Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 29 FRÉTTIR Þessir bekkir heimsóttu Morgunblaðið í tengslum við verkefnið Dagblöð í skólum. Dagblöð í skólum er samstarfsverkefni á vegum Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur sem Morgunblaðið tekur þátt í á hverju ári. Að lokinni verkefnaviku þar sem nemendur vinna með dagblöð á margvíslegan hátt í skólanum koma þeir í kynnisheim- sókn á Morgunblaðið og fylgjast með því hvernig nútíma dagblað er búið til. Kærar þakkir fyrir komuna, krakkar! Morgunblaðið. Morgunblaðið/Brynjar Gauti7. bekkur K úr Hvassaleitisskóla. Morgunblaðið/Ásdís7. bekkur G úr Hvassaleitisskóla. Atvinnuauglýsingar Rafvirkjar Óskum eftir að ráða rafvirkja til starfa. Mikil vinna framundan. Raflagnatækni ehf. 664-0200 og 664-0201. Raðauglýsingar Styrkir Styrkir vegna stuðnings við dönskukennslu Samkvæmt samningi milli menntamálaráðu- neyta Íslands og Danmerkur um stuðning við dönskukennslu á Íslandi leggur menntamála- ráðuneyti Íslands árlega fram 5,5 milljónir króna til verkefna, sbr. 4. gr. samningsins. Er hér auglýst eftir umsóknum um styrki til verkefna í eftirtöldum málaflokkum: 1. Endurmenntunarnámskeið fyrir dönskukenn- ara í grunn- og framhaldsskólum 2. Námsefnisgerð í dönsku fyrir grunn- og framhaldsskóla 3. Rannsóknir og þróunarstarf á sviði náms og kennslu í dönsku sem erlends tungu- máls. 4. Vitundarvakning um mikilvægi dönskukunn- áttu fyrir Íslendinga. Samstarfsnefnd sem skipuð er fulltrúum beggja landanna metur umsóknir og gerir til- lögur um styrkveitingar. Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneyti í síðasta lagi mánudaginn 13. mars nk. á sér- stökum eyðublöðum sem þar fást og sem jafn- framt má nálgast á vef ráðuneytisins. Þar er einnig að finna samning menntamálaráðuneyta Íslands og Danmerkur. Nánari upplýsingar veitir María Gunnlaugsdóttir, deildarsérfræðingur í menntamálaráðuneyti, sími 545 9500, netfang: maria.gunnlaugsdottir@mrn.stjr.is Menntamálaráðuneyti, 16. febrúar 2006. menntamalaraduneyti.is Félagslíf  MÍMIR 6006022019 III  HEKLA 6006022019 IV/V H&V  GIMLI 6006022019 I I.O.O.F. 19  1862207  I.O.O.F.10  1862208  ÍÞRÓTTABANDALAG Reykjavíkur og Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis hafa gert með sér samkomu- lag um stofnun sjóðs til að styrkja ungt og efnilegt íþróttafólk í Reykjavík, á aldrinum 15–22 ára, sem hefur hæfileika til að verða afreksfólk í íþróttum. Með tilkomu sjóðsins er gerð tilraun til að hjálpa fé- lögum sem vinna metnaðarfullt og faglegt starf með ungu afreksfólki til að skapa betri jarðveg til að ná enn betri árangri en til þessa. ÍBR og SPRON munu leggja 10 milljónir kr. árlega í sjóðinn, 5 milljónir hvor. Fyrstu úthlutanir úr sjóðnum fóru fram um helgina og um leið fengu 250 reykvískir Íslandsmeistarar ársins 2005, á aldrinum 13–23 ára, viðurkenningu. Við það tæki- færi hélt Ragnhildur Sigurðardóttir, íþróttamaður Reykjavíkur, stutt ávarp þar sem hún hvatti unga fólkið til dáða og bauð öllum Íslandsmeisturunum að þiggja golfkennslu hjá sér á æfingasvæði Golfklúbbs Reykja- víkur í Básum. Auk þess var danssýning og júdókynning. Fjórtán félög og deildir íþróttafélaga fengu peninga- styrki