Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 40
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. DÆLUR FYRIR SJÁVARÚTVEGINN Sími 568 6625 ÓMÖGULEGT reyndist að finna gistingu á einum og sama stað á höfuðborgarsvæðinu fyrir tólf hreyfihamlaða ráðstefnugesti Samtaka norrænna MND-félaga á hausti komanda. Ráðstefnan verður haldin á Sel- fossi því hægt var að fá gistingu fyrir tíu gesti í hjólastólum á Hótel Selfossi. Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félags Íslands og Samtaka norrænna MND-félaga, sagði að það hafi verið það besta sem nokkur gat boðið. Gistingu fyrir hina tvo verði bjargað með ein- um eða öðrum hætti. „Hótel Selfoss á tíu herbergi sem eru ætluð fyrir hreyfihamlaða í hjólastólum, svo ég verð bara að segja restinni að koma sæmilega heil- brigð,“ sagði Guðjón. Hann sagði vonlaust að finna herbergi fyrir tólf hreyfihamlaða á sama gististað á höfuðborgarsvæðinu. Guðjón sagði að hann hafi verið með gest frá Danmörku á hóteli í Reykjavík og fengið þar ágætt herbergi, „En ég verð að redda rúminu sjálfur. Rúmin á hótelinu ná alveg niður í gólf. Í þessu tilviki var gesturinn í öndunarvél og þurfti að koma lyftara undir rúmið svo hægt væri að lyfta manninum í og úr rúminu,“ sagði Guðjón. „Þetta er óþol- andi ástand, því fatlaðir eru „bisniss“. Þegar þessi fatlaði maður kemur fylgja honum þrír fylgdarmenn! Hótelin kveikja ekki á því. Fatlaðir eiga margir peninga og ferðast um allan heim.“ Telja sig hafa aðstöðu Guðjón sagði mörg gistihús telja sig hafa aðstöðu fyrir fatlaða, en skilgreiningar þeirra á fötlun séu ólíkar. „Er það maður eins og ég, sem staulast um á hækjum, eða er það algerlega lamaður maður í hjólastól?“ spurði Guðjón. „Ef einhver segist hafa her- bergi fyrir hreyfihamlaða þarf að spyrja út í hvernig aðstaðan sé, hvernig baðaðstaðan sé. Kannski kemst hjólastóll ekki inn á bað- herbergið. Ég vil kalla þetta herbergi með aðgengi fyrir alla. Það geta allir notað bað- herbergi með sturtu, en mjög fatlaður mað- ur notar ekki baðherbergi með baðkari.“ Guðjón nefndi hótel sem gaf upp að þar væru níu herbergi fyrir fatlaða, en aðeins þrjú reyndust aðgengileg fólki í hjólastólum. Hann sagði það óþolandi að ný hótel rísi og þar sé ekki aðgengi fyrir alla í öllum her- bergjum. Þessi gistihús missi af viðskiptum fyrir vikið. Fengu ekki inni fyrir tólf í hjóla- stólum á höfuð- borgarsvæðinu Guðjón Sigurðsson STEINUNN Valdís Óskarsdótt- ir borgarstjóri segir að þeirri niðurstöðu, að einn og sami ein- staklingurinn, sem er verktaki, hafi átt hæsta tilboðið í 39 af 40 einbýlishúsalóðum sem boðnar voru út í landi Úlfarsárdals, verði ekki unað. Borgarstjóri telur einsýnt að borgaryfirvöld nýti þá fyrirvara sem er að finna í útboðsskil- málum en þar segir að í öllum tilvikum sé gerður fyrirvari um samþykki útbjóðanda á tilboðum. „Við munum að sjálfsögðu en það reynist hins vegar mögu- legt að einn byggingaverktaki bjóði í eigin nafni í allar lóðirnar sem einstaklingur. Ekki ætlar hann að búa í þrjátíu og níu hús- um.“ Í útboðsskilmálum kemur fram að lögaðilar geti ekki gert kauptilboð í byggingarrétt á lóð- um fyrir einbýlishús en umrædd tilboð gerði Benedikt Jósepsson, eigandi fyrirtækisins ByggBen ehf., í eigin nafni. Að meðaltali hljóðuðu tilboð Benedikts upp á 20 milljónir króna fyrir hverja lóð. fara útboðsleiðina ef rétt verð á að fást fyrir lóðirnar enda sé sú leið langheilbrigðust. Þrátt fyrir það verði að huga að því að hver aðili fái ekki meira en eina lóð. „Þetta hefur misheppnast“ Árni Þór Sigurðsson, oddviti Vinstri-grænna í borgarstjórn, segir að sú aðferð Reykjavík- urborgar að efna til útboðs við úthlutun einbýlis- og parhúsa- lóða í landi Úlfarsárdals hafi beðið skipbrot. „Það er ljóst að þetta hefur misheppnast þegar það er lagt upp með það að byggingarrétt- urinn skuli seldur til einstaklinga nota okkur þessa fyrirvara. Til þess höfum við fulla heimild ef markmiðum útboðsins er ekki náð en þeim er ekki náð með þessu.