Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nú bjóðum við síðustu sætin til Kanarí 7. mars í eina eða 2 vikur á frábær- um kjörum. Bókaðu strax og tryggðu þér sæti og fjórum dögum fyrir brott- för færðu að vita hvar þú gistir. Að sjálfsögðu nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar á Kanarí allan tímann. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Kanarí 7. mars frá kr. 44.990 m.v. 2 Munið Mastercard ferðaávísunina Síðustu sætin kr.54.990 í 2 vikur Netverð á mann, m.v. a.m.k. 2 í herbergi/íbúð/stúdíó í 2 vikur, stökktu tilboð 7. mars. Innifalið flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. kr.44.990 í viku Netverð á mann, m.v. a.m.k. 2 í herbergi/íbúð/stúdíó í viku, stökktu tilboð 7. mars. Innifalið flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. ÞRJÁR blaðakonur hlutu verðlaun fyrir blaðamennsku á árinu 2005, en verðlaunin voru afhent á árlegu pressuballi Blaðamannafélags Ís- lands síðastliðið laugardagskvöld. Gerður Kristný Guðjónsdóttir blaðamaður fékk Blaðamannaverð- laun Íslands 2005 fyrir „óhefðbundna blaðamennsku og ítarlegar rann- sóknir við skrif á sögu Thelmu Ásdís- ardóttur Myndin af pabba.“ Í rök- stuðningi dómnefndar segir að bókin sé gott dæmi um þann háleita kjarna blaðamennskunnar sem „snýst um að leita sannleikans og segja frá honum með það að markmiði að þjóna al- mannaheill.“ Sunna Ósk Logadóttir, blaðamað- ur á Morgunblaðinu, hlaut verðlaun fyrir bestu umfjöllun ársins 2005. Það var greinaflokkur um rekstur og starfsemi Landspítala – háskóla- sjúkrahúss í kjölfar sameiningar. Í rökstuðningi dómnefndar kemur fram Sunna Ósk hafi dregið fram „með skýrum og skiljanlegum hætti þann flókna veruleika sem rekstur Landspítala – háskólasjúkrahúss er“. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, hlaut verðlaun fyrir rannsóknarblaða- mennsku ársins 2005. Það var úttekt á einkavæðingu ríkisbankanna og fréttaskrif um aðkomu áhrifamanna í aðdraganda málaferla gegn forsvars- mönnum Baugs. Í rökstuðningi dóm- nefndar segir m.a. að eitt mikilvæg- asta hlutverk blaðamanna sé að veita stjórnvöldum gagnrýnið aðhald. Birgir Guðmundsson, formaður dómnefndar, sagði í ávarpi að tilnefn- ingum til blaðamannaverðlauna hafi fjölgað ár frá ári þau þrjú ár sem verðlaunin hafa verið veitt. „Það er vissulega freistandi að álíta að fagleg viðmið og kröfur stéttarinnar til sjálfrar sín séu að aukast og jafnvel að tilkoma verðlaunanna hafi átt ein- hvern þátt í að ýta undir það.“ Verðlaun Blaðamannafélags Íslands og Blaðaljósmyndarafélags Íslands fyrir 2005 Morgunblaðið/ÞÖK Þau tóku við verðlaununum. F.v.: Sunna Ósk Logadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, fékk verðlaun fyrir bestu umfjöllun ársins 2005. Sigurjón M. Egilsson, fréttaritstjóri Fréttablaðsins, tók við verðlaunum fyrir hönd Sigríðar Daggar Auðunsdóttur sem var fjarverandi, fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins 2005, og Gerður Kristný Guð- jónsdóttir blaðamaður sem hlaut Blaðamannaverðlaun Íslands 2005. Þrjár blaðakonur heiðraðar fyrir skrif sín LJÓSMYNDARAR og blaðamaður Morg- unblaðsins sópuðu að sér viðurkenningum þegar veitt voru verð- laun fyrir bestu blaða- ljósmyndir og blaða- mennsku ársins 2005 hjá Blaðaljósmynd- arafélagi Íslands og Blaðamannafélagi Ís- lands. Þorkell Þorkelsson ljósmyndari tók Mynd ársins 