Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 25 UMRÆÐAN ÁHUGAVERÐ grein birtist í Morgunblaðinu 26. janúar síðast- liðinn. Þar var viðtal við Finn Ing- ólfsson forstjóra VÍS. Finnur sagði frá þeim miklu breytingum sem orðið hafa á rekstri VÍS og talaði um hina glæsilegu framtíð- arsýn félagsins. VÍS er nú orðið sérstakt móðurfélag með sjö sjálfstæðum dótturfélögum á sviði trygginga, öryggis- og fjárfestinga- og fjármálastarfsemi. Fyrirsögnin var „VÍS komið í ný sókn- arföt“. Umfjöllunin þótti mér áhugaverð. Ég las því greinina alla af mikilli athygli og áhuga, enda var ég að skoða þann mögu- leika að færa við- skipti mín og fyr- irtæki míns yfir til VÍS. Stór mynd var birt af hinu nýja skipuriti VÍS Eignarhaldsfélags. Það vakti strax athygli að þar var engin kona. Þetta þótti mér um- hugsunarvert og ég fór að velta fyrir hver væri staða kvenna inn- an VÍS og dótturfyrirtækja þess. Reyndar verð ég að viðurkenna að mér finnst jafnrétti sjálfsagður hlutur, en þrátt fyrir það er jafn- rétti yfirleitt ekki efst í huga hjá mér. Ég hef haft þá skoðun að konur, líkt og aðrir menn, skuli vera ráðnar að verðleikum en ekki af því hún er kona! Ég hugsaði með mér að það hlyti þá að vera einhver kona í stjórn félagsins en samkvæmt upplýsingum á vef fé- lagsins eru þar eingöngu karlar. Áhugi minn óx jafnt og þétt og næst skoðaði ég svo dótturfélög VÍS sérstaklega. Niðurstaðan olli miklum vonbrigðum, engar konur í stjórn. Ég tek það þó fram að ég fann ekki upplýsingar um stjórnir minni dótturfélaga VÍS. Ég hef alltaf verið þeirrar skoð- unar að hæfasti einstaklingurinn skuli ráðinn til starfa, og auðvitað þarf að skipa hæft fólk í stjórnir fyrirtækja. Ég á bara mjög erfitt með að trúa því að það hafi engin hæf kona sótt um þær stöður sem um ræðir á skipuritinu eða að engar konur hafi gef- ið kost á sér í stjórnir þessara fyrirtækja. Ég er hvorki hlynnt jákvæðri mismunun né kynjakvóta og legg ekki til að slík kerfi séu tekin upp. Hins vegar hélt ég að ekk- ert framsækið fyr- irtæki á árinu 2006 teldi sig hafa efni á því að hafa engar konur í stjórn. Samtals fann ég 30 nöfn í nýju skipuriti VÍS og stjórnum fyrirtækja í eigu VÍS og ekki er þar eitt kvenmannsnafn að finna. Þetta þykir mér athygl- isverð og um leið dapurleg stað- reynd og efast ég ekki um að fleiri eru mér sammála. Það er umhugsunarefni að í landi þar sem yfirlýst markmið er að hlutur kvenna og karla á vinnu- markaði eigi að vera sem jafn- astur að í stórfyrirtæki eins og VÍS skuli ástandið ekki vera betra. Ég hefði sennilega róast við að sjá þó ekki nema eitt kven- mansnafn á þessu skipuriti eða í stjórnum VÍS og dótturfélaga. Ég sendi reyndar inn fyrirspurn til VÍS vegna þessa máls en ég hef ekki fengið svar. Ástæða þessara greinaskrifa er eingöngu að vekja athygli á stöðu þessara mála og til að segja frá upplifun minni. Umfjöllun mín nær eingöngu til nýs skipurits VÍS og stjórnar VÍS og dótt- urfélaga. Gjarnan vildi ég heyra frá stjórn VÍS um þetta málefni og helst af öllu vildi ég að hér væri um misskilning að ræða. VÍS og nýju sóknarfötin Rannveig Sigfúsdóttir fjallar um skipurit stórfyrir- tækja á Íslandi ’Ástæða þessara greina-skrifa er eingöngu að vekja athygli á stöðu þessara mála og til að segja frá upplifun minni.