Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VÍKKAÐU SJÓNDEILDARHRINGINN 26. FEBRÚAR NÁMSKYNNING Í HÁSKÓLA ÍSLANDS www.hi.is LEGÓKUBBAR eru eflaust ekki það fyrsta sem fólk tengir við kennslu en í Melaskóla er tæknilegó notað við kennslu í tæknimennt, stærðfræði og eðlisfræði með þeim árangri að nemendur eru áhugasam- ari en nokkru sinni fyrr um lögmál eðlisfræðinnar, forritun og ýmiskon- ar tæknimál. Nemendur þar hafa einnig fengið tækifæri til að hanna og smíða vélmenni. Verkefnið Gam- an að læra með LEGO var ásamt sjö öðrum kennsluverkefnum í grunn- skólum Reykjavíkur verðlaunað sér- staklega í gær þegar menntaráð Reykjavíkur afhenti hvatning- arverðlaun grunnskólanna í fjórða sinn. Þrjú verkefnanna þóttu skara sér- staklega fram úr, en auk verkefn- isins í Melaskóla voru verkefni í Ölduselsskóla og Hólabrekkuskóla verðlaunuð. Ölduselsskóli hlaut verðlaun fyrir verkefnið Sterkir námsmenn, en þar er góðum náms- mönnum veitt tækifæri til að þroska hæfileika sína og glíma við verkefni sem dýpka skilning þeirra. Í um- sögn dómnefndar sagði að verkefnið væri hluti af þróunarstarfi um breytta kennsluhætti og ein- staklingsmiðað nám. „Framtíðarsýn Ölduselsskóla er að byrja strax að vinna með sterka nemendur þannig að þeir fái sífellt meira ögrandi verkefni að glíma við. Þannig má forðast skólaleiða sem getur fylgt því þegar þessir nemendur vinna verkefni undir getu. Frábært verk- efni!,“ sagði í rökstuðningi dóm- nefndar. Samstarf um forvarnir Þá fékk Hólabrekkuskóli verðlaun fyrir verkefnið Samstarf til forvarna en verkefnið byggist á samstarfi skólans, ÍTR, félagsmiðstöðvarinnar Miðbergs, Þjónustumiðstöðvar Breiðholts og hverfislögreglunnar í Breiðholti. Verkefnið felur í sér að einn dag í viku er hefðbundið skóla- starf brotið upp og unnið með nem- endum á skólatíma með það að markmiði að styrkja félags- og sam- skiptafærni nemenda. Í umsögn dómnefndar sagði að um væri að ræða markvisst forvarnarverkefni og nýbreytnin væri ekki síst fólgin í því breiða samstarfi sem tekist hef- ur í hverfinu þar sem aðilar utan skólans taka höndum saman með skólafólkinu til að ná árangri og styðja við nemendur. Þessi þrjú verkefni þóttu skara fram úr og fengu skólarnir verð- launagrip, leirlistaverk hannað af Þóru Sigurþórsdóttur. Fimm verk- efni til viðbótar fengu viðurkenn- ingu; Félagsfærniþjálfun í skóla- starfi í Breiðagerðisskóla, Útikennsla í Fossvogsskóla, Vís- indadagur í Rimaskóla, Myndlist er málið og Lífsleikni í Safamýrarskóla og Tónsköpun í Víkurskóla. Skólar, kennarar, foreldraráð og foreldrafélög geta tilnefnt verkefni til hvatningarverðlauna og bárust í ár alls 45 tilnefningar. Fimm manna dómnefnd yfirfór tilnefningarnar og valdi úr. Ekki fast í ramma Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, segir að tilgangurinn með þessum verðlaunum sé að vekja athygli á því sem vel er gert. „Þetta er til þess að hvetja fólk áfram, koma því inn að það sé að gera góða hluti, þeir séu eftirtektarverðir, að það sé hægt að miðla milli skóla og að fólk geti lært hvert af öðru og að koma því út í samfélagið að það sé mikilvægt starf í gangi í skólunum og það sé verið að reyna að gera góða hluti. Skólastarf er sköpunarferli og þetta fólk er virkilega að skapa og svo sannarlega ekki fast í neinum ramma,“ segir Stefán og bætir við að í fyrstu hafi verið ákveðin feimni við að veita slíkar viðurkenningar, þar sem hugsanlega væri verið að stuðla að óheilbrigðri samkeppni. „Mér hefur alls ekki sýnst það vera þannig, skólastjórnir og starfsfólkið hefur fyllst metnaði fyrir hönd síns skóla. Síðan höfum við líka gert þetta 17. júní ár hvert fyrir nemendur og veitt þeim hvatningarverðlaun, sem hafa virkilega slegið í gegn. Mér finnst mikilvægt að koma því inn að það sé verið að gera góða hluti og að það sé í lagi að hrósa þeim,“ segir Stefán. Átta grunnskólar hlutu hvatningarverðlaun menntaráðs Reykjavíkur Litlir eðlisfræðingar með legókubba Morgunblaðið/ÞÖK Alls hlutu átta grunnskólar viðurkenningu og má hér sjá hluta þeirra kennara og skólastjóra sem tóku við þeim. Morgunblaðið/ÞÖK Fjöldi foreldra og kennara fylgdist með athöfninni í Ráðhúsinu í gær en þetta var í fjórða sinn sem hvatningar- verðlaun menntaráðs voru veitt en þau verðlauna framsækin kennsluverkefni í grunnskólum Reykjavíkur. Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK Grunnskólar kynntu starfsemi sína og verkefni í kynningarbásum í Ráðhúsinu í gær. DÖNSK-íslensk sveit sigraði í sveitakeppninni á Bridshátíð sem lauk í gærkvöldi á Hótel Loftleiðum. Í sigursveitinni spiluðu Ómar Olgeirsson, Ísak Örn Sig- urðsson, Stefán Jónsson og Danirnir Sejr Andreas Jen- sen og Kasper Konow. Þessir dönsku spilarar eru ekki meðal þekktustu bridsspilara Dana en hafa báðir spilað í unglingalandsliði þeirra. Sveitin hlaut 204 stig eða þremur stigum meira en sveit Vinabæjar sem skipuð var þrautreyndum spilurum sem margir hafa spilað í íslenska landsliðinu. Í þriðja sætinu varð einnig íslensk sveit, sveit Garða og véla ehf., en þeir unnu sveitakeppnina á Bridshátíð í fyrra. Í fjórða og fimmta sæti urðu svo sveitir frá Póllandi og Bandaríkjunum allt þrautreyndir landsliðs- og atvinnu- menn. Guðmundur Baldursson afhenti verðlaun í mótslok ásamt Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa Ice- landair, og Katrínu Óskarsdóttur mótsstjóra. Morgunblaðið/Arnór Íslensk/dönsk sveit sigraði í sveitakeppninni á Bridshátíð sem lauk í gærkvöld. Frá vinstri: Stefán Jónsson, Kasper Konow, Ísak Örn Sigurðsson, Ómar Olgeirsson og Sejr Andreas Jensen. Íslendingar sigursælir á Bridshátíð Í SUMAR verður minnst 950 ára afmælis biskupsstóls í Skálholti og verður hápunktur afmæl- ishalds kringum Skálholtshátíð í júlí. Á næstunni verður auglýst eftir rektor Skálholtsskóla en sr. Bernharður Guðmundsson lætur af því starfi á árinu vegna aldurs. Séra Sigurður Sigurðarson vígslubiskup tjáði Morgunblaðinu að jafnframt sé fyrirhugað að ráða framkvæmdastjóra sem sæi um daglegan rekstur staðarins og létti verkefnum af rektor og vígslubiskup. Sú breyting hefur orðið á dag- legri stjórn Skálholtsstaðar að ein stjórn hefur tekið við bæði stjórn Skálholtsskóla og kirkju- legra mála. Sr. Sigurður Sigurð- arson vígslubiskup er formaður stjórnar og aðrir stjórnarmenn eru kirkjuráðsmennirnir sr. Hall- dór Gunnarsson og Jóhann E. Björnsson. Sigurður segir helstu verkefni stjórnarinnar að hafa umsjón með starfsemi kirkjunnar og skólans og framfylgja starfs- og fjárhagsáætlunum. Þá á stjórnin að ganga frá tillögum að skipuriti fyrir staðinn og athugi hvort rétt sé að fela staðnum að staðnum að taka að sér rekstur Skálholtsskóla. Breytingar á yfir- stjórn Skálholts KONA missti stjórn á bíl sínum við Votaberg til móts við Litla- Sandfell á Þrengslavegi um mið- nætti í fyrrinótt með þeim afleið- ingum að bíllinn fór út af veginum og valt. Konan var flutt með sjúkrabíl á slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahús en var lítið slösuð og útskrifuð síðar um nótt- ina. Bíllinn skemmdist nokkuð en hann var tekinn á brott með kranabíl. Bíll valt við Þrengslaveg NEMAR við Menntaskólann á Ak- ureyri ætla að fella niður nám á miðvikudag til að mótmæla skerðingu náms til stúdentsprófs. Eftir annan tíma á miðvikudag- inn verður haldið á mótmælafund á Ráðhústorgi og ekki verður mætt aftur í skólann fyrr en eftir annan tíma á fimmtudag. Þetta er í samræmi við það að áætlað er að skerða nám til stúdents- prófs um u.þ.b. 20%, að þeirra sögn. Nemar í MA mótmæla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.