Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 37 SAMBíó álfABAkkA SAMBíó kRINgluNNI CASANOVA kl. 3:45-5:45 - 8 -10:20 CASANOVA VIP kl. 5:45 - 8 - 10:20 NORth COuNtRY kl. 5.15 - 8 - 10:40 B.i. 12 ára BAMBI 2 m/ísl. tali kl. 4 - 6 DERAIlED kl. 10:20 B.i. 16 ára MuNICh kl. 9:15 B.i. 16 ára PRIDE AND PREJuDICE kl. 8 OlIVER tWISt kl. 4 - 6:30 B.i. 12 ára ChRONIClES Of NARNIA kl. 5:30 kINg kONg kl. 8.15 B.i. 12 ára litli kjúllin m/ísl. tali kl. 3:45 uNDERWORlD 2 kl. 6 - 8:15 - 10:30 B.i. 16 ára DERAIlED kl. 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16 ára BAMBI 2m/ísl. tali kl. 6 MuNICh kl. 8:15 B.i. 16 ára SAMBíó AkuREYRI SAMBíó kEflAVík MuNICh kl. 8 B.i. 16 ára ChEAPER BY thE DOZEN 2 kl. 8 thE fOg kl. 10 B.i. 16 ára CASANOVA kl. 8 - 10 BAMBI 2 kl. 6 DERAIlED kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára MARCh Of thE PENguINS kl. 6 Tilnefningar Til ÓskarsverÐlauna m.a.: Charlize Theron sem besta leikkona í aðalhlutverki og Frances McDormand sem besta leikkona í aukahlutverki. Frá leikstjóra Whale Rider.2 eee H.J. Mbl. eee V.J.V.Topp5.is eee S.K. DV Hann vann Hug og Hjörtu kvenna en Hún Stal Hjartanu HanS. Töfrandi hnyttin og spennandi rómantísk stórmynd frá leikstjóra Chocolat. FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDA- RÍKJUNUM! SEXÍ, STÓRHÆTTULEG OG ÓSTÖÐVANDI VETRARHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK 23. - 26. FEBRÚAR Kynnið ykkur dagskrána á www.reykjavik.is SÖGUÞRÁÐURINN í Transam- erica hefði verið óhugsandi í bíó- mynd fyrir svo sem áratug. Nú kemur framleiðsla og dreifing á mynd um karl sem hyggur á kyn- skipti ekki á óvart, en er fagnað sem óvenjulegri gæðamynd sem tekur skynsamlega á vand- meðförnu umfjöllunarefni, og er réttilega tilnefnd til tvennra Ósk- arsverðlauna. Aldeilis ótrúleg um- skipti og sýnir okkur enn og aftur hversu Hollywood hefur gjörbreyst á skömmum tíma í umfjöllun um ólíka kynhneigð fólks, tekið mann- eskjuna fram fyrir. Transamerica er öðru fremur skemmtileg og mannleg vegamynd þar sem grundvallarbreytingar bíða aðal- persónunnar að lokum ferðalags þvert yfir Bandaríkin. Það er skrykkjótt og haldið árekstrum og uppgötvunum, töpum og sigrum en stefnan er jafnan ákveðin, full virðingar fyrir ólíkum ein- staklingum og ákvarðanatöku þeirra. Bree/Stanley (Huffman), er mið- aldra Los Angelesbúi, hommi á erfiðum tímamótum. Hann hefur tekið þá örlagaríku ákvörðun að stíga skrefið til fulls, fara í kyn- skiptiaðgerð, losa sig við síðasta líffærið sem minnir hann óþyrmi- lega á að hann er kona hneppt í karllíkama. Bree hefur verið að búa sig undir aðgerðina um langan tíma, lagt karlmannsfatnað fyrir löngu á hilluna, er í horm- ónameðferð, talæfingum, brjósta- stækkun og getur hæglega slegið ryki í augun á hungruðum körlum. Þegar vika er í aðgerðina kemur áfallið, síminn hringir, það er lög- reglan í New York sem tilkynnir Stanley/Bree að verið sé að sleppa syni hans, Toby (Zegers), úr fang- elsi fyrir eiturlyfjaneyslu og vændi. Móðir hans sé nýlátin og faðirinn standi honum næstur. Stanley verður að lofa að sjá um drenginn. Stan/Bree veit ekki sitt rjúkandi ráð, enda enga hugmynd haft um tilveru afkvæmisins. Í viðtali við Elizabeth (Peña), ráðgjafa sinn, rekur hann minni í ástasamband við stúlku á háskólaárunum, en það hafi verið „ákaflega lesbískt“. Elizabeth tilkynnir Stan/Bree að hann verði að ganga frá þessum málum ef hann ætli sér í aðgerð- ina. Svo Bree pakkar niður og heldur austur til New York. Frá þeim tímapunkti er Tran- samerica einhver óvenjulegasta vegamynd sögunnar. Þegar á hólminn er komið brestur Stan/ Bree kjark til að segja Toby hvernig liggur í málunum og það á eftir að draga dilk á eftir sér, en segist vera starfsmaður trúarlegra samtaka sem hafa að markmiði að koma vandræðaunglingum á rétta braut. Til að byrja með er rétt að und- irstrika að þrátt fyrir dramatískt efnið og tilvistarkreppu að- alpersónanna, er enginn að vor- kenna sér hið minnsta. Leikstjórn og handrit nýliðans Tuckers, eru rík af fyndnum sprettum, gálga- húmor og bjartsýni, auk skilnings á umfjöllunarefninu. Stan/Bree er vissulega svarti sauðurinn í fjöl- skyldunni með erfitt lífshlaup að baki, honum hefur vitaskuld reynst erfitt að fóta sig í lífinu, kona í eðli sínu, karl á pappírunum. Hann hefur örugglega