2005, „Ógn- arölduna“, og fékk einnig viðurkenningu fyrir Myndröð ársins 2005 frá hamfarasvæðum í SA-Asíu eftir flóðbylgjuna miklu á annan dag jóla 2004. Þorkell hóf störf við frétta- og blaðaljósmyndun á Morg- unblaðinu 1985 en lét nýlega af störfum og hvarf til náms erlendis. Ragnar Axelsson tók fréttamynd ársins 2005, „Í skugga Davíðs“, sem sýnir þegar Davíð Oddsson kvaddi á landsfundi sjálfstæð- ismanna í Laugardalshöll. Ragnar hefur verið ljósmyndari á Morg- unblaðinu frá 1976 og fengið á þriðja tug viðurkenninga á sýn- ingum Blaðaljósmyndarafélags Ís- lands, sem hófust 1991. Hann hefur einnig hlotið margar viðurkenn- ingar erlendis, t.d. Oskar Barnack verðlaunin 2001 og aðalverðlaun Festival Photo de Mare í Frakk- landi 2003. Árni Torfason tók íþróttamynd ársins 2005 og sýnir hún skauta- stúlkur á æfingu. Árni hóf störf á Morgunblaðinu 2003 og hefur síðan verið fastráðinn á sumrin og í lausamennsku á veturna. Hann hef- ur áður unnið til verðlauna á sýn- ingu blaðaljósmyndara og verið sýningarstjóri sýningarinnar und- anfarin tvö ár. Þorvaldur Örn Kristmundsson tók þjóðlegustu mynd ársins 2005 og sýnir hún fólk á leið í sjósund. Þorvaldur hóf störf á Dagblaðinu 1991 og starfaði þar í 12 ár. Hann hefur unnið sem ljósmyndari hjá Morgunblaðinu og sjálfstætt starf- andi frétta- og heimildaljósmyndari frá 2004. Þorvaldur er formaður Blaðaljósmyndarafélags Íslands og hefur áður fengið sjö viðurkenn- ingar fyrir myndir á sýningum blaðaljósmyndara. Sunna Ósk Logadóttir blaðamað- ur hóf störf á Morgunblaðinu 1999. Hún var fyrst umsjónarmaður Fólks í fréttum, en flutti til Noregs í eitt ár og var þá fréttaritari Morgunblaðsins. Frá 2001 hefur hún starfað á innlendri fréttadeild sem blaðamaður. Morgunblaðið/Kristinn Þorvaldur Örn Kristmundsson og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra skoða mynd Ragnars Axelssonar sem valin var Fréttamynd ársins 2005. Sigursveit Morgunblaðsins TENGLAR .............................................. www.pressphoto.is Ragnar AxelssonÞorkell Þorkelsson ÞRÍR blaðamenn, þeir Björn Vignir Sigurpálsson, Steinar J. Lúðvíksson og Magnús Finnsson, voru sæmdir heiðursmerki Blaðamannafélags Ís- lands (BÍ) á Pressuballinu síðastliðið laugardagskvöld. Að sögn Örnu Schram, formanns BÍ, hefur heið- ursmerki félagsins verið veitt frá því um miðja síðustu öld. Merkið er nú veitt þeim sem hafa starfað meira en 40 ár í blaðamannastétt. Arna sagði að tiltölulega fáir blaðamenn hefðu náð svo löngum starfsaldri því lengstum hafi verið mikil hreyfing á blaðamönnum og margir stoppað stutt í starfi. Þeir sem fengið hafa merkið í áranna rás eru um 20. Arna sagðist eiga von á að þeim fjölgaði á komandi árum sem næðu svo löngum starfsaldri því stöðugt fjölgaði fólki sem gerði blaða- mennsku að ævistarfi og menntaði sig sérstaklega til þess. Ört hefur fjölgað í stéttinni að undanförnu og félagsmenn í BÍ eru nú orðnir á sjö- unda hundrað talsins. Morgunblaðið/ÞÖK Þrír blaðamenn fengu heiðursmerki Blaðamannafélags Íslands fyrir að eiga að baki 40 ára starf við blaðamennsku. Það voru f.v.: Björn Vignir Sig- urpálsson, fréttaritstjóri á Morgunblaðinu, Steinar J. Lúðvíksson, aðalrit- stjóri hjá Fróða, og Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins. Fengu heiðursmerki BÍ  Blaðaljósmyndir | 34

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.