Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ákvörðun um hvortframlengja eigiþær takmarkanir sem settar voru upp fyrir tveimur árum varðandi at- vinnuréttindi ríkisborg- arara frá nýju aðildarríkj- um ESB mun liggja fyrir um miðjan mars í síðasta lagi, að sögn félagsmála- ráðherra. Þessar tak- markanir voru settar upp hér á landi, eins og í flest- um aðildarríkjum ESB og EES, fyrir tveimur árum með lögum 19/2004 en í þeim fólst að ríkisborgar- ar Eistlands, Lettlands, Litháen, Póllands, Slóvakíu, Slóv- eníu, Tékklands og Ungverja- lands (þ.e allra nýju aðildarríkj- anna að Kýpur og Möltu undanskildum) hafa ekki atvinnu- og búseturétt hér á landi og þurfa atvinnuleyfi til að vinna hér á landi. Ríkisborgarar aðildarríkja ESB hafa samkvæmt reglugerð ESB númer 1612/68 rétt til að vinna í öðrum aðildarríkjum. Ís- land lagaði rétt sinn að þessari reglugerð með lagasetningu árið 1993 um frjálsan atvinnu- og bú- seturétt launafólks innan EES en takmarkaði þann rétt með áður- nefndum lögum 19/2004. Unnt er að því að framlengja takmarkanirnar um þrjú ár til við- bótar á þessu ári og svo tvö ár í viðbót 2009. Árið 2011 verða hins vegar allar takmarkanir á at- vinnu- og búseturétti á EES að falla úr gildi. Þess skal þó getið að þrátt fyrir að slíkar takmarkanir séu í gildi er ekki þar með sagt að erlent vinnuafl geti ekki unnið í viðkom- andi landi, en eins og áður sagði er atvinnuleyfis þá krafist. Málið í skoðun Verði ekkert að gert hér á landi munu takmarkanir á atvinnu- og búseturétt ríkisborgara aðildar- ríkjanna átta falla úr gildi 1. maí næstkomandi. Árni Magnússon félagsmála- ráðherra segir að málið sé til skoðunar í ráðuneytinu. Annars vegar sé fylgst með umræðu ann- ars staðar í Evrópu og hins vegar sé leitað eftir sjónarmiðum aðila vinnumarkaðarins. Hannes G. Sigurðsson, aðstoð- arframkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að afstaða samtakanna hafi margoft komið fram. „Við teljum að framlenging á takmörkunum sé algerlega óþörf og þjóni ekki okkar hags- munum,“ segir Hannes og bætir við að reynslan í þeim ríkjum sem opnað hafi vinnumarkað sinn sé jákvæð og hin meintu neikvæðu áhrif hafi ekki komið fram. Hann- es segir að niðurfelling þessara takmarkana hafi verið mikilvæg forsenda fyrir því að kjarasamn- ingar hafi haldið í nóvember. „Í þeim viðræðum skildist okkur að þessum takmörkunum yrði af- létt,“ segir Hannes. Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, segir að sam- bandið sé enn að móta sér skoðun í málinu. Almennt sé vilji fyrir því að draga úr takmörkunum en til þess verði eftirlitskerfi vinnu- markaðarins að vera öflugt og skoða verði hvort brotalamir séu til staðar. Sú hætta sé til staðar að ef bylgja af austur-evrópsku vinnuafli komi til landsins verði erfitt að halda uppi eftirliti með launagreiðslum og að kjör þeirra og annarra verði lakari en nú er. „Því miður hefur reynslan sýnt að fjöldi atvinnurekenda hefur nýtt sér þessa aðstöðu til að auka sitt hagnaðarstig,“ segir Gylfi. Þrjú lönd án takmarkana Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins kynnti á dögunum skýrslu um áhrif takmarkana á frjálsri för launþega á atvinnuþró- un í aðildarríkjum ESB. Af þeim fimmtán aðildarríkjum ESB sem fyrir voru áður en sambandið stækkaði til austurs, nýttu tólf ríki sér heimild til að setja upp tak- markanir en Bretland, Írland og Svíþjóð opnuðu vinnumarkað sinn alfarið. Niðurstaða skýrslunnar var sú að í þeim ríkjum þar sem engar takmarkanir á frelsi laun- þega voru settar upp hefur at- vinnuástand verið gott og áhrifin jákvæð. Í skýrslunni segir hins vegar að þau ríki sem settu upp takmarkanir hafi orðið fyrir ákveðnum hliðarverkunum, eins og fleiri óskráðum starfsmönnum og meira af ólöglegum sjálfstæð- um atvinnurekstri. Einnig kemur fram að töluvert minni aðsókn hefur verið frá Austur-Evrópu inn á vinnumarkaði eldri aðildarríkj- anna en búist var við. Að jafnaði séu verkamenn frá aðildarríkjun- um nýju um 1% af vinnumarkaðn- um en