‘ Rannveig Sigfúsdóttir Höfundur er atvinnurekandi og viðskiptafræðingur frá HR. „HVERSU sterkur er viljinn til að halda íslenskri tungu uppi? Tungan er ekkert annað en hugur okkar sjálfra. Hún nærist á ást okkar og umhyggju, en veslast upp og deyr ef við snúum við henni baki. Engin tunga lifir sem enginn maður vill. Íslend- ingar hafa þrjár skyldur að rækja við tungu sína: rækta hana, kunna hana og vilja hana.“ Svo ritaði Baldur Jónsson, pró- fessor emeritus og fyrrverandi for- stöðumaður Íslenskr- ar málstöðvar, í grein í Morgunblaðinu 17. júní 1994. Baldur leggur í greininni sér- staka áherslu á að framtíð íslensks máls sé undir því komin að þjóðin vilji nota það. „Sá sem vill ekki nota íslensku, notar ekki íslensku hversu góð og göfug og öflug sem hún er.“ Mér hafa stundum komið í hug þessi um- mæli Baldurs þegar ég hef fylgst með fjörugum umræðum um íslenskt mál und- anfarnar vikur. Í því flóði greina og viðtala hafa viðmælendur úr öllum áttum talað nær einum rómi á þann veg að vilji þeirra er augljós til að varðveita og efla íslenska tungu. Varðveisla og efling málsins eru sem kunnugt er kjarnahugtök ís- lenskrar málstefnu. Eins og vænta mátti hefur ekki farið á milli mála í umræðunum undanfarið að Íslend- inga greinir að sumu leyti á um hvaða leiðir séu vænlegastar til að treysta þjóðtungu okkar á nýrri öld og eins er misjafnt mat manna á þeirri hættu sem steðjar að henni nú um stundir. Hitt er ótvírætt að þrótturinn í skoðanaskiptum und- anfarinna vikna sýnir glöggt vilja alls þorra þjóðarinnar til að stefna óhikað að sameiginlegu markmiði. Ég ætla hér að leyfa mér að benda áhuga- sömum á að á vef Ís- lenskrar málstöðvar, www.íslenskan.is, er m.a. að finna tengil á síðu með nokkrum ábendingum um les- efni um íslenska mál- stefnu og tengd efni. Fyrrnefnd grein Bald- urs Jónssonar frá 1994 var prentuð í afmæl- isriti hans, Máls- greinum, sem út kom 2002 og fæst í málstöð- inni. Þar eru jafnframt birtar ýmsar fleiri greinar Baldurs um málpólitík og önnur efni. Í sömu ritröð kom út ritið Málstefna Language Planning, 2004, með greinum á íslensku og ensku um málstefnu frá mismun- andi sjónarhornum eft- ir fjóra íslenska og fimm erlenda fræði- menn. Enn fremur má nefna að tímaritið Málfregnir hefur að geyma ýmsar greinar og fróðleik um íslenska málrækt og er efni Málfregna allt frá árinu 2000 raun- ar aðgengilegt beint af vef Ís- lenskrar málstöðvar. Íslenskan Ari Páll Kristinsson fjallar um íslenskt mál Ari Páll Kristinsson ’Hitt er ótvírættað þrótturinn í skoðanaskiptum undanfarinna vikna sýnir glöggt vilja alls þorra þjóð- arinnar…‘ Höfundur er forstöðumaður Íslenskrar málstöðvar. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞAÐ ER ekki laust við að maður sé orðinn vel mettur af pólitískum frösum og almennri flatneskju eftir að hafa fylgst með prófkjörsslag flokkanna að undanförnu. Án efa eru frambjóðendur allir með tölu hið besta fólk en framsetning þeirra á eigin ágæti gengur á köflum svo langt að maður fer að efast um heil- indin sem að baki liggja. Að minnsta kosti eru mannkostirnir sem í boði eru þvílíkir að hver sem er gæti vel hugsað sér að vera slík- um kostum gæddur. Ef við stöldr- um við og skoðum nokkur dæmi sem birst hafa að undanförnu þá eru frambjóðendur að eigin sögn þannig úr garði gerðir að þeir hugsa stórt, koma með alveg glæný og spennandi viðhorf inn í stjórnmálin (þrátt fyrir að menn hafi verið að bögglast í pólitík í þúsundir ára), þeir vinna