Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 11 FRÉTTIR EYÞÓR Arnalds sigraði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Árborg sem fram fór á laug- ardaginn var. Hlaut hann 593 atkvæði í fyrsta sætið. Þórunn Jóna Hauksdóttir fékk 295 atkvæði í 1.–2. sæti og Snorri Finnlaugsson 411 atkvæði í 1.–3. sæti. Alls kusu 1.087 í prófkjörinu en nýskráningar í Sjálfstæð- isflokkinn voru á sjötta hundrað. „Ég er mjög ánægður með þetta traust sem allur hóp- urinn er að fá og ég sjálfur persónulega. Þátttakan í prófkjörinu er ótrúleg, fé- lagaskráin hefur tvöfaldast og við höfum mikinn byr í seglunum. Listinn end- urspeglar mikla breidd og hefur mikla skírskotun til Árborgarbúa,“ sagði Eyþór Arnalds í samtali við frétta- vefinn mbl.is. Eyþór sagði mikla vinnu framundan hjá sjálfstæð- ismönnum. Nú eru þeir með tvo af níu bæjarfulltrúum, en Samfylkingin og Framsókn- arflokkurinn eru í meirihluta bæjarstjórnar. „Eitt var að vinna og svo er að vinna og í vor ætlum við að vinna,“ sagði Eyþór. Eyþór Arnalds sigraði í Árborg Ljósmynd/Guðmundur Karl Þrjú efstu í prófkjörinu fagna sigri. F.v.: Þórunn Jóna Hauks- dóttir, Eyþór Arnalds og Snorri Finnlaugsson. JÓHANNES Bjarnason bæj- arfulltrúi fékk fyrsta sæti í prófkjöri Framsóknarflokks- ins á Akureyri, sem haldið var á laugardaginn. Jóhannes fékk 296 atkvæði í 1. sæti, Gerður Jónsdóttir bæjar- fulltrúi 287 atkvæði í 1.–2. sæti og Erla Þrándardóttir fékk 272 atkvæði í 1.–3. sæti. „Ég er bæði stoltur og ánægður með minn árangur og ekki síður með listann, sem er geysilega sterkur,“ sagði Jóhannes þegar úrslitin lágu fyrir. „Ég óttast ekki and- stæðingana, það sem verður okkur erfiðast er staða flokks- ins í landsmálunum sem er langt undir því sem hann á skilið. En við svörum því bara með harðri kosningabaráttu.“ Jóhannes telur að það sé viðurkenning fyrir störf þeirra bæjarfulltrúanna í bænum að þau Gerður hafi orðið í tveimur efstu sætun- um. Gerður Jónsdóttir sagði úrslitin vera sigur kvenna. Sex konur gáfu kost á sér í prófkjörinu og þrjár þeirra urðu á meðal sex efstu, Gerð- ur og nýliðarnir Erla Þránd- ardóttir og Petrea Ósk Sig- urðardóttir sem varð í 6. sæti. Framsóknarflokkurinn á nú þrjá bæjarfulltrúa af 11 í bæjarstjórn Akureyrar. Flokkurinn myndar meiri- hluta með Sjálfstæðisflokki. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Bæjarfulltrúinn Jóhannes Bjarnason, til vinstri, klappar fyrir nýliðanum Erlingi Kristjánssyni sem varð í fjórða sæti. Við hlið Erlings er eiginkona Jóhannesar, Kristín Hilmarsdóttir. Jóhannes efstur í prófkjöri Framsóknar á Akureyri BJÖRN Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignasala, segir hið háa verð á einbýlishúsalóðum í landi Úlf- arsárdals hafa komið sér nokkuð á óvart. Þannig sé verðið nokkuð hærra en almennt gerist í lóðaútboð- um en einstaka lóðir hafi þó verið að seljast á hærra verði. „Ég tel sjálfur að þetta séu góðar lóðir til framtíðar [...] og hafi ým- islegt við sig til lengri tíma litið. Hins vegar á ég ekki von á því að almenna verðið á sérbýlishúsum sé svona gríðarlega hátt,“ segir Björn Þorri og bendir á sölu lóða í Arnarneslandi í Garðabæ til samanburðar. Þar selj- ist einstaka lóð á mjög háu verði en meðaltalið sé ekki svo hátt og í því tilviki sem hér um ræðir. „Það getur verið að menn séu að misreikna hina raunverulegu eftir- spurn líkt og gerðist í Grafarholti. Þar gerðu byggingarmenn ráð fyrir að verðið yrði hærra og eftirspurnin meiri en raun varð á og því urðu margir illa úti.