á bilinu 60 til 400 þúsund kr. eða samtals rúmar þrjár milljónir kr. Dansdeild ÍR fékk 100.000 kr. vegna æfinga og keppni Jóns Eyþórs Gottskálkssonar og Helgu Soffíu Guðjóns- dóttur. Frjálsíþróttadeild ÍR fékk 400.000 kr. styrk vegna æf- ingabúða keppnishóps í Gautaborg og vegna verkefnis varðandi markvissari þjálfun afreksfólks upp á 300.000 kr. Júdódeild Ármanns fékk 150.000 kr. vegna æfinga- búða í Svíþjóð. Golfklúbbur Reykjavíkur fékk 100.000 kr. vegna æfinga og keppni Stefáns Más Stefánssonar. Körfuknattleiksdeild KR fékk 400.000 kr. vegna keppnisferðar drengja til Svíþjóðar og 400.000 kr. vegna æfingabúða fyrir stúlkur í Serbíu. Sundfélagið Ægir fékk 400.000 kr. vegna keppnis- ferðar til Skotlands. Skíðadeild Víkings fékk 230.000 kr. vegna æfinga og keppni Guðrúnar Jónu Arinbjarnar. Tennisdeild Víkings fékk 60.000 kr. vegna þátttöku Raj Bonifacius á þjálfaranámskeiði í Bandaríkjunum. Sunddeild Fjölnis fékk 100.000 kr. vegna keppnis- ferðar Sigrúnar Brár Sverrisdóttur. Frjálsíþróttadeild Fjölnis fékk 100.000 kr. vegna Írisar Önnu Skúladóttur og 100.000 kr. vegna Sveins Elíasar Elíassonar en þau eru bæði á leið til æfinga og keppni erlendis. Hokkídeild Bjarnarins fékk 200.000 kr. vegna ferðar kvennaliðs til Eystrasaltslanda. Síðar á árinu verður fleiri styrkjum úthlutað en íþróttafélögin í Reykjavík geta sótt um styrki í sjóðinn hvenær sem er. Morgunblaðið/ÞÖK Fjórtán íþróttafélög og deildir innan þeirra fengu úthlutað peningastyrkjum úr afrekssjóði SPRON og Íþrótta- bandalags Reykjavíkur. Hér er hið unga og efnilega íþróttafólk sem fékk styrki saman komið. Úthlutað úr afrekssjóði SPRON og ÍBR FYRIRTÆKIÐ Focal Software & Consulting heldur fund miðvikudag- inn 22. febrúar kl. 8.15–10, í Gullteigi á Grand hóteli. Fundurinn ber yfir- skriftina: „Situr þú á leyndum fjár- sjóði: kvartanir viðskiptavina eru dul- in verðmæti“. Meginþema fundarins er meðhöndlun kvartana og ánægja viðskiptavina. Meðal fyrirlesara eru Þórhallur Örn Guðlaugsson, lektor við viðskipta- og hagfræðideild Há- skóla Íslands, og Árni Kristinsson, framkvæmdastjóri British Standards Institution á Íslandi. Jóhannes Gunn- arsson, formaður Neytendasamtak- anna, setur fundinn og fundarstjóri verður Hrafnkell Sigtryggsson, for- stöðumaður Fyrirtækjasviðs Intrum. Þátttaka tilkynnist í síma 400 900 eða á focal@focal.is Fundur á miðvikudaginn um meðhöndlun kvartana BÆJARSTJÓRNIR Siglufjarðar og Ólafsfjarðar og bæjarráð Dalvíkur- byggðar fagna framkomnum tillög- um um aukna atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi í formi stóriðju og lýsa yfir fullum stuðningi við þau áform að stóriðja rísi í Eyjafirði. „Gríðarlega mikilvægt er fyrir svæðið í heild að horft verði til heppi- legrar staðsetningar ef af slíkri upp- byggingu verður og styðja bæjar- stjórnir ofangreindra sveitarfélaga hugmynd að staðsetningu í Eyja- firði. Bæjarstjórnir Siglufjarðar og Ólafsfjarðar og bæjarráð Dalvíkur- byggðar hvetja til þess að áfram verði unnið að rannsóknum og tekin verði ákvörðun um staðsetningu stóriðju á Norðurlandi eins fljótt og auðið er.“ Fagna aukinni uppbyggingu atvinnu á Norðurlandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.