Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 21 Í RÆÐU við útskrift á Bifröst fyrir nokkru, fjallaði ég um ís- lenska tungu og blandaði mér með þeim hætti í umræðu sem verið hafði um málið í fjöl- miðlum. Svo virðist, miðað við greinar sem síðan hafa verið birtar í Morgunblaðinu, að ekki hafi öllum líkað innihald ræð- unnar eða framsetn- ing. Í ræðunni vísaði ég því í fyrsta lagi alger- lega á bug að íslensk- unni stafaði nokkur ógn af því að hér- lendir háskólar kenndu hluta af námsefni sínu á ensku. Ég benti á að enska væri í dag tungumál alþjóðaviðskipta og því nauðsynlegt að þjálfa íslenska stúd- enta í að rita og tala það mál. Fleiri eru á þessari skoðun, má í því sambandi bæði nefna ágæta grein Eiríks Bergmanns í Les- bókinni fyrir skömmu og nýja ályktun Viðskiptaráðs um ensku- kennslu í íslenskum skólum. Skólar þurfa að kenna nem- endum sínum skýra og agaða málnotkun, bæði á íslensku og ensku þar sem sköpun og ná- kvæmni fara saman. Öll tungumálakennsla er góð og kennsla í eða á erlendum mál- um gerir ekkert nema að styrkja okkar móðurmál. Í öðru lagi velti ég fyrir mér hlutverki tungunnar og spurði hvort tungan ætti ekki að þjóna samfélaginu eða hvort það væri raunverulega svo að samfélagið ætti að þjóna tungunni? Hvort eðlilegt væri að lifandi tungumál þróist og taki breyt- ingum með því samfélagi sem talar viðkomandi tungu? Hvort tungan og samfélagið ættu ekki að eiga samleið? Í þriðja lagi benti ég á að aldr- ei hefur eins hátt hlutfall af þjóð- inni tjáð sig opinberlega á ís- lenskri tungu og í dag, bókaútgáfa blómstrar hér á landi og þúsundir, þ.m.t. fjöldi ung- menna, halda úti eigin blogg- síðum á netinu. Ég spurði hvort þetta væri merki um deyjandi tungu? Í fjórða lagi ítrekaði ég þá skoðun mína að í samfélagi morg- undagsins gætum við ekki talað tungu gærdagsins. Börnin okkar lifðu í öðru samfélagi en tíðkaðist í íslenskum sveitum um miðja síðustu öld. Umræðuefnin væru önnur, orðin væru önnur og þarf- ir samfélagsins til þess samskiptamið- ils sem tungan er, hlytu að taka mið af slíku. Íslenskunni væri enginn greiði gerður með því að loka hana innan rimla í menning- arlegu safni eða fangelsi. Staðnað tungumál, sem ekki fylgdi þörfum tal- enda, myndi óhjá- kvæmilega deyja. Í fimmta og síð- asta lagi spurði ég út frá öllu ofangreindu hvort það gæti verið svo að þeir sem harð- ast fram ganga í svokallaðri mál- vernd gætu í reynd orðið hættu- legustu fjandmenn tungunnar og hvort málfarsfasismi, sem vildi með einhvers konar hreintungu- stefnu í reynd skilja að Íslend- inga og íslenskuna, væri meiri ógnun við tungumál okkar heldur en meintar málvillur ungmenna. Páll Valsson brást við hér í blaðinu hinn 1. febrúar sl. Sá hinn sami hafði á ráðstefnu skömmu áður spáð því að íslensk tunga myndi deyja út eftir 100 ár eða svo. Í flestu sýnist mér Páll lýsa sig sammála þeim sjón- armiðum sem fram voru sett í ræðu minni, en eigi að síður gerir hann athugasemdir við um- ræðuna sem slíka. Þess ber hins vegar að geta að greinin er skrif- uð út frá frétt í Morgunblaðinu og ljóst er að höfundur hennar hefur aldrei lesið ræðuna sem hann þó er að gagnrýna. Mig langar því góðfúslega að benda íslenskufræðingnum á þá góðu reglu að nota frumheimildir við fræðistörf. Ræða mín er aðgengi- leg bæði á vefsíðu Viðskiptahá- skólans á Bifröst, www.bifrost.is, sem og minni persónulegu blogg- síðu, www.runolfur.is. Lykilspurningin