Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1997, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1997, Blaðsíða 33
FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 49 DV______________________ Sigurvina Samúelsdóttir Sigurvina Samúelsdóttir, Vinsý, kaupmaður í Vörufelli á Hellu, Heiðvangi 4, Hellu, er sextug I dag. Starfsferill Vinsý fæddist á Bæ i Ámeshreppi en ólst upp á Seljanesi og Dröngum í sömu sveit. Hún hleypti heimdrag- anum 1955, starfaði við Sjúkrahúsið á ísafirði og siðar í Keflavík. Hún fór síðan til ráðskonustarfa í Rang- árvallasýslu 1958, en settist að á Hellu 1960 þar sem hún hefur átt heima síðan. Vinsý starfaði um árabil hjá Tjaldborg hf. á Hellu en 1982 keyptu þau hjónin fyrirtækið Vörufell, sem hún hefur starfrækt sfðan. Framan af var fyrirtækið heima hjá Vinsý en 1995 opnaði hún blóma- og gjafa- vöruverslunina Hjá Vinsý við Suð- urlandsveg. Fjölskylda Vinsý giftist 1962 Erlingi Guð- mundssyni, f. 17.9. 1939, vörubíls- stjóra á Hellu. Foreldrar hans voru Guðmundur Gíslason , bóndi á Uxa- hrygg I á Rangárvöllum, og k.h., Hólmfríður Magnúsdóttir húsfreyja. Dóttir Vinsýjar og Kjartans Jak- obssonar frá Reykjafirði, fósturdótt- ir Erlings, er Anna Kristín, f. 2.11. 1956, skrifstofustjóri Kjöríss í Hveragerði en maður hennar er Hafsteinn Hjaltason og eiga þau fjögur börn. Böm Vinsýjar og Erlings eru: Samúel Örn, f. 12.11.1959, íþrótta- fréttamaður RÚV, búsettur i Kópa- vogi, kvæntur Ástu B. Gunnlaugs- dóttur knattspymuþjálfara og eiga þau tvær dætur; Hólmfríður, f. 3.2. 1961, sjúkraþjálfari við Sjúkrahús Reykjavíkur, búsett í Kópavogi en maður hennar er Ásbjöm G. Guð- mundsson, sölumaður og vélvirki og eiga þau tvö böm; Margrét Katrín, f. 4.3. 1962, bankamaður og bókhaldari á Selfossi en maður hennar er Jónas Rafn Lilliendahl mjólkurfræðingur og eiga þau þrjá syni; Ingibjörg f. 18.1.1967, tónlistar- kennari á Hvolsvelli en maður hennar er Helgi Jens Arnarson frá Hvolsvelli og eiga þau tvær dætur. Alsystkini Vinsýjar eru Þorbjörg Samúelsdóttir, f. 6.3. 1934, starfs- maður Hrafnistu í Hafnarflrði; Ágústa Samúelsdóttir, f. 23.4. 1935, starfsmaður Hrafnistu í Hafnarfirði; Bjamveig Samúelsdóttir, f. 4.7. 1940, fiskverkakona í Bolungarvík; Selma Samúelsdóttir, f. 20.1.1942, bóndi í Steinstúni i Norðurfirði. Hálfsystkini Vinsýjar; sam- mæðra, era Jón Kristinssón, f. 19.12. 1944, vélfræðingur í Reykja- vík; Sveinn Kristinsson, f. 4.9. 1946, kennari og bæjarfulltrúi á Akranesi; Sólveig Stefanía Kristins- dóttir, f. 9.5. 1948, hjúkr- unarfræðingur og ljós- móðir á Akranesi; Am- grímur Kristinsson, f. 30.4. 1950, sjómaður í Bol- ungarvík; Elías Svavar Kristinsson, f. 8.7. 1951, stýrimaður á Akranesi; Guðmundur Óli Kristins- son, f. 2.10. 1952, trésmið- ur í Bolungarvík; Guðjón Stefán Kristinsson, f. 4.10. 