Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 23
FLUG 19.900KR. + Bókaðu á www.icelandair.is ALLIR ÁFANGASTAÐIR Í EVRÓPU ÁGÆTI lesandi. Í kvöldfréttum ríkissjónvarpsins, þann 16. febrúar, var sú frétt að það væri verið að rífa hús hraðfrysti- stöðvarinnar við Mýrargötu og búið væri að gefa leyfi til að byggja. Það þóttu mér stór tíðindi þar sem deili- skipulag hefur ekki verið samþykkt fyrir þetta svæði að því er ég hélt. Sjálfur fékk ég einskonar bréf frá byggingaryf- irvöldum, þar sem ég var hvattur til að leggja inn byggingarnefnd- arteikningu, til að byggja vinnustofu á lóðinni við hús okkar, áður hafði ég lagt inn fyrirspurn um möguleika á slíkri framkvæmd. Skemmst er frá því að segja að ég fékk „nei“ ásamt og með því að ég ætti að gefa borg- inni hluta af lóðinni þar sem ég ætl- aði að byggja vinnustofuna. DAÐI GUÐBJÖRNSSON, Brunnstíg 5, 101 Reykjavík. Jón eða séra Jón Frá Daða Guðbjörnssyni: MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 23 UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÁRUM saman hafa staðið yfir við- ræður við ríkisstjórn landsins um bætta afkomu þeirra ellilífeyr- isþega sem búa við lökust kjör og þar af leiðandi í mestum vanda með daglegan rekstur heimilis. Án verulegs árangurs. Samt hélt forsætisráðherra því fram í viðtali fyrir jól að kaupmáttur elli- lífeyris hefði aukist meira en ann- arra á árinu. Í áramótaboðskap sínum virtist hann kominn í kosn- ingaham og útbýtti óspart inn- antómum loforðum og sagði að vel þyrfti að gera við þá ellilífeyr- isþega sem byggju heima. Hefur að sjálfsögðu reynslu af því að kjósendur séu bæði trú- gjarnir og gleymnir. Að bæta kjör lágtekju- ellilífeyrisþega verður ekki auðvelt því svo langt er búið að draga kjör þeirra niður í eymdina að hækka þyrfti útborgaðan lífeyri um 100% svo hann stæði undir þenslu skatta og ofurþenslu viðhalds- kostnaðar húsnæðis og heim- ilistækja. Þeir sem slíka þjónustu veita, virðast hafa sterka löngun til að taka hefðarmenn sér til fyr- irmyndar og reikna þjónustuna fremur í fúlgum en tímakaupi. Þó fúlgurnar séu enn smávaxn- ar á mælikvarða hefðarmanna eru þær erfiðar ellilífeyrisþegum. Ég hef oft bent á það í skrifum mínum um kjör aldraðra að ekki hafi verið sýnt fram á að gild lagaleg heimild sé fyrir því að tengja tekjutryggingu ellilífeyris við launatekjur maka. Ég hef heldur ekki fengið skýr- ingu á því hvernig ríkisvaldið get- ur úthlutað úr launaumslagi mak- ans til framfærslu lífeyrisþegans, því eignaréttur launþegans á laun- um er bæði stjórnarskrárvarinn og tryggður með kjarasamningum. Ég er sammála Ögmundi Jón- assyni V.G að þegar starfsævi ljúki eigi allir að þiggja lífeyri byggðan á sömu forsendu. Ekki að óheiðarlegir þingmenn geti búið til fyrir sig ofurlífeyri áður en starfs- ævi líkur og það án tekjutenging- arkvaða af nokkru tagi. Nú hefur komið upp sú staða að alþingismönnum og ýmsum emb- ættismönnum var úthlutað hærri prósentu í launahækkun en al- mennum launastéttum, sem olli verulegri úlfúð meðal manna og töldu alþingismenn að nauðsynlegt væri að lækka prósentuna til sam- ræmis við aðrar launastéttir. Lögfræðingar töldu að ef launa- hækkunin tæki gildi um áramót gæti skapast bótaskylda, yrðu launin lækkuð, vegna eignarréttar sem tryggður væri í stjórnarskrá Þetta lagaákvæði stjórnarskrár fer strax að virka þegar á að hreyfa við launum hálaunamanna en hefur engin áhrif á úthlutun ríkisins af lægstu launum. Þetta sýnir vel heiðarleika þeirra sem eiga að gæta laga og réttar í land- inu. Í kjarasamningum er alltaf haft endurskoðunarákvæði á ákveðnum tímapunkti til að meta áhrif verð- breytinga á kaupmátt launa. Lægstu laun fá þessa breytingu bætta einfalda en þeir í hærri