sem vaknar við lestur greinar Páls er hins vegar hver nákvæmlega sú gríð- arlega ógn er, sem steðjar að ís- lenskri tungu. Hann spáir því að undirstöður málsins riðlist og beygingakerfið leysist upp. Af hverju mun íslenskan deyja þótt beygingakerfið kunni að breytast eða einfaldast? Er umrætt „kerfi“ slíkur grundvöllur málsins að það megi engum breytingum taka? Þarf ekki hér frekari rökstuðn- ing, sérstaklega þegar hann segir um leið að hin svonefnda þágu- fallssýki sé í þessu máli auka- atriði? Er ekki umræddur „sjúk- dómur“ einmitt ákveðin breyting á beygingakerfinu? Hér gætir ósamræmis sem Páll þarf að skýra. Íslenskufræðingurinn þarf með öðrum orðum að sjúkdóms- greina dánarorsök íslenskunnar. Ágætur rithöfundur, Pétur Gunnarsson, hjó á síðum blaðsins í sama knérunn nokkru síðar og vildi líkja tungunni við vegakerf- ið. Þar yrðu menn að aka innan fyrirfram skilgreindra vega, á réttum hraða og ófullir. Ella myndu menn aka út af, sjálfum sér og umhverfinu til skaða, en þá væri ekki við vegakerfið að sakast. Hér verð ég að gera at- hugasemdir við skoðanir rithöf- undarins á eðli samgöngu- mannvirkja. Vegir eru lagðir þangað sem fólk vill fara og að slysatíðni ræðst af gæðum veg- anna. Vegir eru hluti af sam- göngukerfi samfélagsins og fáir nota úreltan og vondan veg sem liggur eitthvert sem engan lang- ar. Þróun samgöngumála er að því marki sambærileg við málþró- un að hvorttveggja á að end- urspegla þarfir notenda. Vegir eru ekki til fyrir verkfræðinga eða vegagerðarmenn og málið er ekki til fyrir málfræðinga eða rit- höfunda. Það er hins vegar stór- merkilegt að sjá rithöfund lýsa tungumálinu eins og um mann- virki sé að ræða sem hinn venju- legi málnotandi getur ekki breytt. Pétur virðist halda að hugsun manna sé rígbundin fyr- irframgefnum leiðum málsins sem allir hljóti að fylgja og geti ekki annað. Þessu er ég ósam- mála. Ég tel að tungumálið sé skapandi miðill og að það breyt- ist, ekki vegna þess að „málfars- verkfræðingar“ leggi nýja vegi sem eitthvert yfirvald hefur ákveðið, heldur þvert á móti, vegna þess að hver málnotandi leggur þá vegi sem skapandi hugsun hans krefst. Ég verð að segja að einhvern veginn hefði maður búist við því af Pétri Gunnarssyni að afstaða hans til íslenskrar tungu væri frjórri en þessi samlíking er til vitnis um. Pétur og Páll virðast báðir hafa tekið til sín ummæli mín um málfarsfasisma og hreintungu- stefnu og bregðast við af nokkru offorsi. Skoðanir á íslenskri tungu minna stundum á trúar- brögð. Þeir virðast til sem vilja einskorða umræðuna við það sem má og á að ræða. Um tunguna á að ræða á virðulegum málþingum fræðimanna og fagfólks. Umræð- an á að snúast um verndun tung- unnar og það hvernig sporna megi við óæskilegum áhrifum þeirra sem tala málið, á málið. Slík umræða er góð og gild, en án Íslendinga verður ekki töluð íslenska. Það tungumál sem við tölum er okkar, almennings í þessu landi. Svo einfalt er það. Ég mun a.m.k. halda áfram að tjá mig á þeirri tungu, um þá tungu, svo lengi sem mér sýnist, með eða án vandlætingar þeirra sem virðast telja sig hafa einkarétt á slíku. Heittrúuð hreintungustefna? Eftir Runólf Ágústsson ’Ég tel að tungumáliðsé skapandi miðill og að það breytist, ekki vegna þess að „málfarsverk- fræðingar“ leggi nýja vegi sem eitthvert yf- irvald hefur ákveðið, heldur þvert á móti, vegna þess að hver mál- notandi leggur