Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MÁLEFNI samkynhneigðra eru til umræðu í samfélaginu. Samtök foreldra og aðstandenda samkyn- hneigðra, FAS, þakka Alþingi Ís- lendinga fyrir mikilvæg skref sem stigin hafa verið í mannréttindabaráttu samkynhneigðra með lagasetningu til að jafna stöðu ástvina okkar, lesbía og homma. Nú síðast með frumvarpi til laga sem lagt var fram á Alþingi í nóv- ember 2005 og tekur á réttindum samkyn- hneigðra til ættleið- inga, gervifrjóvgunar og til að fá óvígða sambúð skráða í þjóð- skrá. Á aðalfundi FAS 2005 var samþykkt áskorun, til Alþingis sem afhent var for- seta Alþingis 6. des- ember sl. Þar skora foreldrar og aðstand- endur samkyn- hneigðra á Alþingi Ís- lendinga að stíga skrefið til fulls og breyta hjúskap- arlögum nr. 31/1993 á þann veg að þau þjóni bæði gagnkynhneigðu og samkynhneigðu fólki. Með því að breyta gildissviði lag- anna í 1. gr. og setja að lögin gildi um hjú- skap tveggja ein- staklinga, en ekki karls og konu eins og nú er, og hnika til orðalagi hér og þar í lögunum, næðist þetta fram. Með því væri lagalegu jafnrétti náð og samkynhneigðum sem og gagnkyn- hneigðum, börnum þeirra og fjölskyldum, mætt af virðingu á hamingjustundum lífs- ins þegar hjúskapur er innsiglaður milli tveggja einstaklinga. Hjúskaparlögin tryggja lagaleg réttindi Hjúskaparlögin nr. 31/1993 fjalla um grundvallarsjónarmið eða gildi hjúskaparins. Þau byggjast m.a. á eftirfarandi atriðum:  Frjálst samkomulag um lífs- samband. Samband sem auðvelt er að komast í og tiltölulega auðvelt er að komast úr  Jafnrétti og samstaða hjóna. Stofnun hjúskapar er tryggð sem grundvallarmannréttindi í stjórnarskrá og alþjóðlegum samningum  Efnahagslegt sjálfstæði hjóna. Í ljósi þess hvort íslenska þjóð- kirkjan geti haft forystu í mál- efnum samkynhneigðra er áhuga- vert að skoða með hvaða hætti íslensk lög um hjúskap tengjast þjóðkirkjunni. Svarið er einfalt. Ekkert í íslenskum hjúskap- arlögum mismunar einstökum trú- félögum. Einungis í ákvæðum um vígslumenn er minnst á presta og trúfélög. Í 17. gr. segir: Prestar þjóðkirkjunnar annast kirkjulega hjónavígslu, svo og prestar og for- stöðumenn annarra skráðra trú- félaga hér á landi. Það er staðreynd að hvergi í lög- unum er fjallað um kristilegan til- gang hjúskapar. Við minnum á að hjónavígsla er eini löggjörning- urinn sem trúfélög hafa á sinni hendi og framkvæma. Víða um lönd er slíkt ekki á hendi trúfélaga – þeirra hlutverk er aðeins að veita fólki fyrirbæn og blessun. Það er rétt að halda því til haga! Hvert er markmið jafnrétt- isáætlunar þjóðkirkjunnar? Við vekjum athygli á því að breyting á hjúskaparlögunum nr 31/1993 – sem færði öllum þegnum þessa lands sömu möguleika til að innsigla og játa maka sínum vígsluheit um ást og tryggð – samræmist Jafnrétt- isáætlun kirkjunnar sem er í gildi frá 1999. Þar segir í inngangi: „Jafnréttisáætlun kirkjunnar er ætlað að marka leiðir í átt til þess að þjóðkirkjan verði stofnun og sam- félag sem geti með sanni mælt af reynslu: „Guð fer ekki í mann- greinarálit.“ „Hér er enginn Gyðingur né grískur, þræll né frjáls maður, karl né kona. Þér eruð öll eitt í Kristi Jesú.