launastiganum, margfalda, þó þeir borgi nákvæmlega það sama fyrir verðbreytinguna og þeir á lægstu laununum. Hversvegna að gefa þeim sem eru á hærri laununum jafnvel mánaðarlaun verkamanns, án þess að kostnaður komi á móti eins og hjá þeim sem eru á lægstu laun- unum? GUÐVARÐUR JÓNSSON, Hamrabergi 5, Reykjavík. Launastefnan Frá Guðvarði Jónssyni: FYRIR skömmu var haldið mál- þing um stöðu og hlutverk hug- og félagsvísinda og erindi þeirra við samfélagið á vegum Reykjavík- urakademíunnar og Hagþenkis félags höf- unda fræðirita og kennslugagna. Í pall- borðsumræðu sátu fjórir alþingismenn fyrir svörum. Þá var að vonum sitthvað sagt um starfsskilyrði og opinberar fjárveit- ingar sem ráða sínu um ástundun og ár- angur fræðanna. Undir lokin komu til samanburðar ríflegir styrkir til landbún- aðar. Hjálmar Árnason, þingmað- ur Framsóknarflokksins, benti á að hæpið væri að reikna með því að lækkun þeirra mundi leiða til hækkunar á því sem rennur til vísinda og fræðimennsku. Það er vitaskuld rétt athugað. En jafn- ljóst er að sitthvað ber að hugsa að nýju. Endurmeta hvað réttlæt- anlegt er að hafa á fjárlögum rík- isins. Spyrja hvað þjóni almanna- hagsmunum og hvað telst sóun. Athugum fjárveitingardæmi sem tengjast annars vegar land- búnaði og hins vegar fræði- mennsku og útgáfu. Fjárveiting til Bændasamtaka Íslands undir liðn- um almennur rekstur nemur 488,3 milljónum kr. skv. fjárlögum 2006. Þar fyrir utan er skellt 25 millj- ónum í „Átak í hrossarækt“ og 22 í „Loðdýrafóður“ auk margra ann- arra torskilinna liða í landbún- aðarkaflanum. En fjárveiting í Bókasafnssjóð höfunda nemur ná- kvæmlega 19,3 milljónum. Hvern- ig þjónar það almannahag að láta ein hagsmunasamtök í landinu fá kostnaðinn við starfsemi sína greiddan úr rík- issjóði? Samræmist það jafnréttisreglu stjórnarskrár? Hvers konar sóun fylgir slíku háttalagi? Vitað er að fyrr á árum voru ráðunautar Bændasamtakanna m.a. að leiðbeina um framræslu mýra en nú eru þeir að athuga hvernig unnt er að endurheimta votlendi! Úrelt lög kveða á um skyldu ríkisvaldsins til að semja við Bændasamtökin um framlag af þessu tagi. Þau ber að afnema sem fyrst til að bjarga sóma bændastéttarinnar. Fjárveiting til Bókasafnssjóðs höfunda þjónar hins vegar al- mannahag. Það má líta á hana sem umbun fyrir rétt ríkis og sveitarfélaga til að lána hvers kon- ar ritverk ókeypis úr almennings- bókasöfnum, skóla- og stofn- anabókasöfnum. Almenningur nýtur góðs af því. En það kostar sitt fyrir höfunda og útgefendur að afurð sem þeir setja á markað skuli öllum aðgengileg án endur- gjalds. Það hlýtur því að teljast réttmætt að breyta skipulaginu og veita hagsmunasamtökum þeirra lögbundinn samningsrétt um greiðslur fyrir útlánaréttinn. Hætta að skammta lítilsvirðingu, minna en óþekktum loðdýrum til sveita. Hafa ber í huga að greiðsl- urnar renna bæði til höfunda fræðirita, kennslubóka, skáldverka og myndefnis í bókum. Ætla þeir að láta sér lynda endalaust rétt- leysi og vansæmd? Ég býst við að það gildi jafnt um höfunda fræðirita, kennslu- bóka, mynd- og skáldverka að þeir vilja halda opnum þeim greiða að- gangi sem almenningur hefur að verkum þeirra í bókasöfnum. En það opinbera á að borga sann- gjarnt verð fyrir réttinn til að hafa þá skipan. Má ekki ætla að það verði léttbærara fyrir ríkið ef það hættir að reka hagsmuna- samtök sem sóma síns vegna eiga að standa á eigin fótum? Um lögbundna sóun og vansæmd Hörður Bergmann fjallar um málþing Reykjavíkur- akademíunnar og Hagþenkis ’Ég býst við að það gildijafnt um höfunda fræði- rita, kennslubóka, mynd- og skáldverka að þeir vilja halda opnum þeim greiða aðgangi sem al- menningur hefur að verkum þeirra í bóka- söfnum.