Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Steinunn Árna-dóttir fæddist á Skagaströnd 15. apríl 1911. Hún lést á Landspítalanum í Reykjavík 11. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Árni Árnason, f. í Höfnum í Vind- hælishr. í A-Hún. 9. janúar 1875, d. í Reykjavík 3. júní 1941 og Ingibjörg Pálsdóttir, f. á Þingeyrum í Sveinsstaðahr. í A-Hún. 12. jan- úar 1873, d. í Reykjavík 11. nóv- ember 1930. Alsystkini Stein- unnar voru Árni, f. 1896, d. 1939, Steindór, f. 1897, d. 1986, Sigrún, f. 1900, d. 1964, Ingi- björg, f. 1901, d. 1927, Hjalti, f. 1903, d. 1961, Áslaug, f. 1905, d. 1996 og Margrét, f. 1907, d. 2003, hálfsystir samfeðra Þur- íður Jóna, f. 1937. Steinunn giftist hinn 15.5. 1936 Benedikt Stefánssyni, f. 1903, d. 1975. Þau bjuggu í Reykjavík. Synir þeirra eru: a) Stefán Benediktsson, f. 1941, hann kvæntist Guðrúnu Drífu Kristinsdóttur, f. 1940 og á með henni Benedikt, f. 1964, kvæntan Björgu Kjartansdóttur sem á Hlyn og Sigurð Héðinssyni frá fyrra hjónabandi en saman eiga þau Stefán, Kristin, f. 1969, kvæntan Sigurborgu Rögnvalds- dóttur, Sigurveigu Margréti, f. 1973, sem á Sverri Þór og Snorra Martein Sigurðarsyni og Steinunni Maríu, f. 1981, í sambúð með Jónasi Jóhanns- syni. Stefán og Drífa skildu og Stefán kvæntist Birnu Björg Bernd- sen og á með henni Arndísi Björgu, f. 1984, Brynjólf, f. 1991 og Ástráð, f. 1993. Þau skildu. Unnusta Stefáns er Hjördís Gísladóttir. b) Árni Benedikts- son, f. 1952, kvænt- ur Jónínu Björgu Jónasdóttur, f. 1952. Hún á Heiðrúnu Björgu Þorkelsdóttur, f. 1974, maki Ágúst Bjarki Jónsson, börn, Vignir Örn, f. 1997, Victor Blær, f. 1998 og Karen Ósk, f. 2004 og Viðar Þór Ingason, f. 1975, maki Jóhanna Guðný Hallbjörnsdótt- ir, saman eiga þau Árni og Jón- ína Kolbrúnu Ósk, f. 1980, sam- býlismaður Bjarki Þór Kjartansson, dóttir Klara Rut, f. 2005, og Auði Dögg, f. 1984. Steinunn vann hjá Tollstjóra þegar Stefán fæddist en áður hafði hún unnið ýmis störf hér- lendis og erlendis. Hún og Bene- dikt veittu forstöðu heimili á Kleppjárnsreykjum í Borgar- firði fyrir afvegaleiddar stúlkur á arunum 1943–1944 en heimilið var síðan lagt niður að þeirra til- mælum. Eftir það vann Steinunn engin launuð störf. Útför Steinunnar verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Amma Steina er farin. Hún var ekki svona knúsamma, hún prjón- aði ekki lopasokka eða steikti kleinur. Barnabörnunum fannst maturinn hennar ekki sérlega góð- ur. Besti matur sem hún bjó til var hafragrautur eða það sagði Þórður heitinn Sigtryggsson. Hún umgekkst börn af hlé- drægni og ákveðni. Börnin réðu ferðinni að mestu en hún var alltaf dálítið lífhrædd fyrir hönd ann- arra. Börn hændust að henni og hún rökræddi við þau en aldrei við fullorðið fólk. Hún hafði skoðanir. Sumar þessara skoðana voru mót- sagnakenndar og hún gat verið dómhörð en var ekki fordómafull hvað fólk varðaði. Hún unni myndlist, leiklist og ballett og bóklestur taldi hún eins nauðsynlegan og öndun. Hún hafði frá ýmsu að segja. Þegar hún var stelpa á Skaga- strönd og „átti“ Spákonufellshöfð- ann. Þegar hana dreymdi mann sem tók hjólið hennar og fór þang- að sem draumurinn leiddi hana og fann hjólið. Hún trúði ekki á það sem ekki er til eins og guð, en trúði samt á drauma og var draughrædd til ævi- loka. Hún