Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ALLIR ÁFANGASTAÐIR Í EVRÓPU FLUG 19.900KR. + Bókaðu á www.icelandair.is AF ÞVÍ sönnunargagni sem Mar- íubjallan er að dæma er ég ekki viss um að Vassily Sigarev sé sérlega gott leikskáld á „faglegum“ mæli- kvarða. Í samanburði við ensku „In- Yer-Face“ leikskáldin sem hann tekur sér klárlega til fyrirmyndar þá skortir hann skáldlega sýn Söruh Kane eða Philip Ridley, þjóðfélags- greiningu Marks Ravenhill og bygg- ingartækni Lee Hall eða Martin McDonagh. Maríubjallan er dálítið klunnalegt leikrit, uppbyggingin bæði gamaldags og heldur óná- kvæm, meðferð tákna frumstæð og að mínu mati ekki sérlega áhrifarík. En það sem Vassily Sigarev hefur nokkuð sem þau hafa ekki: hann horfir á efnivið sinn út um herberg- isgluggann sinn í Yekaterinburg. Eymdina og ofbeldið sem áfalla- streituröskun umbyltingarinnar í Rússlandi hefur getið af sér. Þar sem hroðalegir viðburðirnir í verk- um Bretanna hafa alltaf á sér ein- hvern fjarlægan „skáldlegan“ blæ iðar leikrit Sigarevs af þeim lífgjafa sem snerting við raunveruleikann gefur. Hann hefur drukkið með þessu fólki og sloppið út til að segja frá. Nálægð höfundarins við við- fangsefni sín eyðir líka algerlega óþægilegri tilfinningu sem sumir fyrrnefndra höfundar vekja stund- um, að þeir séu að velta sér upp úr óhugnaði áhrifanna vegna. Við get- um verið alveg viss um að það er þörf til að lýsa veruleikanum sem knýr penna Vassilys Sigarevs. Maríubjallan lýsir einu kvöldi í hreysi feðganna Dímu og Posa. Það á að halda partí því Díma er að fara í herinn, enda að engu að hverfa í bænum og eina fjáröflunarleiðin, að selja minnismerkin úr kirkjugarð- inum í brotajárn, að verða uppurin. Gestirnir eru smámellan Lera, há- skólastúdentinn Júlka frænka henn- ar, sem stendur ofar í þjóðfélags- stiganum, smákrimminn Arkasha og Slavik, dópisti sem býr hjá feðg- unum. Öll framvinda hverfist síðan um tilraunir persónanna til að fullnægja frumstæðum neysludraumum sín- um. Hvað ertu tilbúinn að ganga langt til að koma höndum yfir það sem þig langar í? Og hvort þykir þér vænlegra að níðast á sjálfum þér eða öðrum til að ná því mark- miði? Kunnuglegt efni sem oft hefur verið betur skrifað um en verður hér kveikja að ansi hreint sterkri og áhrifaríkri sýningu. Umgjörðin er hreint afbragð. Leikmynd Höllu Gunnarsdóttur er glæsilega nöturleg og hún nýtir hið nýja leikrými Leikfélags Akureyrar afar vel. Það er mikil stemning í lýs- ingu Björns Bergsveins Guðmunds- sonar og tónlist Halls Ingólfssonar, þó ég hefði reyndar kosið að fá upp- hafsræðu Þráins Karlssonar án und- irleiks. En það eru leikararnir og liðsfor- ingi þeirra sem vinna stærsta sig- urinn. Hér hefur greinilega verið unnið nostursamlega að sköpun allra persónanna og það skilar sér í áhrifaríkri samveru með þeim. Guðjón Davíð Karlsson skilar hinni dálítið óræðu kjarnapersónu Dímu afar fallega. Eins og oft vill verða eru minni hlutverkin í sterk- ari litum en Guðjón birtir okkur af- ar heildstæða mynd af ráðvilltum, viðkvæmum strák með vænt uppi- stöðulón af innibyrgðri reiði. Guðjón Þorsteinn Pálmason gerir sér sömu- leiðis góðan mat úr Slavik, en tekst samt ekki alfarið að yfirstíga þá lík- amlegu vankanta að vera of vel á sig kominn til að vannærður eiturfíkill á síðasta snúningi birtist okkur á svið- inu. Jóhannes Haukur Jóhannesson smellpassar hins vegar í hlutverk hins glaðbeitta en ógnvekjandi Ar- kasha. Það