“ Og þetta á ekki að vera orðin ein, heldur raunveruleiki, við- urkenning manngildis og jafnréttis allra jarðar barna, og lif- andi viðmiðun sem áminni, ákæri, leið- beini og leiðrétti kirkjuna þegar hún fer afvega. Þjóð- kirkjan harmar rang- læti og misrétti sem kirkjan hefur átt að- ild að vitandi og óaf- vitandi, og vanrækslu sína hvað varðar vitn- isburð um þann Guð sem fer ekki í mann- greinarálit“ (Jafnrétt- isáætlun kirkjunnar. Biskupsstofa, október 1999, bls.1). Í ljósi þessa texta jafnréttisáætlunar þjóðkirkjunnar, hörm- um við óvarleg og óskiljanleg ummæli biskups Íslands er hann mætti þjóð sinni á fyrsta morgni nýs árs með prédikun sinni. Ef þjóðkirkjan, með biskup Íslands í fararbroddi, ætlar að vera sjálfri sér samkvæm getur hún ekki lagt stein í götu barna sinna, til að fyrirgera jafnan rétti þeirra til hjúskapar. Kirkjan hefur haft tíu ár til að skoða hug sinn og ganga frá málinu! Við skorum á Alþingi Fyrir hönd foreldra og aðstand- enda samkynhneigðra (FAS) skor- um við á Alþingi Íslendinga að stíga skrefið til fulls og breyta hjú- skaparlögum nr. 31/1993 svo þau þjóni bæði gagnkynhneigðu og samkynhneigðu fólki og að trúfélög sem vilja þjóna fólkinu í landinu geti gert það. Þar með uppfyllti Alþingi Íslendinga grundvall- arsjónarmið hjúskapar sem undir- strikuð eru í hjúskaparlögunum, að stofnun hjúskapar er tryggð sem grundvallarmannréttindi í stjórn- arskrá og alþjóðlegum samningum. Við vekjum athygli á undirskrift- arsöfnun (sem vefritið Deiglan heldur utan um) þar sem skorað er á alþingismenn að jafna rétt sam- kynhneigðra og gagnkynhneigðra að fullu og hvetjum alla þá sem vilja leggja málinu lið að sýna vilja í verki. Hægt er að skrifa undir á slóðinni: www.mannrettindi.net. Tryggjum þegnum þessa lands jöfn lagaleg réttindi Harpa Njáls og Ingibjörg S. Guðmundsdóttir fjalla um réttindi samkynhneigðra Harpa Njáls ’Í ljósi þessatexta jafnrétt- isáætlunar þjóð- kirkjunnar hörmum við óvarleg og óskilj- anleg ummæli biskups Íslands er hann mætti þjóð sinni á fyrsta morgni nýs árs með pré- dikun sinni.‘ Harpa er formaður FAS og Ingibjörg er varaformaður FAS. Ingibjörg S. Guðmundsdóttir SVANDÍS Svav- arsdóttir, oddviti V- listans í borgarstjórn- arkosningunum í vor, hefur verið í far- arbroddi þeirra sem gert hafa skólamáltíðir að umtalsefni í fjöl- miðlum að undanförnu. Hefur hún m.a. bent á að fjölmargir grunn- skólanemendur nýta sér ekki skólamáltíð- irnar og má í fjölmörg- um tilvikum rekja það til efnahags foreldra. Á undanförnum ár- um hefur skóladag- urinn lengst. Skóla- máltíðirnar eru orðnar snar þáttur í skóladeg- inum. Öllum er ljóst hversu mikilvægt það er að börnin okkar eigi kost á hollum og stað- góðum hádegisverði, það er brýnt uppeld- islegt atriði en einnig heilsufarslegt. Enn- fremur er það þýðing- armikið fyrir þroska nemenda og starfsorku. Hér á landi hefur þróunin orðið svipuð og í ná- grannaþjóðum okkar að offita barna er vaxandi vandamál. Á því þarf að taka og það er samfélagslegt verk- efni og þjóðhagslega mikilvægt. Það er í raun óþolandi að allir nemendur eigi ekki jafnan rétt til skóla- máltíðar, óháð efnahag. Í Svíþjóð hefur ákvæði um ókeypis skólamáltíðir verið í grunnskólalögunum um nokkurra ára skeið. Í Noregi er hafin um- ræða um að lögfesta þennan sjálfsagða rétt