Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 17 DAGLEGT LÍF Í FEBRÚAR Umbo›s- og sölua›ili sími: 551 9239 www.birkiaska.is Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur :: SPA ZONE :: Árangursrík Cellulite meðhöndlun Air Pressure - Aroma olíur ● Sléttir og grennir ● Formar fótleggi ● Losar bjúg og þreytu ● Eykur starfsemi sogæðakerfis ● Betri líðan Sjáanlegur árangur strax 20% afsláttur af 10 tíma kortum. Nú er rétti tíminn fyrir vorið. Snyrtisetrið 1. hæð Domus Medica Sími 533 3100 ÞEGAR taka þarf mikilvægar ákvarðanir á borð við húsa- og bílakaup er mælt með því að menn vinni heimavinnuna sína vel, en leyfi síðan undirmeðvitundinni að vinna í nokkra daga og þyrla upp hugsanlegum kostum áður en kaup eru endanlega ákveðin. Samkvæmt nýstárlegri rann- sókn, sem birt hefur verið í tíma- ritinu Science og unnin var við sál- fræðiskor háskólans í Amsterdam, er ómeðvituð umhugsun talin geta leitt til betra vals en eingöngu meðvituð ákvarðanataka, að minnsta kosti þegar taka þarf mikilvægar ákvarðanir. Meðvituð umhugsun er hins- vegar kjörin í minniháttar og hversdagslegri málum, eins og til dæmis þegar ákveða þarf hvaða sjampótegund eða handklæði skuli keypt, segir m.a. í nið- urstöðum rannsóknarinnar. Nokkrar mögulegar ástæður eru taldar geta valdið því hvers vegna meðvituð hugsun leiðir til lélegrar dómgreinar, að mati rannsakenda. Þeir segja að með- vitundinni séu takmörk sett þegar kemur að úrvinnslu mikilvægra upplýsinga. Á hinn bóginn er und- irmeðvitundin sögð hafa meiri hæfileika til að greina og flétta saman miklar upplýsingar, sem leitt getur til betri kosta þegar upp er staðið og ákvörðun liggur á borðinu.  RANNSÓKN | Þarf að taka mikilvæga ákvörðun? Sofðu á málinu Morgunblaðið/Þorkell „Í MÍNU ungdæmi var þetta nú bara kallað óþekkt“ er setning sem for- eldrar barna með geðröskunina ADHD, öðru nafni athyglisbrest með ofvirkni (AMO), fá oft að heyra. Að sumu leyti er það ekki svo undarlegt, þar sem einkennum þessarar algengu geðröskunar barna svipar að sumu leyti til venjulegrar óþekktar. Rann- sóknir benda hins vegar til að AMO sé taugalífeðlisfræðilegur sjúkdómur, sem eigi sér rætur í heila. AMO greinist oftast á forskólaaldri. Talið er að um 2–5% barna hafi sjúkdóminn, en hann er þrisvar til fjórum sinnum algengari hjá drengj- um en stúlkum. Hjá um 30% barnanna halda einkenni áfram fram á fullorðinsár í því mæli að það valdi verulegum truflunum á venjulegu lífi. Líkamleg ókyrrð og hvatvísi Mat á hegðun barna eftir föstum reglum er eina greiningartækið, sem hægt er að nota. Helstu einkennin eru líkamleg ókyrrð, hvatvísi og skortur á einbeitingu, en mismunandi hjá ólíkum einstaklingum hvaða ein- kenni er mest áberandi. Mikilvægt er að upplýsinga um hegðun barnsins sé aflað með skoðun á atferli þess, en líka upplýsingum frá fóstrum/ kennurum og foreldrum, með tilvísan til sérstakra greiningarskilmerkja. Einkennin verða að vera til staðar í þeim mæli að þau hafi veruleg áhrif á líf barnsins. Lögð er áhersla á að greiningin sé gerð af barnageðlækn- um eða barnalæknum með viðeigandi undirsérgrein eða vönum sálfræð- ingum og hér á landi heyrir reyndar til algerra undantekninga að aðrir greini og meðhöndli börn með AMO. Algengast er að meðhöndla börn með AMO með lyfjameðferð annars vegar og atferlismeðferð hins vegar. Algengast er að nota lyfið metýlfení- dat, en Ritalín var til skamms tíma al- gengasta form þess. Lyfið slær oft með mjög afgerandi hætti á einkenn- in, án þess að valda verulegum auka- verkunum. Skiljanlegar eru áhyggjur foreldra vegna notkunar þessa lyfs, þar sem það virkar á miðtaugakerfi, auk þess sem þekkt er að fíklar mis- nota lyfið. Þar ber að hafa í huga að þá er lyfið notað í miklu hærri skömmtum og að fíklar sprauta því gjarnan í æð til þess að fá örvandi áhrif. AMO sjúkdómurinn sem slíkur veldur aukinni áhættu á fíkn síðar meir á ævinni. Hins vegar hafa rann- sóknir bent til þess að börn, sem hafa verið meðhöndluð á þennan hátt við ofvirknisjúkdómi, hafa síður lent í erfiðleikum en þau ofvirku börn, sem ekki fengu þá meðhöndlun. Á síðustu árum hafa komið til sögunnar forð- atöflur með sama virka efninu, en al- gengustu tegundir þess eru Concerta og Ritalín Uno. Börn þurfa einungis að taka þessi lyf einu sinni á dag, sem er til bóta fyrir börn í skóla. Þá eiga fíklar erfiðara með að misnota þessi lyf en Ritalín. Þetta, ásamt ráðlegg- ingum um nokkuð hærri dag- skammta við AMO, leiddi til þess að talsverð aukning varð á notkun lyfs- ins árið 2003, en nú hefur komist jafn- vægi á notkunina og einstaklingum sem notuðu lyfið fjölgaði ekki milli ár- anna 2004 og 2005. Áfram þarf að fylgjast vel með rannsóknum á virkni ofangreindra lyfja og tilkynningum um hugs- anlegar aukaverkanir. Það gildir um þessi lyf eins og önnur, að aldrei á að nota þau nema að vönduð greining sé fyrir hendi og upplýsingar liggi fyrir um æskilegasta skammt lyfsins og aukaverkanir. Mikilvægt er að upp- lýsa foreldrana og börnin sjálf, eftir því sem þau hafa þroska til, um allt sem varðar meðferðina.  HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Landlæknisembættið Óþekkt eða ADHD Morgunblaðið/Ómar Matthías Halldórsson, aðstoðarlandlæknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.