“ Björn Þorri segir að þetta geti átt sér stað aftur. Þannig sé mark- aðurinn ekki í eina átt um alla framtíð. Hækk- anirnar séu dregnar áfram af efnahagslegum stöðugleika og þeim góða kaup- mætti sem nú er í landinu en það sé í raun meginforsendan fyrir því að fasteignaverð haldist stöðugt. „Það er mikið að gerast í lóðamálum“ „Byggingarmenn veðja á að það verði áfram hátt verð og hækkandi á sérbýli. Ef þetta er orðið eðlilegt verð [um 20 milljónir fyrir einbýlis- húsalóð] er það talsvert hærra en áð- ur hefur sést. Menn hljóta þá að reikna með hærra verði í framtíðinni en það ræðst af markaðsástandinu á hverjum tíma.“ Að mati Björns Þorra er verðið á einbýlishúsalóðunum í landi Úlfars- árdals nokkuð hátt að teknu tilliti til þeirra framkvæmda sem nú eru í farvatninu á höfuðborgarsvæðinu. Í því sambandi sé hægt að líta til Norðlingaholts, Úlfarsárdals og Mosfellssveitar, þar sem gert er ráð fyrir lóðum í Leirvogstungu, Helga- felli og Blikastaðalandi. Þá sé aukið framboð á lóðum í Garðabæ í Arnarneslandi og Urriðaholti. Auk þessa eigi mikil uppbygging sér stað í Hafnarfirði og Kópavogi en lóðir séu einnig lausar á Seltjarnarnesi. „Það er mikið að gerast í lóðamál- um og heilmikið fram undan. Það er ekki eins og það sé ekkert framboð.“ Björn Þorri segir að þegar lóðum sé úthlutað eða um þær dregið myndist ekkert markaðsverð. Það sé hins vegar hægt að finna markaðs- verð þegar efnt er til útboðs. „Í úthlutunum eða happdrætti eru menn ekki að leita að markaðsverði. Að því leytinu til er grundvallarmun- ur á þessum aðferðum,“ segir Björn Þorri en hann telur að skortur á lóð- um og svokallað lóðabrask sé fráleitt eina ástæðan fyrir háu fasteigna- verði í Reykjavík. Telur verð einbýlishúsalóða í Úlfarsárdal nokkuð hátt að teknu tilliti til framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu Hærra verð en almennt gerist Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl.is Björn Þorri Viktorsson ALFREÐ Þorsteinsson, forseti borgarstjórnar, segir það vel koma til greina að endurskoða útboð á lóðum í landi Úlfarsárdals í ljósi þess að sami aðili hafi átt hæsta tilboðið í 39 af 40 einbýlis- húsalóðum á svæðinu. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Alfreð að þessi nið- urstaða væri í algerri andstöðu við það sem lagt var upp með með út- boðinu. Þannig hafi ásetningur borgaryfirvalda staðið til þess að einstakar fjölskyldur gætu boðið í lóðirnar en ekki að einn aðili, verktaki, gæti keypt þær allar. „Það verður farið yfir þetta mál í vikunni og það skoðað hvaða leið- ir eru færar. Þannig þarf það ekki að vera endanleg niðurstaða að þessi einstaklingur sem átti hæstu tilboðin fái lóðirnar.“ Spurður um ágæti þeirrar að- ferðar sem notuð var sagði Alfreð að lóðaúthlutanir væru ávallt erf- iðar og væru gagnrýndar án tillits til þeirrar aðferðar sem notuð væri hverju sinni. „Þegar menn fara þá leið að draga um lóðirnar eins og gert var með lóðirnar í Lambaseli fá við- komandi ákveðin gæði langt undir markaðsverði. Versta leiðin er hins vegar sú að stjórnmálamenn séu sjálfir að úthluta lóðum eins og í Kópavogi þar sem pólitíkusar út- hluta vinum og vandamönnum lóð- um [...]