Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 9 FRÉTTIR Mánudagur 20.02. Engiferpottur & kartöflubakstur Þriðjudagur 21.02. Grænmetislasagne með pestó Miðvikudagur 22.02. Thailenskur pottur með asísku salti Fimmtudagur 23.02. Mousaka með grísku salti Föstudagur 24.02. Afrískur pottréttur með steiktum banönum Helgin 25.02.-26.02. Burritos með chillisósu & guacamole Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • sími 581 2141 Glæsilegur vorfatnaður SÝNING í tilefni af 100 ára sögu vél- bátaútgerðar á Íslandi var opnuð í Vest- mannaeyjum á föstudag. Sýningin er á tveimur stöðum, annars vegar í Byggðasafninu og hins vegar á Kaffi Kró. Sýningin stendur yfir næsta mánuð og heimsækja m.a. um þúsund grunn- skólabörn í Vestmannaeyjum sýninguna, en þau munu síðan vinna þemaverkefni um sýn- inguna í skólanum. Á Kaffi Kró er meðal annars til sýnis bátur sem ber nafnið Enok. Hann var smíðaður í Eyjum á miklu framfaraskeiði og tók smíði hans aðeins viku. Enok var síðasti sexæring- urinn sem smíðaður var í Vestmannaeyjum, en honum var breytt í vélbát um 1925. Sigurmundur Gísli Einarsson, einn af skipu- leggjendum sýningarinnar, segir vélbátavæð- inguna hafa verið á við evrópsku iðnbyltinguna hér á landi. „Íbúatala í Vestmannaeyjum sex- skipslíkön og kvikmyndir frá þessum tíma. Við eigum kvikmyndir af frumkvöðlunum sem eru að vinna við fisk, t.d. eigendum eins fyrsta vél- bátsins í Vestmannaeyjum, Unnar VE. Þarna eru mennirnir sem lögðu grundvöllinn af því samfélagi sem nú er í Eyjum. Þar má nefna Þorstein Jónsson í Laufási og Sigurð Sig- urfinnsson hreppstjóra,“ segir Sigurmundur. „Á þessum kvikmyndum sjáum við mannlífið á þessum tíma, fiskverkun, skipin, bátana far- andi í siglingar og komandi heim fullir af fiski. Við tókum líka myndir úr gömlum dagblöðum og stækkuðum þær og sumar eru hátt í þrír metrar á hæð.“ Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra var heiðursgestur við opnunina og hélt hann stutta tölu um sögu vélbátaútgerðar á Íslandi. Sýningin er opin alla virka daga frá 13–15, laugardaga frá 13–16 og sunnudaga frá 16–18. faldaðist á tuttugu árum frá 1906 til 1926 úr um 500 í rúmlega þrjú þúsund manns,“ segir Sig- urmundur. „Fram að því bjuggu í Vest- mannaeyjum í kringum fjögur til fimm hundr- uð manns í hátt í fimm hundruð ár á undan. Íslendingar voru þessi fimm hundruð ár í kringum 50.000, en við þessar breytingar fær- ist fólk úr sveitunum niður í þéttari byggðir og sjávarþorp og það verða algjör umskipti á að- búnaði fólks, tekjum, lífsmáta, lífsmöguleikum og öðru. Í framhaldi þróast menning og listir mjög ört hér á landi og þjóðfélagið færist úr því að vera nokkurs konar molbúaþjóðfélag og inn í nútímann og í raun eitt af nútímalegustu þjóðfélögum heims.