þá vegi sem skapandi hugsun hans krefst. ‘ Runólfur Ágústsson Höfundur er rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst. UNDANFARIN fimm ár hefur verið unnið eftir langtímaáætlun í öryggismálum sjófarenda sem samþykkt var á Alþingi 19. maí 2001. Áætlunin byggðist á til- lögum verkefn- isstjórnar, sem ég skipaði 6. febrúar 2000, til að undirbúa gerð langtímaáætl- unar í öryggismálum sjófarenda. Við það var miðað að áætlunin tæki á öllum atriðum sem heyrðu undir ör- yggismál sjómanna, gerði tillögur um úr- bætur á hverju sviði og tillögur um ráð- stöfun fjárveitinga. Siglingastofnun sér um framkvæmdina Samgönguráðuneytið fól Sigl- ingastofnun Íslands, í maí 2001, að fara með framkvæmd áætl- unarinnar og var verkefnisstjórn, sem vann að undirbúningi hennar, falið að hafa ákveðið eftirlit með framgangi mála og stuðla að sam- starfi þeirra aðila sem að málinu þurfa að koma. Fylgt er sérstakri framkvæmdaáætlun, sem sam- gönguráðherra hefur staðfest, en hún geymir yfirlit um verkefni áætlunarinnar, markmið þeirra, stöðu mála í upphafi, ábyrgð og umsjón með framkvæmd ein- stakra verkefna, fjármögnun, tímaramma, forgangsröðun og framvindu hvers verkefnis. Helstu málefni, sem unnið er að, eru t.d. menntun og þjálfun sjómanna, öryggi farþegaskipa og farþegabáta, átak í fræðslu og áróðri ásamt gerð fræðslu- efnis og leiðbeininga um öryggismál, söfnun og miðlun upplýsinga um ör- yggi sjómanna og forvarnir í heil- brigðismálum sjó- manna. Að því er stefnt að öryggis- og gæðastjórn- unarkerfi séu notuð sem víðast, öryggis- fulltrúar verði í skipum, fylgst með að lög og regl- ur séu virt og rannsóknir á sviði öryggismála sjómanna stundaðar. Öryggisaðgerðir vegna sjófarenda hluti af samgönguáætlun Í þingsályktunartillögu um samgönguáætlun, sem samþykkt var á Alþingi í mars 2003, er lagt til að öryggismál sjófarenda verði hluti af samgönguáætluninni sam- kvæmt lögum um samgönguáætl- un, nr. 71/2002. Miðað er við að framkvæmd þeirrar áætlunar verði með sama hætti og fram- kvæmd langtímaáætlunar í örygg- ismálum sjófarenda 2001–2003, þ.e. að Siglingastofnun annist framkvæmdina samkvæmt sér- stakri framkvæmdaáætlun og að verkefnisstjórn komi að málinu með sama hætti og áður. Í samgönguáætlun fyrir árin 2003–2006 er gert ráð fyrir að verja 75 milljónum króna til fram- kvæmdar áætlunar um öryggi sjófarenda, þ.e. 15 milljónum króna árið 2003 og 20 milljónum króna á árunum 2004, 2005 og 2006. Viðhorf til öryggismála sjófarenda Til þess að meta árangur af starfi þeirra sem unnið hafa við að koma í framkvæmd áætlun um öryggismál sjófarenda lét Sigl- ingastofnun IMG Gallup rannsaka viðhorf til öryggismála. Það er skemmst frá því að segja að viðhorf starfandi sjó- manna til öryggisáætlunar er mjög jákvætt. Tvær spurningar voru lagðar fyrir starfandi, lög- skráða sjómenn. Spurt var í fyrsta lagi: ,,Hefur þú kynnt þér fræðsluefni sem Siglingastofnun hefur gefið út í tengslum við áætlun um öryggi sjófarenda?“ 76,6% svöruðu játandi. Spurt var í öðru lagi: ,,Hefur áætlun um ör- yggi sjófarenda haft jákvæð eða neikvæð áhrif á viðhorf þitt til ör- yggismála sjómanna?