Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Um- ræðan á morgun Málþing þjóðarinnar NÝ SKRIFSTOFA Versl- unarmannafélags Vestmannaeyja og Verslunarmannafélags Reykja- víkur var opnuð í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Samstarf félaganna hófst um síð- ustu áramót formlega og er stefnt að því að sameina félögin innan tveggja ára. Guðrún Erlingsdóttir, formaður Verslunarmannafélags Vest- mannaeyja, segir að með þessu verði aukin hagræðing og betri þjónusta fyrir starfsmenn. „Mér líst mjög vel á þessar breytingar en tíminn að und- anförnu hefur farið í flutningana og við verið að koma okkur fyrir. Þetta þýðir fjölbreyttari vinnu í skemmtilegu starfsumhverfi því við erum með aðgang að sérfræðingum á öllum sviðum. Þetta er meiri hóp- vinna og þar af leiðandi er maður ekki eins einangraður og það má segja að álagið dreifist meira,“ sagði Guðrún. Frá vinstri: Aðalheiður Björgvinsdóttir, stjórnarmaður í Verslunarmannafélagi Vestmannaeyja, Ásta Sigrún Gunnarsdóttir starfsmaður, Anna Sigrid Karlsdóttir, stjórn VFV, Guðrún Erlingsdóttir, formaður VFV og starfs- maður, Rósa Sveinsdóttir, ritari VFV, Sigurbjörg Kristín Óskarsdóttir, gjaldkeri VFV, Ingibjörg Finnbogadóttir, varaformaður VFV, og Sigrún Viktorsdóttir, starfsmannastjóri VR. Sameinast um skrifstofu í Eyjum LAGAFRUMVARP um breytingu á umferðarlögum, sem Sturla Böðvarsson samgönguráðherra mælti fyrir á Alþingi á miðviku- dag, skýtur styrkari lagastoðum undir nokkur atriði er varða eft- irlit vegna umferðarlagabrota. Þar er m.a. að finna úrræði til að fram- fylgja löggjöf um aksturs- og hvíldartímareglu bílstjóra á stórum atvinnubílum, aukið og ein- faldara eftirlit Vegagerðarinnar með akstri farmflutninga- og hóp- bíla og lagt er til að byggt verði undir lagaheimildir um bann við stjórnun ökutækis undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Samgönguráðherra sagði er hann mælti fyrir frumvarpinu að nauðsynlegt sé að tryggja að öku- menn í langkeyrslum stórra vöru- flutningabíla fái hæfilega hvíld. Reglur stuðli að hæfilegri hvíld og markmiðið sé að fækka umferð- arslysum. Reglur um aksturs- og hvíldartíma voru innleiddar hér- lendis 1995 og sagði ráðherra breytinguna nú gerða m.a. vegna þess að Hæstiréttur hefði sýknað mann af kröfu ákæruvaldsins fyrir brot á hvíldartímareglum. „Í þessu frumvarpi er að finna bættar verknaðarlýsingar og verða þannig refsiákvæði fyrir brot á þessum reglum virk,“ sagði ráðherra. Eðlilegt að kanna alla þætti Þá segir í frumvarpinu að eft- irlitsmönnum Vegagerðarinnar sé heimilt að stöðva akstur farmflutn- inga- og hópbifreiða hvenær sem er til að sinna eftirliti með akst- urs- og hvíldartíma ökumanna, stærð, heildarþyngd og ásþunga ökutækja og hleðslu, frágangi og merkingu farms. Ráðherra segir að eftirlit Vegagerðar verði gert markvissara en hann lagði áherslu á að það væri fyrst og fremst lög- reglan sem færi með löggæslu í landinu. „Það þykir eðlileg ráð- stöfun og hagkvæm að þegar á annað borð er búið að stöðva öku- tæki séu allir þættir er varða ör- yggi í umferðinni kannaðir en eft- irlitið miði ekki einungis að afmörkuðum þáttum eins og nú er,“ sagði samgönguráðherra er hann mælti fyrir frumvarpinu. „Það verður að teljast í það minnsta óeðlilegt að sú staða geti komið upp að eftirlitsmaður Vega- gerðarinnar geti staðið ökumann að broti á frágangi farms við hefð- bundið eftirlit með stærð, heild- arþyngd og ásþunga þess, en geti ekki gripið til aðgerða af slíku til- efni. Staðan er einmitt þessi í dag og er það algerlega óviðunandi að mínu mati,“ sagði Sturla Böðvars- son einnig og sagði það fásinnu að byggja ekki undir heimildir Vega- gerðarinnar til að hafa einnig eft- irlit með slíkum þáttum. Hann sagði einnig að vakni grunur um brot skuli ökumanni skylt að hlíta banni eftirlitsmanns um frekari för þar