skólabarna. Eðlilegast væri að við færum einnig þá leið að lög- festa réttinn til skóla- máltíða til að tryggja jafnrétti allra barna, óháð því í hvaða sveit- arfélagi þau búa og að öllum sveitarfélögum verði gert kleift að standa straum af þeim kostnaði sem þessu er samfara. Reykjavík- urborg getur gengið á undan með góðu for- dæmi og á hiklaust að gera það. Þetta baráttumál Vinstri grænna hefur þegar vakið mikla um- fjöllun. Morgunblaðið hefur t.a.m. lagt þessu máli lið í skrifum sín- um. Aðrir hafa freistað þess að drepa málinu á dreif með því að tala um matvendni sem megin orsaka- vald þess að um þriðjungur grunn- skólanemenda nýtir sér ekki skóla- máltíðir og einnig hefur velferðarráð borgarinnar lagt áherslu á að börn sem búa við bágan efnahag foreldra geti fengið sérstakan stuðning fyrir skólamáltíðum. Þetta eru að okkar mati ekki viðunandi skýringar og rök. Sannleikurinn er sá að fjárhags- legur stuðningur velferðarþjónust- unnar vegna skólamáltíða barna er bundinn við þá sem hafa undir 90 þús. kr. í mánaðartekjur og það sjá allir sem hafa sæmilega opin augu að það er afar takmarkandi. Þar að auki er það viðhorf varla boðlegt að hluti af skóladegi grunnskólabarna sé bundinn fjárhagsaðstoð. Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð hefur tekið frumkvæði og for- ystu í þessu brýna hagsmunamáli barnafjölskyldna. Okkar ríka sam- félag á að sjá sóma sinn í því að búa eins vel að börnunum í skólunum og kostur er. Skólamáltíðirnar eru meðal næstu brýnu skrefa sem við eigum að taka í skólamálum í borg- inni. Við viljum vinna að því að ókeypis skólamáltíðir verði að veru- leika á næsta kjörtímabili. Vinstri græn vilja ókeypis skólamáltíðir Árni Þór Sigurðsson og Þorleifur Gunnlaugsson fjalla um ókeypis skólamáltíðir ’Okkar ríka samfélag áað sjá sóma sinn í því að búa eins vel að börnunum í skólunum og kostur er. ‘ Þorleifur Gunnlaugsson Höfundar skipa 2. og 3. sæti á V-listanum í Reykjavík. Árni Þór Sigurðsson UNDANFARIÐ hefur átt sér stað umræða um tillögur mennta- málaráðuneytis að nýrri námskrá í tungumálum fyrir grunn- og fram- haldsskóla. Hér verður bent á tvennt í tillögunum sem hefur ekki verið hampað og full ástæða er til að fagna. Í fyrsta lagi fela til- lögurnar í sér að kennsla í erlendu tungumáli getur haf- ist strax í fyrsta bekk. Í öðru lagi fela þær ekki í sér hámarks- kennslu í erlendum tungumálum heldur er kveðið á um lág- mark. Hámarkið skil- greina grunn- og framhaldsskólarnir sjálfir. Forskot til framtíðar Tillögurnar fela í sér stórkost- legt tækifæri fyrir grunnskóla landsins vegna þess að gert er ráð fyrir því að grunnskólar geti tekið sjálfstæða og stefnumarkandi ákvörðun um að hefja ensku- kennslu strax í fyrsta bekk grunn- skóla og dönskukennslu í fimmta bekk. Með slíkri ráðstöfun væri kennsluárum í ensku fjölgað um fjögur og kennsluárum í dönsku um tvö. Hver vill ekki senda barn- ið sitt í slíkan skóla? Enn hefur undirrituð ekki hitt það barn sem ekki langar til að læra ensku strax í sex ára bekk og ekki heldur hitt það foreldri sem er ekki sammála því að hefja tungumálanám mun fyrr en nú er kveðið á um. Með þessum tillögum geta ís- lenskir grunnskólar annað eft- irspurn eftir tungumálakennslu fyrir börn svo framarlega sem