fengið ómældan skammt af fordómum og fyrirlitn- ingu, hvergi getað staðnæmst við. Það leit út fyrir að Reese With- erspoon væri líklegur kandidat sem Óskarsverðlaunahafi fyrir skínandi túlkun á June Carter í Walk the Line, allt þangað til Huffman birtist á tjaldinu. Hún er mikið meira en sannfærandi, nær að flétta nauðsynlegum karlhorm- ónum í Bree og túlkar tvískipta persónuna jafnan með reisn og virðingu. Það er ekkert ódýrt eða öfgakennt við Bree, áhorfandinn nemur sársaukann undir niðri, Bree hefur hvorki látið mótlætið buga sig né marka. Hún á sér tak- mark sem hún stefnir að á hverju sem gengur: Ætlar sér að verða það sem er sál hennar eðlilegt og finna skjól í storminum. Huffman þarf að gera gott betur en að leika karl sem vill verða kona því hún verður að túlka þau erfiðu ham- skipti sem einstaklingurinn er að ganga í gegnum. Transamerica er því öðrum þræði mikilvægt verk um frelsi einstaklingsins til að velja og hafna, fara þá leið sem hjartað býður, þó það kosti þrautagöngu elds og brennisteins. Líkt og Brokeback Mountain gefur hún tæpitungulausa sýn inn í heim minnihlutahóps, sem lengst af hef- ur mætt hálfkæringi, yfirborðs- skilningi eða fengið afbakaða með- höndlun. Zegers skapar trúverðugan Toby, 16 ára pilt, stórskaddaðan af ástleysi, misnotkun, dópneyslu, götuvændi. Lífið er þó ekki búið að gjöreyða sakleysi hans og æsku- krafti, hann á enn von eins og for- eldrið. Af túlkun hans á Toby má draga þá ályktun að hér sé kominn arftaki Depps og Di Caprios, Ze- gers er bráðefnilegur, bæði glæsi- legur og hæfileikaríkur, spurningin hvort honum bjóðast jafnsafarík hlutverk í framtíðinni. Nokkrar litríkar aukapersónur gæða ferðalagið heim fjölbreytni og vídd. Transamerica er óvenju áhugaverð og einstök mannlífs- skoðun sem rís í hæðir í túlkun Huffman, sem tekst hið ófram- kvæmanlega. Langa leiðin heim KVIKMYNDIR Regnboginn Leikstjóri: Duncan Tucker. Aðalleikarar: Felicity Huffman , Kevin Zegers, Fionn- ula Flanagan, Elizabeth Peña, Graham Greene, Burt Young. 105 mín. Bandaríkin 2005. Transamerica  „Transamerica er áhugaverð og einstök mannlífsskoðun sem rís í hæðir í túlkun Huffman, sem tekst hið óframkvæmanlega,“ segir m.a. í dómnum. Sæbjörn Valdimarsson Nú er búið að sanna erfða-fræðilegan tónlistarskyld- leika Bjarkar og Madonnu. Á vefnum www. Pandora.com eru 400.000 lög skráð eftir „genum“ þeirra. Pandora fer ekki bara eftir melódíunni, viðlaginu og gít- arsólóunum heldur sjálfu tónlist- argeninu. Þessi ókeypis tækni á netinu getur hjálpað einhverjum gegnum frumskóg tónanna til nýrra uppgötvana. Málið á bak við þessa tækni, sem ameríski tónlistarmaðurinn Tim Westergren fann upp, er sú að hver og einn getur slegið inn sinn uppáhalds söngvara eða lag og svo leiðbeinir Pandora þeim áfram til meira af tónlistarefni af svipaðri gerð. Þannig er hægt að finna tónlist með líkan inn- blástur og upp- byggingu innan ólíkra tónlist- argeira. Ef slegið er inn lagið Erotica með Madonnu koma upp lög og tónlistarmenn sem eru „gena- tískt“ skyldir því lagi og er Björk okkar og lag hennar Violently Happy eitt af þeim. Fólk folk@mbl.is Bandaríska leikstjóranumMartin Scorsese mun hafa líkað svo vel við leik Leonardos DiCaprios í mynd- inni The Aviator, sem Scors- ese leik- stýrði, að hann er sagður vilja ráða hann til að fara með aðalhlutverk í næstu mynd sinni, sem fjallar um ævi Theodores Roosevelt, fyrrum forseta Bandaríkjanna. Þegar hefur verið ákveðið að DiCaprio verði á meðal framleiðenda myndarinnar. Að sögn vefritsins moviehole.net er myndin byggð á bókinni The Rise of Theodore Roose- velt og fjallar um mótunarár Roosevelts áður en hann varð forseti Bandaríkjanna. Áður hefur komið fram að vinabönd hafa styrkst mikið á milli þeirra Scorseses og Di- Caprios en í byrjun síðasta árs var greint frá því að þeir ættu í viðræðum um end- urgerð japanskrar bíómyndar frá fimmta áratugnum sem nefnist Drunken Angel. Mynd- in var upphaflega gerð árið 1948 og fjallar um samband ungs glæpamanns við drykk- felldan lækni í japönsku þorpi og á að gerast skömmu eftir lok síðari heimsstyrjaldar. Þá hafa þeir einnig í bígerð að gera mynd sem nefnist The Departed. Samstarf þeirra Scorseses og DiCaprios hófst með mynd- inni The Gangs of New York. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.