Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 27
hvarflaði aldrei annað að henni en að hennar skoðanir og venjur væru virtar. Venjur sem í nútímaveröld hraða og græðgi kallast á stundum kenjar eða að vera sérvitur. Mýsnar í Skaftafelli áttu hauk í horni þar sem voru þær systur, Steina og Áslaug. Þegar heimilis- fólkið gerði allt til að losna við óværuna settu þær ostbita á víð og dreif um húsið og skemmtu sér við að fylgjast með músunum næra sig. Eftir eina af ótal gönguferðum þeirra eftir hitaveitustokkunum í Öskjuhlíðinni komu þær heim al- veg miður sín. Höfðu næstum sest ofan á músahreiður. Í sumarfríunum í Svíþjóð hafði Steinunn ærin starfa við að bjarga ávöxtum sem hrundu af trjánum og niður á jörð. Hún raðaði ávöxtun- um á allar gluggasyllur í húsinu, beið eftir að þeir þroskuðust í sól- inni og borðaði þá síðan. Steinu fannst alltaf meira koma til kvenna en karla. Hún dáðist að dugnaði kvennanna í kringum sig en fussaði yfir vitleysunni sem karlarnir flæktu sig í. Hún fór alla tíð sínu fram og var sjálfri sér samkvæm fram í andlát- ið. Ákvað sjálf einn daginn að þetta væri orðið gott og kominn tími til að kveðja. Ef til vill fékk hún hugmyndina úr bók Simone De Beauvoir, A Very Easy Death. Um tíma leit þó út fyrir að Steina hefði farið fram úr sjálfri sér og að þetta væri ekki ákvörðun á hennar valdi. Henni fannst dauðinn láta bíða heldur lengi eftir sér. Það var ekki af því hún hafði tekið ranga ákvörðun. Hafði bara steingleymt hvað hún hljóp mikið sem barn. Hún lá banaleguna heima hjá sér á Miklubrautinni í sömu íbúðinni og hún hafði búið í síðastliðin 60 ár. Undir það síðasta var hún orðin það máttfarin að hún var flutt á spítala. Í hennar huga voru spít- alar fyrir veikt fólk og þar vildi hún alls ekki vera. Enda staldraði hún stutt við, dró síðasta andar- dráttinn aðeins átta klukkustund- um síðar. Steina lifði með reisn og kvaddi með reisn. Elsku Steina, megi allar góðar vættir vaka yfir þér. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Birna Björg Berndsen. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 27 MINNINGAR Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi SIGURLIÐI JÓNASSON, Mýrarvegi 111, Akureyri, lést á hjúkrunarheimilinu Seli, fimmtudaginn 16. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, Jóna Aðalbjörnsdóttir, Eygló Sigurliðadóttir, Birgir Pálsson, Una Sigurliðadóttir, Þórir Haraldsson, Björn Sigurliðason, barnabörn og barnabarnabörn. Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORSTEINN S. SIGVALDASON, Hraunbrún 34, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 21. febrúar kl. 13.00. Guðleif K. Jóhannesdóttir, Viðar, Svavar og Ari Þorsteinssynir, Hildur Þorsteinsdóttir, Erlendur Halldórsson, barnabörn og barnabarnabarn. Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is 10-50% afsláttur TILBOÐ á legsteinum, fylgihlutum og uppsetningu Kæri vinur þú ert farinn og þín er sárt saknað. Víst er að það tjóar ekki að gráta örlögin, en allar góðu minningarnar um þig lifa áfram. Minningarnar eru margar ekki síst frá uppvaxtarárum okkar í Grafardal. Við vorum átta bræðra- börnin sem ólumst þar upp og í þeim hópi var oft gaman. Á meðal dýrmætra minninga frá þessum árum eru ógleymanlegu út- reiðatúrarnir sem þú og Þuríður systir mín stóðuð fyrir. Þá lá leiðin oftast upp í Skorradal eða að gömlu BÖÐVAR I. ÞORSTEINSSON ✝ Böðvar IngiÞorsteinsson fæddist í Grafardal 8. september 1936. Hann lést á sjúkra- húsi Akraness 2. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgríms- kirkju í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd 8. febrúar. reyniviðarhríslunni í Kornahlíðinni. Minnis- stæð er einnig ferð okkar austur að Hval- vatni til veiða. Við héldum að heiman í góðu veðri þrír saman þú, Bjarni bróðir þinn og ég. Þú varst elstur af okkur og barst þyngstu byrðarnar. Röggsamur farar- stjóri ferðarinnar þar sem við örkuðum móa og mýrar austur Botnsheiði enda gjör- kunnugur svæðinu. Við Hvalvatn vorum við í tjaldi í tvær nætur þar sem á okkur gerði rok og rigningu. Þó að veiðin sligaði okkur ekki á heimleiðinni og við værum blautir inn að beini, þá komum við heim þreyttir og sælir. Stutt er síðan ég fékk að njóta þess að fara með þér aftur um Botnsheiðina. Þá vorum við að leita eðalsteina og þær steinvölur vissir þú hvar var að finna líkt og annað sem á heiðinni er og bjóst þar að ferðum þínum um margra áratuga skeið við smalamennskur og grenja- leitir. Það síðasta sem við tókum til hendinni saman var í haust þegar þú komst fram í Grafardal og hjálpaðir mér að setja járn á vesturhlið íbúð- arhússins, sem þú byggðir fyrir rúm- um fjörutíu árum. Alltaf var ánægju- legt að koma til ykkar Ásrúnar að Þyrli á leið okkar Ólafíu í Grafardal- inn. Kæri frændi við finnum sárt til með Ásrúnu þinni og börnum ykkar í sorg þeirra og söknuði. Böðvar Jónsson, Grafardal. Hann Pétur bróðir minn er dáinn. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu hinn 9. janúar. Pétur var búinn að þjást af lang- varandi höfuðverkjaköstum sem lit- aði líf hans á allan hátt. Nú er hann frjáls frá öllum þessum kvölum og ég vona að hann hafi fundið frið. Aldurs- PÉTUR G. PÉTURSSON ✝ Pétur Guðberg-ur Pétursson fæddist í Reykjavík 27. maí 1944. Hann lést á heimili sínu 9. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 17. janúar. munur okkar bræðra var aðeins rúmt ár og við vorum alla tíð leik- félagar og vinir. Við vorum þrír bræðurnir. Ég eignaðist fjóra syni, Steindór bróðir eignaðist einn son og Pétur átti fjögur stjúpbörn. Síðan eign- aðist hann sitt eigið barn – kraftaverk. Það fæddist í heiminn fyrsta stúlkubarnið í þennan stóra karla- hóp, hún hlaut nafn móður okkar, Guðrún. Hún var ljósið í lífi hans og hans stóra ást, falleg ung kona sem nú hef- ur misst svo ákaflega mikið, hennar missir er meiri en nokkur orð fá lýst. Seinna, þegar börnin voru vaxin úr grasi, og við orðnir einir, þá urðu bræðraböndin aftur jafn sterk og þá áttum við okkar góðu stundir á Þing- völlum. Þessi staður var móðurlíf fjölskyldu okkar, þarna áttu þessi fimm systkini móður minnar sinn griðarstað og var oft glatt á hjalla. Í okkar barnæsku ólumst við öll sum- ur upp á Þingvöllum hjá okkar afa og ömmu sem voru í æsku okkar gleði. Afi var ótrúlegur maður, dugnaður- inn, eljan og trúfestan, allt í senn, sem gerði okkar æsku sterka og hún amma mín, Ásrún, var kletturinn í lífi okkar og hún tók öllum okkar uppátækjum með ótrúlegu æðru- leysi. Þingvellir voru okkar ham- ingjureitur, hlýðnir eða óhlýðnir. Ég man svo vel, minn kæri bróðir, þegar við fórum út á bát, brunuðum á vatn- inu og upplifðum hið algjöra frelsi, þá varst þú hamingjusamur og ég veit að þú ert frjáls frá öllum kvölum lífsins, minn kæri bróðir. Ég sakna þín, Einar Ásgeir. Gylfi er nú farinn héðan fyrir fullt og allt án þess að maður fengi tækifæri til að kveðja hann al- mennilega. Þó er ekki langt síðan ég átti við hann gott spjall á Mokka. Það verður skrítið að fara þangað og sjá hann ekki þar. Hann var eiginlega alltaf þar þegar ég kom við. Það verður tómlegt þar núna, sagði einn vinur minn sem er einn af fastagestunum þegar hann heyrði af andláti hans. Stelpurnar sem unnu þarna hljóta að sakna hans, því eins og ein þeirra sagði mér: „Hann var vanur að koma allt- af um 11 á kvöldin og vera hérna fram að lokun, svona okkur til stuðnings.“ Ég er búin að vera samferða Gylfa í rúm þrjátíu ár. Hann átti alltaf sérstakan stað í hjarta mínu. Alltaf gaman að hitta hann. Hann var og er eilífðartöffari, flautaði á mann með aðra hendi á stýri, keyr- andi niður Laugaveginn á einhverj- um amerískum kagga, hérna áður GYLFI GÍSLASON ✝ Gylfi Gíslason,teiknari og myndlistarmaður, fæddist í Reykjavík hinn 19. desember 1940. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu hinn 1. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Neskirkju 15. febrúar. fyrr og viðrandi við mann hugmyndir að myndefni sem hann svo teiknaði eins og td. Hallgrímskirkju- turninn skakkan. Gylfi var í mínum augum sjálfstæður, hugmyndaríkur og fróður maður. Síðasta sýningin hans á Mokka var mjög skemmtileg. Góður myndlistar- maður með gott hjarta og stóran anda. Með þessum fáu orðum langar mig að kveðja Gylfa Gíslason og votta börnum hans og fjölskyldum þeirra sem hann talaði svo stoltur um samúð mína. Þórgunna Þórarinsdóttir. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef út- för hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skila- frests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áð- ur en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandend- ur senda inn. Þar koma fram upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl- ast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á mynda- móttöku: pix@mbl.is og láta um- sjónarmenn minningargreina vita. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.