Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ALLIR ÁFANGASTAÐIR Í EVRÓPU FLUG 19.900KR. + Bókaðu á www.icelandair.is ● MAGNÚS Krist- insson, eigandi Toyota og Hertz á Íslandi, hefur fest kaup á Gísla Jóns- syni ehf. en selj- endur fyrirtæk- isins eru Karl Jónsson og fjöl- skylda. Gísli Jóns- son ehf. er með umboð fyrir ýmis þekkt vörumerki er tengjast afþrey- ingu og mótorsporti á Íslandi. Má þar helst nefna Ski-doo snjósleða, BRP fjórhjól og sæþotur, Camp-let tjald- vagna og kerrur og Starcraft fellihýsi og pallhús. Með kaupum Magnúsar á P. Samúelssyni (Toyota-umboðinu) nýverið fylgdi einnig umboð fyrir Ya- maha öku- og mótortæki. Magnús kaupir Gísla Jónsson Magnús Kristinsson ● GREININGARDEILD KB banka spá- ir 0,7% hækkun vísitölu neysluverðs nú í mars sem leiðir til þess að tólf mánaða verðbólgan mun lækka örlít- ið í næsta mánuði, fara úr 4,1% nið- ur í 4%. Greiningardeildin segir að í marsmánuði muni lækkanir vegna útsala ganga til baka og reiknar með 12–15% hækkun á verði fatnaðar í mánuðinum. „Töluverð óvissa fylgir þessum lið en lækkun á verði fatnaðar var með mesta móti nú eftir jólin. Að vísu er hugsanlegt að lækkanir vegna út- sala gangi ekki að fullu til baka en ljóst er að innkaupaverð hefur verið óvenju hagstætt síðastliðna mán- uði,“ segir greiningardeild KB banka. Spá hækkun á vísitölu ● STÝRIVEXTIR bandaríska seðla- bankans munu halda áfram að hækka á næstu mánuðum. Þetta gerði nýi seðla- bankastjórinn, Ben Bernanke, sem gjarnan er kallaður „Big Ben,“ lýðum ljóst í fyrstu ræðu sinni fyrir full- trúadeild Banda- ríkjaþings nýlega. Bernanke benti á að verðbólgu- ógnin væri enn til staðar sem meðal annars endurspeglast í háu orku- verði. Ennfremur væri bandaríska hagkerfi farið að nálgast fulla af- kastagetu, nokkuð sem getur leitt til verðbólgu. Bernanke vill hækka vexti Ben Bernanke SÖLUTEKJUR dönsku stórversl- unarinnar Illum, sem hefur verið endurbætt og endurnýjuð, voru um 14% meiri í janúar í ár en janúar í fyrra. Allt árið í fyrra jókst veltan þó ekki nema um 5,6% en gert er ráð fyrir að veltan aukist mun meira í ár. Illum hafði lengi verið rekið með tapi en hagnaður varð af rekstri verslunarinnar á síðasta reikn- ingsári, þó ekki væri hann mikill, en stefnan er að hagnaðurinn sem hlut- fall af veltu verði á bilinu 7-8%. Illum hyggst opna nýja verslun gegnt Pile- stræde í miðborginni þar sem City- arkaden var áður. „Illum-stórverslunin er nú að rísa úr öskustónni eins og fuglinn Fönix eftir margra ára taprekstur og minnkandi veltu. Viðskiptavinirnir streyma inn í verslunina sem Baugur Group keypti síðasta haust en Baug- ur á einnig á Magasin du Nord,“ seg- ir í frétt Berlingske Tidende. Stefnan hjá Illum gengur meðal annars út á að bjóða í auknum mæli upp á alþjóðleg vörumerki og höfða til yngri viðskiptavina. Burberrys er eitt af þeim vörumerkjum, sem mest selst af hjá Illum, og söluaukning þar og í öðrum þekktum alþjóðlegum vörumerkjum hefur aukist um 40- 50%. Nýir eigendur skiptu máli Paricia Burnett, forstjóri Illum, vildi í samtali við Berlingske Ti- dende, ekki gefa upp hversu miklu fé eigendur Illum hafa varið til endur- nýjunar á hinni liðlega 100 ára gömlu stórverslun. Hún segir aðkomu nýrra eigenda þó skipta miklu máli þegar horft sé til þess árangurs sem Illum stefni að því að ná. Kosturinn sé sá að þeir komi úr smásölugeir- anum og skilji mikilvægi vörumerkja og geti brugðist skjótt við breyttum óskum viðskiptavina. Á uppleið Eftir mögur ár og minnkandi veltu er rekstur Illum að rétta úr kútnum með tilkomu nýrra eigenda, Baugs Group. Forstjóri Illum segir þá bregðast skjótt við breyttum óskum viðskiptavinanna. Illum að rísa úr öskustónni Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is NOKKUR orkufyrirtæki í Evrópu eiga á hættu að verða tekin til sér- stakrar rannsóknar af hálfu sam- keppnisyfirvalda Evrópusambands- ins, vegna gruns um samráð í verðlagningu á gasi og rafmagni. Haft er eftir hinni hollensku Neelie Kroes, framkvæmdastjóra sam- keppnismála hjá ESB, í frétt á fréttavef BBC, að ýmis orkufyrir- tæki verði væntanlega tekin til skoð- unar. Nýleg rannsókn á stöðunni í orkugeiranum gefi tilefni til þess. Hún tilgreinir þó ekki í samtali við fréttastofuna hvaða orkufyrirtæki um sé að ræða, en