1954, garðyrkjufræðingur að Sólheimum í Grímsnesi; Benjamín Kristinsson, f. 7.6. 1956, trésmiður Þorfinnsstöðum; Óskar Kristinsson, f. 20.03. 1958, stýrimáður á Akra- nesi. Foreldrar Vinsýjar voru Samúel Samúelsson, f. 4.12. 1907, d. 20.2. 1942, bóndi á Bæ í Árneshreppi, og k.h., Anna Guðjónsdóttir, f. 6.10. 1913, bóndi á Dröngum og Seljanesi. Fósturfaðir Sigurvinu er Kristinn Jónsson frá Seljanesi, f. 8.9. 1912, bóndi á Seljanesi og Dröngum. Ætt Systkini Samúels: Guðbjörn Þor- bergur; Þorbjörg; Ólafur Matthías, faðir Kristínar ljósmóður á Akranesi; Sigríður Guðrún, amma Sigrúnar Guðmundsdóttur mynd- höggvara; Herdís; Bjarn- veig Sigurborg; Hall- grímur Ámundi; Ósk; Kári, og Gunnvör Rósa, eiginkona Eiríks, bróður Önnu. Foreldrar Samú- els voru Samúel Hall- grimsson og Jóhanna S. Bjarnadóttir, í Skjaldar- bjarnarvík. Systkini Önnu voru Jónas smiður á ísafirði; Þorsteina, húsm. í Hnífsdal og á Akranesi, móðir séra Ingibergs J. Hannessonar, prófasts í Dölum; Guðmundur „Þari“, vélstjóri og hrefnuveiðimaður á ísafirði; Krist- ján á ísafirði, faðir Guðjóns Arnars skipstjóra og Jónu Valgerðar fv. alþm.; Eirikur á ísafirði, faðir Ey- vindar rithöfundar; Guðmundur Óli smiður á ísafirði, faðir Tryggva lög- fræðings og sigkappa; Pálina í Mun- aðarnesi, og Ingigerður, skólastýra á Staðarfelli. Auk Önnu em á lífi, Eiríkur og Pálina. Foreldrar Önnu vom Guðjón Kristjánsson og Anna Jónasdóttir í Skjaldarbjarnarvík. Vinsý býður til veislu á heimaslóð, laugardaginn 16.8. n.k.. Ögmundur Jónsson Ögmundur Jónsson, bóndi að Vorsabæ við Hveragerði, er níræð- ur í dag. Starfsferill Ögmundur fæddist að Vorsabæ sem þá taldist til Ölfuss en er nú í Hveragerðishreppi. Hann ólst þar upp og hefúr átt þar heima alla tíð. Ögmundur nam við Bændaskól- ann á Hvanneyri veturinn 1935. Hann stundaði sjómennsku á togur- um í tiu vertíðir fram undir stríð, var fyrst á Earl Haig, síðan á Venusi hjá Þórami Olgeirssyni en lengst á Max Pemberton hjá Pétri Maack skipstjóra. Á sumrin vann Ögmundur á búi foreldra sinna að Vorsabæ. Hann stundaði sjálfur um- fangsmikla refarækt fyrir stríð og svínarækt á stríðsáranum. Ögmundur reisti bú að Friðar- stöðum hjá Hveragerði á fimmta áratugnum. Þar byggði hann ein- hver fyrstu gróðurhúsin sem risu á þeim slóðum. Síðar tók hann við bú- inu í Vorsabæ og hefur síðan búið þar hefð- bundnum búskap, með kýr, sauðfé og hænsn, en Sæmundur heitinn bróðir hans tók við garðyrkjubúinu að Frið- arstöðum. Ögmundur veiktist af berklum og lagðist inn á Vífilstaðahælið sumarið 1948. Hann var „höggv- inn“ sem kallað var 1950 á Kristnes- hælinu og átti meira og minna í þessari sjúkravist í þrjú til fjögur ár. Komst til furðanlega gróðrar heilsu á ný en hefur alla tíð síðan búið við skerta starfsorku. Fjölskylda Ögmundur kvæntist þann 17.5. 1956 Júdith Guðjónsson, fyrrv. sjúkraliða á NLFÍ. Júdith er f. 28.11. 