“ Á sama tíma átti sér stað togaravæðing í Reykjavík og Hafnarfirði og segir Sig- urmundur þarna hafa verið um að ræða efna- hagsbyltingu. „Hér á sýningunni eru sýnd Sýning á eitt hundrað ára sögu vélbátaútgerðar opnuð í Vestmannaeyjum Morgunblaðið/Sigurgeir Hluti hópsins sem stóð að sýningunni, f.v.: Unnur Ólafsdóttir, Halla Einarsdóttir, Sigurmundur G. Einarsson, Hlíf Gylfadóttir, Jóna Guðmunds- dóttir, Erna Jóhannesdóttir og Helgi Georgsson. Sýningin er annars vegar í Byggðasafninu og hins vegar á Kaffi Kró og stendur í mánuð. Iðnbylting Íslendinga BISKUP Íslands hefur auglýst laust til umsóknar embætti sóknarprests í Keflavíkurprestakalli. Embættið verður veitt frá 1. maí næstkom- andi og er umsóknarfrestur til 20. mars. Fram kemur í auglýsingunni sem birt er á vefsíðunni kirkjan.is að embættið sé krefjandi í stórri sókn sem í eru um 8 þúsund íbúar. „Sóknarpresturinn gegnir mik- ilvægu hlutverki sem hirðir safn- aðarins og leiðtogi í hópi samstarfs- fólks. Helgihald og prédikun er einn vegamesti þáttur í starfi sókn- arprestsins, auk sálgæslu og fræðslustarfs. Lögð er rík áhersla á víðtæka reynslu af kirkjulegu starfi, færni í prédikun og helgi- þjónustu, leiðtogahæfileika og sam- starfsvilja,“ segir þar einnig. Auk sóknarprestsins er í presta- kallinu prestur í fullu starfi auk hóps annarra starfsmanna. Sóknarprests- embætti í Keflavík auglýst AÐALFUNDUR Samtaka um aðskilnað ríkis og kirkju (SARK) var haldinn um helgina. Samtökin samþykktu ályktun á fundinum þar sem þau fagna aukinni um- ræðu um og fylgi við þá grundvallarstefnu sína að aðskilja beri ríki og kirkju. SARK telur einsýnt að aðskilnaðarstefnan eigi sér mjög mikinn hljómgrunn meðal þjóðarinnar og að aðeins sé tímaspursmál hvenær ríkjandi stjórnvöld og forysta Þjóðkirkj- unnar láti loks undan síga gagnvart æ há- værari röddum um að hrinda þessu jafn- réttis- og réttlætismáli í framkvæmd. Samtökin telja að við núverandi endur- skoðun stjórnarskrár lýðveldisins hljóti stjórnarskrárnefnd að taka skýra afstöðu til þessa mannréttindamáls. Niðurstaðan get- ur að mati samtakanna aðeins orðið sú, að 62. grein stjórnarskrárinnar verði að víkja, en þar eru hinu lútersk-evangelíska trú- félagi Þjóðkirkjunni veitt ólíðandi forrétt- indi segir í ályktuninni. Samtökin skora á stjórnarskrárnefnd að nota tækifærið til að stíga stórt skref til þeirra mikilvægu umbóta sem í aðskilnaðin- um felst. Samtökin leggja áherslu á jafn- rétti fólks og stofnana, virðingu fyrir trú og siðum allra og réttinum til að standa utan allra trúflokka með óskert mannréttindi. Mun ekki standa trúariðkun fyrir þrifum Samtökin segja það hljóta að vera stjórn- arskrárnefnd og stjórnvöldum yfirleitt mik- ið umhugsunarefni að Þjóðkirkjan nái nú aðeins til 84% landsmanna og að um 48 þús- und Íslendingar séu nú utan Þjóðkirkjunn- ar, í ýmsum trúfélögum eða utan trúfélaga. SARK bendir á að aðskilnaður ríkis og kirkju mun alls ekki standa trúariðkun fyrir þrifum. SARK leggst þannig ekki gegn rík- isframlögum til trúmála svo fremi sem þau eru á algerum jafnréttisgrunni og að fólk utan trúfélaga fái raunverulegt val um hvert sóknargjöld í þeirra nafni renna. SARK styður jafnframt fram komnar hug- myndir um að lífsskoðanafélög fái opinbera skráningu sem jafnast á við trúfélagaskrán- ingu. Á aðalfundinum var kosið í nýja stjórn SARK og hana skipa; Edda Hönn Atladótt- ir, séra Hjörtur Magni Jóhannsson, Kári Páll Óskarsson, Sigurður Hólm Gunnars- son, Sóley Gréta Sveinsdóttir, Stefán Frið- riksson og Stefán Friðrik Stefánsson. Telja aðskilnað ríkis og kirkju eiga sér mikinn hljómgrunn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.