“ Í andstöðu við það sem lagt var upp með Alfreð Þorsteinsson, forseti borgarstjórnar, segir að niður- staðan sé í algerri andstöðu við það sem lagt var upp með. Þann- ig hafi ásetningur borgaryfir- valda staðið til þess að einstakar fjölskyldur gætu boðið í lóðirnar en ekki að einn aðili, verktaki, gæti keypt þær allar. Að mati Alfreðs er ekki hjá því komist að Borgaryfirvöld ræða í vikunni úthlutun lóða í landi Úlfarsárdals en sami aðili bauð hæst í 39 af 40 einbýlishúsalóðum Borgarstjóri segir að ekki verði unað við niðurstöðuna Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl.is  Hærra verð | 11 MIKIL snjóflóð féllu í austanverðum Skútudal í Siglufirði aðfaranótt laugardags og yfir svæði hitaveitunnar. Öll mannvirki á svæðinu hurfu undir flóðið, nema spennistöðvarhúsið nyrst í dalnum. Fyrirhugað vegstæði vegna Héðins- fjarðarganga er í Skútudal, en að sögn Örlygs Kristfinnssonar, snjóflóðaeftirlitsmanns á Siglufirði, féll flóðið ekki á vegstæðið. Þó segir hann tillit tekið til snjóflóðahættu í hönnun Héðinsfjarðarganga og gert sé ráð fyrir veg- skálum til að verja fyrirhugaðan veg. Litlar sem engar skemmdir urðu á mann- virkjum eða dælubúnaði hitaveitunnar, en hús- in eru hönnuð til að þola mikil átök og hafa margsannað styrk sinn í fyrri snjóflóðum. Fengu Starfsmenn Rarik boð frá senditæki á hitaveitusvæðinu um að rakastig og hiti væru að hækka í dælubúnaði og fóru á vélsleða á með því lengsta sem heyrst hefur af hér á landi. Nýsnævi sem fallið hafði í tvo til þrjá daga, um 50–100 cm þykkt, rann þar á harðfenni í mikl- um bratta. Krafturinn í flóðinu var svo mikill að tvær tungur skutust nokkuð upp í hlíð Hóls- hyrnu vestan Skútuár. Úr Hólshyrnu féllu einnig snjóflóð úr tveimur stærstu giljunum. „Ef við mælum breidd flóðsins um miðbikið, þá er það um 3,5–4 km, en ef við tökum jaðar snjóflóðsins og þræðum tungurnar er það allt að níu kílómetrar að lengd,“ segir Örlygur. „Þetta er mjög óvenjulegt að sjá hversu um- fangsmikið þetta er og eftir svona stutt veður. Þarna spiluðu saman harðfenni og veik lög í þunnri snjóþekju ofan á því, sem gerðu það að verkum að samloðunin milli nýja snævarins var afar veik og í svona bröttum fjöllum kippir að- dráttarafl jarðar þessu hreinlega niður.“ svæðið til að kanna aðstæður. Kom í ljós að víð- áttumikil snjóflóð höfðu fallið af nánast öllum fjallabrúnum frá Skollaskál og suður að Móskógahnjúk, fremst í Skútudal. Að sögn Örlygs Kristfinnssonar er þetta flóð Snjóflóð kaffærði mannvirki hitaveitunnar í Skútudal á Siglufirði Stórt flóð eftir stutta snjóatíð RÚMLEGA 150.000 hringingar skiluðu sér inn á 35 mínútum í kosningunni um framlag Íslendinga til söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva. Það gerir um 4.300 hring- ingar á hverja mín- útu. Af þessum hringingum fékk Silvía Nótt 70.000 at- kvæði, Regína Ósk 30.000 og Friðrik Ómar 10.000. Hvert atkvæði kostaði 100 krónur og kostaði þannig kosningin íslenska símnotendur um 15 milljónir króna. Þessi upphæð skilar sér til símafyrirtækjanna og til Ríkisútvarpsins, en ekki fæst upp gefið hver skiptingin verður. Tekjur Ríkis- útvarpsins af símkosningunni fara til að greiða niður kostnað af keppninni, en hann slagar upp í 70 milljónir króna. | 36 15 milljónir á símreikninga á 35 mínútum ♦♦♦ TVEIR piltar voru fluttir á slysadeild eftir að bíll þeirra lenti út í Elliðaárnar við Geirsnefið í Reykjavík á ellefta tímanum í gærkvöld. Piltarnir komust af sjálfsdáðum úr bílnum, sem var á kafi í ánni. Meiðsl þeirra voru ekki al- varleg, en þeim var nokkuð kalt og þeir voru fluttir á slysadeild. Lögregla og sjúkralið voru kvödd á staðinn og kafarar frá Slökkviliði höf- uðborgarsvæðisins fóru á staðinn til að koma fyrir böndum á bílnum sem var hífður upp rétt fyrir miðnætti. Ástæður þess að bíllinn lenti úti í ánni eru ekki kunnar. Morgunblaðið/Júlíus Bifreið lenti á kafi í Elliðaánum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.