af heilindum, hafa þann kjark sem margir aðrir borgarbúar hafa ekki, þeir eru skynsamir og skilningsríkir, miklir reynsluboltar og hafa gríðarlega þekkingu. Síðast en ekki síst þá er í boði að kjósa frjóa og skapandi hugsun í borg- arstjórn og veitir víst ekki af. Allt eru þetta örfáar tilvitnanir í lýsingar frambjóðenda á sjálfum sér og vel má vera að þetta sé allt sam- an satt og rétt en það er æði dap- urlegt ef pólitíkin er fyrst og fremst farin að snúast um það hver er fal- legastur, þokkafyllstur og með mesta leikni í að lýsa eigin ágæti. Svona er þetta nú samt og þrátt fyrir að ýmsir frambjóðendur hafi ágæt mál til að vinna að verður því miður að segjast eins og er að býsna eiga þeir margir erfitt með að koma orðum að þeim svo að ein- hverju gagni megi verða. Ef við kíkjum á nokkur dæmi um fram- setningu málanna hjá þessu annars stórgáfaða og glæsilega fólki sem borgarbúum stendur til boða að kjósa má sjá ýmis góð mál sem maður vill svo sannarlega fá að sjá í framkvæmd; Reykjavík skal verða fyrirmyndarborg, allt litróf lífsins kemur til með að njóta sín og allir hafi jöfn tækifæri (ekki ósvipað hugsjón Nóa í sögunni um örkina hans Nóa). Öllum á að líða vel í borginni og úthluta skal lóðum af skynsemi svo aðeins örfá dæmi séu tekin. Allt eru þetta atriði sem hver sem er gæti vel hugsað sér að skrifa uppá, en það sem mér finnst vera býsna undarlegt er að ekki sé hægt að útskýra ögn nánar hvað í raun stendur á bakvið stóru orðin. Hvað felst í því að úthluta lóðum af skyn- semi? Í hverju felst fyrirmynd- arborg? Hvað felst í því að allir fái notið sín? Þetta þykja e.t.v. af- skaplega leiðinlegar spurningar en þetta eru spurningar sem krefjast þess að eitthvert kjöt sé á bein- unum þegar rætt er um pólitík. Frambjóðendur Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs hafa ekki tekið þátt í þeirri opinberu mann- kostalýsingu sem fram hefur farið að undanförnu þrátt fyrir að þar fari fólk sem gætt er mörgum góð- um kostum. Við erum nefnilega að vonast til þess að geta farið að rök- ræða málefni borgaranna án þess að þurfa að lýsa eigin ágæti, mann- kostum og karaktereinkennum í öðru hverju orði. JÓHANN BJÖRNSSON, Tunguvegi 42, 108 Reykjavík. Frasar og flatneskja Frá Jóhanni Björnssyni kennara, sem skipar 8. sæti á lista vinstri grænna: ÉG SKRIFA þessa grein sem áhugamaður um bætt samfélag, réttlæti og síðast en ekki síst sem barnabarn. Ég vil með þessum skrifum vekja yfirvöld til umhugs- unar um stöðu þess fólks sem hefur með vinnu sinni og ómæld- um fórnum skapað það samfélag alls- nægta sem við hin, flest hver, njótum í dag. Ég vil um leið leita ráða hjá ykkur, kjörnum fulltrúum og öðrum borgurum, út af aðstæðum sem amma mín og afi eru í nú á sínum síðustu ár- um. Aðstæðum sem ég get ekki lýst öðruvísi en ömurlegum og óþolandi. Þannig eru mál með vexti að afi minn hefur ekki getað búið heima hjá sér í tvö ár vegna veikinda og býr nú á hjúkrunarheimili eins og gengur. Amma mín býr hins vegar enn heima þrátt fyrir að vera orðin brothætt á bæði líkama og sál. Eins og eðlilegt er langar þau mest af öllu að fá að búa saman, þótt það væri ekki nema undir sama þaki. En það er ekki hægt. Það er víst ekki til pláss og amma ekki orðin „nógu veik“ til að komast neins staðar inn. Ég upplifi það að amma mín og afi eru bæði þunglynd og gráta sitt í hvoru lagi yfir einmana- leika