til lögregla komi á vettvang og að valdheimildir lögreglu muni eft- ir sem áður standa óbreyttar. Samkvæmt frumvarpinu kemur inn ný grein þar sem segir að eng- inn megi stjórna vélknúnu ökutæki ef hann er undir áhrifum ávana- og fíkniefna sem bönnuð eru á ís- lensku yfirráðasvæði. Þetta ákvæði tekur einnig til hjólreiða og hestamennsku. Um þetta ákvæði sagði ráðherra meðal ann- ars: Ný tækni við eftirlit „Lagt er til að dregin verði af- dráttarlaus lína varðandi akstur undir áhrifum ólöglegra efna eða lyfja, sem í daglegu tali teljast til hefðbundinna ávana- og fíkniefna. Greinist slík ólögleg efni í blóði ökumanns skal hann metinn óhæf- ur til stjórnunar ökutækis og refs- að með hliðsjón af því.“ Þá kom fram að það nýmæli sé sett fram að ökumanni sé að kröfu lögreglu skylt að láta í té munnvatnssýni þegar grunur leiki á að hann hafi gerst brotlegur við þessi lög. Sé þar á ferð ný tækni sem muni að líkindum koma til með að hafa veruleg áhrif til aukins árangurs við rannsókn umferðarlagabrota af þessum toga. Þá er í frumvarpinu gert ráð fyrir að umferðaröryggisgjald verði hækkað úr 200 krónum í 400 til að efla starf að umferðarörygg- ismálum. „Eðlilegt þykir að skjóta styrkari stoðum undir öflugt um- ferðaröryggisstarf og tryggja fjár- muni til þess til frambúðar,“ sagði ráðherra. Ýmsar breytingar í frumvarpi um breytt umferðarlög Ákveðnari ákvæði um eftirlit með hvíldartíma og hleðslu Morgunblaðið/Ómar FÉLAG ungra framsóknarmanna í Skagafirði segir inngöngu Íslands í Evrópusambandið ekki koma til greina á næsta kjörtímabili þar sem staða sambandsins sé veik. Þetta kemur fram í ályktun sem félagið sendi frá sér eftir aðalfund þess um helgina. Í ályktuninni áréttar félagið andstöðu sína við inngöngu Íslands í Evrópusambandið en segir þó aldrei megi loka á umræðuna um inngöngu sé ekki rétt að skoða málin nú með aðildarviðræðu í huga. Einnig var samþykkt ályktun á aðalfundinum þar sem félagið gefur núverandi meirihluta í Sveitarfé- laginu Skagafirði algjöra fall- einkunn í atvinnumálum sveitarfé- lagsins. Ungir framsóknarmenn vilja því leggja til stórsóknar í at- vinnumálum með því að hvetja ríkið til að flytja opinber störf í Skaga- fjörð, auka uppbyggingu á iðnaði í firðinum ásamt því að ýta undir áframhaldandi eflingu Hólaskóla og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Auk þess leggur Félag ungra fram- sóknarmanna í Skagafirði til að alls- herjar endurskoðun verði gerð á leikskólamálum í sveitarfélaginu. Segja þeir skort á leikskólaplássi og hækkun á leikskólagjöldum óvið- unandi og vilja þeir sjá uppbyggingu á leikskólaplássi í Skagafirði. Axel Kárason var endurkjörinn formaður á aðalfundinum, en aðrir í stjórn eru: Jóhannes Björn Þorleifs- son, Ingi Björn Árnason, Jón Kol- beinn Jónsson, Helgi Hrannar Traustason, Guðrún Sif Gísladóttir og Brynjar Helgi Magnússon. Deila ekki fram- tíðarsýn með forustunni TVEIR fólksbílar lentu harkalega saman á Breiðholtsbrúnni í Reykja- vík rétt fyrir klukkan tvö í fyrri- nótt. Tveir ungir farþegar úr öðr- um bílnum voru fluttir á slysadeild en þeir eru ekki taldir alvarlega slasaðir. Nokkur olía lak úr bíl- unum á brúna og þurfti að kalla til Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) til að hreinsa hana upp. Hreinsunarstarf tók um eina klukkustund, að sögn SHS. Harður árekstur á Breiðholtsbrúnni LOKA þurfti Hvalfjarðargöng- unum til skamms tíma eftir að tví- tugur ökumaður, sem grunaður er um ölvun, ók utan í veggklæðningu í göngunum um klukkan 1.40 í fyrrinótt. Bíllinn skemmdist nokk- uð og varð að flytja hann af vett- vangi með kranabíl. Lögreglan á Akranesi færði ökumanninn unga á lögreglustöð og tók úr honum blóð- sýni en að því loknu fékk hann að halda á brott. Ölvaður ökumað- ur tekinn í Hval- fjarðargöngum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.