Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1997, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1997, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 13 dv Fréttir Teiknimynd um Snorra: Athyglisverð hugmynd - segir talsmaður Walt Disney „Þetta er vissulega athyglisverð hugmynd frá forseta íslands. Ég get nú lítið tjáð mig um þessa hugmynd að svo stöddu. Það getur vel verið að þetta verði rætt á stjómarfundi fyr- irtækisins eins og margar góðar hug- myndir sem okkur berast," sagði Terry Curton, einn af talsmönnum Walt Disney, kvikmyndafyrirtæks- ins í Bandaríkjunum, aðspurður um hugmynd Ólafs Ragnars Grímssonar forseta um að gera mynd í Pocahont- as-stíl um Snorra Þorfinnsson. Snorri var fyrsta bamið af evróskum ættum sem fæddist í Vesturheimi. Talsmaður Walt Disney-kvik- myndarisans, sem gerði Pocahont- as, kvaðst ekki hafa heyrt af þessari hugmynd forseta íslands. Ólafur Ragnar bar, sem kunnugt er, hug- mynd sína upp i ræðu sinni í Natio- nal Press Club í Washington í sið- ustu viku. -RR Ríkissáttasemjari: Sextán kjara- samningum ólokið Þótt ríkissáttasemjari og hans fólk sé búiö að vera á fullu viö að stýra kjarasamningagerð í landinu síðan um áramót er enn ólokið gerð 16 kjarasamninga. Þar er um að ræða kjarasamninga við lögregliunenn, þroskaþjálfa, bókasafhsfræðinga, sjúkraliða, leik- skólakennara, flugumferðarstjóra, vélstjóra, sjómenn, bæði undirmenn og yfirmenn, tollverði, Verkalýðsfé- lag Ólafsfjarðar vegna einnar áhafn- ar, verkfræðinga á Keflavíkurflug- velli, lausir endar hjá Samiðn, verk- fræðinga hjá Pósti og síma, Þór á Selfossi vegna Sólheima og ASV vegna sjómanna. -S.dór 3,7% atvinnu- leysi í júní Tæplega 39 þúsund dagar voru skráðir hjá körlum en rúmlega 72 þúsund dagar hjá konum. Skráðum atvinnuleysisdögum hefur fækkað um rúmlega 14 þúsund frá mánuð- inum á undan en aukist um tæplega 4 þúsund frá júnímánuði 1996. Atvinuleysisdagarnir í júní síð- astliönum jafngilda því að 5128 manns hafi að meðaltali verið á at- vinnuleysisskrá í mánuðinum. Mannafli á vinnumarkaöinum i júní er áætlaöur 140.320 manns. -RR Skot í Smugunni DV, Akureyri: „Viö erum ails ekki orðnir neitt órólegir og erum rétt að byrja. Framundan er ágústmánuður sem er bjartur og góður mánuður og við vonum bara að það rætist betur úr þessu,“ segir Sigurður Jónsson, skipstjóri á Hrafni Sveinbjamar- syni frá Grindavík, einum þriggja togara frá íslandi sem eru að veið- um í Smugunni þessa dagana. „Við erum búnir að vera hér síð- an á þriðjudag í síðustu viku og þetta er líflegra en í fyrra en þá var reyndar algjör. dauði hér. Um helg- ina kom ágæíí skot, þá vorum við að fá 3-4 tonn eftir 6-7 tíma tog, en annars hefur þetta verið 1-1,5 tonn á sama togtíma. Það hefúr ekki ver- ið annað að sjá en að nægjanlegt æti sé í sjónum og þaö er alls ekki sá sjávarkuldi sem Norömenn sögðu að yrði hér. Auk Hrafns Sveinbjamarsonar em í Smugunni Orri frá ísafirði og Stakfeilið frá Þórshöfh og nokkrir aðrir togarar munu vera á leiðinni. -gk Borgapferðir Heimsferða London Verðkr. 19.990,- Flugsæti út á mánudegi, heim á fimmtudegi, ef bókað er fyrir l.sept. Verðkr. 24.990,- M.v. 2 í herbergi, Crofton Hotel, mánudagur til fimmtudags ef bókað er fyrir 1 .sept Verðkr. 29.990,- F Verðlrá 19.900 í októben og nóvemben Heimsferðir bjóða nú bein flug í október og nóvember til Parísar og London, þar sem þú getur notið hins besta í þessum vinsælustu borgum Evrópu fyrir lægra verð en nokkru sinni fyrr. Hvort sem þú vilt aðeins kaupa flugsæti eða velur eitthvert af okkar vinsælustu hótelum þá færð þú spennandi borgarrispu á frábæru verði og nýtur þjónustu íslenskra fararstjóra „ allan tímann. Bókaðu strax og tryggðu þér SCnd^n borgarferð. 4.000 kr. afsláttur - ef þú bókar strax Fyrstu 300 farþegarnir geta tryggt sér 4000.- kr. afslátt fyrir manninn í borgarrispu ífá mánudegi til fimmtudags. Gististaðir Heimsferða eru sérvaldir og allir vel staðsettir. París Verðkr. 19.900,- Flugsæti út á mánudegi, heim á fimmtudegi, efbókað er fyrir l.sept. Verðkr. 24.990,- M.v. 2 í herbergi, Hotel Paris - Roma, mánudagur til fimmtudags ef bókað er fyrir 1. sept Verðkr.29.890,- M.v. 2 í herbergi, Hotel París - Roma m. morgunmat, fimmtudagur til mánudags. * $ f§ > - ** ■ - - Austurstræti 17 • 101 Reykjavík • Sími 562 4600 • Fax 562 4601 I Hótel Heimsferða eru öll í hjarta Parísar. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.