‘ Hörður Bergmann Höfundur er kennari og rithöfundur. BÓKASÖFN og upplýsinga- miðstöðvar eru starfræktar við flesta framhaldsskóla landsins í dag. Helsta hlutverk þeirra er að veita nemendum og kenn- urum sem best að- gengi að upplýs- ingum, hvort sem er á prentuðu eða raf- rænu formi. Mikil áhersla er lögð á að þjálfa notendur í sjálfstæðum vinnu- brögðum, þannig að þeir verði bæði færir um að finna upplýs- ingar og meta gildi þeirra. Veruleiki ungs fólks einkennist gjarnan af miklum hraða, jafnvel streitu. Þessu fylgir oft að of litlum tíma er varið til upplýsingaleitar og úrvinnslu. Með til- komu netsins og að- gengi almennings að því hefur öll upplýs- ingaöflun gjörbreyst. Nú er hægt að finna upplýsingar á netinu og vinna úr þeim á mettíma, góð fram- leiðni gætu sumir sagt. En allt er í heiminum hverfult. Hvenær getum við verið viss um að upplýsingarnar séu óvefengj- anlegar og réttar? Hvenær höfum við tileinkað okkur upplýs- ingalæsi? Upplýsingatæknin, að kunna á tækin og forritin, er ekki nægileg ein og sér. Upplýs- ingalæsi þarf einnig að vera fyrir hendi, þ.e. getan til að lesa í upp- lýsingarnar og meta þær. Það felur því í sér að vita hve- nær upplýsinga er þörf, færni til að finna þær, meta gildi þeirra og hagnýta þær. Þeir sem hafa til- einkað sér upplýsingalæsi eru því vissulega að búa í haginn fyrir framtíð- ina, þar sem símennt- un og hvers konar endurmenntun eykst með ári hverju. Nokkrir bókasafns- fræðingar við íslenska framhaldsskóla tóku sig til og þýddu og að- löguðu að íslenskum aðstæðum sænska vef- inn Biblioteksguiden sem er kennsluvefur í upplýsingalæsi. Hann er að finna á slóðinni http://www.bokis.is/ upplysingalaesi/ index.htm. Tilgang- urinn með vefnum er fyrst og fremst sá að geta boðið nemendum aðgengilegar leiðbein- ingar um hvernig best skuli staðið að upplýs- ingaleit og úrvinnslu upplýsinga. Einnig er hægt að nota vefinn sem almennt hjálp- artæki við kennslu eða sjálfsnám í upplýs- ingaleit og upplýs- ingalæsi. Nemendur í framhaldsskólum landsins hafa í flestum tilfellum góðan aðgang að skólasöfnum og á undanförnum árum hafa mörg söfn flutt í stærra húsnæði og þar með fengið betri aðstöðu. Þar er boðið upp á margvíslega þjónustu, svo sem aðstoð við heim- ildaleit, aðgang að bókum og tíma- ritum, kennslu í notkun gagna- safna, hópvinnuaðstöðu, aðstöðu til tölvuvinnu og útprentunar, myndvinnslu, ljósritunar og svo mætti lengi telja. Vinna á framhaldsskólasafni er gefandi og ánægjuleg. Enginn dagur er öðrum líkur og lítil hætta á að starfið verði tilbreyt- ingalaust. Þarfir nemenda og starfsfólks skólanna eru jafn margvíslegar og einstaklingarnir eru margir. Þetta er spennandi starfsum- hverfi og notendahópurinn skemmtilegur. Það er hlutverk starfsfólks skólasafnanna að veita nemendum leiðsögn í upplýs- ingalæsi og búa þá undir framtíð- ina því upplýsingalæsum ein- staklingi eru allir vegir færir hvort sem er í áframhaldandi námi eða starfi. Samstarfshópur bókasafnsfræð- inga í framhaldsskólum var settur á laggirnar árið 1985. Reglulegir fundir eru haldnir til skiptis í framhaldsskólum landsins. Samstarfshópurinn hefur unnið að ýmsum hagsmunamálum bóka- safna í framhaldsskólum, s.s. stefnumörkun og samræmingu starfshátta, tölvuvæðingu og upp- lýsingalæsi. Upplýsingalæsi í framhaldsskólasöfnum Elín Kristbjörg Guðbrands- dóttir og Valgerður Sævars- dóttir fjalla um upplýsinga- stöðvar við skóla landsins Valgerður Sævarsdóttir ’Samstarfshópur bóka-safnsfræðinga í fram- haldsskólum var settur á laggirnar árið 1985.‘ Höfundar eru bókasafns- og upplýsingafræðingar í Fjölbrauta- skóla Suðurlands og Mennta- skólanum að Laugarvatni. Elín Kristbjörg Guðbrandsdóttir Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.