var í Kommúnistaflokkn- um, MÍR og Mjólkurfélagi heil- agra. Hún var í Köben fyrir seinna stríð og annaðist flóttamenn, varð skotin í ungum manni og kveikti næstum í bækistöðvum kommún- ista af umhyggju fyrir unga mann- inum og kunnáttuleysi við að kynda ofna. Hún sat í „Vestre“ vegna óspekta á almannafæri eins og kröfugöngur kölluðust í þá daga og var alltaf hlýtt til gleðikvenna eftir það. Hún og Áslaug voru reknar af því að þær voru svo pasturslitlar þegar þær reyndu fyrir sér í upp- vaski í Kaupmannahöfn, en hún var engin pempía. Hún var fyrirsæta hjá myndlistarmönnum þegar hún var ung og í fjölskyldualbúminu eru myndir af henni nakinni að baða sig í fjallalindum á hálendinu. Hún reyndi að kenna mér P-mál, prentsmiðjudönsku, stepp, faðir- vorið og mannasiði. Ég skildi þetta aldrei með faðirvorið en flokkaði það bara með mannasiðum. Ég held að Árni hafi sloppið við þenn- an ,,háskóla“ að mestu. Hún gat verið lævís og með dæmum af konum eins og Valgerði Briem og Indíönu, Ídu í Steinahlíð og systrum sínum leiddi hún mér fyrir sjónir að konur eru miklu merkilegri skepnur en karlar. Hún var hispurslaus og taldi ekki nauðsyn að gera greinarmun á reynsluheimi barna og fullorðinna. Veröldin er bæði fögur og ljót og tilgangslaust að banna aðgang að henni og allt jafn hollt fyrir börn hvort sem það er Sade eða Egner. Hún ferðaðist mikið með pabba, systrum sínum og vinum og kunn- ingjum. Fyrst á hestum og strand- ferðaskipum og sagði sögur af sjó- veiki pabba, en eftir seinna stríð með bílum og flugvélum. Þau tóku leigubíl á Hveravelli. Mamma vann hjá tollstjóra þeg- ar ég fæddist, en vann ekki launa- vinnu eftir það. Áslaug, sem bjó með okkur, fór á eftirlaun um það leyti sem pabbi dó (1975) og hún hafði af henni ómetanlegan fé- lagsskap. Eftir andlát pabba ferð- aðist hún enn meira en áður bæði innanlands og utan. Alltaf með Ás- laugu en einnig með Margréti syst- ur, Minní vinkonu og Unni Bjarna- dóttur og fleirum. Árni bróðir fór með þær systur hringinn, Bolli frændi einnig, að mig minnir. Hrafn frændi hafði þær systur oft með í ferðum sínum um landið og fór með þær hringinn 1995. Lilla frænka (Margrét Páls- dóttir) og Halldór maður hennar voru líka óþreytandi að taka þær í bíltúra og boð. Hún var í góðum tengslum við systkinabörn sín eins og Pál son Sigrúnar og Jón son Steindórs, dætur Hjalta og syni Ingibjargar, oftast sem þiggjandi. Þær systur Áslaug og hún gengu mikið um bæinn. Þær gengu líka oft frá Keflavík til Reykjavíkur. Fyrir tveim árum gekk hún með börnum, barnabörnum og barna- barnabörnum á Himmelbjerget. Í sumar sem leið fór hún á hestbak aftur eftir 40 ár uppi í sumarbústað hjá Hjördísi með aðstoð Dagnýjar systur Hjördísar. Hún hafði alltaf gaman af því óvænta. Eftir að Áslaug dó urðu þær frænkur Hrönn, dóttir Hjalta bróð- ur hennar og Lilla dóttir Möggu, mömmu afar dýrmætur fé- lagsskapur og enn frekar eftir að Magga systir dó. Mamma var alltaf mjög jákvæð, kvartaði aldrei og harkaði allt af sér. Hún lét helst ekki deyfa sig hjá tannlækni og lét óþægindi aldr- ei pirra sig en hún gat ekki hugsað sér að vera fólki byrði og gat alls ekki hugsað sér að fara á stofnun. Henni varð sjaldan misdægurt og hristi slíkt af sér án lyfja ef hún fékk umgangspest. Um seinustu mánaðamót varð okkur ljóst að