Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hrúturinn ber höfuðið hátt. Umhugsun og undirbúningur láta líta út fyrir að hann viti hvað hann er að gera, þó að hann sé í nýjum eða ókunnum að- stæðum. Þess vegna leitar fólk í versl- unum ráða hjá þér, það heldur að þú vinnir þar. Naut (20. apríl - 20. maí)  Sköpunarkrafturinn lætur til sín taka. Njóttu kraftsins sem þú finnur fyrir og leyfðu hugmyndunum að flæða. Róm- antíkin lætur á sér kræla seinnipartinn í dag. Haltu þig á jörðinni og hlustaðu þegar þín innri rödd er að ráðleggja þér. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Nýttu þér slagkraftinn sem býr í verk- efni sem þú ert að fást við. Kannski væri freistandi að hugsa endalaust um það sem er fyrir dyrum eða láta taugaveikl- un ýta sér út í að búa sig undir eitthvað sem líklega á aldrei eftir að verða, en þú veist betur. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Hegðaðu þér eins og þú myndir gera ef þú hefðir engu að tapa. Segðu vini hvernig þér raunverulega líður. Þér verður tekið af hlýju sem þú vissir ekki að væri fyrir hendi milli ykkar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Kímnigáfa þín og rausnarskapur gera að verkum að flestum líkar vel við þig. Mað- ur getur orðið háður því alveg óvart. Áð- ur en þú veist gætirðu fengið á heilann að vera í uppáhaldi hjá öllum. Leyfðu þér að taka óvinsæla ákvörðun í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Um leið og meyjan heldur að hún viti við hverju hún á að búast, fara aðstæður úr böndunum. Hún fer algera erindisleysu seinnipartinn, en leiðist svo sannarlega ekki. Það verður fjör. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Eitt erfiðasta verkefni manns er að fylgja sinni innri sannfæringu, í stað þess að reyna að gera öllum í kringum mann til hæfis. Vogin er einstaklega sterk þessa daga og tekst þar af leiðandi einmitt þetta. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Einu gildir hversu rólega dagurinn fer af stað, það verður meira en nóg að gera. Gefðu þér tíma til þess að undirbúa þig, þó að margir bíði eftir þér. Tuttugu mín- útna hugleiðsla hjálpar þér að láta ljós þitt skína. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Óskhyggja getur verið upphaf vegferðar ef maður leyfir sér að tala upphátt. Leyfðu félögum að fljóta með þér en vertu á varðbergi gagnvart vini sem seg- ist hjálpa til, en er bara dragbítur. Bók- staflega. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ótilgreint hópverkefni verður að algerri flækju. Notaðu tækifærið og lærðu að vera umburðarlyndari. Þú verður að sætta þig við mannlega breyskleika. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Notaðu tækifærið og kynnstu sjálfum þér. Það er orðið dálítið langt síðan að þú lagðist í naflaskoðun. Þú uppgötvar spennandi breytingar þegar þú gerir andlega vörutalningu, ef svo má að orði komast. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Himintunglin ýta undir aga fisksins og það gæti ekki gerst á betri tíma. Nú er ekkert pláss fyrir linkind. Vog og naut hjálpa fisknum við að gera áætlun til þess að ná takmarki sínu. Stjörnuspá Holiday Mathis Tunglið er eins og leikkona sem kemur fram í mörgum hlutverkum í einni og sömu bíómyndinni – eins og við myndum falla fyrir hárkollu og breyttum fram- burði. Það ferðast í gegnum merki hins dularfulla sporðdreka og kemur hneyksli af stað fyrir hádegi. Letin gerir vart við sig í vinnunni. Í kvöld er komið að hin- um djarfa bogmanni. Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 umhleypinga- samur, 8 segir ósatt, 9 gefa fæðu, 10 ýtni, 11 jarða, 13 ræktuð lönd, 15 hrærð, 18 gremjast, 21 títt, 22 lág, 23 duftið, 24 leika á. Lóðrétt | 2 gretta, 3 rauð- brúna, 4 refsa, 5 örlaga- gyðja, 6 heilablóðfall, 7 skordýr, 12 löður, 14 knæpa, 15 kaffibrauð, 16 röggsamur, 17 smábýlin, 18 vinna, 19 auðugur, 20 hugleikið. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 helga, 4 dýfil, 7 lýsir, 8 rýmki, 9 arð, 11 aumt, 13 magi, 14 rimpa, 15 edrú, 17 rúma, 20 slæ, 22 túpan, 23 galti, 24 ranga, 25 rútan. Lóðrétt: 1 helja, 2 losum, 3 aðra, 4 dýrð, 5 fimma, 6 leifi, 10 rimil, 12 trú, 13 mar, 15 eitur, 16 ræpan, 18 útlát, 19 alinn, 20 snúa, 21 Ægir.  Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Myndlist 101 gallery | Ásmundur Ásmundsson. Til 25. feb. Art-Iceland | Arnór G. Bieltvedt með sýn- ingu til 4. mars. Aurum | Esther Ýr Steinarsdóttir sýnir ljósmynd að nafni Ásta sem er hluti af myndaseríunni Vinir. Til 3. mars. Energia | Erla M. Alexandersdóttir sýnir acryl og olíumálverk. Út febrúar. Gallerí + Akureyri | Hlynur Hallsson – Aft- ur – Wieder – Again til 5. mars. Opið kl. 14– 17 um helgar. Gallerí Gyllinhæð | Ingvar Högni – Undir áhrifum út febrúar. Gallerí Kolbrúnar Kjarval | Sigrid Østerby sýnir myndverk tengd Sömum til 22. feb. Gallerí Sævars Karls | Jónas Viðar Sveinsson sýnir málverk til 23. febrúar. Gallerí Úlfur | Sýning Ásgeirs Lárussonar. Hrafnista Hafnarfirði | Sjö málarar frá Fé- lagsmiðstöðinni Gerðubergi sýna í Menn- ingarsal til 21. mars. Jónas Viðar Gallerí | Stefán Jónsson sýnir höggmyndir til 26. febrúar. Opið föstudaga og laugardaga frá kl. 13–18. Kaffi Milanó | Erla Magna Alexand- ersdóttir sýnir olíu og acryl myndir. Karólína Restaurant | Óli G. með sýn- inguna Týnda fiðrildið til loka apríl. Listaháskóli Íslands | Kjartan Pierre Em- ilsson doktor í stærðfræðilegri eðlisfræði flytur fyrirlesturinn: Eðli takts og munsturs kl. 12.30. Þar er því lýst hvernig formum er lýst í stærðfræði og eðlisfræði, og hvernig þau koma þar fram sem afleiðing samspils orku og rúms. Listasafn ASÍ | Ásmundarsalur: Ingibjörg Jónsdóttir – Fínofnar himnur og þulur um tímann. Gryfja: Guðrún Marinósdóttir – Einskonar gróður. Arinstofa: Vigdís Krist- jánsdóttir – Myndvefnaður. Opið alla daga nema mánudaga kl. 13–17. . Listasafn Einars Jónssonar | Fastasýning. Listasafnið á Akureyri | Sýning á verkum Svavars Guðnasonar, Carl-Henning Ped- ersen, Sigurjóns Ólafssonar og Else Alfelt. Listasafn Reykjanesbæjar | Guðrún Ein- arsdóttir til 5. mars. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið, yfirlitssýning. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Gabrí- ela Friðriksdóttir, Feneyjaverkið. Kristín Ey- fells. Til 26. feb. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Jóhannes Sveinsson Kjarval. 120 ár frá fæðingu málarans. Til 19. mars. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Skotið. Jóna Þorvaldsdóttir. Til 22. feb. Saltfisksetur Íslands | Samsýning þeirra Ingunnar Eydal, Auðar Ingu Ingvarsd. og Ingunnar Jensd. Þær sýna verk unnin í olíu, vatnsliti og gler. Sýningin er opin alla daga vikunnar frá 11–18. Thorvaldsen | Bjarni Helgason sýnir á Thorvaldsen Bar – Ostranenie – sjónræna tónræna – til 3. mars Þjóðminjasafn Íslands | Huldukonur í ís- lenskri myndlist í Bogasal, til 28. maí. Ljós- myndir Marco Paoluzzo í Myndasal og ljós- myndir Péturs Thomsen í Myndasal. Söfn Bæjarbókasafn Ölfuss | Sýning á teikn- ingum Guðmundar Einarssonar frá Miðdal, sem hann gerði er hann var í verbúð í Þor- lákshöfn á árunum 1913–1915. Myndirnar eru ómetanleg heimild um mannlífið í ver- stöðinni Þorlákshöfn á þessum árum. Duus hús | Sýning Poppminjasafnsins í Duushúsum Sagt er frá tímabilinu 1969 til 1979 í máli og myndum. Rifjuð upp tískan og tíðarandinn. Opið daglega kl. 13–18.30. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Myndirnar á sýningunni Móðir Jörð gefa óhefðbundna og nýstárlega sýn á íslenskt landslag þar sem markmiðið er að fanga ákveðna stemmningu fremur en ákveðna staði. Skotið er nýr sýningakostur hjá Ljós- myndasafni Reykjavíkur og er myndum er varpað á vegg úr myndvarpa. Minjasafn Austurlands | Endurnýjun á sýningum stendur yfir. Ný grunnsýning opnuð 1. maí nk. Veiðisafnið – Stokkseyri | Safnið er opið laugardaga og sunnudaga í febrúar frá kl. 11–18. www.hunting.is Þjóðmenningarhúsið | Fræðist um fjöl- breytt efni á sýningunum Handritin, Þjóð- minjasafnið – svona var það, Fyrirheitna landið og Mozart-óperan á Íslandi. Njótið myndlistar og ljúfra veitinga í veitingastof- unni. Leiðsögn í boði fyrir hópa. Þjóðminjasafn Íslands | Í Þjóðminjasafni Íslands er boðið upp á fjölbreytta fræðslu og þjónustu fyrir safngesti. Þar eru nýstár- legar og vandaðar sýningar auk safnbúðar og kaffihúss. Hlutverk safnsins er að auka og miðla þekkingu á menningararfi Íslend- inga frá landnámi til nútíma. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. Fyrirlestrar og fundir Flugvirkjasalurinn | Kvenfélagið Keðjan heldur aðalfund kl. 20, í Borgartúni 22. Grand Hótel Reykjavík | Íslandsdeild Al- þjóða orkuráðsins, Ice-WEC stendur fyrir fyrirlestri 21. feb. kl. 12–14. Dr. Robert Skin- ner, forstjóri Oxford Energy Institute á Englandi, mun fjalla um samspil stjórnmála og orkumála í heiminum. Hádegisverður kostar kr. 1.900. Skráning:www.ice-wec.is Í sal Álftanesskóla | Aðalfundur Álftanes- deildar Rauða kross Íslands verður 28. febrúar kl. 18–20, í sal Álftanesskóla. Krabbameinsfélagið | Samhjálp kvenna er með fræðslufund í Skógarhlíð 8, húsi Krabbameinsfélagsins, 21. feb. kl. 20. Dóra Halldórsdóttir hjúkrunarfræðingur og Brynja Ragnarsdóttir sjúkraliði ræða um að vera þátttakandi í eigin lífi: Að missa ekki sjónar á sjálfum sér. Kaffiveitingar. Landakot | Rannsóknastofa í öldr- unarfræðum RHLÖ heldur fyrirlestur 23. feb. kl. 15, í kennslusalnum á 6. hæð á Landakoti. Kristín Björnsdóttir, B.M og doktorsnemi í fötlunarfræði fjallar um ver- kerkefnið: Tónlist tengir kynslóðir: söng- og sögustundir með leikskólabörnum og skjól- stæðingum Fríðuhúss. Frístundir og námskeið Gigtarfélag Íslands | 3 kvölda námskeið hefst í dag, fyrir fólk með slitgigt. Markmið námskeiðsins er að miðla aukinni þekkingu till þátttakenda um sjúkdóminn, afleiðingar hans og hvað hægt sé að gera til að stuðla að betri líðan. Skráning í síma 530 3600. Hótel Loftleiðir | Tveggja daga námskeið með Guðjóni Bergmann fyrir þá sem vilja hætta að reykja til frambúðar. Verð 13.300 kr. www.vertureyklaus.is Útivist og íþróttir Ferðafélagið Útivist | Jeppaferð á Lang- jökull verður 24.–26. feb. Brottför kl. 19. Ekið er yfir Langjökul og skoðaðir áhuga- verðir staðir á jöklinum. VHF talstöð skil- yrði í allar vetrarferðir. Félagsmenn geta fengið Útivistarrásina. www.utivist.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.