þeim tekst að laða til sín kennara með BA-próf í ensku og dönsku eða grunnskólakennara sem hafa næga fagþekkingu til að kenna dönsku og ensku. Það er sama hvert litið er krafan um aukna tungumálakunnáttu í öllum starfs- greinum verður sífellt háværari og við henni geta grunnskólarnir brugðist samkvæmt tillögunum. Foreldrar velja skóla Grunnskólar á landinu hafa fengið aukið sjálfstæði undanfarin ár og þeir geta nú mótað eigin stefnu og áherslu í menntamálum. For- eldrar hafa einnig fengið aukið frelsi og geta nú valið í hvaða skóla þeir senda börn- in sín (það er að segja þeir sem búa á stað þar sem eru fleiri en einn grunnskóli). Á hverju ári hefja um fimm þúsund börn skólagöngu og for- eldrar þeirra vilja fyrir alla muni að barninu vegni vel í skólakerfinu og að skólinn sem það er í henti því sem best. Þegar upp er staðið bera foreldrar ábyrgð á menntun barna sinna og þurfa þess vegna að taka upplýsta ákvörðun um það hvaða menntastofnun þeir haldi að bjóði upp á bestu eða hentugustu menntunina. Það gefur auga leið að skóli sem býður upp á ensku strax í sex ára bekk og dönsku í fimmta bekk gefur nemendum sín- um forskot til framtíðar, mennta- forskot sem þeir búa að alla ævi. Foreldrar bera ábyrgð Ekki eru heldur mörg ár síðan foreldrar stigu aldrei fæti inn í framhaldsskóla landsins og margir foreldrar höfðu ekki hugmynd um hvað þar fór fram. Tímarnir hafa breyst. Þar sem sjálfræðisaldur hefur hækkað upp í átján ár ber foreldrum að setja sig inn í það sem börn þeirra leggja stund á og hvert ólíkar námsleiðir sem í boði eru geta skilað börnum þeirra. Foreldrar þurfa því að kynna sér hinar ýmsu námsleiðir og ræða við börn sín um hvaða dyr þær opna. Jafnframt þurfa foreldrar að gera börnum sínum grein fyrir því hvaða dyr lokast ef þau velja sig frá góðri undirstöðu í erlendum tungumálum, íslensku og stærð- fræði. Íslenskir háskólar vilja nem- endur sem eru góðir í stærðfræði, íslensku og tungumálum. Það er jafnsjálfsagt að foreldrar leiðbeini börnum sínum inn í það nám sem skilar mestum „menntaarði“, rétt eins og þeir leiðbeina börnum sín- um um hámarksávöxtun á sparifé. Tillögur að námskrá í erlendum tungumálum fela í sér skerta kennslu í þriðja máli og skerta stærðfræðikennslu á sumum náms- leiðum. Þær fela hins vegar ekki í sér að öll kennsla í þriðja máli og öll stærðfræðikennsla verði skert. Breytingarnar eiga einungis við á sumum námsbrautum. Upplýstir foreldrar geta forðað börnum sín- um frá því að velja þær náms- brautir. Grunn- og framhaldsskólum verður framvegis í sjálfsvald sett að bjóða upp á metnaðarfullt nám í tungumálum sem við foreldrar bíð- um spenntir eftir að sjá hvert verður. Hér birtist tækifæri fyrir foreldra að hafa áhrif á að grunn- og framhaldsskólar grípi tækifærið sem tillögurnar fela í sér. Einna helst er þetta tækifæri fyrir menntastofnanir til að svara kalli tímans og setja tungumál á odd- inn. Tungumál – Tækifæri fyrir foreldra og skóla Margrét Jónsdóttir fjallar um ábyrgð foreldra við skólaval ’Tillögur að námskrá íerlendum tungumálum fela í sér skerta kennslu í þriðja máli og skerta stærðfræðikennslu á sumum námsleiðum.‘ Margrét Jónsdóttir Höfundur er dósent við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.