“ 93,5% svöruðu játandi. Því er þetta rifjað hér upp að ég þurfti að hafa verulega mikið fyrir því að koma þessari áætlun í gegnum þingið á sínum tíma. Minnist ég sérstaklega neikvæðs málflutnings Lúðvíks Berg- vinssonar alþingismanns. Starf þeirra sem vinna að ör- yggismálum sjómanna er mik- ilvægt. Þau skipulegu vinnubrögð, sem beitt hefur verið á grundvelli langtímaáætlunar um öryggismál sjófarenda, sem nú er hluti af siglingaþætti Samgönguáætlunar, hefur borið árangur. Það bendir allt til þess að sjómenn kunni að meta það starf. Öryggismál sjófarenda Sturla Böðvarsson fjallar um öryggismál sjófarenda ’Þau skipuleguvinnubrögð, sem beitt hefur verið á grundvelli langtímaáætl- unar um öryggismál sjófarenda, sem nú er hluti af siglingaþætti Samgönguáætlunar, hefur borið árangur.‘ Sturla Böðvarsson Höfundur er samgönguráðherra. Ég er búin að hlæja að öllu sem var sagt við mig í nótt, sama hvað það var asnalegt.“ Tilkoma maraþonsins átti að sögn sr. Bolla rætur sínar að rekja til umræðna í æskulýðsstarfinu sem fram fer í kirkjunni á mánu- dögum. „Við vorum að velta fyrir okkur hvernig við gætum látið gott af okkur leiða. Að lokum var þetta niðurneglt í ferðalagi sem við fór- um í Vatnaskóg, en þar er alltaf góður andi og góðar hugmyndir sem fæðast,“ segir Bolli. Aðspurð- ur hvers vegna krabbameinssjúk börn urðu fyrir valinu segir Bolli hugmyndina í raun hafa sprottið upp í starfinu. „Vissulega hefur nú líka haft einhver áhrif á þessa ákvörðun að í fermingarhópnum er einn einstaklingur sem er að glíma við krabbamein.“ Bolli og Valgeir kveðast afar stoltir af unglingunum áræðnu, enda sé hér um að ræða hinar frá- bærustu fyrirmyndir, bæði fyrir yngri börn og jafnaldra. Segja þeir mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að upp til hópa séu ung- lingar til fyrirmyndar og vilji gera góða hluti. „Þetta er alveg rjóma- hópur og öll þeirra framkoma er til fyrirmyndar,“ segir Bolli að lokum. Þegar áheitin voru tekin saman í gær kom í ljós að unglingarnir í Seljakirkju höfðu safnað 50.000 krónum og tók Rósa Guðbjarts- dóttir, fulltrúi krabbameinssjúkra barna, við fénu með miklu þakk- læti í guðsþjónustunni. g að gera ljakirkju. sem ég itt var að nú er ég ngi.“ r eiginlega inn í það að vaka. og alveg vona gott bætir við mikill um lu og það ga fyndið syfjaður. eik börn með biblíumaraþoni g fram- myndar Morgunblaðið/ÞÖK gt og gott starf í Seljakirkju um helgina. framtíð tvítölu og fleirtölu, en fram á þennan dag hefur verið notuð gamla fleirtalan gegn- umgangandi, en tvítalan aðeins þar sem talað er um tvo. Orðin „við“ og „þið“ vísuðu í gömlu máli til tveggja, en „vér“ og „þér“ vísuðu til stærri hópa. Nú mun nútíma fleirtalan, þ.e.a.s. gamla tvítalan, gilda nema í ræðum Jesú, orð- um engla og í bænum og í lofsöngvum. Þar ríkir gamla fleirtalan. Sömuleiðis er gamla fleirtalan notuð í sálmum og bænum í Gamla testamentinu í hátíðlegum textum, en í sögu- bókum og Mósebókum er nútímafleirtalan notuð. „Þetta er mjög mikil breyting og ekki allir sáttir við hana, en þetta er millileið til að koma til móts við sem flesta,“ segir Guðrún. Nokkur átök urðu um tillögu á nýrri þýð- ingu á hugtakinu sem áður var nefnt „kyn- villa“ eins og það kemur fram í bréfi Páls Postula til Kórinþumanna. Var tillögu sem kom fram í kynningarefni sem gefið var út ár- ið 2005 og hljómaði svo: „Hórkarlar né þeir sem leita á drengi eða eru í slagtogi við þá“, hafnað vegna mikilla mótmæla og leitað að málamiðlun. Lokaniðurstaðan var að sögn Guðrúnar sú að tilvísunin í kynvillu er orðuð á eftirfarandi hátt: „Enginn …lifir í hórdómi eða kynlífsvillu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.