hún ætlaði ekki úr rúminu framar og undraðist mest sjálf á hverjum morgni að vera ekki dauð. Hún sagði að ekkert amaði að sér annað en að hún væri orðin of gömul, hún fann hvergi til og vildi hvorki sjá lækni eða hjúkku. Hún tók loforð af okkur bræðrum að fara ekki með sig á spítala fyrr en hún væri orðin meðvitundarlaus. Föstudaginn 10. febrúar hætti hún að svara okkur og um klukkan 3.00 aðfaranótt laugardagsins gaf hún hljóðlega frá sér öndina. Mamma og pabbi kenndu okkur að gefa af ánægju og ætlast ekki til neins í staðinn. Okkur Árna er samt ljóst að ekki eru allar gjafir jafn sjálf- sagðar. Á þessum tímamótum vilj- um við sérstaklega þakka öllum þeim mörgu aðstandendum og vin- um sem hafa sýnt mömmu um- hyggju og vináttu með margvísleg- um hætti í gegnum árin. Við bræðurnir gerðum í besta falli það sem okkur bar en þið, kæru ætt- ingjar og vinir, gáfuð henni með umhyggju ykkar gjafir sem eru gulli betri og við þökkum ykkur innilega fyrir það. Stefán Benediktsson. Í litlum og þröngum sjö manna frönskum bíl á leið frá París niður til Suður-Spánar. Eitt þúsund kílómetra leið sem var ekin í einum rykk. Steina sat aftast út við gluggann með stóra ferðatösku milli fótanna. Fer ekki illa um þig, var spurt. Nei, alls ekki. Það er svo þægilegt að hafa eitthvað til að halda utan um og halla sér að, sagði hún, faðmaði ferðatöskuna, hristi höfuðið og brosti. Þegar hávaðinn í börnunum fjórum varð ærandi tók hún fyrir eyrun, lokaði augunum, hristi höf- uðið og brosti. Þetta var árið 1999, Steina orðin 88 ára á leið í þriggja vikna sum- arfrí með sextán manns á öllum aldri. Hún beið spennt eftir að fara yfir landamærin til Spánar, tilbúin með vegabréfið. Hafði farið til Spánar á tímum Francos og vissi eftir þá reynslu að vegabréfsskoð- un á Spáni var mikið mál. Þegar komið var yfir landamærin og hvergi stoppað til að sýna vegabréf gerði hún sér lítið fyrir og hélt því opnu hátt yfir höfði sér. Það var auðvitað augljóst að þeir voru farn- ir að skoða vegabréfin í gegnum gervihnött. Gamli sósíalistinn bar að sjálfsögðu tilhlýðilega virðingu fyrir yfirvöldum. Hún vissi líka alltaf sínu viti og hvorki fortölur né rök annarra höfðu neitt að segja þegar hún taldi sig vita betur. Ótakmörkuð jákvæðni, víðsýni og umburðarlyndi gagnvart mönn- um og málefnum voru Steinu í blóð borin. Virðing gagnvart náttúrunni og öllu því sem þar þrífst, dýr, gróður, ávextir, það skipti ekki máli. Allt og allir áttu tilverurétt í hennar huga. Að sama skapi STEINUNN ÁRNADÓTTIR Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartasjúklinga Sími 552 5744 Gíró- og kreditkortaþjónusta LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA A u g l. Þ ó rh . 1 2 7 0 .9 7 Kæra systir, ég man ennþá hversu glöð ég var þegar ég fékk bréf- ið frá þér og þú vildir kynnast mér, og ég man vel mína fyrstu heimsókn til þín, hún var vand- ræðaleg í fyrstu en ekki lengi, því áhugamál okkar virtust vera þau sömu eða afar lík. Þú sagðir mér frá föður okkar, hvernig maður hann hefði verið og hvað hann hefði verið handlaginn og sýndir mér gripi sem hann hafði búið til og mér er minn- isstæð mjög falleg fánastöng sem þú áttir eftir hann. Ekki var mikið um heimsóknir okkar í millum næstu árin vegna barneigna og anna en tvö af börnunum okkar eru fædd á sama árinu