sama má segja um Þráin Karlsson sem Posa. Afar sannfær- andi túlkun á afgangnum af gömlum menntamanni. Álfrún Helga Örnólfsdóttir er svo auðvitað hárrétta leikkonan til að stinga í stúf við allt þetta undir- málslið – björt og barnsleg sem stúdinan Júlka. Þeim mun óhugn- anlegra verður það þegar hún sýnir okkur á bak við yfirborðið og við munum að hörmungarnar sem hafa verið leiddar yfir Rússland und- anfarinn áratug eru manngerðar – einhverjir hafa verið nógu ófyr- irleitnir til að gera sér neyð hinna að gróðalind. Álfrún skilar skugga- hliðinni ekki síður en sakleysinu og er þetta þar með orðið það eftirtekt- arverðasta sem ég hef séð til henn- ar. Fremst í flokki gengur svo Est- her Thalía Casey sem er frábærlega sönn í hlutverki Leru, sem á að vera veraldarvanari en svo að láta blekkjast af bjánalegu happdrætt- issvindli en lifir of ömurlegu lífi til að hafa efni á því að sjá í gegnum drauminn. Sömuleiðis hennar besta frammistaða í mínu leikhúsminni. Allur samleikur og sviðsferð er síðan eins og best verður á kosið, nærvera leikhópsins alger frá fyrsta andartaki þar til ljósin dofna. Jón Páll Eyjólfsson hefur stýrt sínu mis- reynda liði styrkri hendi og útkom- an er sýning sem Akureyringar eiga ekki bara að vera stoltir af heldur ættu umfram allt að drífa sig að sjá. Rússland í dag „Leikararnir og liðsforingi þeirra vinna stærsta sigurinn,“ segir í umsögn Þorgeirs Tryggvasonar um Maríubjölluna hjá Leikfélagi Akureyrar. LEIKLIST Leikfélag Akureyrar Höfundur: Vassily Sigarev, þýðing: Árni Bergmann, leikstjóri: Jón Páll Eyjólfsson, aðstoðarleikstjóri: Maríanna Clara Lúth- ersdóttir, leikmynd og búningar: Halla Gunnarsdóttir, lýsing: Björn Bergsveinn Guðmundsson, tónlist: Hallur Ingólfsson. Leikendur: Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Esther Thalía Casey, Guðjón Davíð Karls- son, Guðjón Þorsteinn Pálmason, Jó- hannes Haukur Jóhannesson og Þráinn Karlsson. Akureyri 16. febrúar 2006. Maríubjallan Þorgeir Tryggvason ARNÓR Bieltvedt opnaði á laug- ardag sýningu á verkum sínum í galleríinu Art-Iceland.com á Skólavörðustíg. Arnór bjó á Íslandi til 19 ára aldurs en fór þá til Þýskalands til náms og lá leið hans á endanum til Bandaríkjanna þar sem hann hef- ur búið vel á annan áratug. „Þegar maður býr erlendis verður maður rosalega íslenskur – íslenskari en ef maður byggi á hér á Íslandi,“ gantast Arnór. „Það er fyrst á undanförnum árum sem ég átta mig á þessum sterku tengslum sem ég hef við Ísland; tengslum sem hafa áhrif á hvernig ég hugsa, og skynja birtu og liti.“ Sýningu sína kallar Arnór Hjartsláttur lifandi náttúru: „Það er það sem ég leita að: lífið, hjart- slátturinn í því sem maður sér. Ís- lensk náttúra er í mér eins og okkur öllum. Raunar erum við mun tengdari náttúrunni en flest- ar aðrar þjóðir, og ekki hægt að komast hjá því: við finnum angan af hafi á hverjum degi, og sjáum fjöllin í kringum borgina. Það þarf ekki að aka nema nokkrar mín- útur til að vera kominn út í miðjan faðm náttúrunnar.“ Hættan að vera listamaður Eftir að hafa lært þýsku, hag- fræði og félagsvísindi í Evrópu og markaðsfræði og stjórnun í Bandaríkjunum lét Arnór það loks eftir sér að hlýða kalli listagyðj- unnar: „Listin er það sem ég hef sterkust tengsl við; þar sem ég kemst dýpst í sjálfan mig. Ég hef alltaf vitað það, síðan ég var barn, en aldrei þorað að gera neitt fyrr en ég var búinn að ljúka hinu náminu. Þetta var áhætta, sem ég var þá loks tilbúinn að taka.