hvetur stjórnend- ur fyrirtækjanna almennt til að taka málin til eigin skoðunar. Rannsókn samkeppnisyfirvalda ESB á meintu samráði evrópskra orkufyrirtækja hófst síðastliðið sum- ar. Hún beindist að því að kanna hvort eitthvað væri hæft í því að fyr- irtækin hefðu með sér samráð um verð á gasi og rafmagni, til að halda verðinu uppi. Samkeppni á orkumarkaði innan ESB til skoðunar Reuters Rannsókn ESB hefur haft nokkur orkufyrirtæki í Evrópu til skoðunar vegna gruns um verðsamráð. EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Bolar ehf., áður Sæplast á Dalvík, skilaði 431 milljónar króna hagnaði af rekstri síðasta árs, samanborið við ríflega 170 milljóna króna tap árið 2004. Hagnaðurinn nú er aðallega tilkominn vegna sölu á verulegum hluta starfseminnar til Promens hf. Rekstur Bola samanstendur af þremur félögum; Sæplast Norge AS, Sæplast Åle- sund AS og Sæplast Canada Inc., auk móðurfélagsins. Rekstrartekjur dótturfélaganna þriggja ásamt tekjum af starfsemi móðurfélagsins voru 1.442,3 milljónir króna og hagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 50,5 milljónir króna. Tap var á rekstri allra rekstrarfélag- anna þriggja á árinu. Niðurstöður efnahagsreiknings eru 2.201,7 millj- ónir króna, þar af eigið fé 682,9 milljónir króna, og er eiginfjárhlutfall 31%. Í tilkynningu frá Bolum segir að mikil samkeppni hafi ríkt á markaði fyrir einangruð plastker í N-Ameríku í fyrra og það hafi bitnað á afkomu Sæplasts í Kanada. Í upphafi þessa árs var fyrirtækið selt til Promens og hefur rekstur þess nú verið sameinaður rekstri Bonar Plastics félaganna í N-Ameríku. Bolar skiluðu 431 milljónar hagnaði ALLT árið 2005 voru fluttar út vörur fyrir 194,4 milljarða króna en inn fyrir 288,9 milljarða króna sam- kvæmt endanlegum tölum Hagstof- unnar. Halli var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 94,5 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 33,9 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 60,6 milljörðum króna lakari árið 2005 en árið 2004. Í desembermánuði voru fluttar út vörur fyrir 13,7 milljarða króna og inn fyrir 23,1 milljarð króna. Vöru- skiptin í desember voru því óhag- stæð um 9,4 milljarða króna en í des- ember árið áður voru þau óhagstæð um 3,7 milljarða króna á föstu gengi. Allt árið 2005 var heildarverðmæti vöruútflutnings 12,7 milljörðum eða 7% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 57% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 0,8% (0,9 milljörðum) meira en á sama tíma árið áður. Vöruskipta- hallinn 94,5 milljarðar ♦♦♦ BESTU laxveiðiárnar hér á landi eru að verða fullbókaðar í sumar og síðustu forvöð að tryggja sér veiði- dag. Þetta er haft eftir Orra Vigfússyni í veiðidálki Fin- ancial Times um helgina. Þar seg- ir Orri ennfrem- ur að bestu árn- ar séu bókaðar af stóru við- skiptabönkunum og viðskiptavinum sjávarútvegsfyrirtækja. „Fyrir nokkrum árum var það golf en nú er í tísku að fara í laxveiði,“ segir Orri, sem telur ýmislegt laða er- lenda auðjöfra í laxveiði til Íslands, t.d. fyrsta flokks bráðaþjónustu, gott farsímasamband og mörg veiðihúsin hafi upp á að bjóða heimsins bestu matreiðslumeistara. Í greininni segir að laxveiði á há- annatíma á Íslandi sé ekki á færi allra, einn dagur í fengsælli á geti kostað hátt í tvö þúsund sterlings- pund, eða um 220 þúsund krónur. Utan háannatíma geti heimamenn þó fengið að veiða lax fyrir 20–30 þúsund krónur á dag. „Áður golf, nú laxveiðar“ Orri Vigfússon ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ALCOA hefur náð samkomulagi við stjórnvöld í Trínidad og Tóbagó við Karíbahaf um byggingu nýs álvers með 341 þúsund tonna fram- leiðslugetu á ári. Alcoa hefur um leið ákveðið að hefja vinnu við gerð um- hverfismats vegna álversins. Fyr- irtækið hefur haft uppi áform um ál- ver á þessum slóðum, en vilja- yfirlýsing var undirrituð í maí árið 2004. Áætlað er að álverið í Trínidad og Tóbagó kosti 1,5 milljarða Banda- ríkjadala, eða um 96 milljarða króna. Fyrirmynd þess verður álver Alcoa í Reyðarfirði, en til viðbótar verður rafskautaverksmiðja reist. Framleiðslan, sem verður knúin með gasi, á að hefjast í lok árs 2008 og skapar álverið 750 til 800 störf. Alcoa í Trínidad og Tóbagó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.