nærri í sama mánuði og hlógum við oft að því hvað við værum samtaka í þessu. Alltaf ætluðum við að fara í útilegu saman með börnin okkar svo þau kynntust betur, en því miður varð aldrei neitt af því. Og enn sannast máltækið að enginn veit sína ævi fyrr en öll er og maður á ekki að geyma til morguns það sem maður getur gert í dag. Ég hefði viljað eiga með þér miklu lengri tíma, elsku systir, við AÐALBJÖRG SÓLRÚN EINARSDÓTTIR ✝ Aðalbjörg Sól-rún Einarsdóttir fæddist í Reykjavík 19. september 1953. Hún lést á Sjúkra- húsi Akraness mið- vikudaginn 1. febr- úar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Akranes- kirkju 10. febrúar. hefðum getað gert svo margt saman. En enginn flýr örlög sín, þú veiktist og ekk- ert varð eins og áður. Nú er kvölum þínum og langri og erfiðri göngu loksins lokið, og veit ég að þér líður vel núna þar sem þú ert. Vil ég hér fá að þakka þér fyrir þann tíma sem við fengum saman. Elsku Valgeir, Ein- ar, Guðmundur, Berg- þóra og Valgerður og allir ástvinir ykkar, ég og fjölskylda mín sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum guð að styrkja ykkur í sorg ykkar á þessum erfiðu tímum. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér Og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer Þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Sigurbjörg. Okkur langar að minnast vinar og frænda Arnar Hilm- ars Ragnarssonar. Ég kynntist Erni föðurbróður konu minnar fyrir 20 árum þegar við fluttumst til Hafnar og hélst sá vinskapur næstum sleitulaust. At- vinna og áhugamál tengdu okkur góðum böndum og höfðum við gaman af því að ganga saman til rjúpna eða liggja fyrir tófum og veiða silung og voru þær ferðir yfirleitt fengsælar, en stundum veiddist lítið og það fannst honum slæmt því að hann var kappsfullur á þessu sviði. Stundum var spenningurinn það mikill fyrir veiðarnar að hann hafði lítið sofið um nóttina. Oftast var farið upp í Lón því að það var hans sveit og þar þekkti hann hverja þúfu enda uppalinn þar og býr maður vel að þeim ferð- um. Veiðar voru hans líf og yndi. Í janúar þegar hann lá veikur á Landspítalanum var ákveðið að fara í veiðiferð til Grænlands í ÖRN HILMAR RAGNARSSON ✝ Örn HilmarRagnarsson fæddist á Höfn 26. apríl árið 1944. Hann lést föstudag- inn 27. janúar síð- astliðinn og var út- för hans gerð frá Hafnarkirkju á Höfn í Hornafirði 4. febrúar. sumar en því miður rættist sú ósk hans ekki. Hann var skip- stjóri og aflamaður góður, og þekkti hann sín heimamið mjög vel, og var það góður skóli að fá að starfa við hlið hans. Hann reyndist okkur ávallt vel og var gott að koma í heimsókn til hans, hvort sem það var í Lónið eða á Sunnu- brautina. Hann hafði mjög gaman af harmoniku-tónlist og var ánægður með það að tveir synir okkar legðu það nám fyrir sig. Hann spilaði sjálfur og var í hljómsveit á sínum yngri árum. Hann fluttist til Reykjavíkur fyrir ári síðan en hann fylgdist jafn vel með aflabrögðunum og lífinu hér á Höfn áfram, því hér átti hann heima. Kæri vinur og frændi, Guð geymi minningu þína. Elsku Magga, Hrafn og aðrir að- standendur, megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér, sálin vakir þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgr. Pét.) Þorsteinn og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.