Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 31 DAGBÓK FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár LÓÐIR ÓSKAST TIL KAUPS Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Hef sérhæft mig í sölu á lóðum og öðru tengdu byggingarrétti. Til mín hafa leitað aðilar sem hafa áhuga á kaupa nýbyggingarlóðir/byggingarétt ásamt atvinnuhúsnæði. Hef einnig til sölu gistihús í fullum rekstri á höfuðborgarsvæðinu. Ég óska einnig eftir eignum með byggingarrétti/nið- urrifs. Áhugasamir vinsamlega hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Hákon Svavarsson, lögg. fasteignasali, sími 898 9396. Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Fjölbreytt dagskrá er í boði á Breið-holtshátíð –menningar- og listahátíðeldri borgara 2006. Hátíðin er áfimmtudag, 23. febrúar, og er í ár haldin undir yfirskriftinni „Við bjóðum til veislu“. Breiðholtshátíð er haldin í tengslum við Vetr- arhátíð í Reykjavík, og er samstarfsverkefni Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra, Félags eldri borgara, Árskóga –félags- og þjónustu- miðstöðvar, Félagsstarfs Gerðubergs og Þjón- ustumiðstöðvar Breiðholts. „Markmiðið er að skapa vettvang fyrir eldri borgara í Breiðholti og víðar til að koma sam- an, sýna list sína og handverk, stunda íþróttir, ræða málefni eldri borgara og skemmta sér saman,“ segir Guðrún Jónsdóttir, einn skipu- leggjenda hátíðarinnar. Meðal dagskrárliða má nefna stafsetning- arkeppni milli barna og eldri borgara, sér- viskusýningu og línudans en dagskránni lýkur með pompi og pragt á dansleik þar sem hljóm- sveit eldri borgara, Vinabandið, leikur fyrir gesti. Þá verður Breiðholtslagið frumflutt á hátíð- isdaginn: „Tillaga varð um að samið yrði sér- stakt lag og leitað var til Þorvaldar Jónssonar lagasmiðs og Breiðholtsbúa en Helgi Seljan samdi textann. Þetta er gott lag og mun verða þjóðsöngur Breiðholts,“ segir Guðrún. Fjölbreytt félagsstarf er í boði í Breiðholti og margs konar þjónusta. Meðal verkefna sem í gangi eru í Breiðholti nefnir Guðrún samstarfs- verkefnið „Kynslóðir saman í Breiðholti“ sem þróað hefur verið í samráði við Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og fjóra grunnskóla, og gerður um það sérstakur samstarfssamningur árið 2004. Eldri borgarar heimsækja leikskóla og grunnskóla í hverfinu og fást við margs konar iðju með börnunum, og hafa til dæmis fengist við skógrækt og fjölmenningarfræðslu og fá þá til liðs við sig svörtu tuskudúkkuna Gerðu- beggu. Í tengslum við Breiðholtshátíð er einnig hald- ið málþing þar sem rætt verður um stöðu og stefnu félagslegrar þjónustu hjá borginni: „Við höfum það að markmiði að byggja upp og efla samstarf við stofnanir og félagasamtök í hverf- inu og víðar. Samvinnan er sterkasta aflið og margir áfangasigrar hafa unnist í gegnum tíðina. Enn þarf að efla starfsemina og verða þau mál öll rædd á málþinginu,“ segir Guðrún Jónsdóttir einn skipuleggjenda Breiðholtshátíðarinnar „Við bjóðum til veislu“. Félagsstarf | Breiðholtshátíð 2006, menningar- og listahátíð eldri borgara 23. febrúar Hátíðisdagur í Breiðholti  Guðrún Jónsdóttir fæddist í Vestur- Húnavatnssýslu, Bjarg- húsum í Vesturhópi ár- ið 1950. Hún hefur stundað fjölbreytt nám á ýmsum