinn maður til að myrða Janine án tafar og á þann hátt að ekkert kæmist upp. „Líklega þarftu að vita hvernig konan lítur út,“ sagði Álan og tók upp mynd af konu sinni. „Þetta er hún,“ sagði hann. Svo fór hann að segja Wilkinson frá háttum og sið- um Jánine svo hann gæti gert sér grein fyrir því hvar og hvenær best myndi að ráða hana af dögum. Meg- ináhersluna lagði Alan þó á að verk- ið yröi ekki dregið á langinn því hann vildi helst ekki þurfa að hugsa of lengi um mál af þessu tagi. „í raun getm þú ekki gengið of fljótt til verks," sagði hann. Ekki á föstudegi Wilkinson tók vel eftir öllu sem Alan sagði og taldi lítil vandkvæði á að ganga fljótlega til verks. Alan spurði þá hvort hann vildi ekki fá að minnsta kosti hluta þóknunar- innar, jafnvirði umræddrar milljón- ar króna, fyrirfram. Reyndar gæti hann fengið allt féö strax ef hann vildi. „Ég er með það á mér,“ sagði hann, „því ég er búinn að taka það úr bankanum.“ „Það er óþarfi,“ sagði Wilkinson. „Mér liggur ekki á greiðslunni. Gerðu upp við mig þegar allt er af- staðið.“ Alan sagði að ekki myndi standa á fénu en sagðist aðeins vilja biðja um eitt. „Ég vil ekki að Janine verði ráöin af dögum á fóstudagi. Þá spila ég tennis með konunni sem ég ætla að kvænast og ég vil ekki eyðileggja ánægjuna af því með því að vera með hugann bundinn við þetta á meðan ég er á tennisvellinum." „Hafðu ekki áhyggjur af því,“ sagði Wilkinson. „En áður en við skiljum vil ég að- eins spyija þig að einu. Ertu ekki al- veg ákveðinn í að láta myrða konuna þína?“ Alan leit á mann- inn sem sat við hliðina á honum í bílnum. „Jú, það er ég, því annars get ég aldrei kvænst Angeline Payne.“ „Þá segjmn við það,“ sagði Wilkin- son. „Tökumst þá í hendur upp á það.“ Alan Bainbridge íhugaði í nokkur augnablik hvers vegna leigumorð- ingi vildi taka í hönd hans á fáfom- um sveitavegi eftir samtal sem þetta en rétti þó fram höndina. En Jack Wilkinson tók ekki í hana. Þess í stað skellti hann hand- jámum um úlnlið hans. „Hver fjárinn?" hrópaði Alan þegar hann sá hvað gerst hafði. Svo gerði hann örvæntingar- fullar tilraunir til að losa sig úr járn- unum en án árang- urs. Og um leið sá hann Wilkinson skella hinum enda járnanna um eigin úlnlið. Þeir yrðu ekki skildir aö fyrr en lykli yrði stung- ið í þau og Alan Bainbridge var ljóst hvar það myndi gerast. „Ég er Jack Wilkinson, fulltrúi hjá rannsóknarlögreglunni," sagði maðurinn sem hafði gefið sig út fyr- ir að vera leigumorðingi. „Og ég handtek þig fyrir að skipuleggja morðið á konunni þinni.“ Alan reyndi ekki að veita frekari mótspymu. Hann sá að það yrði ekki til neins. Hann var færður í gæsluvarðhald og nokkm síðar var gefin út á hendur honum ákæra. Þá hafði hann fengið skýringu á því sem gerst hafði. Janine Bainbridge. ust. Og sú upptaka var leikin í rétt- inum. Þótti kaldrifjuð framkoma Al- ans Bainbridge með nokkmm ólík- indum og lét dómarinn orð um það falla. Einkum vakti það athygli þeg- ar Bainbridge bað Wilkinson mn að myrða Janine ekki á fostudegi svo hann gæti haft hugann óskiptan við tennisleikinn með konunni sem hann ætlaði sér að kvænast. „Þú ert einhver kaldrifjaðasti maður sem ég hef nokkru sinni séð,“ sagði dómarinn, „og þess vegna sendi ég þig þangað sem þú Sveitavegurinn. Derek Ray, sem hafði tekið svo vel í að hjálpa honum við að ryöja Janine úr vegi, hafði í raun orðið skelfingu lostinn þegar hann heyrði hvað Alan hafði í huga. Honum tókst þó að leyna hinum sönnu til- finningum sínum og ákvað að gera sitt til þess að koma i veg fyrir að grannkona hans yrði myrt og böm þeirra Bainbridges-hjóna gerð móð- urlaus. Derek hélt því beint til lög- reglunnar eftir að hafa heitið aðstoð sinni. Og Jack Wilkinson fulltrúi sagðist myndu sjá um framhaldið. Fyrir rétti Wilkinson hafði gert upptöku af öllu sem þeim Alan hafði farið á milli í bílnum kvöldið sem þeir hitt- átt að vera, en þar geturðu íhugað það sem þú hafðir í huga ótruflaður. Þar gefst ekkert tækifæri til að leika tennis." Alan Bainbridge var færður úr réttarsalnum strax eftir að réttar- höldunum lauk og skömmu síð;.r var hann kominn í Dartmoor-fang- elsið á Suðvestur-Englandi sem hef- ur lengi þótt heldur óæskilegur dvalarstaður. Þegar Jack Wilkinson fulltrúi gekk úr dómhúsinu umkringdu blaðamenn og ljósmyndarar hann. Hann neitaði hins vegar um mynda- töku, og sagði: „Mynd fáið þið ekki að taka. Ég vil ekki auglýsa útlit mitt því það er aldrei að vita nema maður þurfi að bregða sér í gervi leigumorðingja á nýjan leik.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.