“ Arn- ór lauk því tveimur listagráðum: annarri frá Rhode Island School of Design, og hinni frá Wash- ington University St. Louis. Arnór er nú yfirmaður listadeildar við menntaskóla í nágrenni St. Louis en listsköpun Arnórs tók nýja stefnu þegar skól- inn veitti honum listamannastyrk til að starfa á Íslandi: „Það var þá sem þetta byrjaði. Ég leigði mér lítinn bústað í Húsafelli, ók um og fann fallega staði og málaði. Síðan hefur þetta þróast yfir í óhlut- bundnari myndir; ég þarf ekki að vera í miðju landslaginu til að mála, þó ég hafi mjög gaman af því. Það dugar að hugsa bara um Ísland.“ Uppbyggjandi gagnrýni Arnór hélt síðast sýningu hér á landi í fyrra, í Grafíksafni Íslands, en gagnrýnandi Morgunblaðsins fjallaði um þá sýningu og segir Arnór það hafa haft mikil og góð áhrif á stefnu hans í listinni: „Í verkum mínum nota ég suðræn blóm og set þau í íslenskt lands- lag. Andstæðurnar gefa landinu neista sem er lífsnauðsynlegur, og bæði að finna í landi og þjóð. Ein- hvern veginn hitti ég naglann á höfuðið þegar ég setti saman þessi heitu blóm og kalda tæra landið. Á sýningunni í Grafíksafninu opn- aði ég landslagið, og hafði meira rými í verkunum en ég geri venju- lega. Gagnrýnandi Morgunblaðs- ins opnaði augu mín fyrir að þetta væru dyrnar sem ég ætti að opna og skoða betur. Ég gerði það, og þá opnuðust mér fleiri dyr. Verkin á sýningunni hefðu ekki orðið til ef ekki hefði verið fyrir þetta,“ segir Arnór og bætir við: „Oft er maður hálfblindur gagnvart sjálf- um sér; málar og málar og kemur kannski ekki auga á atriði sem aðrir sjá, sem hafa vit á því sem þeir eru að tala um.“ Sýning Arnórs Bieltvedt í Art- Iceland stendur til 4. mars en næst heldur hann sýningu í sendi- ráði Íslands í Kaupmannahöfn og verður hún opnuð 31. mars. Nán- ari upplýsingar um listamanninn má finna á slóðinni www.artistarn- or.com. Myndlist | Arnór Bieltvedt sýnir í Art-Iceland á Skólavörðustíg Í andstæðunum er neisti Arnór Bieltvedt við eitt verka sinna. Gular liljur: Eitt verkanna sem Arnór sýnir á Skólavörðustíg. UM SÍÐUSTU helgi var opnuð í for- sal Borgarleikhússins sýning á leik- brúðum Jóns E. Guðmundssonar. Sýningin er haldin í tilefni þess að hálf öld er um þessar mundir liðin frá því að Jón stofnsetti Íslenska brúðuleikhúsið. Jón var brautryðj- andi brúðuleiklistar á Íslandi og rak leikhús sitt í meira en fjóra áratugi. Jón E. Guðmundsson fæddist á Patreksfirði árið 1915. Hann hóf ungur að leggja stund á myndlist og stundaði m.a. nám í Kaupmannahöfn í nokkur ár. Þar komst hann í kynni við brúðuleikhúsið. Aðalstarf Jóns meginhluta ævinnar var annars kennsla, en jafnhliða því leik- brúðugerðin og sýningahaldið. Auk þess stundaði Jón aðrar greinar myndlistar, grafíklist, málun og út- skurð. Hann gerði sjálfur brúður sínar sem eru margar hin mestu listaverk. Efni sýninga sinna sótti Jón gjarnan í ævintýri og þjóðsögur og nutu þær mikilla vinsælla meðal barna á öllum aldri. Sýningin er hin fyrsta sinnar teg- undar sem sett er upp í forsal Borg- arleikhússins. Síðar í vor verður efnt til sérstakrar brúðuleikhúsdagskrár í tengslum við hana. Sýningin er samstarfsverkefni Leikminjasafns Íslands og Íslenska brúðuleikhúss- ins og sett upp fyrir styrk frá Minn- ingarsjóði Margrétar Björgólfs- dóttur. Myndir af brúðusýningunni í Borgarleikhúsinu. Sýning á leikbrúðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.