stigum. Guð- rún hefur starfað í menningarmiðstöðinni Gerðubergi frá árinu 1986 og hefur frá árinu 1990 haft umsjón með félagsstarfi þar. Guðrún Jónsdóttir er gift Halldóri H. Árnasyni bifreiðastjóra og eiga þau soninn Árna og tengdadótturina Katrínu og þrjá sonarsyni. Lögmálið. Norður ♠ÁD ♥KD83 V/NS ♦D84 ♣9543 Vestur Austur ♠7543 ♠10962 ♥G762 ♥10 ♦Á105 ♦K9632 ♣106 ♣ÁKD Suður ♠KG8 ♥Á954 ♦G7 ♣G872 Lögmálið um heildarfjölda slaga (The Law of Total Tricks) hljóðar svo í öllu sínu veldi: „Fjöldi slaga sem taka má í báðar áttir í lengsta tromplit beggja hliða er jafn heild- arfjölda trompa.“ Vá! Með dæmi má leggja lögmálið þannig upp: Ef NS eiga átta-spila samlegu í lengsta lit (segjum hjarta) og AV átta-spila samlegu í sínum besta lit (segjum tígli) er heild- arfjöldi trompa 16, það er 8 + 8. Ef NS geta tekið 8 slagi í hjartasamn- ingi, ættu AV að standa til boða 8 slagir í tígulsamningi. Og ef NS fá 9 slagi, ættu AV að fá 7. Og svo fram- vegis: 10-6, 11-5 og þannig áfram. „Lögmálið“ er ekki náttúrulög- mál, en virkar furðu oft, ekki síst þegar um er að ræða átta- eða níu- spila samlegu. Frakki að nafni Jean- René Vernes vakti fyrst athygli bridsheimsins á þessu samhengi árið 1950, en það var ekki fyrr en bók Larry Cohens „Að segja eða þegja“ (To Bid or Not To Bid) kom út árið 1990 sem spilarar fóru almennt að nýta sér lögmálið í sögnum. Spil dagsins er frá 16 para Stjör- nutvímenningi Bridshátíðar síðast- liðinn miðvikudag. Furðu margir gerðust lögmálsbrjótar í suður og keyrðu í þrjú hjörtu eftir þessa sagnþróun: Vestur Norður Austur Suður Pass 1 lauf 1 tígull 1 hjarta 2 tíglar 2 hjörtu 3 tíglar ? Samkvæmt lögmálinu er rangt að segja þrjú hjörtu í stöðu suðurs, því ef þrjú hjörtu vinnast ættu þrír tígl- ar að fara tvo niður (miðað við að báðir séu í 8-spila samlegu). Eins og sést vinnst ekkert á þriðja þrepi – þrír tíglar tapast og þrjú hjörtu fara 1-2 niður eftir því hvern- ig vörnin spilast, svo lögmálið virkar – í þessu spili alla vega. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. e4 c5 2. d3 Rc6 3. g3 g6 4. Bg2 Bg7 5. f4 d6 6. Rf3 e5 7. Rc3 Rge7 8. O-O Rd4 9. Rxd4 cxd4 10. Re2 O-O 11. c3 dxc3 12. bxc3 exf4 13. Bxf4 d5 14. e5 h6 15. d4 Bg4 16. h3 Be6 17. Dd2 Kh7 18. g4 Rg8 19. Bg3 Hc8 20. Rf4 Dd7 21. Hf3 Re7 22. Haf1 Kg8 23. Bh4 Kh7 24. Dd3 Rg8 25. Rh5 Kh8 26. Rf6 Da4 27. H3f2 Dc4 28. Dxc4 Hxc4 29. Rxd5 g5 30. Bg3 Hd8 Staðan kom upp í C-flokki Corus skákhátíðarinnar sem lauk fyrir skömmu í Wijk aan Zee í Hollandi. Hollenski alþjóðlegi meistarinn Yge Visser (2485) hafði hvítt gegn franska stórmeistaranum Cyril Marcelin (2441). 31. Hxf7! Bxd5 hvítur hefði einnig staðið til vinnings eftir 31... Bxf7 32. Hxf7 b5 33. e6. 32. Bxd5 Hxd5 33. Hxb7 Hc6 34. Hff7 Hg6 35. e6 Hd8 36. Be5! Rf6 37. Hxg7 og svartur gafst upp enda fátt um fína drætti í stöðu hans. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Aflagrandi 40 | Félagsvist kl. 14. við- talstími hjúkrunarfræðings kl. 9.30– 11. Leikfimi kl. 9. Boccía kl. 10. Vinnu- stofur opnar frá kl. 9–16.30. Árskógar 4 | Bað kl. 8–16. Handa- vinna kl. 9–16.30. Smíði/útskurður kl. 9–16.30. Söngstund kl. 10.30. Fé- lagsvist kl. 13.30. Myndlist kl. 16. Barðstrendingafélagið | Aðalfundur Kvennadeildar Barðstrendinga- félagsins verður haldinn mánudaginn 20. febr. í Konnakoti, Hverfisgötu 105. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, bútasaumur, samverustund, fótaaðgerð. Dalbraut 18–20 | Fastir liðir eins og venjulega. Hægt er að fá dagskrána senda heim í pósti eða rafrænt. Mun- ið frjálsa handavinnuhópinn alla mið- vikudaga kl. 13. Í tilefni af Vetrarhátíð er opið hús sunnudag 26. feb. kl. 14– 16. Heitt á könnunni. Tungubrjótar og sönghópur Lýðs bregða á leik. Uppl. í síma 588 9533. FEBÁ, Álftanesi | Haukshús, opið hús kl. 13–16. Vilborgardagur, leið- beint við handverk og föndur af öllu tagi. Kaffiveitingar að hætti Álftnes- inga. Auður og Lindi annast akstur, sími 565 0952. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan er opin í dag kl. 10–11.30. Félagsvist spiluð í Félagsheimilinu Gullsmára kl. 20.30. Félagsheimilið Gjábakki | Kl. 9–12 handavinna, kl. 9.30 boccía, kl. 9.30 gler- og postulínsmálun, kl. 13.15 lom- ber, kl. 17 kóræfing, kl. 20 skapandi skrif. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Postulínsmálun kl. 9, handa- vinnustofan opin kl. 13, brids kl. 13, félagsvist kl. 20.30. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Op- ið í Garðabergi kl. 12.30–16.30. Í Garðabergi er sýnd áhugaverð mynd um regnskógana kl. 13. Kvenna- leikfimi kl. 9, 9.50 og 10.45, gler- skurður kl. 13 í Kirkjuhvoli. Vatns- leikfimi auka kl. 9.45 í Mýri. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar. Kl. 10.30 er hjúkr- unarfræðingur á staðnum. Frá há- degi spilasalur opinn. Kl. 14.30 kór- æfing. Miðvikud. 22. febr. árleg fræðslu- og skemmtiferð lögregl- unnar, lagt af stað kl. 14.30. Stræt- isvagnaleiðir nr. S4 og 12 stansa við Gerðuberg. Allar uppl.á staðnum. www.gerduberg.is. Hraunbær 105 | Kl. 9 perlusaumur, almenn handavinna, kaffi, spjall, dag- blöðin. Kl. 10 bænastund. Kl. 12 há- degismatur. Kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa kl. 9–16 hjá Sigrúnu, mósaík, ull- arþæfing og íkonagerð. Jóga kl. 9–11. Frjáls spilamennska kl. 13–16. Böðun fyrir hádegi. Fótaaðgerðir 588 2320. Hæðargarður 31 | Fastir liðir eins og venjulega. Vetrarhátíð föstudaginn 24. feb. Kl. 9.30 Gönuhlaup og kl. 14 opnuð myndlistarsýning Listasmiðju- hóps. Laugd. 25. feb. kl. 10 Út í blá- inn. Sunnud. 26. feb. kl. 14–16: Opið hús. Heitt á könnunni; tombóla; tölvugúrú; brugðið á leik; Dísirnar og Draumaprinsarnir. Korpúlfar Grafarvogi | Sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 9.30 á morg- un. Laugardalshópurinn Blik, Laug- ardalshöll | Leikfimi fyrir eldri borg- ara í Laugardalshöll kl. 12. Norðurbrún 1, | Kl. 9 smíði, kl. 10.30 upplestur, kl. 13–16.30 opin vinnu- stofa, kl. 9 opin fótaaðgerðastofan, sími 568 3838. Samtök lungnasjúklinga | Fé- lagsmenn hittast alla mánudaga kl. 16 í Síðumúla 6 (gengið inn á bak við húsið). Spjallað, gengið og tekið í spil. Léttar kaffiveitingar. Stjórnin. Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höf- uðborgarsvæðinu | Félagsheimilið, Hátún 12: Brids í kvöld kl. 19. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–15.30 handavinna. Kl. 9–10 boccia. Kl. 11–12 leikfimi. Kl. 11.45–12.45 hádeg- isverður. Kl. 13–16 kóræfing. Kl. 13.30–14.30 leshópur. Kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9–12.30, bókband og bútasaumur kl. 9–13, hárgreiðsla og fótaaðgerð- arstofur kl. 9, morgunstund kl. 9.30, boccia kl. 10–11, handmennt almenn kl. 13–16.30, glerbræðsla og frjáls spilamennska kl. 13. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Vímulaus æska kl. 20. Stuðningshópur foreldra ung- linga í vímuefnavanda. Árbæjarkirkja | Bæna- og helgistund kl. 10 í félagsmiðstöðinni Hraunbæ 105. Umsjón sr. Þór Hauksson og Kristina Kalló Szklenár. Félagsmiðstöðin Víðilundi 22 | Ag- low, kristileg kvennasamtök, verða með fund mánudaginn 20. febrúar kl. 20 í félagsmiðtöðinni Víðilundi 22, Akureyri. Ræðukona: Ann-Merethe Jacobsen, hjúkrunarfræðingur. Allar konur velkomnar. Grensáskirkja | Foreldrastund alla mánudagsmorgna. Hjallakirkja | Æskulýðsfélag fyrir 8. bekk kl. 20–21.30. Hjálpræðisherinn á Akureyri | Mánudaga kl. 15 Heimilasamband. Allar konur velkomnar. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Alfa 2 kl. 19. KFUM og KFUK | Aðalfundur sum- arstarfs KFUK í Vindáshlíð verður haldinn þriðjudaginn 21. feb. kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf, lagabreyt- ingar og umræður. Tillaga að laga- breytingum liggur frammi á skrif- stofunni Holtavegi 28. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Svei ykkur NÚ ER liðið hálft ár síðan ég þurfti á hjálp Landspítala – háskólasjúkra- húss að halda. Ég var að brotna und- an álagi lífsins og þurfti á hjálp að halda. Ég hef verið helgaráskrifandi að Morgunblaðinu þannig að ég les blaðið ekki alla daga, en ég græt: Á þessum sex mánuðum hef ég lesið minningargreinar um þrjá unga menn sem ég kannaðist við og voru samtíða mér á þessari stofnun. Þessir ungu menn voru á aldur við drengina mína. Ég veit fyrir víst að þeir áttu við erfiðleika að stríða, en ég vil líka halda því fram að með réttri meðhöndlun og góðri hlustun hefði mátt koma í veg fyrir að þessir ungu menn sviptu sig lífi. Hvað er um að vera í þjóðfélaginu okkar? Höfum við ekki efni á því að hlúa vel að unga fólkinu okkar sem villist af leið, höfum við ekki tíma til að hlusta og gera okkur grein fyrir því sem aflaga hefur farið hjá því? Get- um við ekki séð af einu eða tveimur stöðugildum til þess að það þurfi ekki að svipta sig lífi? Ég get ekki og vil ekki taka þátt í þessu. Ég borga mína skatta og vil að ráðamenn þessarar þjóðar fari að huga betur að unga fólkinu okkar í stað þess að veita fjármuni út í heim. Unga fólkið er jú auðurinn okkar, og það sem við byggjum á. Lilja Hannesdóttir, sjúkraliði. Hver týndi myndinni? ÞESSI mynd fannst í Eymundsson í Borgarkringlunni. Eigandi vinsam- lega nálgist myndina í Eymundsson. Fótboltaaðdáendur VELVAKANDA hefur borist eftir- farandi beiðni: „Ég er 37 ára gamall, fótbolta- aðdáandi og stuðningsmaður ís- lenska landsliðsins í fótbolta. Ég er að leita eftir aðstoð við að komast í samband við fótboltaaðdáendur á Ís- landi, sem styðja sitt uppáhaldsfé- lag, (sérstaklega stuðningsmenn Vals). Þeir sem gætu liðsinnt mér eru beðnir að hafa samband við: Mr. Banduta Sandel, Str. Traian 248, Galati 800186, Romania. Sími 0040-236-476255.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.