Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í FEBRÚAR Yamaha píanó. Yamaha píanó og flyglar með og án SILENT búnaðar. Veldu gæði – veldu Yamaha! Samick píanó. Mest seldu píanó á Íslandi! Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný. Verð frá 357.000 kr. Goodway píanó. Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný. Verð frá 238.000 kr. 15 mán. Vaxtalausar greiðslur. Estonia flyglar. Handsmíðuð gæðahljóðfæri. Steinway & Sons Fyrir þá sem vilja aðeins það besta. Til sýnis í verslun okkar. H L J Ó Ð F Æ R A H Ú S I Ð Suðurlandsbraut 32 • 108 Reykjavík • 591 5350 Menn hafa reynt ýmsaraðferðir aðrar en lyf,“segir Pétur Lúðvígs-son barnataugalæknir um það hvernig hægt er að hafa hemil á einkennum Tourette án lyfjagjafar. „Það hefur oft verið gert með ágætum árangri. Þar er númer eitt að læra að slaka á.“ Pétur segir að þjálfun, þ.e. æfingar og ástundun íþrótta, hjálpi til. „Þetta er vel þekkt sem aðferð til þess að draga úr kækjunum.“ Hann segir þó að líkamsrækt sé ekki lækning í sjálfu sér. „Eftir sem áður er viðkomandi með sinn erfðagalla sem veldur sjúkdómn- um, en einkennin minnka eða hverfa jafnvel í mislangan tíma.“ Sjúkdómurinn er þess eðlis að ein- kennin eru breytileg. „Það kannast allir við sem hafa Tourette- heilkenni að einkennin eru lang- verst undir álagi eða streitu. Hjá krökkum getur það verið til- hlökkun eða jákvæð spenna. Svo dregur úr einkennunum þegar allt verður rólegra.“ Einkennin geta svo legið niðri vikum og jafnvel mánuðum saman. Ekki hættuleg lífi eða heilsu Fyrstu viðbrögð og mikilvægasti þátturinn þegar Tourette- sjúkdómurinn er greindur er að upplýsa fólk um hvað sjúkdóm- urinn snýst. „Það er kannski of djúpt í árinni tekið að kalla þetta sjúkdóm. Það má kalla þetta kvilla því að hjá langflestum sem hafa Tourette eru einkennin tiltölulega væg. Tourette-einkenni eru ekki hættuleg lífi eða heilsu. Hins vegar eru heilmikil félagsleg áhrif. Kæk- irnir geta truflað umhverfið heil- mikið.“ Pétur segir að flestir, milli 70 og 80%, sem uppfylla alþjóðleg greiningarskilyrði Tourette, séu með það væg einkenni að þau trufli lítið daglegt líf og þeir geti haldið þeim niðri sjálfir í ákveðinn tíma. „Það er vel þekkt með krakka í skóla að þau haldi í sér kækjunum í tímum. Svo fara þau í frímínútum og læsa sig inni, t.d. á klósettinu, og losa sig þá við þessa spennu sem það veldur að halda þeim niðri.“ Einn af hverjum fimm er með kröftugri einkenni. „Þá duga þess- ar aðferðir ekki eins vel.“ Pétur segir að kækirnir og hljóð- in sem fylgja Tourette séu sjaldn- ast aðalvandamálið. „Aðalvandinn er oft þessir fylgifiskar, sem eru t.d. athyglisbrestur og ofvirkni hjá krökkum, eirðarleysi og stundum sértækir námsörðugleikar eins og það er kallað. Það er annað orð yf- ir t.d. lesblindu, bara víðtækara, og svo áráttur og þráhyggja sem get- ur verið mjög truflandi og mikið vandamál, sérstaklega hjá ungling- um og fullorðnu fólki.