1922 í Klakksvík í Færeyjum. Dóttir Marínós Guðjóns- sonar sjómanns frá Búa- stöðum í Vopnafirði og k.h., Aime Marie fædd Joensen. Júdith kom aö Vorsabæ 1947 ásamt dóttur sinni, Hjördísi Hjaltadóttur, f. 19.9. 1945. Börn Hjördísar og fyrrv. manns hennar, Svavars Sigurðssonar, era íris Júdith, f. 3.10. 1967, unnusti hennar Kristján Karl Gunnarsson; Ninna Sif, f. 20.4. 1975. Böm Ögmundar og Júdithar eru Sólveig Diðrika, f. 30.12. 1948, gift Bjama Frímanni Karlssyni, börn þeirra eru Ögmundur, f. 24.1. 1974, Bjami Frímann, f. 26.8. 1989, Karl Jóhann, f. 20.7. 1991; Anna María, f. 12.7.1956, gift Guðmundi Gylfa Guð- mundssyni, börn þeirra Arndís Jóna, f. 5.7. 1989, Kristín Anna, f. 16.5. 1993; Jón, f. 12.7. 1956, maki hans Guðrún Sigurðardóttir. Þeirra böm Ögmundur, f. 5.10. 1979, Þor- bjöm, f. 10.3. 1984. Systkini Ögmundar í Vorsabæ voru tólf talsins. Þrjú þeirra em enn á lífi. Auk Ögmundar eru það Þórður, f. 1901, bóndi i Sölvholti í Flóa, og Guðrún, f. 1904, bjó lengst af að Lágafelli við Hveragerði. Foreldrar Ögmundar voru Jón Ögmundsson, f. 19.7. 1874, d. 15.1. 1964, bóndi að Vorsabæ, og k.h., Sól- veig Diðrika Nikulásdóttir, f. 13.6. 1875, d. 13.3. 1958, húsfreyja. Ögmundur verður heima á af- mælisdaginn. Heitt verður á könn- unni hjá þeim hjónum á milli klukkan 17 og 20. Ögmundur Jónsson. Halldór Sigurður Sigdórsson Halldór Sigurður Sigdórsson framreiðslumaður, Smáratúni 33, Keflavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Halldór fæddist í Neskaupstað og ólst þar upp til níu ára aldurs en flutti þá til Reykjavíkur. Hann lauk gagnfræðaprófi frá sjóvinnudeild verknáms Lindargötuskólann 1964, stundaði nám í framreiðslu i Súlnasal Hótel Sögu 1966-69 er hann lauk sveinsprófi í þeirri grein. Halldór var framreiðslumaður á Hótel Sögu 1969-91, þar af veitingastjóri í Grillinu frá 1974, yfirþjónn í Perlunni 1991-94 og hefur verið veitingastjóri við Flug- hótelið 1994. í Keflavík frá Halldór Siguröur Sigdórsson. við Fjölskylda Halldór kvæntist 23.11. 1969 Mörtu Katrínu Sigurðardóttur, f. 23.11. 1949, skrifstofumanni. Hún er dóttir Sigurðar Brynjólfssonar, bílamálarameistara í Reykjavík, og Ingibjargar Markúsdóttur húsmóður. Böm Halldórs og Mörtu Katrínar eru Sigurður Brynjar Halldórsson, f. 13.3. 1968, lögfræðingur hjá VIS en kona hans er Anna Einarsdóttir félagsráðgjafi; Þórey íris Halldórsdóttir, f. 12.5. 1971, framreiðslumaður við Hótel ísland, búsett í Reykjavík en maður hennar er Jakob Már Harðarson, framreiðslumaður og matreiðslumaður og eru börn þeirra Marteinn Már, f. 4.10. 1993 og Margrét, f. 12.7.1997; Halldór Reynir Halldórsson, f. 29.4. 1984, nemi. Albróðir Halldórs er Ævar Sigdórsson, f. 27.12. 1951, vélstjóri í Mosfellsbæ. Hálfsystir Halldórs, samfeðra, er Elín Þuríður Sigdórsdóttir, f. 11.6. 1962, d. í bílslysi 27.11. 