hlutfallið er hæst á Írlandi, eða 3,8%. Þá segir í skýrslunni að ekkert bendi til þess að vinnuafl frá Austur-Evrópu lifi á bótum eða styrkjum í aðildarríkjum sam- bandsins, heldur eru þeir í flest- um tilvikum komnir til þess að vinna og fara svo aftur heim. Niðurstöður framkvæmda- stjórnarinnar eru svipaðar og nið- urstöður skýrslu sem norska stofnunin FAFO vann í fyrra varðandi stöðuna á Norðurlönd- um en í henni kom fram að á heild- ina litið hefði aukið framboð á vinnu og þjónustu líklega haft já- kvæð efnahagsleg áhrif. Fréttaskýring | Frjáls för launþega hinna nýju aðildarríkja Evrópusambandsins Falla múrarnir? Takmarkanir á frjálsri för launþega til landsins falla að óbreyttu niður 1. maí Frjáls för launþega innan ESB þykir almennt hafa haft jákvæð áhrif á vinnumarkaði. Mikil aukning í útgáfu atvinnuleyfa milli ára  Samkvæmt núverandi lagaum- hverfi þarf verkafólk frá hinum nýju aðildarríkjum ESB, sem og öðrum ríkjum utan sambandsins og EES, að sækja um atvinnu- leyfi til að mega vinna hér á landi. Vinnumálastofnun hefur það hlutverk að gefa út atvinnu- leyfi og hefur útgefnum leyfum fjölgað mjög undanfarin ár. Í fyrra voru alls veitt 6.367 at- vinnuleyfi en árið 2004 voru út- gefin leyfi alls 3.750. Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is ÞESSAR gæsir höfðu nóg að bíta og brenna er ljós- myndara Morgunblaðsins bar að garði. Undrun vekur hversu grænt grasið er á þessum tíma árs. Spurð um áhrif hlýinda undanfarinna daga á fugla og gróður sagði Steinunn Árnadóttir, garðyrkjustjóri Seltjarn- arness, að ýmsar plöntur létu blekkjast af hitastiginu. Hún sagði margt hafa farið af stað í görðum bæjarbúa og sem dæmi mætti nefna að við Eiðistorg, norðan í móti, hefði hún séð stjúpu í blóma. „Eitt er víst að fugl- arnir hljóta að vera glaðir,“ sagði Steinunn að lokum. Morgunblaðið/Ómar Vorið á næsta leiti? DAGVIST fyrir minnissjúka var opn- uð formlega í Drafnarhúsinu við Strandgötu 75 í Hafnarfirði á föstu- daginn. Þar er gert ráð fyrir tuttugu rýmum þegar starfsemin er komin í fullan gang. Hafnarfjarðarbær útvegar hús- næði undir starfsemina, en FAAS – Félag aðstandenda Alzheimersjúk- linga og annarra minnissjúklinga, sér um reksturinn, sem er með líku sniði og dagvistun heilabilaðra í Fríðuhúsi í Reykjavík og fjármagnaður með dag- gjöldum úr ríkissjóði. Dagvistin bætir, að sögn Guð- mundar Rúnars Árnasonar, for- manns fjölskylduráðs Hafnarfjarðar- bæjar, úr brýnni þörf fyrir dagvistarúrræði fyrir minnissjúka Hafnfirðinga og léttir undir með mörgum. Segir hann verkefnið hafa verið í undirbúningi í nokkur misseri, en ekki hafi tekist að tryggja rekstr- arfé fyrr en nú um áramótin. „Alz- heimer er hræðilegur sjúkdómur og þótt þeir sem honum eru haldnir geti verið í góðu líkamlegu formi, þurfa þeir eigi að síður stöðuga umönnun,“ segir Guðmundur. Það eru mörg dæmi um að makar og ættingjar séu bundnir allan sólarhringinn.“ Því seg- ir Guðmundur þetta úrræði falla vel að þeirri hugsun sem komi fram í til- lögum um framtíð öldrunarþjónustu í Hafnarfirði sem kynntar voru í vik- unni sem leið. Tuttugu pláss á nýrri dagvist fyrir minnissjúka NÝR bátur, Gunnar Bjarnarson SH, kom í heimahöfn í Ólafsvík á laugardag. Útgerðarfélagið Haukur hefur fest kaup á þessum bát sem er einn hinna svokölluðu Kínabáta. Báturinn hét áður Ósk KE og var gerður út frá Keflavík og er hann 94,7 tonn að stærð. Gunnar Bjarnarson verður gerður út á dragnót og á heim- leiðinni stóðst áhöfnin ekki að prófa bátinn, enda er laug- ardagur til lukku, og margur sjó- maðurinn hjátrúarfullur. Skips- höfnin tók tvö höl út af Skarðsvík og náði í um tvö tonn, góð byrjun hjá þeim. Alls eru fimm menn í áhöfn bátsins. Fyrir á útgerð- arfélagið Haukur eldri bát sem hefur borið sama nafn og er hann nú til sölu. Gunnar Bjarnarson kemur til nýrrar heimahafnar í fyrsta skiptið. Góð byrjun hjá Gunnari Bjarnarsyni Þorsteinn, Hilmar og Smári Haukssynir gera út Gunnar Bjarnarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.