Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 35
Sími - 551 9000 F U N Epískt meistarverk frá Ang Lee „... ástarsaga eins og þær gerast bestar - hreinskilin, margbrotin og tilfinningarík...“ eeeee L.I.B. - Topp5.is eeee L.I.B.Topp5.is eeee Ó.Ö.H. DV. eee S.V. Mbl. M YKKUR HENTAR **** 400 kr. í bíó * * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu TRANSAMERICA kl. 5.45, 8 og 10.15 B.i. 12 ára MRS HENDERSSON kl. 5.45, 8 og 10.15 WALK THE LINE kl. 6 og 9 B.i. 12 ára BROKEBACK MOUNTAIN kl. 6 B.i. 12 ára MEMOIRS OF A GEISHA kl. 9 Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára SVAkALEGUr SPENNUTrYLLIr ÞEGAr rÖÐIN kEMUr AÐ ÞÉr ÞÁ FLÝrÐU EkkI DAUÐANN Sýnd kl. 6 Ísl. tal - B.i. 10 ára eee DÖJ – kvikmyndir.com eee VJV Topp5.is Sýnd kl. 10 6tilnefningar tilóskarsverðlauna eee Kvikmyndir.com eee Rolling Stone eee Topp5.is Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára EIN ATHYGLIS- VERÐASTA MYND ÁRSINS ÞEIR BUÐU STJÓRNVÖLDUM BYRGINN, AÐEINS MEÐ SANNLEIKANN AÐ VOPNI 6tilnefningar til óskarsverðlaunaÞ.á.m. besta mynd, besti leikstjóri og besti leikari Margverðlaunuð gæðamynd frá leikstjóranum george Clooney sem hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda um allan heim. F U N Sýnd kl. 8 Sími 553 2075 • www.laugarasbio.is eeee Topp5.is MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 35 FLUG 19.900KR. + Bókaðu á www.icelandair.is ALLIR ÁFANGASTAÐIR Í EVRÓPU BOSNÍSKA kvikmyndin Grbavica, eftir Jasmilu Zbanic, fékk Gullbjörn- inn, aðalverðlaun kvikmyndahátíð- arinnar í Berlín, sem lauk um helgina. Myndin fjallar um líf tveggja kvenna, sem nauðgað var meðan á borgarastyrjöldinni stóð á Balkanskaga. „Ég vil nota tækifærið til að minna ykkur öll á, að borgarastríð- inu í Bosníu lauk fyrir 13 árum og stríðsglæpamennirnir Radovan Kar- adzic og Ratko Mladic eru enn frjálsir í Evrópu,“ sagði Zbanic þeg- ar hún tók við verðlaununum og vís- aði til fyrrum leiðtoga Bosníu-Serba og herstjóra hans. „Þeir hafa ekki verið handteknir fyrir að skipu- leggja að 20 þúsund konum í Bosníu var nauðgað, 100 þúsund manns voru drepnir og ein milljón rekin úr húsum sínum.“ Danski leikstjórinn Pernille Fischer Christensen fékk Silfurbjörninn fyrir myndina A Soap, sem fjallar um konu og kyn- skipting sem verða ástfangin. Mynd- in fékk einnig sérstök dómnefnd- arverðlaun. Þeir Michael Winterbottom og Mat Whitecross fengu leik- stjóraverðlaunin fyrir myndina The Road to Guantánamo, sem fjallar um tvo breska múslíma sem haldið var í fangabúðum Bandaríkjamanna á Kúbu. Þýsku leikararnir Sandra Hueller og Moritz Bleibtreu fengu leik- araverðlaun hátíðarinnar. Áður höfðu breski leikarinn Ian McKellen og pólski leikstjórinn Andrzej Wajda fengið sérstök heið- ursverðlaun fyrir ævistarf sitt. Bosnísk mynd fékk Gullbjörninn í Berlín Reuters Jasmila Zbanic með Gullbjörninn. FYRST spyr maður sig, því að gera framhaldsmynd klassískrar teikni- myndar? Getum við átt von á Mjall- hvít og dvergarnir sjö Part II., Þyrni- rós – Nývöknuð og hress, o.s.frv.? Ég ætla rétt að vona ekki. Gamla, góða Disney-myndin Bambi (‘42), er ein af sígildum perlum