og söknuði vegna þess að þau geta ekki verið saman síðustu ár ævi sinnar. Engin skýr svör fást um það hvenær og hvort þau geta búið saman. Mér skilst að það þurfi að minnsta kosti 200 manns að deyja áður en þau geta búið saman á ný. Það er ef annað þeirra verður ekki dáið áður en að því kemur. Ég veit að þetta er hart orðalag en svona er harður raunveruleikinn. Ég skammast mín fyrir að búa í samfélagi sem getur ekki tryggt gamla fólkinu ánægju- legri ævidaga en nú er gert. Eins sjálfhverfur og maður oft er þá viðurkenni ég að ég hef ekki fylgst nægj- anlega vel með stöðu gamla fólksins í sam- félaginu fyrr en nú. Nú þegar ég er sjálfur oft með tárin í aug- unum af því að MÉR líður illa yfir því hvernig komið er fyrir ömmu minni og afa. Ekki síst af því ég veit ekki hvað ég get gert í málinu. Satt að segja er ég og mín fjöl- skylda ráðalaus yfir því hvað við getum gert. Þess vegna leita ég ráða hjá ykkur, ríkisstjórninni og öðrum kjörnum fulltrúum mínum. Kjörnum fulltrúum ömmu minnar og afa. Er hægt að sætta sig við það að fólk sem á aðeins nokkur ár eftir endi ævi sína í þunglyndi og vanlíð- an vegna skorts á lágmarksþjón- ustu sem þessari? Hefur verið reiknað út hvað það kostar mikið að koma málum í lag? Hvað kostar að tryggja að allir aldraðir sem þurfa og vilja komist að á hjúkr- unarheimilum komist að á skikk- anlegum tíma? Hver er stefna rík- isstjórnarinnar í þessum málum? Hver er stefna flokkanna í búsetu- málum aldraðra? Stefna yfirvalda í garð gamla fólksins er háð vilja en ekki getu. Við getum tryggt eldra fólki mann- sæmandi lífskjör ef viljinn er fyrir hendi. Auðvitað kostar það peninga og yfirvöld hafa ekki aðgang að ótakmörkuðu magni af peningum. Samt hefur tekist að samþykkja að eyða ómældu magni af fjármunum í fokdýr tónlistarhús, íþróttahallir, snobbverkefni, úrelt landbún- aðarkerfi, jarðgöng og hátækni- sjúkrahúsi (sem óljós þörf er fyrir) svo fátt eitt sé nefnt. Vandi stjórn- málamanna er að velja og hafna, forgangsraða, eða gera meira með því að hækka skatta. Ég hvet kjörna fulltrúa til að sýna ábyrgð og útskýra stefnu sína skýrt og skilmerkilega. Þeim til aðstoðar kynni ég þrjár ólíkar leiðir: 1. Halda skattprósentunni óbreyttri en forgangsraða verk- efnum þannig að tryggt sé að eldri borgarar geti lifað tiltölulega áhyggjulausu lífi. 2. Sleppa forgangsröðuninni en hækka þess í stað skatta til að tryggja ömmum og öfum þessa lands mannsæmandi líf. 3. Ekki gera neitt, ekki taka ábyrgð og leyfa eldra fólki að lifa í sorg og ótta yfir aðstæðum sínum þar til yfir lýkur. Þetta eru þær helstu leiðir sem eru í boði. Hvaða leið vill rík- isstjórnin fara og hvers vegna? Ég vil fá svör. Hvað ætla yfirvöld að gera, ef eitthvað? Hvað tekur lang- an tíma að koma málum í lag og hvað kostar það? Svör hinna kjörnu fulltrúa, eða skortur á þeim, munu hafa veruleg áhrif á það hvar ég set mitt X í næstu kosningum. Ég er viss um að það sama á við marga aðra borgara þessa lands. Eiga amma og afi þetta skilið? Sigurður Hólm Gunnarsson skrifar opið bréf til kjörinna fulltrúa og almennings um vandamál gamla fólksins ’Svör hinna kjörnu full-trúa, eða skortur á þeim, munu hafa veruleg áhrif á það hvar ég set mitt X í næstu kosningum.‘ Sigurður Hólm Gunnarsson Höfundur er nemandi í iðjuþjálfun við HA og barnabarn. ER NEFIÐ STÍFLAÐ? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.