. Með útboðum fá menn hins vegar hið rétta verð á þeirri vöru sem verið er að bjóða.“ Að mati Alfreðs er ekki hjá því komist að fara útboðsleiðina ef rétt verð á að fást fyrir lóðirnar enda sé sú leið langheilbrigðust. Þrátt fyrir það verði að huga að því að hver aðili fái ekki meira en eina lóð. Í andstöðu við það sem lagt var upp með Alfreð Þorsteinsson STEINUNN Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, segir að þeirri niðurstöðu, að einn og sami einstaklingurinn, sem er verktaki, hafi átt hæsta til- boðið í 39 af 40 einbýlis- húsalóðum sem boðnar voru út í landi Úlfars- ársdals, verði ekki unað. „Markmiðið með þessari að- ferðarfræði er að gefa einstaklingum kost á því að byggja yfir sig og sína fjölskyldu. Það er því ljóst að þessi niðurstaða gengur gegn markmiðum útboðs- reglnanna,“ segir Steinunn Valdís en hún telur einsýnt að borgaryf- irvöld fari eftir þeim fyrirvörum sem er að finna í útboðsskilmál- unum. „Við munum að sjálfsögðu nota okkur þessa fyrirvara. Til þess höf- um við fulla heimild ef markmiðum útboðsins er ekki náð en þeim er ekki náð með þessu.“ Þrátt fyrir að niðurstaða útboðs- ins hafi ekki verið í samræmi við þau markmið sem að var stefnt tel- ur Steinunn Valdís að það hafi ekki misheppnast. „Að mínu mati eru tvær réttlátar aðferðir við að ráðstafa lóðum. Annars vegar að ákveða fast verð og draga úr potti líkt og gert var með lóðirnar í Lambaseli og hins vegar að selja þær og láta mark- aðinn ráða. Þessar aðferðir hafa borgaryfirvöld notað jöfnum hönd- um. Það sá hins vegar enginn fyrir að nákvæmlega þessi staða gæti komið upp [...]. Kannski má segja að menn hafi ekki haft hugmynda- flug til að ætla að einstaklingur myndi bjóða tuttugu milljónir í all- ar einbýlishúsalóðirnar.“ „Gengur gegn mark- miðum útboðs- reglnanna“ Steinunn Valdís Óskarsdóttir ÁRNI Þór Sigurðsson, oddviti Vinstri-grænna í borg- arstjórn, segir að sú aðferð Reykjavíkurborgar að efna til útboðs við úthlutun einbýlis- og parhúsalóða í landi Úlfarsárdals hafi beðið skipbrot. „Það var óheppilegt að gera þetta með þessum hætti en peningarnir réðu hvernig fór. Þessir skilmálar voru samþykktir með þremur atkvæðum í borgarráði þann- ig að það má segja að fyrir þeim hafi ekki verið meiri- hlutastuðningur.“ Árni telur einboðið að leitað verði leiða til að úthluta lóðunum á nýjan leik og þá í samræmi við þau sjón- armið sem hann hefur áður sett fram um að dregið verði úr umsóknum og lóðirnar seldar á föstu verði. „Það er ljóst að þetta hefur misheppnast þegar það er lagt upp með það að bygging- arrétturinn skuli seldur til ein- staklinga en það reynist hins vegar mögulegt að einn byggingaverktaki bjóði í eigin nafni í allar lóðirnar sem einstaklingur. Ekki ætlar hann að búa í þrjátíu og níu húsum,“ sagði Árni Þór en hann á von á því að mál- ið verði tekið fyrir í borgarstjórn eða borgarráði í vikunni. „Í útboðsskilmálunum er gerður fyrirvari um samþykki borgarinnar. Það verður eflaust farið rækilega yfir það hvort unnt sé að hafna tilboðunum og fara í ferlið á nýjan leik.“ Telur útboðið misheppnað Árni Þór Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.