fyrirtækisins og sú nýja bætir engu við. Móðir Bamba litla féll fyrir drápstólum veiði- manna í frum- myndinni. Nú er pabbi hans, Skógarprinsinn, að kenna Bamba hvernig hann á að bera sig að í ríki sem hann erfir einn góðan veð- urdag. Bambi hefur ekki mikið sjálfs- álit og finnst sér ganga ósköp hægt að vinna virðingu föður síns. En það tekst undir lokin og allt er gott sem endar vel. Bambi II er ósköp meinlaus þroskasaga, ljómandi falleg fyrir aug- að því tölvugrafíkin er í anda gömlu handteikninganna. Myndin líður nokkurn veginn átakalaust hjá og hefði ekki sakað að fá dálítið meira krydd í tilveruna hans Bamba litla. Fyrir vikið er framhaldsmyndin öðru fremur borðleggjandi skemmtun litlu fólki, á leikskólastiginu. Tónlistin er ljúf og vel flutt af Mar- gréti Örnólfsdóttur o.fl. og leikradd- irnar eru sómasamlegar hjá unga fólkinu sem á flestar raddirnar. „Bambi II er ósköp meinlaus þroskasaga, ljómandi falleg fyrir augað því tölvugrafíkin er í anda gömlu handteikninganna,“ segir m.a. í dómnum. Bambi lærir að bjarga sér KVIKMYNDIR Sambíóin, Háskólabíó Leikstjóri: Brian Pimental.Teiknimynd með íslenskri raddsetningu undir stjórn Júlíusar Agnarssonar. Þýðandi: Margrét Örnólfsdóttir. Aðalleikraddir: Magnús Ragnarsson (Skógarprins), Bambi: Brynj- ar Helgi Sigurjónsson, Ugla: Arnar Jóns- son, Skellur: Steinn Hauser Magnússon, Blómi: Jón Stefánsson. 70 mín. Banda- ríkin 2006. Bambi II  Sæbjörn Valdimarsson HIN vinsæla Freestyle dans- keppni Tónabæjar fór fram síð- astliðið föstudagskvöld í Aust- urbæ, en var þetta í 26. skipti sem keppnin er haldin. Í ár tóku alls 25 atriði þátt, 18 hópatriði og 7 einstaklingsatriði. Heildarkepp- endur voru því rétt um 100, og þar af 3 piltar. Ragnheiður Steinunn Jóns- dóttir var kynnir kvöldsins og Birgitta Haukdal, sem jafnframt var í dómnefnd, afhenti Íslands- meistarabikarinn. Hópurinn Dazed and Confused varð Íslands- og Reykjavíkurmeist- ari í hópdansi en hann skipa; Erna, Kristín, Íris, Ragnheiður og Rut. Íslands- og Reykja- víkurmeistari í ein- staklingsdansi varð Linda Ósk Valdimars- dóttir. Fræ bikarinn í hóp- adansi hlutu Gylltu gyðj- urnar frá Selfossi en í honum eru: Gerður, Harpa, Sara, Jóhanna, Kristín, Andrea og Kar- en. Fræ bikar ein- staklinga fékk Birna Bolladóttir frá Akureyri. Fræ bikarinn er gefinn af Dagnýju Björk Péturs- dóttur, danskennara og formanni dómnefndar, til að efla dans- áhuga úti á landi. Ásamt Birgittu og Dagnýju sátu í dómnefnd; Leifur Eiríks- son breikari og meðlimur í 5th Element danshópnum, Hulda Hallsdóttir danskennari, Ingi- björg Róbertsdóttir danskennari og tveir fulltrúar frá ÍTR. Keppnin tókst vel í alla staði og var frábær stemning í Aust- urbæ enda fjöldi ungmenna sem fylgdist með keppninni. Dans | Dazed and Confused og Linda Ósk dönsuðu til sigurs Frábær stemning á Freestyle Stúlkurnar í Dazed and Confused urðu Íslandsmeist- arar í hópdansi á Freestyle- keppninni, enda sýndu þær frá- bæra danstakta. Linda Ósk Valdimarsdóttir, Ís- landsmeistari einstaklinga í Free- style, er einstaklega fótafim stúlka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.