“ Jákvæðar hliðar Einkenni Tourette geta minnkað með aldrinum, að sögn Péturs. „Tourette-einkennin sjálf hafa til- hneigingu til að minnka með aldr- inum. Verða viðráðanlegri. Það er stundum talað um þrjú tímabil Tourette. Á forskólaárunum eru svokölluð misþroskaeinkenni, þ.e.a.s. einbeitingarskortur, hegð- unarerfiðleikar, svefntruflanir og þess háttar, mest áberandi. Á skólaaldrinum, frá sex til tólf– fjórtán ára, eru kækirnir mest áberandi og stundum eru erf- iðleikar með nám, en á unglingsár- unum eru það árátturnar og þrá- hyggjan.“ Pétur segir að Tourette- einkennin geti líka haft jákvæðar hliðar. „Þeir, sem geta beislað dugnaðinn og kraftinn, eru oft fólk sem er framarlega í lífinu,“ segir hann og nefnir sem dæmi að marg- ir kannist við kenninguna um að Mozart hafi verið með Tourette. „Margir íþróttamenn og jafnvel skurðlæknar eru með Tourette. Markmaðurinn hjá United, Tim Howard, er t.d. yfirlýstur „tour- ettari“,“ segir Pétur Lúðvígsson að lokum.  HEILSA | Er hægt að halda niðri einkennum Tourette án þess að grípa þurfi til lyfjagjafar? Íþróttamenn og skurðlæknar með Tourette Morgunblaðið/RAX Pétur Lúðvígsson segir að 70–80% þeirra sem uppfylla alþjóðleg greining- arskilyrði Tourette séu með það væg einkenni að þau trufli lítið daglegt líf. Tourette-heilkennið er þess eðlis að þeir sem það bera hreyfa sig stundum ósjálfrátt og gefa frá sér óvænt hljóð. Sigrúnu Ásmundar lék forvitni á að vita meira um Tourette og bað Pétur Lúðvígsson barnatauga- lækni að segja frá. TOURETTE-HEILKENNI stafar af boðefnamis- flæði í miðtaugakerfi heilans. Sýnileg einkenni eru ýmiskonar ósjálfráðar hreyfingar og ósjálfráð hljóð, þ.e.a.s. margskonar „kækir“. Um er að ræða fastmótaðar, tilgangslausar og skyndilegar hreyf- ingar og hljóð. Fyrstu einkenni eru yfirleitt kippir í andliti, þ.e.a.s. ákaft augndepl, grettur og höfuðrykkir. Einkennin færast gjarnan niður í hálsinn, axlirnar og búkinn og kippir í höndum eða fótum verða dæmigerðir. Hljóðkækir koma nokkru síðar. Í byrj- un eru hljóðin oft „eðlileg“, nefsog og ræskingar, en þróast síðan út í annarskonar hljóð og upphróp- anir. Hvað er Tourette? www.tourette.is  Á forskólaárum eru algengust misþroskaeinkenni; einbeitingar- skortur, hegðunarerfiðleikar og svefntruflanir.  Frá sex til fjórtán ára eru kækir mest áberandi og stundum náms- örðugleikar.  Á unglingsárunum eru það árátturnar og þráhyggjan sem taka völdin. Þrjú tímabil Tourette „ÉG VEIT um tvítugan strák sem hefur verið í æfingaprógrammi í um þrjú ár. Hann er miklu betri ef hann stundar æfingar,“ segir Sigrún Gunnarsdóttir, formaður Tourette- samtakanna á Íslandi. „Annað dæmi þekki ég af strák sem fór til einkaþjálfara og sá náði miklum árangri, bæði í líkamsræktinni og í skóla og hefur náð að halda einkennunum mikið niðri án þess að nota lyf.“ Þekkt er að þyngdaraukning fylgi í kjölfarið á lyfjameð- ferð við Tourette. Á ráðstefnu sem Sigrún fór á í Bretlandi stigu tveir ungir menn fram og sögðu sögu sína. „Þeir stóðu upp og sögðu frá bættri líðan sinni við það að stunda golf og fótbolta.“ Hún segir að nógu mikil og reglubundin þjálfun virðist skipta meira máli fyrir þá sem eru með Tourette en aðra. Ástundun íþrótta hjálpar Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.