Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 1
Engin takmörk Menntadagur iðnaðarins verður 22. febrúar 2006. Nánari upplýsingar og dagskrá á www.si.is Hófstilltur en innlifaður leikur Helga Braga Jónsdóttir vinnur eftirtekt- arverðan sigur í Hungri | Menning 33 Fasteignir | Messað í stofunni og buslað í Elliðaánum  Framtíðarbyggð á Húsavíkurhöfða Íþróttir | Jón Arnór ítalskur bikarmeistari  Chelsea í basli með Colchester DAVID Irving, breski rithöfundurinn um- deildi, kemur fyrir rétt í Austurríki í dag, ákærður fyrir að hafa brotið lög með því að afneita helförinni, útrýmingarherferð nas- ista gegn gyðingum. Fréttastofan AFP hafði eftir Fritz Plasser, austurrískum prófessor í stjórn- málafræði, að réttarhöldin hefðu „mikla táknræna þýðingu“ þar sem Austurríkis- menn vildu sýna umheiminum að land þeirra hefði gerbreyst frá nasistatíman- um, þegar það var hluti af veldi Adolfs Hitlers. Þar væri nú mönnum refsað fyrir „lygar um helförina“. Nokkrir af helstu andstæðingum Irv- ings hafa þó látið í ljósi andstöðu við rétt- arhöldin og sagt að þau geti gert hann að píslarvotti og kynt undir reiði þeirra sem saka Evrópuríki um hræsni þegar þau skírskoti til tjáningarfrelsis til að verja skopmyndir sem múslímar telja særandi, en fangelsi þá sem móðgi gyðinga. | 14 Deilt um réttarhöld yfir Irving 62 ÁRA gömul langamma í Kaliforníu ól heilbrigðan son á laugardag og varð ein af elstu mæðrum heims. Er þetta tólfta barn konunnar, sem heitir Janise Wulf og hefur verið blind frá fæðingu. Hún á nú 20 barnabörn og þrjú barnabarnabörn. Eiginmaður konunnar, Scott Wulf, 48 ára, heldur hér á nýfædda syninum sem var tíu merkur og tekinn með keis- araskurði.AP 62 ára langamma ól son STJÓRNVÖLD í París hétu því í gær að gera allt sem í valdi þeirra stæði til að hefta útbreiðslu fugla- flensu eftir að skýrt var frá fyrsta fuglaflensutilfellinu í Frakklandi. Staðfest var á laugardag að villt önd hefði drepist af völdum mann- skæðs afbrigðis fuglaflensuveir- unnar, H5N1, í miðausturhluta Frakklands. Stjórnvöld í París hafa vaxandi áhyggjur af efnahagslegum áhrif- um þess að neytendur í Frakk- landi og víðar hætti að kaupa ali- fuglakjöt vegna ótta við fuglaflensuna. Frakkar eru mestu kjúklingaframleiðendur í Evrópu og fjórðu mestu útflytjendur ali- fuglakjöts í heiminum. Í Frakk- landi eru alls um 200.000 ali- fuglabú sem framleiða um 900 milljónir fugla á ári. Landbúnaðarráðherrar ríkja Evrópusambandsins koma saman í dag til að ræða vandann sem steðj- ar að alifuglabúum. Útbreiðsla fuglaflensuveirunnar hefur orðið til þess að salan á alifuglakjöti hef- ur minnkað um 70% á Ítalíu, 40– 50% í Grikklandi og 15% í Frakk- landi þótt stjórnvöld hafi reynt að fullvissa almenning um að óhætt sé að borða fulleldað alifuglakjöt. Útflutningur Frakka á alifugla- kjöti hefur minnkað um 30%. Aukinn viðbúnaður í Bretlandi Ben Bradshaw, landbúnaðarráð- herra Bretlands, sagði að hættan á að fuglaflensan bærist þangað hefði aukist með útbreiðslu hennar til Frakklands og varnarviðbúnað- urinn hefði verið aukinn. Hann bætti þó við að fuglaflensa væri „ekki óhjákvæmileg“ í Bretlandi. John Reid, varnarmálaráðherra Bretlands, lagði áherslu á að engin ástæða væri fyrir Breta að fyllast skelfingu þar sem þarlend stjórn- völd hefðu gert allar þær ráðstaf- anir sem væru nauðsynlegar til að hefta útbreiðslu veikinnar. Óttast efnahagsleg áhrif fuglaflensu Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is Reuters Dauður svanur á eyjunni Rüggen. Gaza-borg. AFP. | Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, sagði í gær að palest- ínska heimastjórnin stæði frammi fyrir „alvarlegri fjárhagskreppu“ eftir að stjórnvöld í Ísrael samþykktu refsiaðgerð- ir gegn henni. Ísraelar ætla meðal annars að halda eft- ir tolltekjum sem þeir innheimta fyrir pal- estínsku heimastjórnina. Abbas staðfesti einnig að bandarísk stjórnvöld vildu að Palestínumenn skiluðu þeim styrk að and- virði 50 milljóna dollara, sem samsvarar 3,2 milljörðum króna, ef Hamas-hreyfing- in myndar nýja stjórn eftir sigur hennar í þingkosningum 25. janúar. Abbas bætti þó við að viðræðum yrði haldið áfram um mál- ið og bandarísk sendinefnd væri væntan- leg til Gaza-borgar á næstu dögum. | 14 Abbas varar við kreppu LOÐNUVERTÍÐIN er á síðasta snúningi og enn eftir að vinna mikið magn bæði fyrir Japani og Rússa. Loðnugangan hefur gengið hratt meðfram suðurströnd landsins og var út af Sandvík vestan við Reykjanesið í gærkvöldi. Loðnuskipin tóku í snatri sinn skammt og sigldu til löndunar í skyndi enda stuttur tími til stefnu til að hámarka verðmæti kvótans. Hljóðið er þungt í loðnusjó- mönnum sem eiga ekki orð yfir hvernig staðið er að kvótasetningu og rannsóknum. Engey RE 1 hefur fylgt loðnuflotanum, og var komin vestur fyrir Reykjanes þar sem Svanur RE 45, landaði í hann hæfilegum skömmtum af loðnu en um borð eru unnin 350 tonn af loðnu á sólarhring en stærri myndin er tekin úr Svani. Tveir Japanir voru um borð frá sitthvorum kaupandanum og skiptu þeir á milli sín förm- unum, en voru kröfuharðir ef gæði voru ekki í lagi. Þeir tóku kollhnís af ánægju vegna loðn- unnar sem þeir fengu um helgina þar sem hún er komin fast að hrygningu. Þórður Magnússon skipstjóri hefur stýrt Engey RE 1 frá því hún kom ný um mitt síðasta ár og gengið mjög vel með skipið. „Nú blasir við að loðnuvertíðinni ljúki um næstu helgi því loðnukvóti er að klárast og loðnan komin að hrygningu og því er sjálfhætt án þess að geta unnið upp í það sem kaupendur væntu frá Ís- lendingum á þessu ári,“ segir Þórður. Hrognataka gæti hafist í dag Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Loðnuveiðimenn efast um að vertíðin endist lengur en fram að næstu helgi ♦♦♦ Fasteignir og Íþróttir STOFNAÐ 1913 50. TBL. 94. ÁRG. MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.