1992. Hálfbræður Halldórs, sammæðra, eru Rúnar Vífill Arnarson, f. 19.10. 1956, bifreiðastjóri í Keflavík; ísar Guðni Arnarson, f. 15.12. 1957, verslunarmaður í Reykjavík. Foreldrar Halldórs eru Sigdór Sigurðsson, f. 25.8.1921, stýrimaður, og Hildur Þórlindsdóttir, f. 25.2. 1927, húsmóðir. Ætt Sigdór er sonur Sigurðar, skipstjóra í Neskaupstað, hálibróður, samfeðra, Arnfinns, skólastjóra Austurbæjarskólans, föður Róberts leikara. Sigurður var sonur Jóns, b. á Hryggstekk, kennara og verkstjóra á Eskifirði ísleifssonar, b. á Sómastöðum og í Tunguhaga á Völlum Jónssonar, b. á Arnhólsstöðum í Skriðdal Finnbogasonar. Móðir ísleifs var Kristin ísleifsdóttir, systir Bergþóru, langömmu Gunnars Gunnarssonar skálds, og Bergljótar, langömmu Sigurðar Sveinssonar handboltakappa. Móðir Jóns var Pálína, systir Bjargar, langömmu Eyþórs Einarssonar. Pálína var dóttir Jóns, b. á Sómastöðum, bróður Guðrúnar, langömmu séra Sigfinns Þorleifssonar. Móðir Sigurðar var Sigríður Ámadóttir. Móðir Sigdórs var Halldóra Sigurðardóttir frá Krossi í Mjóafirði. Foreldrar Hildar vom Þórlindur Jóhannsson, b. í Hvammi í Fáskrúðsfirði, og Guðlaug Magnúsdóttir frá Eyjólfsstöðum í Fossárdal í Berufirði. Afmæli Til hamingju með afmælið 1. ágúst 85 ára Óskar Valdimarsson, Jökulgranni 20, Reykjavík. Una Vigfúsdóttir, Bakkastíg 9 B, Eskifirði. Ágústína Elíasdóttir, Jökulgrunni 1, Reykjavík. 80 ára Guðnin Meyvantsdóttir, Noröurgarði 19, Keflavík. Ingveldur Hannesdóttir, Skúlagötu 80, Reykjavik. Jóna Kristjánsdóttir, Skálagerði 5, Reykjavík. 75 ára Friðrik Ámi Kristjánsson, Túngötu 23, Tálknafirði. 70 ára Guðrún Þorgeirsdóttir, Keilufelli 33, Reykjavík. Sigurþór Júniusson, Grenilundi 8, Garðabæ. Ágúst Ólafsson, Heiðarvegi 61, Vestmannaeyjum. Sveinn Hjörleifsson, Höföavegi 2, Vestmannaeyjum. 60 ára Elisabet Jóna Ingólfsdóttir, Breiðuvik 24, Reykjavík. Hún býður ættingja og vini velkomna í kaffi í Hótel Borg- amesi á morgun, laugard. 2.8. milli kl. 15.00 og 18.00. Anna Þorbergsdóttir, Íshússtíg 5, Keflavík. 50 ára Agnar G. Árnason, Sogavegi 86, Reykjavík. Ólafur Ófeigsson, Fiskakvísl 24, Reykjavík. Ema María Lúðvígsdóttir, Garðastræti 14, Reykjavlk. Ólafur Eyjólfsson, Öldutúni 3, Hafnarfirði. Kjartan Gunnþórsson, Torfufelli 35, Reykjavík. Auður Magnúsdóttir, Efstahjcilla 21, Kópavogi. Sigurður Trausti Þórðarson, Garðhúsum, Garöi. Valdemar Gunnarsson, Hjaröarlundi 2, Akureyri. Sigursteinn Haraldur Hákonarson, Dalbraut 43, Akranesi. Ingi Heiðmar Jónsson, Hofi, Hraungerðishreppi. Margrét J. Gunnarsdóttir, Smáragrand 11, Sauðárkróki. 40 ára Ágúst Ingvarsson, Foldahrauni 29 I, Vestmannaeyjum. Ægir Magnússon, Sunnubraut 20, Akranesi. Sjöfh Sigurðardóttir, Hverabakka 2, Hranamannahreppi. Guðbjörg H. Sveinbjörnsdóttir, Smáragötu 32, Vestmannaeyjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.